Tíminn - 09.12.1960, Page 16
Föstudaginn 8. desember 1960.
279. blað.
Skautarnir hækkuðu um
65 kr. á þremur dögum
Dæmi eru þess. aí verzlanir snögghækki
vöruver<$ rétt fyrir jólin
Húsmóðir nokkur kom á
ritstjórnarskrifstofur blaðsins
í gær og greindi frá viðskipt-
um sínum við verzlun eina í
miðbænum, en þar hafði kon-
an hugsað sér að kaupa skauta
handa ungri dóttur sinni. Brá
svo við er hún spurðist fyrir
um verð skautanna að þeir
hækkuðu í verði dag hvern.
Á þriðjudaginn hringdi konan
til umræddrar verzlunar og spurði
iivort þar fengjust skautar nr. 35.
Var því til svarað að eitt par væri
cítir af þessari stærð og væri
verðið 585 krónur.
Drjúgar hækkanir
Síðan hringdi konan í ýmsar
acrar verzlanir og innti eftir verði.
í fyrradag hringdi hún svo aftur í
(Framhald á 15 siðu)
Dæmdur í fangelsi
fyrir nauðgunartilraun
í Hæstarétti hefur verið
kveðinn upp dómur í nauðg-
unarmáli. Var hinn seki, Guð-
jón Atli Árnason, 33 ára,
dæmdur í 216 árs fangelsi,
sviptur mannréttindum og
gert að greiða stúlkunni skaða
bætur og málskostnað.
Ofsaregn hefur gert skaðræðis-
usla á Suður-Engiandi og Wales
og er fjöldi manna heimilislaus
af þessum sökum, og allar sam-
göngur hefa lagzt niður, nema
helzt á bátum. Þessi mynd er frá
SuSur-Englandi, og sýnir hvernlg
ekki veröur komizt milli húsa
utan róandi.
Málsatvik voru þau að stúlkan,
sem þá var 15 ára, var gestkom-
andi í húsi þar sem Guðjón Atli
var staddur. Fór Guðjón Atli á
brott nokkru áður en stúlkan hélt
heimleiðis. Sat hann fyrir stúlk-
unni er hún átti leið um Kringlu-
inýrarhverfið, og réðst að henni
við jarðhús eitt. Felldi hann sfúlk-
bna, tók fyrir kverkar henni og
reif föt hennar. Ekki tókst honum
að hafa fram vilja sinn og sleppti
loks stúlkunni gegn loforði hennar
um að láta að vilja hans síðar, svo
og að hún þegði yfir athæfi hans.
Framburði bar ekki saman
Ekki bar framburði stúlkunnar
saman við það sem Guðjón Atli
(Framhald á 15. síðu).
Handknattleiksmót Reykjavíkur hélt áfram í fyrrakvöld og fór þá m.a. fram hinn þýðingarmikli leikur ÍR og
KR í meistaraflokki karla. Úrslit urðu þau, að ÍR-ingar sigruðu örugglega með 10 mörkum gegn 7 og leikur Fram
og ÍR á sunnudaginn verður því hreinn úrsli'taleikur. KR er núverandi Reykjavíkurmeistari, en tap í tveimur síð-
ustu leikjunum hefur gert stöðu þeirra í mótinu vonlausa. Þá fór einnig fram annar leikur í meistarafiokki
karla. Víkingur sigraði Ármann með miklum yfirburðum 14—4. í 1. flokki karla vann KR. Ármann með 11—8 og
Fram vann Val með 10—9. Myndin hér að ofan er úr leik Víkings og Ármanns. Björn Kristjánsson, Víking, er
með knöttinn á línu, og hrökkva Ármenningar af honum.Ljósmynd Sveinn Þormóðson.
Kafbátur við vísinda-
störf á Atlantshafi
Blaðinu barst í gær greinar-
gerð frá rússneska sendiráð-
inu varðandi ferðir rússneska
kafbátsins „Severyanka" og
fer hún hér á eftir í iauslegri
þýðingu. Þá barst blaðinu
einnig einkaskeyti frá frétta-
ritara sínum í Færeyjum um
fyrrnefndan kafbát og er sú
frétt einnig hér á síðunni.
„Sovézki rannsóknakafbáturinn
— segir í fréttatilkynningu frá sendiráfti Rússa hér
Severyanka, hefur látið úr höfn í
Murmansk í sjötta leiðangur sinn.
Áður en skipið kemur til Jan
Mayen mun það halda til íslands
og þaðan til Færeyja. (Kafbátur-
inn er nú í Færeyjum, en hefur
ckki sézt hér, svo eitthvað hefur
ferðaáætlunin brenglast! — Aths.
blaðsins). Fiskimenn frá Murm-
ansk, Kalingrad og Litháen eru nú
við síldveiðar á N-Atlantshafi,
milli fslands og Færeyja. Þar mun
Severyanka hitta rannsó.knaskipið
Akademik Berg. Kafbáturinn
mun fara 4000 mílna leið á 20—25
öögum.
Tilraunir varðandi mismunandi
togdýpi fyrir togara að meðalstærð
hafa undanfarin ár verið gerðar af
siávarútveginum í Baltnesku Iönd-
u.num o. fl. en vísindastofununum
hefur ekki tekizt að ná viðunandi
árangri. Hvað gerist með trollið
neðansjávar? Ef til vill eru skipin
sem nú eru notuð, ekki nógu öflug
til að ná hinum rétta toghraða?
G'etur það verið að síldin sé troll-
inu fljótari og „stingi af“? Svör við
þessum spurningum fást aðeins
r.eð neðansjávarrannsóknum kaf-
báta.
Severyanka er sérlega hentugt
skip til slíkra rannsókna. í þriðja
leiðangri þess náðist mikill árang-
cr í Barentshafi, en þar voru tekn-
■ar myndir af trollinu á ýmsum
dýptum. Nú er skipið enn betur
buið, og má þar nefna sérstaka
(Framhald á 15 síðuj
Kafbátur við
Færeyjar
Þórshöfn í Færeyjum —
Einkaskeyti til Tímans 8. des.
Rússneski kafbáturinn Sev-
eryanka er nú við Færeyjar,
og leggur stund á fisk’rann-
sóknir ásamt skipinu Akadem-
ik Berg. Kafbáturinn hefur
mjög sterkan Ijóskastara sem
hann notar við neðansjávar-
síldarrannsóknir sínar. Það er
launmál manna í Færeyjum,
að ekki muni rannsóknir báts-
ins allar, þar sem þær eru
sé8ar- ■ vi'Hiffy°hn- a