Tíminn - 10.12.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1960, Blaðsíða 1
MANNRÉTTINDADAGURINN í dag er mannréttindadagur SameinuSu þjóSanna. Mannréttinda- yfirlýsing S. Þ. var samþykkt 10. des. 1948, eftir tveggja ára um- ræSur. í mannré'ttindanefndinni, sem um máliS fjailaSi, áttu m. a. sæti herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, Bodil Begtrup, fyrrv. sendiherra Dana á íslandi, og frú Eleanor Roosevelt, ekkja F. D. Roosevelts fyrrum Bandaríkjaforseta. — Mannréttindayfirlýsing S. Þ. hefur veriS höfS sem fyrirmynd, er sá hluti stjórnarskráa hinna nýju ríkja, sem fjallar um mannréttindi, hefur veriS saminn. — Myndin hér aS neöan er tekin í Etíópiu, en þar hefur TækniaSstoS S. Þ. unniS aS því aö bæta landbúnaSinn. Hér aS ofan sést starfs- maSur S. Þ. sýna bændum nýtízku sigS. Uggvænleg tí'Örndi í Stanleyville: Hótað að lífláta alla Evrópumennina Stuðningsmenn Lumumba í Orientfylki setja Kasavubu og Mobutu úrslitakosti OSKERTAR TÓLF MÍLUR! Leopoldville—NTB 9.12: Þau uggvænlegu tíðindi hafa nú gerzt í Kongomálinu, að héraðsstjórinn í Stanley- ville, Bernard Salamu, hefur hótað að láta myrða alla Evrópumenn í borginni, ef L umumba og félagar hans verði ekki látnir lausir í skeyti til þeirra Mobutos of- ursta og Kasavubus forseta segir Salamu, að hann muni gera alvöru úr þessari hótun sinni, ef Lumumba verði ekki sleppt fyrír miðnætti í nótt. í skeytinu seglr orðrétt, að ef I ekki verði orðið við kröfu hans i muni hann þegar í stað handtaka ekki einungis alla Evrópumenn í Stanleyville heldur alla Belgíu- menn í Orientfylki og taka þá hvern af öðrum og gera þá höfð- inu styttri. Er fréttir þessar bárust til yfir- herstjórnar Sameinuðu þjóðanna í Leopoldville var öiiu herliði S.Þ. i Orient-héraði þegar í stað beint til Stanleyville, en í fylkinu hafa S.Þ. um 1800 hermenn, allir frá Eþíópíu. Talsmaður S.Þ. í Leopold- ville sagði, að ef Salamu léti verða af hótun sinni, myndi hann vænt- anlega ekki gera neinn greinar- mun á Belgiumönnum og öðrnm Fvrópumönnum. Herlið S.Þ. á verði Herlið S.Þ. hefur þegar tekið sér stöðu við skólabyggingu í Stanley- ville, þar sem koma má fyrir a.m.k. 500 manns. Yfirmaður herliðs Eþíópíu í Kongó, Menghasa Iyassu hershöfðingi hraðaði sér í dag til Orient-fylkis til að taka við yfir- stjórn herdeilda sinna. Skv. fréttaskeyti frá AFP hefur (Framhald á 2 siðu). LUMUMBA — verður hann látinn laus? Myndin er tekin á velmektardö.gum ____________hans.__________ Tekur F.í. að sér ískönnunarflug? Kaupmannahöfn 9. des. — Einkaskeyti. Blöðin skýra frá því í dag, að samningar séu hafnir með Flugfé- lagi fslands og Grænlandsverzlun- inni um, að íslenzkar Skymaster- í'lugvélar taki við ískönnunarflug- ftrðum, sem farnar eru frá Nars- sarssuaq. Þessi flugvélargerð er talin betur til þessara ferða fallin en Katalínavélar þær sem Danir nota nú, m. a. vegna þess, að þær eru búnar betri radartækjum og fljúga hraðar, svo að með þeim má kanna stærri svæði á hinum skamma vetrardegi en hinni flug- vélargerðinni. Auk þess gæti Sky- master farið slíkar ferðir oftar en hægt er með Katalína, þar sem hann getur haldið áfram til Keykjavíkur, ef ekki er fært til löndunar aftur í Narsssarssuaq. Áskoranir Ólafsfirðinga til ríkisstjórnarinn ar að hvika hvergi í landhelgismálinu Varð undir bílnum og beið þegar bana Nær allir karlmenn, sem aö sjávarútvegi starfa á Ólafsfirði hafa skrifað undir mótmæla- ályktun um undanhald í land- helgismálinu. Allir sjómenn, útgerðarmenn og aðrir þeir, sem vinna að fiskverkun og við útgerðarstörf í landi, und- irrituðu ályktun þessa, — að undanskildum sex mönnum. Alls voru þetta 153 menn, sem mótmæltu. Úti um land er mikill uggur í mönnum vegna þess undan- halds, sem ríkisstjórnin hefur boöað í landhelgismálinu. Einkum eru menn kvíðafullir í sjávarplássum og kaupstöð- um, þar sem afkoma manna er mjög háð sjávarafla. í mörgum kaupstöðum og sjáv arplássum hefur verið hafin undirskriftasöfnun við mót- mæli til ríkisstjórnarinnar um undanhald í málinu og á- skoranir um að hvika í engu frá 12 mílna fiskveiðilög- sögunni. Eins og áður segir gengu undirskriftalistar meðal karl manna á Ólafsfirði, sem að sjávarútvegi starfa. 153 rit- uðu nöfn sín undir eða nær allir. Innan við 10 karlmenn rituðu ekki undir. Ályktun þeirra Ólafsfirðinga er svo- hljóðandi: „Þar sem teknar hafa ver ið upp viðræður við fulltrúa Breta um landhelgismálið og þrálátur orðrómur er um, að samningar verði gerðir er feli í sér undanhald af ís- lendinga hálfu í málinu, þá viljum við undirritaðir skora mjög eindregið á ríkisstjórn íslands að breyta í engu yf- irlýstri stefnu þjóðarinnar í landhclgismálinu og treyst- um því, að engir samningar verði gerðir, sem skerði í nokkru 12 mílna fiskveiði- landhclgina allt í kring um landið.“ Um fjögurleytið í gærdag varð það sviplega slys við fiskverkunarstöð Einars Þor- gilssonar við Reykjavíkurveg, að vörubíl var ekið afturábak yfir fjögurra ára gamlan dreng, með þeim afleiðingum að drengurinn beið sam- stundis bana. Hann hét Lúther Guðmundsson, til heimilis að Austurgötu 29, Hafnarfirði. — Málavextir voru þeir, að vöru bílnum var ekið að húsinu, og síðan bakkað upp að því. Dimmt var orðið og hefur öku- maðurinn því ekki séð dreng- inn. Var hann þegar fluttur á St. Jósefsspítalann í Hafnar- firði, en var látinn er þangað kom. Mun hann hafa látizt þegar. — Drengurinn var dóttursonur ökumannsin«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.