Tíminn - 09.12.1960, Page 6
6
TÍMINN, föstudaginn 9. descmbcr 1960.
JÓLAGJAFIR
Og
JÓLASKRAUT
í miklu úrvali.
Sími 13508
Kjörgarði, Laugavegi 59.
Austurstræti 1
Auglýsið í Tímanura
MINNING:
Jón BjörgúSfsson
Þorvaldssföðum í Breiðdal
10. maí s.l.- andaðist að heimili
sínu, Þorvaldsstöðum í Breiðdal,
merkisbóndinn Jón Björgólfsson.
Hann var fæddur að Snæhvammi
í sömu sveit 5. marz 1881 og var'
því á áttugasta aldursári.
Foreldrar Jóns voru hjónin
Björgólfur Stefánsson í Snæ
hvammi, bónda þar og Kristínar
Jónsdóttur, bónda á Þverhamri.
Björgólfur var sonur Stefáns
bónda í Snæhvammi og seinustu
konu hans Þórunnar frá Þver
hamri, Eyjólfsdóttur frá Stuðlum
í Reyðarfirði; voru þeir hálfbræð
ur Þórður bóndi í Snæhvammi og
Björgólfur. Bjuggu þeir bræður
þar lengi í góðu tvíbýli við mikla
atorku á sjó og landi. Stefán faðir
þeirra var sonur Þórðar bónda á
JíúukUn
OFNINN
- meí bláa loganum
Kröftugur hiti á augabragði.
Flytjanlegur og lyktar ekki.
Tekur AVí líter af steinolíu,
sem endist 16—25 klst.
Aladdin Industries Ltd., Aladdin Building, Greenford, Engt
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlega þakka ég öllum þeim vinum mmum
og venslamönnum, sem með heimsóknum. gjöfum
og skeytum heiðruðu mig á sextíu ára afmæiinu.
Guð blessi ykkur öll.
Sighvatur Einarsson,
Stokkseyri.
Hjartanlega þakka ég öllum, nær og fjær, sem á
einhvern hátt minntust mín og sýndu mér vinar-
hug í tilefni af 75 ára afmæli mínu 19. nóv. s.l.
Guð blessi ykkur öll.
27/11 1960.
Karl Guðmundsson,
Valshamri.
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð op •'ináttu
vi8 andlát og jarSarför elsku drengsins okkar.
Gísla.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Gísladóttir,
Óskar Heigason.
Útför
Karitasar Sesselju Þórðardóttur,
Birtingaholti,
sem andaðist 4. þ. m., fer fram frá Hrepphólakirkju, laugardaginn 10
des. Athöfnin hefst kl. 2 síðdegis.
Sigurður Ágústsson.
Ósi, Gíslasonar prests í Heydölum.
Var Þórður á Ósi einn af fremstu
bændum sveitarinnar á sinni tíð
og kemur við opinber mál og skjöl
innan sveitar og utan; kvæntur
var hann Þóru dóttur Kristínar
ríku Sturludóttur á Þverhamri og
manns hennar, Stefáns Magnús
sonar prests á Hallormsstað.
Kristín kona Björgólfs var Jóns
dóttir bónda á Hamri; hún mun
hafa borið nafn Kristínar ríku,
langalangömmu sinnar; koma þann
ig sarnan ættir foreldra þeirra
hjóna, Eydala og Þverhamarsætt,
er lengi voru fjölmennar í Breið
dal.
Björgólfur Stefánsson var fjöl
hæfur atorkumaður, smiður á tré
og járn og svo vel að sér til bókar
sem sjálffræddur maður mátti
verða þá. Skar’pur reikningsmaður
og snilldar skrifari, sem sjá má af
gerðum funda, er hann hefur ritað.
Greindur maður, er honum var
samtíða, sagði að vel hefði honum
látið að leiðbeina unglingum í
reikningi og skrift, og mikið tóm-
stundagaman hefði honum verið að
fást við erfið reikningsdæmi. Krist
ín var góð húsmóðir, ágætlega
verki farin og stjórnsöm, léttlynd
og úrræðagóð í hverjum vanda.
Barnahópur þeirra Björgólfs og
Kristínar var allstór, en efnahagur
fremur þröngur
Árin milli 1880—90 voru slíkum
heimilum þung í skauti. Þá var
það 1886, er Jón var fimm ára að
foreldrum hans bauðst fóstur fyrir
hann á Þorvaldsstöðum, hjá merkis
hjónunum Björ’gu Stígsdóttur og
Sigurði Guðmundssyni. Á Þorvalds
stöðum var efnaheimili og myndar-
bragur á öllu. Sigurður var silfur-
smiður að iðn, en lagði gjörva hönd
á flesta smíð. Björg var alþekkt
gáfukona, víðlesin og fróð; má enn,
ef litið er í skápa á Þorvaldsstöð
um sjá merki góðs bókakosts frá
dögum þeirra hjóna. í þetta fóstur
fór Jón og átti heima á Þorvalds
stöðum meðan ævin entist.
Foreldrar Jóns höfðu flutt frá
Snæhvammi að Kömbum í Stöðvar
firði. Það er hæg sauðjörð og út-
ræði gott. Þar mundi hafa orðið
góðum sjómanni, sem Björgólfi,
gott til afkomu með efnilegan hóp
barna, sem dróst ört á legg; en
sonurinn lézt nær tvítugur og
heiimilisfaðirinn féll frá á bezta
aldri; varð þeirra skammt á milli.
Ekkjan brá þá búi og börnin réðust
á góð heimili hér um sveitir. Sjálf
fór hún með yngsta drenginn að
Þorvaldsstöðum til Bjargar og Sig-
urðar, og gerðist þar önnur hönd
húsfreyju um alla bústjórn. Mátti
þá segja að fóstrið hafi1 þá verið
orðið fulltraust Jóni og var þó gott
áður.
Ekki gekk Jón skólaveg er hann
Droskaðist, þó var hann vetrartíma
í Stöð hjá síra Guttormi Vigfús-
syni, en hjá honum leituðu margir
námsvistar og varð að góðu. Víðar
leitaði- hann ekki náms, utan sjálfs
námsins, sem mun, eins og föður
hans, hafa orðið honum drjúgt.
Hann mun snemma hafa verið
með fóstra sínum að smíðum og
búráðum. Bústörfin tóku hug hans
allan, hann gerðist áhugasamur
fjárræktarmaður, eignaðist margt
fé, sem hann jók svo, að hann
keypti fé og átti víða á fóðrum,
og um það leyti, er haún tók við
búforráðum á Þorvaldsstöðum,
mun hann hafa verið einna fjár
ríkastur af búlausum mönnum hér
í sveit. Svo gott fé átti hann í sín-
um búskap, að þangað þóttí mörg-
um gott að ieita um kindur til að j
bæta stofn sinn.
Árið 1915 voru fósturforeldrar j
hans með öllu afhuga búskap fyrir
elli sakir og vanheilsu. Voru þá
tveir kostir fyrir, að bú yrði selt
og heimili leystist upp eða Jón
keypti og fósturforeldrarnir yrðu
í hans for'sjá ásamt móður hans.
Þetta varð að ráði. Búið var gott
og árferði hagstætt. Þetta ár flutti
Guðný Jónasdóttir til hans og gift-
ust þau á því ári.
Guðný var frá Dísastaðaseli í
Breiðdal, ágætu heimili; fóstur-
dóttir þeirra Árna Björns Árna-
sonar og Bjargar Björnsdóttur,
hinna mestu merkishjóna. Guðný
var hin mesta alúðarkona, sem
naut velvildar og virðingar allra
ei henni kynntust. Hún var stál-
glreind, bókhneigð og prýðísvel
hagmælt.
Þorvaldsstaðir er innsti bær í
Norðurdal í Breiðdalshreppi. Jörð-
in er stór; afréttar'land hennar
liggur að þremur næstu hreppum.
Tvíbýli mun lengstum hafa verið
þar; en Jón og Guðný bjuggu þar
einbýli. Það þurfti atorku og hygg
indi til að nytja þessa stóru jörð
og bæta hana að húsum og ræktun
svo sem þau hjón gerðu, og jafn-
framt að koma upp mörgum börn-
um, sem reyndust dugmikil í starfi
með foreldrunum og mikið mann-
dómsfólk, er það lagði á eigin
leiðir.
Bú þeirra Þorvaldsstaðahjóna
var að vísu jafnan stórt og gagn-
samt, en heimilið var fjölmennt og
þurfti alls að kosta af húsbænda
hálfu um stjórnsemi og fram-
kvæmdir svo í góðu horfi væri
haldið, og það tókst vel á fjörutíu-
ára búskaparferli.
Alkunn var gestrisni þeirr’a
hjóna og alúðlegar viðtökur gleym-
ast engum, sem þeirra nutu.
Búhættir flestra gerbreyttust síð-
ustu búskaparár þeirra. en þau sáu
vel hvað af nýbreytninni hentaði
heimili þeirra og bújörð og studdu
að meiri umbótum með ráði og
dáð.
Gripi og jörð létu þau í hendur
tveggja sona sinna, sem nú búa
þar félagsbúi, en þriðja soninn
létu þau fá land undir nýbýlið
Tungufell.
Rafstöð reistu þessir bræður —
fyrstu vatnsaflsstöð í sveitinni og
mun nægja þremur heimilum,
skjöl er þeim framkvæmdum
heyrðu, undirritaði Jón, þá liggj-
andi í sjúkrahúsi.
Nú standa á þessum jörðum
myndarleg hús, og túnin eru orðin
víð Þetta og fleira en sýnilegur
vottur gæfuríkrar samvinnu þeirra
og barnanna.
Þeim, sem nú sitja þessi býli
skiluðu þau skuldlausri jörð, en
það er traustur grunnur hinna
miklu framkvæmda, sem þeir hafa
í ráðizt.
Félagsmál urðu Jóni snemma við
fangsefni. Hann var einn þeirra
manna, sem kjörinn var til flestra
trúnaðarstarfa hér í sveit um tugi
ára. Sæti átti hann í hreppsnefnd,
skattanefnd, sýslunefnd og sóknar-
nefnd svo nokkurs sé getið, í sum-
um þessum nefndum á fjórða tug
ára. Endurskoðun og stjómarstörf
hafði hann í samvinnufélagi sveit-
ar'innar um tugi ára; og traustur
samvinnumaður var Jón alla tið og
vann þeirri stefnu allt, er hann
mátti.
Virðingar- og þakklætisvott fyrir
störf hans sýndu hreppsbúar hon-
um með heiðursgjöf á sjötugsaf-
mæli hans.
Þegar sveitarfélagið minntist ald
arafmælis búnaðarsamtaka sinna,
voru nokkrir eldri bændur kjörnir
heiður'sfélagar Búnaðarfél. Breið-
dæla, og var Jón einn þeirra.
Starfstími Jóns að félagsmálum
var langur, þekking hans á því
sviði var traust og starfshæfni svo
góð .að fáir voru honum þar jafnir.
Hann ritaði hreina og blæfagra
hönd og var reikningsmaður ágæt-
ur.
Skírlegt yfirbragð og hressileg
framkoma vakti athygli á Jóni þar
sem hann fór, glaðværð hans í
kunningjahópi var alkunn og kast-
aði hann þá gjarna fram hnittnum
stökum, en ekki iðkaði hann þá
íþrótt, nema sem stundargaman.
Eftir þau Þorvaldsstaðahjón birt
ust stökur í kvæðasafninu Austur-
landi.
Konu sína missti Jón 7. janúar
1956, var það honum mikið áfall,
erfiður sjúkdómur hafði þjáð hann
um nokkur ár og sjón hans tók að
bila og varð ekki bót á ráðin. Síð
astliðinn vetur var hann rúmfastur
að mestu.
Jón var lagður til hinztu hvíld-
ar við hlið konu sinnar í fallegum
heimagrafreit. Fjöldi sveitunga
hans viðstaddur og börnin öll,
flest um langan veg komin. Syn-
irnir átta báru kistuna til grafar,
en systumar sáu um hina rausnar-
legu erfisdrykkju. Sóknarprestur-
inn, síra Kristinn Hóseasson, jarð-
söng og flutti hinum látna bænda-
öldungi verðug kveðjuorð.
Börn Guðnýjar og Jóns eru
þessi:
Sigurður, kaupmaður í Stein-
nesi á Seltjarnarnesi, kvæntur
Ástu Gunnsteinsdóttur.
Kristín, búsett í Búðakauptúni í
Fáskrúðsfirði; gift Sölva Ólasyni.
Árni, bifreiðarstjóri, Seltjarnar'-
nesi; kvæntur Jóhönnu Daníels-
dóttur.
Björgólfur, bóndi í Tungufelli í
Breiðdal; kvæntur Valborgu Guð-
mundsdóttur ljósmóður.
Helga, gift Valgeiri Eiríkssyni,
sjómanni á Akureyri.
Einar, húsameistari, Seltjarnar-
nesi; kvæntur Ragnheiði Ingimund
ardóttur.
Oddný, gift Þorvaldi Jónassyni,
afgreiðslumanni í Fáskrúðsfirði.
Hlíf, gift Jóni Sigurjónssyni, sjó-
manni, Seltjarnarnesi.
Jónas, vegavinnuverkstjóri í
Breiðdal; kvæntur Guðbjörgu
Steinsdóttur.
Pétur, bóndi á^ Þorvaldsstöðum;
kvæntur Mörtu Ólafsdóttur.
Guðmundur, bóndi s. st., ókvænt
ur.
Óskar, húsasmiður, Seltjarnar-
nesi; kvæntur Hólmfríði Þorsteins-
dóttur.
Þórey, gift Ólafi Þórðarsyni,
skrifstofustjóra, Akranesi.
Einn fóstursonur ólst upp hjá
þeim, Pétur Guðmundsson, bóndi
í fvar'sseli í Breiðdal; kvæntur er
hann Borghildi Guðjónsdóttur, áð-
ur bónda þar.
Jón og Guðný voru fósturbörn
tveggja merkisheimila í Breiðdal.
Það er mælt, að fjórðungi bregði
til fósturs, og má það vel sannast
á þeim hjónum, og þegar þess er
gætt og hins, að bæði voru búin
góðum ættarkostum, skilst vel sú
mikla heill, er var yfir sambúð
þeirra og ævistarfi öllu.
S. J.
Snæhvammi.