Tíminn - 10.12.1960, Qupperneq 6
6
TÍMINN, laugardaginn 10. desember 1960.
Jóhann M. Kristjánsson skriíar um:
„Vængjaður Faraó”
eftir Joan Grant í þyðingu Steinunnar S. Briem
„Vængjaður Faraó“ er sag
an um SEKEETU, sem var
FARAÓ EGYPTALANDS á-
samt bróðir sínum NEYAH,
fyrir um það bil fimm þúsund
árum.
í þýðingu frú Steinunnar
S. Briem, kemur þessi bók nú
út í fyrsta sinn hér á landi.
Heillandi nafn bókarinnar
og fagurlega myndskreytt
kápa, gefur henni strax við
fyrstu sýn sérstæðan þokka,
sem bendingu um, að inni-
haldið muni uppfylla hógvær
loforð ytri fegurðar.
Þar eð orðamælgi er þreyt-
andi, vil ég segja það strax
að hér er um bókmenntaleg-
an dýrgrip að ræða.
Ef einhverjum kynni að
finnast ég stóryrtur um þessa
einstæðu bók, þá vil ég slá
varnaglann strax með því að
benda á, að aðrir eru djarf-
yrtari um hana en ég, og á
ég þar við erlenda ritdóma
frægustu bókmenntagagnrýn
enda heimsblaðanna og;
frægra tímarita, sem hundr- I
uðum saman eru allir á sama
veg. Vil ég leyfa mér að vitna
í fáeinar setningar í einstök-
um þessara ritdóma:
— .... „Bók fagurra hug-
sjóna, djúprar samúðar og
andlegrar speki, tær og sindr-
andi af andríki, þrungin kær-
leika og vizku“ ....
Joan Grant
— .........Einstætt lista-
verk, aðdáanlega fögur og
sönn bók“ ......
— .... „Joan Grant hlýt-
ur að hafa sent sál sína inn
í ósýnilegan heim“ ....
— .... „Ég hika ekki við
að mæla með henni sem ein-
hverri fegurstu bók, sem ég
hefi nokkurn tíma lesið“ ....
— .......Vængjaður faraó“
er bók, sem ómögulegt er að
skipa í flokk með neinum
öðrum“ ....
Þessar tilvitnanir eru tekn-
ar úr fimm ritdómum heims
blaðanna, allar götur frá New
York Times, New York, til
Egyptalands.
Hver einasti maður hlýtur
að gjöra öll þessi ummæli að
sínum, eftir að hafa lesið |
þessa undurfögru og heillandi
bók.
Hverjum mundi ekki holt
að hugleiða heilræði sem
þessi: Faðir Sekeetu segir við
hana: „Mundu því þetta,
Sekeeta, að tamin reiði er
svipa í hendi þér, en stjórn-
laus reiði er högg á herðar
þér.“
„Ekkert er til, sem lífið á
jöröinni getur ekki svift þig
nema þín eigin vizka.“
„Hugsa þú ekki um fram-
tíðina nema til að móta hana
eftir nútíðinni, sem þú lifir
í, og sáðu aðeins þeim fræum,
sem þig fýsir að uppskera.“
Húnvetningar athugið!
r v líUS
Kaupfélagið býður ykkur nú, sem áciur, mikií úrval af nauftsynja-
vörum.
Jólaávextirnir nýkomnir, s. s. epli og appelsínur. MikiS úrval af nið-
ursoÖnum ávöxtum, einnnig þurrkaÖir ávextir.
Fjölbreytt úrval leikfanga og allskonar sælgæti.
Skoöiö Hið mikla Úrval okkar af skófatnaÖi, vefnaíarvöru og margs
konar fatnaÖi.
Vanti yður ísskáp. hrærivél, r/ksugu, saumavél eða önnur heimilis-
tæki þá vinsamlegast athugiÖ hvaÖ viÖ getum boÖiÖ ykkur
af þessum tækjum.
BÓkabÚð Okkar hefur til sölu allar fáanlegar bækur, ein’nig margs
konar silfurmuni og fjölda annarra smekklegra muna, sem
henta til gjafa.
Nú stendur jólaverzlunin sem hæst. — VERIÐ VELKOMIN!
Kaupfélag Húnvetninga
Blönduósi
Heimilishjálp
Tek gardínur og dúka í
strekningu UppJýsingaJ í
síma 17045
Lögfræðiskrifstofa.
Laugavegl 19.
SKIPA OG BATASALA
Tómas h.rnascn, hdl.
Vilhjálmur Árnason, hdl.
Símar 24635 og 16307
„Það nægir ekki að segja:
„Dauðinn er ,góður“. — Það
þarf að segja mönnunum frá
honum, þar til þeim finnst
hann sem glötuð ást, er þeir
endurheimti."
Steinunn S. Briem
„Háar byggingar eru ekki
fegurri en blóm, né heldur
eru 20 hörpur kliðfegum en
söi?gfugl. Við ættum að hugsa
um alla hluti eins og þeir
væru við sjálf, því að einu
sinni tókum við þátt í lífi
þeirra — á fyrstu ferð okkar
úr höndum Ptahs.“
„Því þræði ég orð mín upp
á þráð þakklætisins fyrir
fegurð jarðarinnar — svefn-
ugan klið hafsins, hið þolin-
móða laufskrúð gamals vín-
viðar, daufgullið sólskinið
gegnum þokuna og kyrra þrá
fjallsins eftir himninum — og
úr orðunum mynda ég háls-
festi hugsana minna til dýrð
ar þeirri, sem aldrei hlýjar
hana með snertingu sinni.“
Hver er sá maður, sem ekki
mundi vitkast við lestur þess
arar bókar, og hver er sá, sem
ekki getur — sér að skað-
lausu — bætt við sitt vit?
„Vængjaður Faraó“ berg-
málar dýpstu rök tilverunnar,
sem eru viska og kærleikur.
Það er gott fólk, sem safnar
gimsteinum á förnum vegi til
að gefa þá öðrum.
Með þýðingu á þessari fögru
bók hefur frú Steinunn S.
i Briem auðgað íslenzka tungu
dýrri perlu fagurra bók-
mennta. Hún hefur líka gefið
þessari sömu perlu dýpra og
bjartara skin með gneistandi
stíltöfrum göfugrar tungu,
sem eima verkið allt eins og
stef í fagurri hljómkviðu.
Ég get ekki gefið þeim, sem
þessar linur lesa betri jóla-
ósk, en þá, að þeir leyfi
„Vængjuðum Faraó“ að lyfta
hug þeirra frá rökkurmóðu
hversdagsleikans til hærra
sjónarflugs, ef ske kynni að
þeir greindu geislabrot hins
hvíta loga, sem mannsandinn
er neisti af.
Reykjavík 6. des. 1960.
Jóhann M. Kristjánsson.
Kaupmannahöfn —
Rostock —
Reykjavík
M.s. Jökulfell lestar 25.—26 ágúst í Kaupmanna-
höfn og Rostock.
SKIPADEILD S!S
ÞAKKARÁVÖRP
Öllum hinum mörgu vinum mínum, sem heimsóttu
mig á áttræðisafmæli mínu hinn 28. nóv. s.i. eða
minntust mín á annan hátt með hlýjum kveðjum
og gjöfum, þakka ég af heilum huga. Eigl sízt
þakka ég Torfastaðasóknarmönnum hug þeirra til
mín. Megi Guðs blessun gefa ykkur öllum gleði-
legar hátíðir og alla farsæld á nýju ári og árum.
Svemn Eiríksson
Miklaholti.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér vináttu og samúS
viS fráfall og jarSarför eiginmanns míns
Ludvgs Pedersen
Matthildur Pedersen.
Öllum þeim, sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúS viS
fráfall og jarðarför mannsins míns
þakka ég innilega.
Þórðar Guðmundssonar,
Bersatungu,
Indriðína Indriðadóttir.