Tíminn - 17.11.1960, Side 14

Tíminn - 17.11.1960, Side 14
14 T f MIN N, fimmtudaginn 17. nóvember 1960. Clay þótti mikið til um þernian sið og það færði hon- um heim sanninn um það, hve þetta fólk var rótfast og bundið átthögum sínum, heið arlegt og óbrotið fólk. Aöeins örfáir slæpingjar og lítil- menni fundusst meðal dal- búanna, allur þorrinn erjaði í sveita síns andlitis, dug- miklir og nægjusamir bænd ur. Honum var farið að þykja vænt um þá og hann var einn ig farinn að skilja þá. Þegar þau voru komin að girðingunni, sem umlukti heimili hennar, stóðu þau þegjandi um stund áður en þau kvöddust. Allt í einu brá fyrir skugga af manni á ver- öndinni, og Clay rétti úr sér. Honum flaug Matt í hug. En það var þá faðir hennar. — Ert það þú, Kate? spurði hann ákafur. Með hverjum ertu? — Það er Clay, pabbi svar aði hún. — Æ-i, sagði hann og dæsti létt. — Þú ert seint á ferð, Kate, og ég vona, að kennar inn haldi þér ekki úti eftir að farið er að dimma í annað sinn. — En klukkan er ekki nema átta, Buck, sagði Clay. —Þáð er háttatími í þess- ari sveit, anzaði Buck mynd uglega. — Fólk hefur leyfi til að tala saman í björtu, en það er ekki siður góðra stúlkna að vera á randi með' karlmönnum í náttmyrkri. Farðu inn Kate! — Já, faðir minn. Góða nótt, Clay, svaraði Kate hlýð in, en um leið og hún gekk fram hjá föður sínum sagði hún: — Clay flytur inn í kofa ömmu Epperson á morgun. Buck varð svo undrandi, að hann gleymdi með öllu gremju sinni. — Er það satt? spurði hann. — Eg borðaði hjá ekkjunni rétt áðan, hún minntist ekki á það. — Hún veit ekkert um það ennþá, mælti Clay. — Eg er nýbúinn að tala við Bill og ganga frá málinu. — Eg heyri sagt að þú haf ir fleygt Matt á dyr, sagði Buck eftir stundar þögn. — Já, það er rétt, svaraði Clay, — og ég verð að viður- kenna, að mér var það sönn ánægja. — Og nú ætlar þú að flytja inn í þennan kofa, anzaði Buck. — Það er auðvelt að sjá, að þú ert enginn meðal- maður. — Mér finnst það harla hvimleitt, þegar þið megið ekki svo mikið sem heyra Matt Care nefndan á nafn, svo að þið ekki skjálfið á beinunum. Það er því kom- inn tími til þess að einhver lækki í honum rostann. — Og það hefur þú hugsað þér að gera? — Eg ætla að minnsta kosti að reyna það. — Þá er. skynsamlegt af PEGGY GADDYS: fór inn, en hann stóð hreyf- ingarlaus nokkrar mínútur og reykti vindling áður en hann lagði af stað heimleið is. Það var ljóst, að öllum þótti sjálfsagt, að hann væri hræddur við draugaganginn i kofanum, en þau hefðu bara átt að vita, hve miklu skelfi legri þær voru afturgöng- urnar'í endurminningu sjálfs 11 DALA ☆ stúlkan þér að flytjast upp eftir, sagði Buck. — Það er víst eini staðurinn, þar sem þú ert óhultur fyrir honum. — Þú átt þó ekki við, að þess dólpungur sé hræddur við drauga og nornir? spurði Clay. — Hann hefur vit í kollin um, svaraði Buck biturlega. — Og hann hefur séð ýmis- legt, sem þið láglendingarnir viljið ekki trúa, þó að þið sjáið það sjálfir með ykkar eigin augum. En amma Epp erson handleggsbraut hann til þess að kenna ho.num að halda sig í fjarlægð frá kof- anum. — Gerði hún það? Hvern ig fór hún að því? — Því getur Matt ekki sjálf ur svarað. Hann kastaði steini að tömdu slöngunni hennar, en jafnskjótt var eins og brekkan reisti sig á móti honum og slægi hann í rot. Þegar hann kom til með vitundar aftur, var handlegg urinn brotinn. Slíkt, sem þetta er aðeins á færi galdra nomar. — Ja, ef það er draugur þarna í kofanum, þá vona ég bara að það sé hún. Eg skal með mikilli gleði heilsa upp á kellu! — Fólk, sem hefur séð hana, lítur ekki svona létt á málið, sagði Buck. Hann sneri baki að hon- um og gekk inn í húsið. Kate kallaði til hans og bauð hon um góða nótt, áður en hún hans, aftusrgöngur fortíðar- innar, sem risu upp og sett- ust að honum, svo að honum var varla vært. Frú Lacey hafði skilið eftir logandi lampa í ganginum. Húsið var ólæst eins og siður var í sveitinni og hann gekk óhindrað ‘inn um dyrnar. Hann hét því með sjálfum sér að læsa að sér, þegar hann væri fluttur í sitt eigið hús. Hann hafði þráð-að mega njóta friðhelgi einkalífsins öll þessi ár,^»g nú skyldi hon um verða að þrá sinni! 7. kafli. Frú Lacey horfði hvasst á hann yfir morgunverðarborð ið, þegar hann var búinn að tilkynna henni að hann hefði í hyggju að flytjast í fjalla- kofann. — Svo þú hefur fundið stað inn til þess að vera einn með Kate, hvenær sem þú hefur sér. — Þú veizt, að við kær- þörf fyrir! hreytti hún út úr um okkur ekki um slíkt hér! Augu hans skutu gneistum þegar hann spratf hranalega á fætur. — Þetta væri ódrengilega mælt af þeim, sem ekki þekkti Kate, svaraði hann reiðilega, — en þú ættir að þekkja hana, og því kalla ég þig lítilmannlega. — Seztu og borðaðu mat- inn þinn! skipaði hún. — Þökk fyrir, en ég hef ekki lyst á meiru. — En hvers vegna flytur þú þá svona langt frá skól- anum og byggðinni, er þú hefur ekki eitthvað slíkt í huga? — Eg er smeykur um, að þú munir aldrei trúa ástæð- unni. ar. Maður, sem sækist svo — Eg skil fleira en þig grun mjög eftir einveru, veldur for undran flestra. — Ef ég haga skólastarfinu sómasamlega, kemur fólki einkalíf mitt ekki við. — Þú yrðir kannski hissa ef þú vissir hvað fólk lætur sig einkalíf kennarans miklu varða, sagði hún og leit á hann stingandi augnaráði. — Það var mjög leiðinlegt, svaraði hann, en hún lét ekki af að yfirheyra hann og hélt áfram með það, sem henni lá á hjarta. — En Matt hefur gætur á Kate, svo að hún getur verið örugg. • — Þú leggur undarlegan skilning í hugtakið öryggi, sagði hann og hló hæðnis- lega, — ef þú heldur að Kate eða nokkur önnur stúlka geti fundið til öryggis i návist þess villidýrs. — Eg geri mér ljóst, að hann mun ekki hika við aö taka hana nauðuga jafnskjótt og hann kæmist í færi, svar aði hún, — en hann mundi að minnsta kosti giftast henni á eftir. Þú heldur kannski að Kate sé mér algerlega óvið- komandi, en þar skjátlast þér. Eg ætla að giftast Buck. — Og hefur ha^n ekkert um það að segja? spurði Clay stríðnislega. — Hann er fús til þess, en Kate stendur í veginum. Eg læt mér annt um hana af því að hún er dóttir Bucks. — Það þykir henni áreiðan lega mikils um vert. — Nei, það finnst henni ekki. Hún hatar mig eins og pestina, en það gerir mér ekkert til, því að ég giftist Buck ekki fyrr en hún hefur fundið sér eiginmann. Eg skal ráða við hina ormana. —Eg býst við því. — Settgu þig niður og fáðu þér kaffisopa til viðbótar, sagði ekkjan. Þetta var miklu fremur skipun en knrteislegt boð, svo að hann varð gramur sjálf um sér þegar hann hlýddi henni umhugsunarlaust. — Hver á að annast um þig? spurði hún. — Það geri ég sjálfnr, svar aði hann. — Það held ég verði nú verklag á, mælti hún háðs- lega. — Dósamatur á hverj- um degi. Ef þú vilt, getur þú borðað hádegisverð hjá mér. Eg matbý alltaf nóg handa tveimur. Og ef þú kærir þig um að borða eina almenni- lega máltíð á dag, þá geri ég ráð fyrir þér. Hann hikaði dálitið áður en hann svaraði játandi, en þegar hann var farinn, sat frú Lacey lengi hugsandi og starði fram fyrir sig. Clay hafði ekki dvalizt í kofanum meira en klukku- tíma, þegar Kate skaut ailt í einu upp kollinum, brosandi en feimin: — Eg var að hugsa um að fara upp eftir og laga tll í húsinu, áður en þú flyttir, en svo brast mig kjark, þegar til kom. Hann haiði opnað alla glugga og viðrað teppin úti meðan hann tók til inni fyrir. — Það var fallega hugsað, Kate, sagði hann og brosti hlýlega. — En þetta er karl- Fimmtudagur 17. nóvember: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. V3,00 „Á frívaktinni", sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsdóttir). 14,40 „Við sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir). 15,00 Miðdegisútvairp. 18,00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18,50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Einsöngur: Rússneski bassa- söngva.rinn Mark Reshetín syngur; Jevgenía Kalínkovits- kaja l'eikur undir (Hljóðritað á samsöng í Þjóðieikhúsinu 6. þ. m.). 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíus- ar saga Kálfssonar; IV. Andr- és Björnssón), b) Ólafur Sigurðsson á Hellu- landi flytur vísnaþátt úr Skaga firði. c) Guðrún Á. Símonar syngur ísieník lög. d) . Siglingar til Englands á stríðsárunom, — frásögn Bessa Gíslasonar skipstjóra (Stefán Júlíusson rithöfundur flytur). 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 21.10 Upplestur: Kafli úr aevisögu Halldórs Kiljans Laxness eftir Peter Hallberg (Þýðandinn, Bjöm Th. Björnsson Xes). 22.30 Kammertónleikar. 23,05 Dagskrárlok. EíRÍKUR YÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga 9 Augu Vínónu ljóma af stolti, þeg ar sonur hennar hneigir sig í átt- ina til hennar. — Hugsaðu þér að hann skuli þora að keppa við þessa menn! segir hún við Eirík Skytturnar stilla sér upp, hver hefur þrjár örvar. Ervin miðar vendilega, hann verður að taka tillit til hliðarvindarins, sem mun bera örvarnar af leið Daninn Bolor hefur hæft mark- ið með öllum þrem örvunum. Dóm arinn athugar skífurnar, enginn Norðmanna hefur enn skotið svo vel. En hann hrópar uppyfir sig, þegar hann kemur að skífu Ervins: — Ervin Eiriksson hefur hitt þrisv ar í miðmarkið, hann og Bolor verða að keppa aftur. Allir lofa Ervin fyrir leikni hans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.