Tíminn - 26.11.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 26. nóvember 1960.
9
STJÚRNARFLOKKANNA ! LANDHELGISMALINU
Sagan um það, hvernig Framsóknarflokkurinn kom í
veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn og Álþýðuflokkurinn
stöðvuðu útfærslu landhelginnar í maí 1958 og aftur
í ágúst sama ár
gagns sem hún gat orSið —
en nú þurfti að koma t veg
fyrirað hún yrði að þófi, okk-
ur til tjóns. Ákvörðun varð
að taka þegar í stað. Fundur
var haldinn í Framsóknar-
flokknum að kvöldi 20. maí.
í fundargj örð þingflokksins
þennan dag stendur: „Allir
þingmenn flokksins andvíg-
ir sérstakri rástefnu í NATO
til að semja um landhelgis-
málið.“ —
Mótstaða
Sjálfstæðisflokksins
Afstöðu Framsóknar-
flokksins tilkynnti ég á ráð-
herrafundi að morgni 21.
maí. — Eftir hádegi átti ég
tal við Ólaf Thors, formann
Sjálfstæðisflokksins, og með
honum Gunnar Thoroddsen.
Þar las Ólafur Thors yfirlýs-
ingu frá Sjálfstæðisflokkn-
um, er hófst á þessa leið:
„Yfirlýsing Sjálfstæðis
flokksins 21. maí:
Forsætisráðherra hefur til
kynnt Sjálfsæðisflokknum,
að Framsóknarflokkurinn
hafi ákveðið að hafna alger-
lega frekari viðræðum við
NATO-ríkin áður en fisk-
veiðitakmörkin verði færð
út“.
Síðan er sagt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé andvíg-
ur þessari vinnuaðf. og vilji
ekki eiga þátt í henni. Miklu
skifti fyrir íslendinga að
hafa vináttu NATO-þjóð-
anna o.s.frv. —
En vináttuna á að kaupa
fyrir að færa ekki út nema
það sem NATO-ríkin leyfa.
Eins og kemur fram í þess-
ari yfirlýsingu. var Sjálf-
stæðisflokkurinn andvígur
ákvörðun um útfærslu. Móti
því að slitið væri viðræðum
við NATO-rikin; — með-
mæltur áframhaldandi þófi,
sem var sama og að stöðva
málið. Hann skarst því úr
leik.
Mótstaða
Alþýðuflokksins
Á ráðherrafundinum 21.
maí kom í ljós, að Alþýðu-
flokkurinn vildi ekki, eins
og Framsóknarflokkurinn
og Alþýðubandalagið, fall-
ast á að taka hreina, já-
kvæða afstöðu með því að
reglugjörðin um útfærslu
landhelginnar yrði gefin út
30. júní með gildistöku 1.
sept. Þessi afstaða Alþýðu-
flokksins byggðist auðvitað
á engu öðru en því, að hann
vildi — eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn áframhaldandi
samningaþóf við NATO-rík-
in. Ríkisstjórnin var raun-
verulega klofin og Alþýðu-
flokkurinn kominn í stjórn-
arandstöðu í þessu máli —
enda var hann þar eftir
þetta þar til yfir lauk síðar
á árinu.
í þessu stappi stóð við Al-
þýðuflokkinn á endalausum
fundum allt til 23. maí. —
Á þessu tímabili boðaði for-
seti íslands tvívegis, að
minni beiðni, ríkisráðsfund,
þar sem ég kvaðst mundi
biðjast lausnar fyrir stjórn-
ina. Eru eftirminnilegar
fréttatilkynningar um þetta
í Morgunblaðinu um það
leyti.
Landhelgismálið hefði þá
strandað á andstöðu Alþýðu
flokksins og kosningar snú-
izt um það. Þá var Alþýðu-
flokkurinn ekki búinn að
tengja sig Sjálfstæðisflokkn
um að fullu— og átti því
nokkurn veginn víst að verða
algerlega þurrkaður út af
Alþingi, ef kosningarnar
snerust um það að hann
hefði stöðvað útfærslu land-
helginnar.
En Alþýðuflokkurinn
kærði sig ekki um Alþingis-
kosningar um þessa afstöðu
og þess vegna samþykkti
hann útgáfu reglugerðar-
innar.
Þannig bjargaði hræðsla
Alþýðuflokksins við dóm
kjósenda í landhelgismál-
inu, þótt bæði hann og Sjálf
stæðisflokkurinn væru því
andvígir.
Reglugjörðin var gefin út
30. júní með gildistöku 1.
sept. 1958.
TvÓfeldni milli þátta
Næstu vikurnar var kyrr-
ara um málið á yfirborðinu.
— Þekktur íslendingur, ná-
tengdur stjórn Sjálfstæðis-
flokksins, kom að vísu fram
í sjónvarpi í Englandi og
fullvissaði Breta um að auð-
velt væri að ná samningum
við íslendinga í landhelgis-
málinu. Bjarni Benedikts-
son héít fund á Flateyri
seint í júní 1958 og sagði, að
við kæmumst aldrei lengra
í landhelgismálinu en sam-
komulag næðist um við
stærstu siglingaþjóðir beims.
Pétur Benediktsson sagði á
fundi í Ölver 24. ágúst, að
Kommúnistar og Framsókn-
armenn hefðu svínbeygt
Guðm. í. Guðmundsson í
landhelgismálinu. Alit sum-
arið var undirróður fyrir því
að taka upp samninga í
NATO. Enginn fylgdist betur
ur með þessu en ambassa-
dor Breta á íslandi. Og það
er vitað, að hann, í samræmi
við þær upplýsingar sem
hann fékk frá Sjálfstæðis-
mönnum, sagði ríkisstjórn
sinni, að óeining væri með
íslenzku þjóðinni í land-
helgismálinu. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn vildu semja.
Þessar röngu upplýsingar
eru ástæðan til þess að
brezka ríkisstjórnin sendi
herskip inn í landhelgina.
Það er fyrst og fremst verk
Sjálfstæðisflokksins. En
Bretar ráku sig á það síðar
— en um seinan — að þess-
ar upplýsingar voru rangar,
að því er þjóðina áhrærði,
þeir fluttu ambassador sinn
burt og stórlækkuðu hann
í tign. —
Ný herferð
Árás var gerð á mig í
Morgunblaðinu, t.d. 13. ág.
þar sem segir, að „sérstaða
Sjálfstæðismanna var fyrst
og fremst fólgin í því, að
þeir voru andvígir þeirri á-
kvörðun forsætisráðherra að
hafna algjörlega frekari við-
ræðum við NATO-ríkin á sl.
vori, áður en útfærsla fisk-
veiðitakmarkanna væri á-
kveðin.“ —
Glöggt er það enn
hvað þeir vilja
Eins og menn muna, hafði
krafa NATO-ríkjanna verið
að sérstök NATO-ráðstefna
yrði haldin til að semja um
landhelgismál íslands. Þeg-
ar neitandi svar barst við
fyrirspurninni til NATO 18.
maí, neitaði íslenzka ríkis-
stjórnin 20. maí og síðan sér
stakri ráðstefnu í NATO um
málið.
Þessa kröfu, sem hvað eft-
ir annað hafði vcrið neitað,
vegna þess að hún leiddi til
stöðvunar á málinu, gerir
Sjálfstæðisflokkurinn enn á
ný að sinni með bréfi til ut-
anríkisráðh. dags. 22. ágúst,
að sagt er í bréfinu til þess
að afstýra voða á miðunum.
Á forsíðu Morgunblaðsins
28. ág. birtist með stærsta
letri þessi fyrirsögn: „Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur til
að ráðherrafundur Atlants-
hafsbandalagsins verði kall
aður saman nú þegar.“ í und
irfyrirsögn segir, að Ólafur
Thors og Bjarni Benedikts-
son hafi 22. ágúst átt ýtar-
legt samtal um þessa tillögu
Sjálfstæðisflokksins við ut-
anríkismálaráðherra.
Þessi stutta klausa segir
mikla sögu.
Með þessu var stefnt að
því í leynisamtölum Ólafs,
Bjarna og Guðmundar að ó-
gilda reglugerðina um út-
færsluna og hefja í st.aðinn
samningamakk á sérstakri
ráðstefnu.
Hinn 30. ág. heldur her-
ferðin enn áfram í Morgun-
blaðinu. Þar er þessi fyrir-
sögn með stærsta letrí:
„Ráðherrafundur Atlants-
hafsbandalagsins bezti vett
vangur til að afla „skilnings
og viðurkenningar“ á mál-
stað ísla.nds.“
Öllum, sem þessar tillögur
lesa, er auðvitað ljóst, að á
meðan samningar hefðu ver
ið reyndir, hefði orðið að ó-
merkja gildistöku og fram-
kvæmd landhelgisreglugerð-
arinnar frá 30 júní ,er átti
að taka gildi 1. sept. — Rík-
isstjórnin átti fyrst að lýsa
ómerk og ógild öll sín verk í
landhelgismálinu daginn fyr
ir gildistökuna. Fljúga síðan
til útlanda og setjast á samn
ingafund með NATO-ríkjun-
um. Hafa menn heyrt annað
furðulegra. — Framsóknar-
flokkurinn hafnaði þessu
með fyrirlitningu, og þar
með var þessari nýju herferð
til að stöðva útfærsluna
lokið.
Skvndibreyting
Eftir fund Péturs Bene-
diktssonar að Ölver og fleiri
tákn frá Sjálfstæðismönn-
um ,munu útvegsmenn, skip-
stjórar og stýrimenn á
Akranesi hafa þó*zt, sjá
hvert Sjálfstæðisflokkurinn
stefndi. Þeir gerðu samþykkt
27. ág. — Hún er birt í Morg
unblaðinu á 3. síðu m'eð fyr-
irsögninni:
„Hvergi að hopa frá settu
marki í landhelgismálinu."
Er talið'að Pétur Ottesen
hafi staðið fyrir þessari sam-
þykkt og afhent Morgunblað
inu til birtingar, með vel
völdum orðum. —
En allt gerist nú jafn-
snemma. Bjarni Benedikts-
son, aöalritstjóri Morgun-
blaðsins, fer norður í land
30. ág. og 31. ág. 1958 snýr
Morgunblaðið við. Þann dag
birtist grein með nýjum tón
á forsíðu: „íslendingar ein-
huga um sæmd sína og
rétt“. —
Ekki iðrun heldur
yfirdrepsskapur
Ég er ekki í neinum vafa
um að samþykktin frá Akra-
nesi — ásamt aðvörunarorð-
um frá Pétri Ottesen — hef-
ur skotið forustumönnum í
Sjálfstæðisflokknum skelk í
bringu í bráð. — Þeir vissu
frá Alþýðuflokknum af
nánu sambandi við þá um
landhelgismálið o. fl., að rík-
isstjórnin riðaði til falls. —
Það varð að gæta sín fyrir
kjósendum, ef stutt var
til kosninga, og ekki hægt að
treysta gleymskunni. Það er
eftirtektarvert hvernig Sjálf
stæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hagræddu nú af-
stöðu sinni og gerast nú í
skyndi hinir skeleggustu í
landhelgismálinu .—
Þeir standa að samþykkt
Alþingis 5. maí 1959 — þar
sem lofað er hátíðlega að
víkja hvergi í landhelgis-
málinu.
Þeir hafa hátt um þessa
samþykkt í kosningunum
1959.
Ambassador íslands í Lond
on er kallaður heim rétt fyrir
kosningar, og sagt að eigin-
lega sé stjórnmálasambandi
við Bretland slitið. Við þá
ofbeldisþjóð hafi ríkisstjórn
íslands ekkert að tala. En
svo er ambassadorinn send-
ur til London aftur nokkru
eftir að kosningar eru bún-
ar. — Miklu verri mótmæli
en engin, því Bretum varð
ijóst, áð ríkisstjórnin rneinti
ekkert með þessu, enda
hlæja þeir að öllu saman.
Enginn íslendingur mátti
mæta á NATO-fundi, sem
haldinn var í Englandi sum-
arið 1959. Átti þetta að sýna
íslendingum fyrirlitningu
ríkisstjórnarinnar á fram-
ferði Bretanna. —
íslendingar máttu ekki .
einu sinni sækja kennara-
þing í Bretlandi. —
Þetta var allt leikaraskap-
ur fyrir kosningar til þess
að breiða yfir fyrri feril sinn
og raunverulega stefnu.
En skoðanir þessara
manna hafa alltaf verið og
eru þær sömu í landhelgis-
málinu, að landhelgin geti
aldrei orðið stærri en Bretar
(Framhald á 7. síðu). ,