Tíminn - 10.12.1960, Page 8

Tíminn - 10.12.1960, Page 8
8 TÍMINN, laugardaginn 10. desember 1960. Afstaða íslands til nýlendumálanna: ,£kkert minna en sjálfstæðið dugar’ Herra forseti: Undanfarna átta daga höfum vér rætt hér á fundum allsher'jarþings- ins yfirlýsingu um að veita nýlend um og nýlenduþjóðum sjálfstæði. Það er mikið mál. stór pöntun, og þótt mikið hafi þegar verið sagt af ýmsum sendinefndum, mun margt enn verða sagt af öðrum. Sendi- r.efnd fslands vill sýna þann mikla áhuga, sem hún hefur á þessu máli, með því að láta í ljós nokkrar hug- leiðingar sínar um það. Allt frá því, að saga Sameinuðu þjóðanna hófst og þær voru stofn- aðar í San Francisco árið 1943, hefur nýlenduhaldið, í öllum þess myndum, verið eitt af stærstu við- fangsefnum þeirra. Þess vegna hef ur verndargæzluráðið orðið ein af aðalstofnunum Sameinuðu þjóð- anna, og ein af sex, upphaflegum fastanefndum allsherjarþingsins hefur helgað tíma sinn og umhugs un þessu vandamáli, þar með einn ig með þeim löndum, sem ekki hafa neina sjálfstjórn. Nýlenduhaldið tók að setja svip sinn á hin stóru meginlönd heims- ins í lok miðalda, og varð innan skamms mikiil þáttur í þróun og sögu mannkynsins. Það hefur að vísu haft sínar fáu góðu hiiðar, en þó miklu fleiri eyðileggjandi áhrif á nýlenduþjóðirnar, sem hafa verið arðrændar, ofurseldar kyrrstöðu og jafnvel örbirgð. Nýlenduhaldið spratt upp af könnunar og út- þensluhug djarfra æfintýramanna og landkönnuða Evrópu, sem sigldu skipum sínum til hinna f jar- lægustu staða á hnettinum og fundu nýjar heimsálfur. Lönd þeirra voru gerð að nýlendum þá- verandi stórvelda í Evrópu, og ný- lenduhaldið náð hámarki sínu á 17. og 18. öld. En nú er róttæk breyting á orð- in, og með rökum, byggðum á full- komnum raunveruleika, erum vér hér jafnvel að ráðgera aigert af- nám alls nýlenduhalds. Hörð bar- átta hefur sett svip sinn á þessa þróun, bæði í nýlendunum og utan þeirra. Sú þróun hefur verið blóði ötuð í mörgum heimsálfum, og hin ar undirokuðu þjóðir alls staðar fært gífurlegar fórnir og þolað miklar þjáningar. ÍSLENZKA þjóðin hefur ævin- lega tekið málstað undirokaðra þjóða og haldið þá hugsun í heiðri, að sérhver þjóð eigi, í krafti sjálfs ákvörðunarréttai'ins, að ráða sjálf framtíð sinni og sköpum. Hér hjá Sameinuðu þjóðunum höfum vér því ávallt og við öll tækifæri, svo sem til dæmis í Kýpursmálinu og Alsírmálinu, greitt atkvæði með j sjálfsákvörðunarrétti hinna smærr'ij þjóða, án nokkurs tillits til þess, i hvaða stórveldi það hefui ver-! íð, sem sá ástæðu til þess, ■ að standa á móti slíkri frelsis- eðai sjálfstæðishreyfingu. íslenzka þjóðj in gat ekki annað gert; því einnigj hún var lengi undir erlendri stjórn, og kann bví að meta þá blessun og þann hag, sem sérhver þjóð hefur af því, að vera sjálf húsbóndi á sínu heimili og hafa aðstöðu til þess að nytja náttúruauðæfi lands síns og sjávar til eflingar fram- förum og aukinnar velmegunar fólksihs í landinu. Þó að ísland væri sjálfstætt land í meira en þrjár aldir, frá 9. og fram á 13. öld, fékk það ekki fullveldi á ný fyrr en árið 1918, en síðan hefur það fengið meira en sjötíu ára reynslu af fullvaldri stjörn, þótt hið foma lýðveldi vort væri ekki endurreist fyrr en árið 1944. Saga vor er ólík sögu margra annarra þjóða, meðal annars í því, að vér skildum við fyrrverandi sambands- þjóð vora Dani, með samkomulagi Ræða Thor Thors sendiherra á allsherjarþingi S. Þ. 5. þ. mán. og sem góðir vinir, svo að vináttu- tengsl vor við þá urðu jafnvel enn nánari og innilegri eftir skilnað- inn. Segja má, að hallað hafi undan fæti fyrir nýlenduhaldinu, og það hægt og hægt verið að missa fót- festu síðustu tvær aldirnar. Mesta áfallið, sem það hefur orðið fyrir, máske fram á þennan dag, varð hér, í frelsissríði Ameríku, þegar þessi orð voru skráð í sjálfstæðis- yfirlýsingunni árið 1776: „Vér full- trúar Bandaríkja Ameríku, saman komnir á allsherjarþingi, skjótum því máli voru til hins æðsta dóm- ara alls heimsins, um réttlæti til- gangs vors, og lýsum hátíðlega yfir því og gjörum kunnugt, í nafni og með umboði þess góða fólks, sem byggir þessar nýlendur, að þessar sameinuðu nýlendur eru og eiga rétt á að vera frjáls og sjálfstæð ríkr“. Um það bil tveimur árum síðar reit Georg Weshington, eftir harðvítuga og sigursæla baráttu fyrir þessu sjálfsæði, gegn ofur- eflinu, einum vini sínum þessi hug- prúðu og viturlegu orð: „Ekkert minna en sjálfstæði dugar, að mín um dómi. Friður upp á einhverja aðra skilmála, væri aðeins friður str'íðsins, ef ég mætti svo að orði komast“. Frelsisstríð Norður-Ameríku og orð og afrek manna eins og George Washingtons, urðu leiðtogum Suð- ur-Ameríku og Mið-Ameríku, svo sem Simon Bolívar, José Martin og öðrum slíkum stórmennum, sem höfðu forystu fyrir víðtækri upp- reisn gegn nýlendustjórn Breta og Spánverja í þeim hlutum Ameríku, bæði hvöt og fyrirmynd. En ævi- sögur og afrek þeirra, vina þeirra og samherja, urðu síðari kynslóð- um víðsvegar um heim sams konar hvöt, og þá ekki hvað sízt þeim ieiðtogum, sem síðan hafa borið kyndil frelsisins fyrir þjóðum sín- um, á leið þeirra til sjálfstæðis, allt fram á þennan dag. Þjóðir heimsins þekkja tvenns konar stjórnarhætti, annars vegar yfir- ráðin, á hinu leitinu leiðsögu. Annars vegar séi'góðir drottnarar, hins vegar frelsandi leiðtogar. Það hefur orðið ijóst í samskiptum ný- lenduveldanna og nýlendanna, að hver er sjálfum sér næstur. Hags- munir heimalandsins sátu í fyrir- i'úmi. Oftast nýttu drottnararnir auðlindir hinna fjarlægu landa sjálfum sér til hags og auðgunar, en heill og velferð fólksins í ný- lendunum gleymdust; þvi var haldið í fátækt og það vanrækt og látið vera óupplýst og jafnvel í eymd. SÚ REYNSLA, sem fékkst í tveim hryllilegustu hildarleikujm veraldarsögunnar, opnaði augu manna um allan heim fyrir því, hversu samofin eru örlög þjóð- anna, fyrir því réttlætismáli, að þegar fólk um allan heim er þving að til að bera byrðar mannkynsins og færa fórnir, þá eigi það lika rétt á að krefjast jafnréttis og að mega ráða sér sjálft. í þessa átt hafði straumur tím- ins stefnt, og þegar sáttmáli Sam- einuðu þjóðanna var gjörður í San Francisco 1943, var þróunin komin á það sig, að þjóðirnar þráðu og heimtuðu almenn mannréttindi öllum til handa. Frjálslyndar hug- Sjónir skipuðu öndvegi og voru skráðar í sáttmálann. í fyrstu grein segir, að eitt aðal- markmið Sameinuðu þjóðanna sé: Undanfarna daga hefur verið rætt á allsherjarþingi S.Þ. um tillögur, sem Rússar fluttu í byrjun bingsins, og fjölluðu m. a. um, að allar nýlendur skyldu þegar fá sjálfstæði. Þessar tillögur Rússa voru mjög áróðurskenndar og hafa því Afriku- og Asíuríkin lágt fram aðrar tillögur, þar sem felldur er niður áróðurinn, sem fólst í tillögum Rússa og allar kröfur settar í hóflegri búning. Rétt þótti að ísland gerði sérstaka grein fyrir afstöðu sinni til þessara mála, og gerði Thor Thors aðaltulltrúi íslands hjá S.Þ. það í eftirfarandi ræðu, er hann flutti s.l. mánu- dag. ---------------------------------/ „Að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, sem reist sé á virðingu fyrir grundvallarstefnu jafnréttis og sjálfsákvörðunarréttar þjóð- anna, og að gera aðrar heillavæn- legar ráðstafanir til eflingar al- heimsfriði". f næstu málsgreih fyrstu greinar heitum vér allir’ „að styrkja og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og grund- vallar frelsisréttindum ölíum mönn um til handa, án tillits til kynþátt- ar, kynferðis, tungu né trúar- bragða.“ Svipaðar skuldbindingar eru endurteknar í 55. grein. Og ennfremur ber að muna, að heilir þrír kaflar í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna fjalla um það, sem jafn- an er kallað nýlendumál — ellefti, tólfti og þrettándi kafli. , Það er rétt að minna á sum meg inákvæðin í yfirlýsingu 73. grein- ar, þar sem segir: „Meðlimir Sameinuðu þjóðanna, sem hafa á hendi eða taka að sér forræði landa,, þar sem íbúamir hafa enn ekki öðlazt fulla sjálf- stjórn, viðurkenna þá grundvallar- reglu, að hagsmunir ibúa þessara landa séu fyrir öllu, og telja sér það heilaga skyldu að stuðla af fremsta megni að farnaði íbúa þessara larda, innan þess kerfis til var’ðveizi't Iieimsfriðar og ör- yggis, sem stofnað er til með sátt mála þessum og í því skyni- a. að tryggja, með fullu tilliti til menningar þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli, stjórnmála-, fjár hags-, félagsmála og menntunar framfarir þeirra, réttláta meðferð á þeim og vernd gegn misnotkun; b. að þroska þær til sjálfstjórn- ar, að taka réttmætt tillit til stjóm málalegra óska þjóðanna, og að- stoða þær í framfaraþróun hinna írjálsu stjórnmálalegu stofnana þeirra." í 76. grein er enn fremur tekið fram, að einn megin tilgangur gæzluverndarkerfisins sé „að stuðla að framförum íbúa gæzlu- verndarlaganna í stjórnmálastefn- um, fjármálum, félagsmálum og menntamálum, og að vaxandi þró- un þeirra til sjálfsstjórnar eða sjálfstæði's, eftir því sem heppilegt kann að þykja með tilliti til sér- stakra ástæðna hvers lands, og íbúa þess, og eigin óska hlutaðeig- andi þjóða“. ÉG HEFI talið rétt að vitna í öll þessi skýru fyrirmæli í stofn- skrá vorri til þess að minna á, að hér er um að ræða fastákveðnai’ skuldbindingar, sem hver og einn af meðlknum Sameinuðu þjóðanna hefur hátíðlega á si'g tekið með því að undirrita stofnskrána. Það kann þess vegna að orka tvímælis, hvort til þess beri nauðsyn eða ástæður að skipa sér að nýju undir merki þessara háu hugsjóna. Is- lenzka sendinefndin er þeirrar skoðunar, að þessi ítarlega allra- þjóða umræða sé þess verð, að hennl ljúki með því, að ályktun sé samþykkt. Þess skal líka minnzt, að sömu hugsjónum frelsis og sjálfstæðis var yfir lýst á Asíu- Afríku ráðstefnunni í Bandung, 1933, þótt orðalag væri með öðru móti, sem sé þessu: „Nýlenduskipulagið er böl, eins og áhr’if þess sýna, og ætti sem fyrst að hverfa úr sögunni“. Sama tilfinning hefur síðan hvað eftir annað komið fram í samþykktum ýmissa ráðstafana meðal Afríku- þjóða. Við skulum sem snöggvast hug- leiða hvað gerzt hefur í heiminum síðan hinar víðtæku stefnuyfirlýs- ingar í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna voru gerðar 1945. Það hlýtur að vera öllum unnendum frelsis og sjálfstæðis fagnaðarefni, að síðan 1945 hafa meir en 45 lönd öðlazt sjálfstæði, þar á meðal þjóðir eins og Indland, Pakistan, Ceylon og Burma, sem til samans hafa meir en 450 milljónir íbúa. Auk þess hafa meir en 175 milljónir manna sem bjuggu í nýlendum, í gæzlu- verndarlöndum og öðium löndum, sem ekki höfðu sjálfstjórn, öðlazt fullt frelsi. Þessi gífurlegu skref fram á við hafa verið stigin á síð- ustu 15 árum. Við höfum á þessu allsherjarþingi séð 17 nýjar þjóðir koma fram á sviðið og verða full- gildir og óháðir meðlimir þessarar stofnunar, og hefur það fengið oss öllum mikillar gleði og vakið vonir um framtíðina. Þegar við nefnum þessar tölur, þá gleymum því ekki, að vér erum ekki að tala um manntalsskýrslur, heldur um mannlegar verur, hugi og sálir einstaklinga, sem hafa hlotið gjöf frelsisins og þess vegna sjá lífið í bjartara ljósi en nokkru sinni fyrr. EN ÞRÁTT fyrir það eru enn 100 milljónir manna í ýmsum meg inlöndum heims undir stjórn út- lendra, fjarlægra ríkja. Það er hag ur þessara þjóða, örlög þeirra og framtíð, sem er íhugunarefni vort á þeim sögulegu tímamótum, þai' sem við nú erum staddir, undir 'hinu veglega dagskrárheifi: „Yfir- lýsing um að veita skuli sjálfstæði nýlendum og þjóðum þeirra". Þetta mál var sett á dagskrá vora sam- kvæmt tillögu forsætisráðherr’a Sovétríkjanna, Nikita Krusjeff, þegar hann var hér á allsherjar- þinginu, og eins og á stendur ber að fagna frumkvæði hans. íslenzka sendinefndinni þykir þó miður, að hún telur ekki allar’ yfirlýsingar né fullyrðingar í tillögu Sovétríkjanna snerta mál það, sem hér er til með- ferðar, eða styðja frefsismál undir okaðra þjóða, né heldur getum við tekið undir margar staðhæfingar í þessari tillögu. Við mundum því ekki geta greitt þeirri tillögu sam- þykki okkar, ef Sovétríkin skyldu óska að Iáta ganga til atkvæða um hana. Við erum þakklátir þeim 45 Afríku- og Asíuþjóðum, sem höfðu samvinnu um samningu annarrar tillögu, um hvernig fram skuli fylgja fullu sjálfstæði til handa nýlenduþjóðum. Þessi fillaga ligg- ur nú fyrir þinginu, og 42 lönd hafa þegar gerzt flytjendur henn- ar. fslenzka sendinefndin væntir góðs árangurs af þessari tillögu, fagnar henni og mun greiða at- kvæði með sérhverju ákvæði henn ar, og síðan tillögunni í heild. LEYFIÐ MÉR, herra for'seti, að setja fram nokkrar athuganir í sambandi við þessa tillögu til þings ályktunar. í einni grein tillögunnar segir, að vér viðurkennum það, að fólkið um heim allan þrái innilega að öll nýlendustjórn í öllum hennai' myndum, sé afnumin. Vér erum sannfærðir um, að hér sé gjört rétt grein fyrir núver- andi aðstæðum. Eins er að segja um þá grein, þar sem segir, að vér „erum þess fullvissir, að þróunin í frelsisátt verður ekki stöðvuð né henni beint í öfuga átt, og að því aðeins verður komizt hjá alvarleg- um áreks’trum, að nýlenduskipulag ið hverfi úr sögunni, og allt það manngr'einarálit, og öll sú aðgrein- ing vegna kynþátta, sem því hefur fylgt". Það gleður oss, að mann- greinarálit og mismunur í sam- bandi við hörundslit og kynþætti er hér afneitað og er slík yfirlýs- ing í fullu samræmi við skoðanir og atkvæðagreiðslu íslenzku sendi nefndarinnar á öllum allsherjar- þingum Sameinuðu þjóðanna. Það ber að afneita öllum kynþáttamis- mun, ekki aðeins í nýlendunum, heldur hvar sem er í heiminum, í hverju landi, hjá gömlum þjóðum jafnt sem ungum. Því er ennfremur lýst yfir hátíð lega, að það sé nauðsyn að binda fljótlega enda á alla nýlendustjórn í hvaða formi og með hvaða hætti, sem hún birtist. Vér álítum, að það sé viðeigandi og vitur’legt að nota orðið „fljótlega“ í þessu sambandi en ekki krefjast þessa þegar í stað, þar sem staðreyndir segja oss, að algjört afnám nýlendustjórnar í ýmsum hlutum heims verði, vegna núverandi aðstæðna og menningar stigs fólksins, að fara fram smám saman, eftir því sem þróunin leyfir, en þó eins fljótt og unnt er. Vér álítum þess vegna, að það sé nauð syn í þessu sambandi að leggja áherzlu á hina þýðingarmiklu að- stoð Sameinuðu þjóðanna tii þess að fólkið í gæzluverndarlöndum og ósjálfstæðum löndum fái öðlast sjálfstæði, eins og sagt er á einum stað í formála þessarar tillögu. Það er augljóst mál, að alþjóðlega að- stoð verður að veita nýlenduþjóð- (Framhald á 10. síðu). /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.