Tíminn - 09.12.1960, Qupperneq 8
8
T f MIN N, föstudaginn 9. desember 196ft
„Hugsjónura er hætt við
fölskvun í meðlætinu”
Rætt við Pétur Sigfússon, fyrrverandi
kaupfélagsstjóra, sem er sjötugur í dag
&
Pétur Sigfússon, fyrrverandi
feaupfélagsstjóri, er sjötugur í dag.
Hann er einn hinna léttvígustu
manna, sem ég þefefer og á það
efeki aðeins við um líkamsatgervið,
heldur ekfei síður hið andlega.
Pétur Sigfússon var glæsimenni
á ungum aldri, afburða glímumað
ur og öðrum íþróttum vel búinn,
fjörmaður mikill er’ hann og hefur
verið, félagslyndur og skemmti-
legur, hnyttinn, hrifnæmur, vel
máli farinn í ræðu og riti og ó-
trauður til baráttu fyrir hugsjón-
um sínum og áhugamálum, og þau
skortir hann sjaldan, og er aldrei
veill né hálfur. Þegar hann grípur
penna og ritar' blaðagrein til sókn-
ar eða varnar málstað sem brennur
honum í brjósti, er hann skemmti-
lega hvass og markviss í líkingum.
Ýmsír muna greinar, sem hann rit
aði um kjördæmamálið þegar sá
slagur stóð, og þótti þar vel á
haldið, svo að eitt dæmi sé nefnt.
Slíkum mönnum hæfir hið forna
lýsingarorð léttvígur vel ,og kann
sfee eru slífeir eðliskostir hið bezta,
sem mönnum er gefið.
Pétur Sigfússon er mikill og
einlægur samvihnumaður, og hefur
ætíð skipað sér þar í sveit til varn-
ar og sóknar. Lífsstarf hans er að
verulegu leyti helgað samvinnu-
málum, og þó væri synd að segja,
að hann hefði setið á sömu þúfu
til þessa dags. Hann hefur verið
bóndi norður í Þingeyjarsýslu og
vestur í Klettafjöllum, og sölustjóri
á Húsavík og kaupfélagsstjóri á
Borðeyri, og lagt hönd að ýmsu
milli þeirra aðalþátta. Pétur er
kvæntur Birnu Bjarnadóttur, glæsi
legri afbr'agðskonu, og eiga þau og
hafa alið upp stóran og myndar-
legan barnahóp.
Ættir Péturs eru kunnar, for-
eldrar hans voru Sigfús Jónsson á
Halldórsstöðum og Sigríður Jóns-
dóttir, héraðskunn hjón.
Ég þekki fáa menn, sem eru
skemmtilegri í viðræðu en Pétur,
og það var því dálítil sérgæzka í
því, þegar ég skrapp heim til hans
í fyrrakvöld til þess að spjalla við
hann nokkra stund. Ég spurði hann
að ýmsu um farinn veg, en raunar
rann það spjall meira og minna út
í sand, því að svo margt annað um
nútíð og framtíð leiddi okkur af
þeirri braut hvað eftir annað. Þetta
viðtal verður því ekfei svo glögg
skýrsla um störf og líf Péturs sem
verf væri, en við það verður að
sitja.
— Hvar ert þú fæddur, Pétur?
— í Grjótárgerði, smákoti inn
undir afréttr í Bárðardal, sú jörð
er nú löngu komin í eyði. Það var
ekki háreist höll.
— Áttirðu lengi heima þar?
— Ner, ég var aðeins hálfs ann-
ars árs, er foreldrar mínir fluttu
að Bjarnastöðum í Mývatnssveit,
árið 1892. Og úr Mývatnssveit eru
myndir bernsku minnar skýrastar.
— En þú ólst samt ekki upp þar
til fullorðinsára?
— Nei, enn fluttu foreldrar mrn-
ir, og þá niður að Halldórsstöðum
í Reykjadal, þar sem svo réðst, að
faðir minn tæki þar við fjárræktar-
búinu. Þá var ég 9 ára.
— Áttirðu kost á skólagöngu?
— Ekki mundi það talinn lang-
skóli nú á dögum. Skóli heimilisins
var mér auðvitað mikill og góður,
og árið 1906 komst ég til Húsa-
víkur og á lýðskóla Benedikts
Björnssonar. Var það hinn fyrsta
vetur, sem Benedikt vánn að því
merka skólastarfi, og mér hefur
oft orðið hugsað til þess með þakk-
læti, hve góður grundvöllur var
þar Iagður til sjálfsnámsins, sem
fyrir höndum var í lífinu.
— Eitthvað hef ég heyrt um
giímur þínar og utanfarir.
— Ójá, en ég tel mig ekkert sér-
stakan glímumann, að minnsta
kosti ekki kappglímumann. En ég
hafði lært allvel hina þingeysfeu,
léttu glímu, sem átti mikið óðal í
Mývatnssveit og einnig í Reykja-
dal síðar og vafalítið mörgum öðr-
um sveitum sýslunnar. Glíman
hafði lifað þar góðu lífi lengi
undir ströngum aga og hörðum
kröfum um léttleika, fimi og feg-
urð. Ég tel mig sæmilegan fulltrúa
hins þihgeyska glímustíls, en ann
ars vil ég engin stóryrði hafa um
það. Mér var það hins vegar gleði-
efni, að ýmsir þeiira, sem ég sagði
til og leiðbeindi um glímu fyrr á
árum urðu ágætir glímumenn. Vil
ég til dæmis nefna úr þeim hópi
Jörgen Þorbergsson, sem nú er
sextugur að aldri, en hlaut fyrr á
tíð fegurðarverðlaun í íslands-
glímu ár eftir ár.
— En glímufarirnar til útlanda?
— Ég var ekki sérlega ginn-
keyptur fyrir þeim, því að ýmis
áhugaefni hér heima, höfðu þá
þegar náð sterkum tökum á mér.
En Jóhannes Jósefsson lagði fast
að mér að konm í flokkinn, sem
sendur var á Ólympíuleikana í
London 1908, og einnig að vera
með í sýningarferðinni 1909 um
Þýzkaland, Sviss, Belgíu og fleiri
lönd. Sú ferð tók nærri því ár,
og var auðvitað mjög ævintýraleg
og lærdómsrífe fyrir ungan mann
eins og mig. En við skulum sleppa
því núna.
— Jæja, lítum þá á alvarlegri
hliðar. Hvenær kvæntist þú?
— Það var 1914, og það sama ár
tók ég við búsforráðum á hluta
foreldra minna í Halldór'sstöðum.
— Varstu búhneigður?
— Já, það held ég. Ég var satt
að segja með hugann allan við bú-
skap þá, og ég vildi vera bóndi og
lagði mig allan í það starf næstu
árin. Ég held, að þrátt fyrir allt
sé ég bóndi að innsta eðli, og mér
var það heldur andstætt, þegar ég
hætti búskap 1920 og fluttíst til
Húsavíkur. Og síðan hefur mér oft
fundizt, að þá hafi ég gert mína
mestu skyssu í lífinu, en það er
auðvitað erfitt að meta til sanns,
þótt hug sýnist svo síðar á ævi.
— Hvarfstu þá strax að Kaup-
félagi Þingeyinga?
— Já, og raunar hafði ég unnið
ýmis störf fyr'ir félagið áður sam-
hliða búskapnum. Ég hafði verið
sláturhússtjóri á Einarsstöðum, og
einnig unnið hjá félaginu á Húsa-
vík. Nú varð ég sölustjóri hjá fé-
laginu, en starfið varð raunar mest
févarzla og innheimta. Þar starfaði
ég svo allt til 1935. Á þessu tíma-
bili voru verstu kreppuárin, sem
yfir þjóðina hafa gengið, og það
var ekfeert vinsældaverk að vera
innheimtumaður á þeim árum.
Verzlun öll stóð mjög höllum fæti,
og líta varð á fleira en ströngustu
hagsmuni félagsins. En mérfhefur
oft fundizt síðar, að ég væri raunar
vinsælli, en fjármálaafskiptin á
þessum árum gáfu mér vonir um.
— Svo fórstu til Borðeyrar?
— Já, það var í ársbyrjun 1935
sem ég réðst baupfélagsstjóri þang
að. Það félag hafði goldið kr'epp-
unnar ekki síður en önnur og var
lamað. Ég starfaði þar í átta ár, og
á þeiim tíma tókst að rétta fjárhag-
inn vlð. Mér var það óblandið
gleðiefni og fannst það uppr'eisn
þeirr’ar skoðunar minnar, að ekki
væri þörf á því að gera kaupfélag
upp þótt illa væri komið fjárhags-
lega, 'heldur mætti takast að rétta
við, þegar ár'ferði batnaði. Ég átti
ágæta samstarfsmenn í Kaupfélagi
Hrútfirðinga, ekki' sízt í stjórn,
menn sem studdu félagið vel og
skildu þarfir þess. Ég vil sérstak-
lega minnast Gunnars Þórðar-
sonar í Grænumýrartungu, sem
var stjórnar’formaður öll árin og
kornu ráð þessa greinda, glögga og
fumlausa manns sér oft vel. Mér
fannst það einhvern veginn, að
eftir átta ár væri hæfilegum áfanga
náð á Borðeyri og ákvað að hætta.
Þá lá leiðin til Borgar'ness, og þar
rak ég gistihús í fjögur ár. Það
var á stríðsárunum.
— Og þá varstu farinn að nálg-
ast höfuðstaðinn?
— Já. Straumurinn þangað var
stríður, og ég barst með honum,
en það var efeki að mínum vilja.
— Og svo hefst nýtt líf í Ame-
ríku.
— Já, dálítið ævintýri, vil ég
kalla það. Dóttir okkar var þá gift
Ameríkumanni, og bjuggu þau
vestra. Við hjónin skruppum í or-
Iof til hennar vestur, og dvöldum
þar í miklu og góðu yfirlæti eitt
ár. Komum svo heim, en eftir það
varð að ráði, að við flyttum vestur,
að minnsta kosti til nokkurra ára
dvalar, að nokkru á vegum dóttur
og tengdasonar. Og þetta urðu tölu
verðir þjóðflutningar, því að hóp-
urinn, sem tók sig upp, voru þrenn
hjón, við og tveir synir okkar
kvæntir og börn þeirra — alls 12
manns.
Við settumst að í Yampadal í
Colorado. Það er uppi í Klettafjöll-
um. Þarna var stofnað til búskapar
í félagi við tengdason okkar vestra,
en hann starfar .þó að öðru en bú-
skap. Þarna bjuggum við í Péturs-
dal í fjögur ár, og höfðum allmik-
inn búskap. Þetta varð raunar mik-
ið og skemmtilegt ævintýri — eink
um fyrir unga menn og hrausta,
sem fá þar töluvert að reyna sig
og verða margri reynslu ríkari. Bú-
skapur er enginn barnaleikur þar
fremur en annars staðar. Þar eru
harðir vetur og sumur geta brugð-
izt. Það veltur á ýmsu — tíðarfar
getur eyðilagt uppskeru, pestir
herjað bústofn og áraskipti eru
mikil. Það er hægt að verða ríkur,
ef heppni er með, en oft er líka
unnið til lítils. Öryggið er ekfei
mifeið.
En ég sé alls ekki eftir því að
hafa reynt þetta. Mér var gleði að
því að sjá börn mín takast á við
þetta verkefni, og þótt ríkidæmið
yrði ekkl mikið, kom unga fólkið
heilt frá þessu og ég held með
meiri manndóm og reynslu. Og þá
er ekki um að sakast, þótt þetta
yrði heilsu minni heldur erfitt.
Þessi staður er mjög hátt yfir sjó,
og ég sem vanastur er að búa við
flæðarmálið þoldi þunna loftið illa
og fékk fyrir hjartað. En nú eftir
heimkomuna hef ég náð mér allvel.
Nei, ég iðrast ekki eftir þessu —
vildi helzt ekki sleppa því úr lífs-
bókinni.
— Var nokkurt samvinnust.arf
þar sem þú bjóst vestra?
— Lítið um það. Yfirleitt voru
félagsleg samtök um búskap eða
afurðasölu lítil, og það finnst þeim
hálfundarlegt, sem vanir eru slík-
um samtökum frá blautu barns-
beini. Menn eru hálf tregir til sam-
vinnufélagsskapar, það er haldið
að þeim þeirri grýlu, að raunar sé
þetta hálfgerður kommúnismi. Þó
var kaupfélag í byggðinni, en það
verzlaði aðeins með olíur og nokkr
ar aðrar vörur. Ég gekk auðvitað
1 þegar í það og verzlaði við það, og
svo fór að þegar ég kvaddi feóng
og prest þar vestra, fékk ég útborg-
aðan ágóða af viðsfeiptunum á
þriðja hundrað dollara. Það borg-
aði sig sem sé vel þar eins og hér
heima að vera í kaupfélagi.
Og eitt gott tel ég mig hafa haft
af vesturförinni. Ég mátti lítið
viínna, og þá fór ég að skrifa, tölu-
vert af minningum frá fyrri árum
og frásagnir af lífi okkar og bú-
skap vestra svo og ferðaminningar.
Mér var þetta mikil ánægja, og
verði það einhvern tíma einhvers
virði, er það dvölinni vestra að
þafeka. Hér heima hefði ég varla
setzt við þetta.
Og svo ákvað ég að snúa heim
áður en það væri um seinan. Nú er
líka svo komið, að allur hópurinn,
sem fór vestur, er heim kominn,
og það er lífea gott. Eftiir er aðeins
Sigríður dóttir okkar, sem er gift
búsett þar. Mér er það líka ánægja,
að synir mínir hafa eftir heimkom
una Ieitað út á landið — þangað
vildi ég lika leita, ef ég væri að
yngjast en ekki eldast.
— Hvað viltu segja mér um sam
vinnumálin, eins og þau horfa nú
við, Pétur?
— Ég hef enn sömu tröllatrúna
á ágæti og viðgangi samvinnustarfs
ins, þótt margt hafi breytzt, og
svipur þess sé nú annar en áður
Ég ber samt nokkurn ugg af því
að samvinnufólkið þarf ekki að
standa í eins harðri baráttu og áð
ur. Því er fengið svo margt upp i
hendur núna, sem sækja þurfti
með harðneskju áður. Hugsjónum
er hætt við fölskvun í meðlætinu.
Jónas Jónsson sagði einu sinni á
fundi á Húsavík: Lítið á fjallið
þarna. Fólkið sér það og veit að
það er bjargfast. Kaupfélagið er
hérna líka, og fólki hættir lífea tii
að fara að halda, að það sé bjarg-
fast eins og fjallið. En það er það
ekki. Það þarf stöðugt starf og
fórnir til þess að það standi eins
og fjallið. Þessi hætta vofir alltai
yfir. Ég hef verið í fjórum kaup
félögum um dagana og gengið úi
þeim öllum. í hverf sinn hef ég
fengið allmiklar fjárhæðir greidd-
ar við brottför, ágóða af viðskipt-
um mínum, uppbót, sem ég hefði
ekki fengið hjá einkaverzlun. Og
nú eftir heimkomuna er ég auð
vitað kominn í kaupfélag á ný. Ég
tel alveg sjálfsagt, að allir verzli
við kaupfélag þar sem þess ei
nokkur kostur. Ég er ekki mikil:
flokksmaður, og tel flokka raunai
heldur þrönga vistarveru. En það
er ekki hið sama og að hafa ákveðn
ar skoðanÍT og berjast fyrir þeim
af fullri djöi'fung.
— Vildirðu vera að byrja lífif
aftur, Pétur?
— Ójú, ég er ekki frá því. Þaf
gæti verið töluvert gaman. En þc
er ég alls ekki viss um, að ég vild:
skipta —ég á við að fleygja þessu
sem ég hef lifað fyrir nýtt og óráð
ið líf. Ég vildi auðvitað eiga hvoi'i
tveggja en lílkega til of mikilí
mælzt. Við erum um sjötugt, hjón
in. — Birna tveim árum yngri. Og
líttu á, hérna á skápnum eru mync
ir af hópnum okkar. Þau eru átta
börnin, og við teljum þetta sæmi
legt dagsverk. Það er ekki víst, ac
það yrði neitt betr’a, þó að vic
byrjuðum aftur. Nei, ætli maðui
geri sig ekki ánægðan með þetta
— Ak.
Búöir opnar
fyrir jólin
í kvöld eru búðir opnar til kl
7 síðd. en á morgur. Iaugardag
til kl. 6 síðd. Næsta laugardaj
| verða þær opnar til kl. 10 síðd
- og á Þorláksmessu til miðnættis
' að venju.