Tíminn - 10.12.1960, Page 14

Tíminn - 10.12.1960, Page 14
14 TÍMINN, laugardaginn 10. desember 1960. Loks var ég tilbúin og flýtti mér út. iv^. -"ar ljóst, að ef ég drifi mig ekki af stað strax, myndi ég missa kjarkinn. Tvö lítil glös af gini verka ekki í það óendanlega — og til að vera alveg viss þá sneri ég við og fékk mér það þriðja til vonar og vara. Síðan fór ég út og læsti dyr unum að baki mér og í fyrsta skipti í fjögur ár, hugsaði ég ekki um hvað ég ætti að hafa í kvöldmatinn. Eg fór fyrst i þennan „Ere- mitage Kabarettklúbb" og þar fékk ég heimilisfang hennar. Hún bjó í stóru húsi, sem hafði verið einbýlishús, en hafði nú verið breytt í marg ar smærri íbúðir. Eg gekk inn í forstofuna og sá nafn hennar á rafmagns- bjöllu. í sömu andrá var for stofuhurðinni svipt upp, sendill kom niður með stóra öskju og ég þurfti þvi ekki að hafa fyrir að hringja. Andartak stóð ég fyrir utan dyrnar á íbúð hennar á ann- arri hæð. Og þá óskaði ég af öllu hjarta að ég hefði aldrei lagt út í þetta ævintýri. Eg óskaði mér bara að ég sæti heima — eða hvar sem væri — aðeins ekki hér. Og ég skildi ekki, við hverju ég hafði búizt. Mér hafði velrið sagt í klúbbnum, að ungfrú Mercer væri að hætta hjá þeim, hún væri búin að segja stöðunni upp og ætlaði að fara burtu úr borginni. Ætlaði í smá skemmtiferð. Já, hugsaði ég og reiðin sauð í mér. Og hver ætlaði með henni í þessa „smáskemmti ferð.“ ' Hún opnaði ekki fyrir mér. Eg var alveg að missa kjark- inn. Ef ég biði öllu lengur, myndi ég alls ekki geta stun ið upp orði þegar ég sæi hana. Eg hringdi aftur, lengur en áður. Hún var ekki heima. Eg tók i handfangið áður en ég færi, og dyrnar opnuð ust hjóðlega. Eg .gægðist inn. Ekkert hlj óð heyrðist. Eg ræskti mig og sagði „afsakið.“ En enginn svar- aði, Þá gekk ég inn. Eg leit i kringum mig og hugsaði: Nú, svona búa þær sem lifa .... eins og hún. Húsgögnin voru öll af dýr- ustu gerð og allt einhvem veginn svo ofhlaðið. Allt var í himinbláu, veggfóðrið, gólf teppið, lampaskermar .... mér fannst engu líkara en ég væri komin út á sjó. Eg sá inn i annað herbergi, EÍRIKUK VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga ! una. Eg sá sjálfa mig í spegli! sem var beint á móti dyrun- um og ég hrökk í kút, þar tii ég hafði gengið úr skugga um, að þetta var ég sjálf. Eg sá inn í anað herbergi, tjald skildi stofuna frá því og ég kíkti inn. Mér brá i , brún — þar var rauði litur- inn alls staðar í stað hins himinbláa í stofunni. Eg sá rúm í einu hominu með silkiábreiðu, sem krump það frá. Það stóð heima. Þama var síminn og lítil vasabók hjá, eldrauð og merkt þessum andstyggiegu bókstöfum MM. Eg tók tólið af aðeins til að hávaðinn hætti og fyrst ég var á annað borð búin að taka tólið, bar ég það seinlega upp að eyranu. Karlmannsrödd sagði kump ánlega: — Halló, Mía, og end urtók orðin, þegar é® svaraði HVER VAR Eftir Cornell Woolrich uð hafði verið saman í flýti og á gólfinu við rúmið var einn skór. Allt benti til að hún hefði klætt sig í mikl- um snarheitum. Eg hikaði enn áður en ég gekk inn fyrir — einhver óljós grunur eða jafnvel ótti gerði vart við sig, svo að ég fékk dynjandi hjartslátt. Svo gekk ég innfyrir og leit hægt í kringum mig. Hún hlýtur að vera undarlegt kvendi, hugsaði ég, þegar ég sá að allt var merkt með stöf um hennar MM, ofnum sam an og tvö strik undir. Rúmið var merkt, stólar og lampar, allt var merkt þessu tvíofna M-i. Ailt í einu hringdi síminn. Minnstu munaði að ég hnigi niður, svo skelkuð var ég. Eg sá ekki, hvar síminn var, en hann hlaut aö vera í þessu herbergi. Andartak stóð ég eins og límd við gólfið og vonaði að hann myndi hætta að hringja. En hann hélt áfram, áfram og áfram — þangað til allt rann út í suð og hávaða fyrir eyrum mér. Og loks stóðst ég ekki mátið. Eg skimaði i kringum mig en lengi vel kom ég ekki auga á símann. Mér heyrðist hringingin koma úr horni við gluggann, þar var lítið eld- rautt hengi fyrir og ég reif ekki. — Halló, Mia. Þessi rödd. Eg hefði þekkt hana hvar sem var. Þetta var rödd Kirks, eiginmanns míns. — Halló, sagði hann enn. — Halló, Mia? Rauði liturinn í herberg- inu rann út í eitt fyrir mér, ég kom ekki upp orði. Eg var heldur ekki í skapi til að svara og þykjast vera hróðug yfir að grípa hann glóðvolg- an. Eg vildi ekkert uppistand. Engar áhrifamiklar senur. En nú þurfti ég ekki lengur að brjóta heilann um, hvort þessi Mia var hin rétta. Eg vissi það. Eg lagði tólið aftur á og sneri mér við og bjóst til að fara. Eg sá mynd í ramma á snyrtiborðlnu og það var eins og hún brosti hæðnis- lega til mín og segði: Þama geturðu séð! Hvað varstu líka að koma hingað? Hatrið og reiðíin blossaöi upp í mér fyrir alvöru og ég gekk að snyrtiborðinu og ætl aði að hrifsa myndina og henda 'henni á gólfið, bögla hana, trampa á henni . . . . Eg veit ekki um hvað ég hrasaði . . . ég fann að ég stirðnaði hægt — svo ógnar hægt. Eg leit niður og undan rúminu sá ég i fótlegg'. . . Eg geri ráð fyrir að ég hafi rekið upp óp. Eg man það ekki. En ég kastaði mér á hnén, skjálfandi á beinunum og togaði í fótinn .... Og brátt kom hún öll í ljós | og púði fylgdi á eftir. Hún I hafði verið kyrkt . . . og hún I líktist ekki framar fallegu brosandi stúlkunni á mynd- I inni. Eg reis á fætur, og mér | varð flökurt af viðbjóði og skelfingu. Eg hafði aldrei séð dauða mannveru áður . . . Sízt af öllu veru sem hafði verið kyrkt. Eg gat ekki slitið augun frá líkinu. Eg horfði og horfði og svo læddist ég aftur á bak. Það var engu líkara en ég þyrði ekki að snúa bak inu í hana . . . kannske hélt ég að hún myndi reisa sig upp . . . ég veit ekki, hvað ég hélt. Þegar ég kom í fremra her bergið, varð ég eitt augnablik gripin svo ólýsanlegri skelf- ingu ,að ég greip höndum fyr ir munninn og kingdi hverju ópinu á fætur öðru. Og þegar ég var að fara, datt mér allt í einu Kirk í hug. Og ég stanzaði snögg- lega. Þeir máttu ekki setja Kirk í samband við þessa dánu stúlku. Þeir máttu ekki vita að hann þekkti hana, ann- ars .... Eg snerist á hæli og hljóp að símanum og greip litlu vasabókina. Eg blaðaði í henni og fletti upp á M-siðu og þar stóð auðvitað skrifað með rauðu, nafn Kirks og sími hans á skrifstofunni. Fyrst datt mér í hug, að rífa þetta eina blað úr og láta bókina liggja þar sem hún hafði verið. En auðvitað myndi lögreglan strax taka eftir að eitt blaðið vantaði í bókina. Það gæti vakið tor- tryggni. Þess vegna tók ég bókina og setti hana i handtöskuna mína. Ef ég gæti með ein- hverju móti stuðlað að því að lögreglan fengi ekkert að vita um Kirk, skyldi ég sann arlega gera það. Eg leit rannsakandi í kring um mig. Eg kom ekki auga á neitt, sem virtist -skipta máli. Eg sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýta mér héðan. Á hverri stundu gat einhver annar komið og þá . . . . En ég var þó nógu gætin til að hlaupa ekki i hendings kasti út, skella hurðinni og flýja.. Eg gekk hægt og mjög svo virðulega að dyrunum. Eg leit ósjálfrátt niður og sá þá að eitthvað var undir dyrun um. Eg beygði mig niður, opn aði hurðina betur og tók það upp. Það var umbúðir af eld spýtum, eða réttara sagt að- eins hemingur, því að hitt hafði verið rifið burtu. Þetta virtist hafa verið sett, svo að dymar lokuðust ekki til f-ulls. Sem byrjanda i leynilög- reglustarfinu fannst mér þetta í fyrstu vera mikilvægt spor. En vonir mínar dofnuöu og ég gat að lokum ekkert merkilegt séð við það, nema það var merkt með einu M-i framan á. Ekki tvíofnu meö strikum eins og á öllum mun um Miu Mercer. Mér datt í hug að fleygja þessu aftur en skildist að það gæti verið varhugavert uppá fingraför að gera, og ég hafði handfjatlað það. Svo að ég stakk því ofan í töskuna Eg leit fram á ganginn. Þar var enginn. Hljóðlega en puk urlaust gekk ég fram og lok- aði dyrunum gætilega á eftir mér. Niðri var einnig mann- laust í augnablikinu. Þegar ég kom út á götuna og andaði að mér fersxu loft inu, var eins og pyrmdi yíir mig. Eg gat ekki trúað því sem ég hafði séð. Eg gekk hratt í burtu. Eg var hrædd og mér leið óskaplega illa, en sú hugs un mín, sem skygði þó á all Laugardagur 10. desember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Préttir. 9.10 VeSurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son). 16.30 Danskennsla (Heiðav Ástvalds- son). . 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Á flótta og flugi" eftir Ragnar Jó hannesson; XV. — sögulok (I-Iöf undur les). 18.25 Veðurf.regnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Fidelio" eftir Beethoven. 20.30 Leikrit: „Um sjöleytið" eftir R. C. Sheriff í þýðingu Einars Pátssonar. — Leikstjóri: Æva.r R. Kvaran. Leikendur: Þor- steinn Ö. Stephensen, Lárus Pálsson, Jón Aðils, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gestur Páls- son, Helga Bachmann og Valur Gíslason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jón asson). 22.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. 29 — Þessi gamli maður hlýtur að fara og leita hans. Kannski getur vera hér í nágrenninu, segir Ei- hann leyst þessa gátu fyrir okkur. rí'kur. Ég hef séð hestinn hans. Ef Eifíkur sýnir Tjala örvaroddinn bú treystir þér til, þá skulum við sem hann hefur fundið. — Það er eitthvert samband milli Axels og þessara morða, segir hann, — en hér er hesturinn. Þeir leita lengi en finna ekki reiðmanninn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.