Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 2
2
T f MIN N, föstudaginn 16. desember 1960.
Hæsti viinningurinn
(Framhald af 16. síðu).
nú. Stjórn happdrættisins vill
í tilefni af fimmtíu ára af-
mæli háskólans á næsta ári,
gera happdrætti háskólans
þannig úr garði, að það megi
verða óumdeilanlega glæsileg
asta happdrætti landsins. í
því sambandi er rétt að benda
á eftirfarandi staðreyndir:
Happdrætti Háskóla íslands
greiðir 70% af veltunni í vinn
inga, sem er miklu hærra vinn
ingshlutfall en nokkurt ann-
aö happdrætti greiðir hérlend
is. — Happdrætti Háskóla ís
lands gr^iðir vinning á fjórða
hvern miða að meðaltali.
Happdrætti Háskóla íslands
hefur einkarétt á peninga-
happdrætti hér á landi og
greiðir þar af leiðandi alla
vinninga í peningum þannig,
að viðskiptavinurinn ræður
sjálfur, hvernig hann ver sin
um vinning.
Sala á viðbótarmiðunum er
þegar hafin. Er þegar búið að
kaupa um 1.000 miða af við-
bótinni, svo augljóst er, að
hún mun seljast upp áður en
endurnýjuninni er lokið. Megn
ið af viðbótarmiðunum und-
anfarinna ára hefur yfirleitt
selzt þannig, að starfshópar,
spilaklúbbar og ýmsir slíkir
aðilar hafa tekið sig saman
og keypt miða í röðum. Vegna
þess, hve miðarnir koma yfir-
leitt kerfisbundið upp, eykur
það vinningslíkurnar mjög að
eiga miða í röðum. Eins má
benda á, að ef hæsti vinn-
ingur kemur í röð, þá fá menn
einnig báða aukavinningana,
eins og kom fyrir nú í sein-
asta drætti hjá öðrum eig-
anda hálfrar milljón króna
vinningsins. Ættu því þeir,
sem hafa í hyggju að kaupa
raðir af miðum nú um ára-
mótin, að tala við næsta um
boðsmann sem fyrst. Það skal
tekið fram, að umboðsmenn
hafa þegar hafið sölu á nýju
miðunum.
í Reykjavík hefur verið
bætt við nýju umboði Er það
í Verzluninni Straumnes, Nes
vegi 33.
Addis-Abeba
(Framhald af 1. síðu).
rýju valdhafa að binda endi á 3000
ára ranglæti eins og það er kallað
— efla hina fátæku og gefa þjóð-
inni kost á því að rífa sig upp úr
fymd og fáfræði, sem sett hafi svip
sinn á landið undir stjórn keisar-
ans, sem talinn er hafa verið mjög
cinráður og ófciigjarn.
Kominn til Eritreu
Haile Selassie, sem var í opin-
berri heimsókn i Suður-Ameríku
hélt þegar í gærkveldi af stað
flugleiðis til Eritreu, sem er sam-
fcandsríki Etiópíu.
Lifi lýðræðið! Lifi frelsið! —
Itrópaði sendiherra Etíópíu í
Slokkhólmi í dag á blaðamanna-
fundi þar í borg, en þar hélt hann
nær tveggja stunda i'æðu og lýsti
hrifningu sinni yfir hinum nýju
valdhöfum. Sendiherrann Careou,
stm er auðugur mjög, lýsti því
yfir, að hann myndi gera allt sem
í hans valdi stæði til þess að hin
friðsamlega bylting mættj takast
— hann sagðist enga samúð hafa
með kommúnistum, en hann væri
s; nnfærður um, að bryna n mösyn
bæri til að bæta kjör alþýðunnar
í heimalandi hans, sem búið hefði
v;ð hina mestu neyð.
Afkomandi Saba-drottningar
Forsætisráðherra hinnar nýju
byltingarstjórnar heitir Ras Imru
cg um hann haföi sendiherrann
það að segja, að hann væri hinn
mesti ágætismaður, afkomandi
drottningarinnar af Saba (sem
Selassie kveður sig líka vera!) og
£;,(dáandi stofnskrár Sameinuðu
þjóðanna.
Fréttamenn í Sao Paulo í Brazi-
i;u hafa þá sögu að segja, að keis-
arinn hafi sagt fyrir brottförina
í gærkveldi, að hann nyti stuðn-
ings 35 þús. hermanna, aðeins
lífvörður sinn hefði gert uppreisn
— og að hann hefði fullan hug á
því að ná völdunum á ný í sínar
hendur.
Strokumennirnir
(Framh at 1. siðu),
Ekki er nákvæm lýsing til á pilt
unum. Báðir munu þgir þó vera
meðalmenn í lægra lagi. Kristinn
er þektuf á Suðurnesjum undir
nafninu Vippi, hann er mjög gr'ann
vaxinn og veiklulegur, hárið dökk-
leitt. Arnór er ekki ósvipaður á
hæði, en þrekvaxinn og heldur
myndarlegur, með ljósskollitað
hár. — Eru allir þeir, sem ein-
hverjar upplýsingar geta gefið um
piltana, síðan kl. 11 í fyrrakvöld,
beðnir að láta næsta yfirvald vita
þegar í stað. Einnig væri lögregl-
unni kærkomið að vita, ef sézt
hefur til ferða bílsins, meðan pilt-
arnir voru á honum.
H EKLUPEYSU R N A R
!,)it (jþiyj v 1.11)./■ 1
eru fallegar, vandaíar
sterkar og hlýjar.
&
Heklupeysurnar eru góí
og hagkvæm jólagjof
fyrir alla,
☆
Klæðist Heklupeysum.
☆
Heklupevsurnar fást hjá
okkur.
Kaupfélar Berufjarðar j
Djúpavogí
Leitaö hælis
(Framh ai I síöu).
og forvitnast, en siíkt er að sjálf-
sögðu ekki fátítí hér.
Féll ekki sljórnarfarið
Aðspurður sagði Klatt að honum
hefði ekki fallið stjórnarfarið í
Austur-Þýzxalandi, og hefðu ástæð-
urnar fyrir flóttanum verið ein-
göngu af póiitískum toga spunnar.
Ekki kvaðst Klatt hafa verið
meðlimur i KommúnistafioKknum
fyrr né síðar, en hins vegar verið í
æskulýðshrcyfingum. Ekki er
skylda að vera í þessum hrayfing-
um, en ráðiegra fyrir menn, eigi
j.eir ekki að verða afskiptir um
vinnu og ýmislegt annað.
Engin óþægindi fjölskyld-
unnar
Aðspurðui hvort fjölskylda hans
heima fyrir mundi verða fyrir ó-
þægindum vegna fiótta hans, sagði
Klatt að hann gerði ekki ráð fyrir
því. Móðir hans er á lífi og þrjú
systkin.
Klatt var matsveinn í a-þýzka
hernum, varð laus úr herþjónustu
í maí s.l. í júní héit hann til sjós,
og hefur verið á ýmsum skipum
síðan.
Frelsið fékkst ekki á
annan hátt
Kltat sagöi að allmargir vinir
hans hefðu flúið frá A-Þýzkalandi
til Vesturlanda í sumar Sagði
hann að um aðra leið en fíótta
hefði ekki verið að ræða fyrir sig.
Iilmögulegt væri að fá vegabréf og
hann myndi örugglega aldrei haf«
getað heimsótt ísland sem ferða-
maður t. d.
Klatt gat þess að flóttinn af
skipinu hefði gengið ágætlega.
Hefði hann verið kominn um 200
rnetra frá skipinu er eftir honum
hafi verið tekið. Sáu skipverjar að
hann var með allt sitt hafurtask
rrieðferðis c>g þá orðið þess full-
vissir að hann væri að flýja. Ástæð
ar til þess að hann var ekki eltur
mundi hafa verið sú að skipverjar
liafi treyst á að íslenzk stjórnar-
völd myndu framselja hann.
2 ára fangeisi ef ...
Klatt sagði, að ef íslenzk yfir-
völd myndu framseija hann cogara-
mönnum mundi hann vafalaust fá
ailt að tveggja ára fangelsi er heim
kæmi. Ef hann færi hins vegar
aftur um borð af frjálsum vilja,
yrði honum sennilgea ekki refsað,
en fengi hins vegar örugglega ekki
að fara til sjós aftur.
Klatt skýrði fréttamönnum frá
því að verzlunarfulltrúi A-Þjóð-
verja hér hefði gert ítrekaðar til-
raunir til að ná tali af honum.
Ekki kvaðst Klatt hafa viljið tala
við hann og þar við sæti.
Aðspurður sagði hann að hann
mundi gjarnan vilja dveljast hér
og vinna í 1—2 ár en halda síðan
til V-Þýzkalands eða Bandaríkj-
anna . *
Lélegt kaup
Aðspurður um launakjör sagði
Klatt að hann hefði sem svaraði
160 V-þýzkum mörkum í mánaðar-
laun, og frítt uppihald um borð.
Eru þetta harla léleg kjör, eða um
1600 kr. ísl., og gaman væri að sjá
þann íslenzkan sjómann, sem léti
bjóða sér slik kjör'.
Sparifjáraukningin
(Framhald af 1. síðu).
ekki verið spör á að vegsama
,,gróða“ sparifjáreigenda. Ef lífs-
kjör almenmngs hefðu verið hin
sömu og þau voru 1958 hefði inn-
lánsvaxtahækkun að öilu eðlilegu
átt að auka nokkuð sparifjárinn-
iögin. En kjaraskerðingin og sam-
drátturinn af völdum efnahagsað-
gerða ríkisstjórnarinnar hefur orð-
ið svo gífurlegur að almenningur
í landinu hefur vart til hnífs og
skeiðar skæða og klæða. Það eru
því ekki nema hátekjumenn, sem
geta lagt að ráði fé til hliðar til að
leggja á vöxtu.
Ekkert kák dugir til
forða frá bióðarvoða
Eins og áður er sagt komu þess-
ar upplýsingar um sparifjáraukn-
inguna fram í framsöguræðu Skúla
Guðmundssonar fyrir breytingar-
t'.’lögum Framsóknarmanna við
fvumvarp rikisstjórnarinnar um
breyting á eínahagslöggjöfinni, um
að láta útflutningsgjaldið frá 1960
og eftirstöðvarnar af útflutnings-
sjóði renna upp í vátryggingarið-
gjöld bátaútvegsins fyrir 1960.
Framsóknarmenn eru ekki andvíg-
ir því að svo verði gert, en þroti
þjóðarbúsins, sem fyrir dyrum er,
et ekki verður að gert í tíma,
verður ekki forðað með þeirri að-
gerð einni. Til að forða bjóðar-
voðanum sem hlotizt hefur af
„viðreisnin.ni“ duga engar „kák-
aðgerðir".
Vaxtalækkun fyrsta skrefið
Skúli Guðmundsson fulltrúi
Framsóknarflokksins í fjárhags-
refnd hefur því flutt breytingar-
túlögur við frumvarp ríksstjórn-
arinnar, sem kveða m. a. á um
það, að vaxtaokrið verði þegar af-
r.umið, en það er óumdeilanlega
fyrsta skrefið, sem stíga verður út
úr öngþveiti efnahagsráðstafana
rikisstjórnarinnar.
Sakir rúmleysis í blaðinu er
ekki kleift að rekja breytingatil-
lögur Skúla eða ræðu hans írekar
i þessu blaði, en væntanlega verð-
ur kleift að segja frá þeim á morg-
rn og nefndaráliti 1. minnihluta
fjárveitinganefndar, Skúla Guð-
rnundssonar.
SKIPAUTGCRP RÍKISINS
Herðubreið
fer austur um land til Fáskrúðs-
f jarðar 19. þ. m.
Tekið á mófi flutningi í dag og
ardegis á morgun til Hornafjarðar,
Ljúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðv-
arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Farseðlar seldir á laugardag.
Skjaldbreið
fer til Ólafsvíkur, Grundarfjarðar,
Stykkishólms og Flateyjar 20. þ.m.
Vörumóttaka í dag og árdegis á
morgun.
Farseðlar seldir á mánudag.
Rússnesk ilmvötn og sápur
Verðlaunavara frá hemissýningunni í Brussel 1958.
Sölusýning: KJÖRGARÐI og verzluninni RAUÐA M0SKVA, Aðalstræti 3