Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, föshidaginn 16. desember 1960. /*>*•----------------------------------------- utgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURlNN. FramKvæmdastión Tómas AxnasoD Kit stjórar Þórannn Þórarmsson (áb i. Andrés Kristjánsson Fréttastióri Tómas Karlsson AuglVsmgasti Egill Bjarnason Skriístofur i Edduhúsinu - Simar 18300 18305 Auglýsingaslnu L9523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðian Eddá h.f Eggert Stefánsson skrífar um bókina /■ 99' vestur víking” - ævisögu Jóns Oddssonar skipstjóra Afhjúpanir Af tíálfu stjórnarliða er „viðreisnin“ nú einkum varin með því, að hennar hafi verið þörf vegna þess, að efna- hagsástandið hafi verið orðið svo slæmt þegar st]órnin kom til valda, að eitthvað nýtt hafi orðið að gera. Betra hafi verið að ráðast í „viðreisnina“ en að gera ekki neitt. Þessu til frekari rökstuðnings nefna stjórnarliðar eink- um tvennt: í fyrsta lagi hafi hallinn á útflutningssjóðnum veriS orðinn svo mikill, að ómögulegt hafi verið að halda áfram því kerfi óbreyttu. í öðru lagi hafi þjóðin safnað svo miklum erlendum skuldum á undanförnum árum að vegna þessa hafr verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðgerða, þ. e. ,,við- reisnarinnar". Um síðari fullyrðinguna, skuldasöfnunina, er það að segja, að henni var strax hrundið af þeim manni, sem bezt hefur fylgzt með þessum málum og mesta þekkingu hefur þar til að bera, dr. Benjamín Eiríkssym. í greir., sem hann birti á síðastl. vetri í Tímanum og Mbl., sýndi hann íram á méð: óyggjandi rökum, að vegna þeirra enendu lána, sem hefðu verið tekin seinustu árin, stæði þjóðin miklu betur að vígi eftir en áðui, þar sem þau hefðu runnið til i'ramkvæmda, Cr ýittist öfluðu eða spóruðu margfalt meiri gjaldeyri en þanii sem færi til að greiða afborganir og vexti af þessum lánum, Fyrri fullyrðingin. þ. e. hin slæma afkoma útflutnings- sjóðs,.,er pú einnig fallin um sjálfa sig. Reynslan er búin að sýna, ,eins og rakið var hér í blaðmu í gær að afkoma útflutningssjóðs hefur verið miklu betri en hún var sögð, þegar verið var að samþykkja „víðreisnar“ löggjöfina. Afkpma sjóðsins hefur a. m. k. /erið 180 millj. kr. betri en húqryar sögð þá. Þannig er nú upplýst, að rökin, sem voru fœrð fyrir „við.rjeisninni", Voru hreinar blekkingar. Það var engin þörf fyrir „viðreisnina" vegna afkomu atvirnuveuanna eða skuldanna við útlönd, enda hefut „viðreisnin" síður en svo bætt afkomu atvinnuveganna eða dregið úr er- iendu skuldasöfnuninni. Blekkingarnar um útflutningssjoðinn og skuldasöfn- uniHa oru búnar til í þeim tilgangi að menn sættu sig betur við „viðreisnina“ en ella. Tiigangurinn með „við- reishinni var hins vegar allt annar en að tryggja rekstur atvinnuveganna og að forðast skuldasöfnun Tiigangunnn er að koma hér á þjóðíéjagsskipan hinna „ffóðu, gömlu dagá“ — þjóðfélagi hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Þetta skýrist enn betur þegar blekkingarnar afhjúpast, sem reynt var að færa fram fvrir nauðsyn , viðreisnar- innar“ á sínum tíma. Stjórnin lætur undan Bæði á sumarþinginu 1959 og á vetrarþinginu 1960 felldu stjórnarflokkarmr tillögu trá stjórnarandstæð- ingúm um að fella niður skerðingaráKvæði almannatrygg- ingárlaganna. Nú hafa þeir hins vegar ekki treyst sér til annars en að vera með því, að þetta ákvæði yrði fellt niður. Þetta sýnir vel árangur af starfi jákvæðrar ns skel- eggrar stjórnarandstöðu Hún kemur til mín, þessi fagra bók, í skammdeginu, þegar svo létt er að dreyma, hugsa og njóta. Þegar ég fer að lesa verð ég undrandi af einskærri hr'ifningu, sem ég kemst í. Draumarnir fara á kreik. Mér finnst sem ég stingi mér til sunds í djúp hafsins, komi við botn, og þar finni ég skel, er ég opna þegar upp kemur. í henni er geislandi perla, er skín og lýsir upp í náttmyrkrið. Eg veit ekki hvað það er við þessa bók, sem hrífur mig þannig. Hvort það eru æskuárin, sem móta hetjuna, með fínleik sínum og næmni, eða hið sterka íslendings- eðli, sem á eftir að sigra á haf- inu — í víking, eða þá hinn and^ lega sterki maður tuttugustu aldar- innar, sem lifir tvær ægilegar ihei/msstyrjaldir, með hryllingum þeirra og skelfingum, sem gera þjóðir og menn að villidýrum, er| troða niður allt réttlæti, fegurð og trú, sem þó alltaf er verið að j brýna tnenn að halda við lýði. En Jón Oddsson er friðarins maður. Hann þarf ekki að efast. Hann er frá landinu, sem í margar i aldir getur sagt: „Þar roðnar aldrei | sverð af banablóði". Jón Oddsson er því maður tuttugustu aldarinn-l ar, sem líður með gleði fyrir það, | sem hann veit að er satt og rétt, I og þorir og hefur því hreina sam- vizku. Nú skulum við láta bókina tala sjálfa: '.ijrj*' Æskuárin: ;,Þýtur ofurlítið í gol unni, sem veitir hreinu lofti í bað- stofuna, og gulgræn puntustráin við gluggan bærast í sífellu og drepa kolli við rúðunni. Þegar Jón hlustar, heyrir hann örveikt hljóð, eins og einhver trúnaður í því, líkt og stráin séu að hvísla leyndarmál- um“. Og svo meira, sem myndar mann- inn: „Hann minntist þess þegar hann var að klýfa fjöllin í bernsku og æsku. Honum nægði stundum alls ekki að komast upp á klettabeltið,1 þar sem þær kindur voru, sem hann j þurfti að sækja. Hann var ekki í rónni fyrr en hann var kominn alla! leið upp á efstu brún“.--------Og þangað komst hann. Svo nokkuð, sem lýsir skapgerð hans og kemur honum að góðu haldi seinna. „Það mundi ríkt í ætt Jóns að sýna ekki öðrum áreitni að fyrra bragði, en láta ekki hins vegar gleymdan yfirgang, og þá sízt þeg- ar mikilsmegandi gikkir eiga í hlut. Og þó að Jón færi sér með gát( varð það geymt en* ekki gleymt, sem þeim Orlando Hellyer hafði farið á milli“. Það var mikil geisladýrð ham- ingju yfÍT' lífi Jóns Oddssonar. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur heppnast. Hann kom alltaf skipi sínu heilu í höfn. Þegar önnur skip fiska ekkert, fyllir hann sitt skip. Þegar hann kaupir hús sitt, herra- garðinn og sveitasetr'ið á Mön, er það á réttum tíma, og þegar hann selur þá er það og á réttum tíma. Hahn segir á hugljúfan hátt: „Það er yfir mér vakað“. Hann trúir á góða verndarvætti. Hann er alltaf ramm-íslenzkur í lund, þó heimsborgari að þekkingu, trygg- ur vinur, en harður fyrir ef hann verður fyrir móðgun. Hýr og ljúfur. í fegurð fjalla sala. Næmur á feg- urðina, á menn og undur jarðar- innar. En hann er svo líka maður þeirra aldar, sem hefur gefið svo dýrkeypha reynslu, þjáninga og þrauta. Tvær heimsstyrjaldir. Sú fyrri, sem átti að enda öll stríð. — Þessu loforði gleymdi hann aldrei. — En sem gaf heiminum aðeins tortryggni, ótta og þjáning- ar. Þess vegna þarf hann sinn and- lega kraft, til að þora að lifa fyrir friðinn, réttlætið-------hvað sem GUÐMUNDUR G. HAGALÍN það kostaði, að svíkja aldrei. Og fyrir það gera öfundarmenn hans hann • að píslarvotti. Og þar rís | Jón hæst. Lýsinguna á því er bezt að fá í bókinni, byrja á 13. kafla, sem heit ir: „Hver er sökin“ og undirfyrir- sögn: „Mannréttindi lögð á hill- una“ og lesa allt tli 19. kafla, sem hann kallar: „Frumbýlingsárin“. Þá er hann kominn heim til Man- ar á herragarðinn, og lifir þar í samlífi með kærri fjölskyldu og náttúrinni, sem hann elskar svo mjög. Innanríkisráðherran brezki hafði fengið einhvern frægasta lögfræð- ing Englands, Sir Normann Berk- ett, til að yfir’heyra þá fanga, sem sviftir höfðu verið frelsi eftir reglu gerð 18 b. Áhrifarík eru hin djörfu og karlmannlegu svör Jóns Odds- sonar, þegár hann stendur fyrir Pílatusi brezka heimsveldisins, ein- samall, alsaklaus allra ásakanna öfundarmanna sinna í Hull, sem með bolabrögðum reyna að eyði- leggja hið glæsilega fyrirtæki hans. Söguhetjan er aldrei í vandræðum við yfirheyrslurnar. Hann biðst aldrei griða. Hann herðist við hverja raun, hafandi hreina og ó- flekkaða samvizku. Hann er aldrei hikandi eða beygður. Hann þekkir hið hræsnis-fulla látbragð stríðs- æsingamannanna. í meistaralegum1 kafla bókarinnar, sem hann kallar: „Skyggnzt í eigin barm og um bekki annarra“, skýrir þessi at-j orku- og afla maður bezt sjálfur viðhorf sín til ofbeldis og styrj-| alda yfirleitt. Hann spyr sjálfan sig: „.... Gat það átt sér stað, að hún væri röng? Nei, hann komstj ávalt að sömu niðurstöðu: Ef þúl hefðir tekið aðra afstöðu hefði þú svikið sjálfan þig. Ofbeldið — — og þá ekki sízt styrjaldaræðið--- er andstætt eðli þínu og uppeldi og öllu þínu viðhorfi við lífinu og til- verunni. En ofbeldi, sem þjónar réttlæti og frelsi? Hann hrissti höfuðið og það var eins og neðan úr fylgsnum vitundar hans væri spurt; Hve oft hefur þú ekki séð gegnum þá hulu, sem menn hafa varpað yfir sig, þegar þeir hafa framið ofbeldið, séð allt annað en ást á réttlætinu eða öðru fögru, sem haft er í heiðri á vörunum, séð persónulega óvild, hefnigirni, hagsmunavernd eða von um gróða -----og loks þá lágkúrulegu til- hneigingu að þóknast öðrum sér voldugri í von um hylli og hjástoð? Og hve oft mundi ekki hafa verið því sama til að dreifa hjá valdhöf- unum, þeir hafa hrakið þjóðirnar út í styrjöld, þeir hafa hugsað um völd sín og að baki þeim staðið og á þá ýtt, menn, sem hafa viljað varð veita sérréttindi sín til gróða á kostnað heildarinnar í þeirra eigin landi og jafnvel öðrum löndum? Hvernig gæti það svo verið hugs- anlegt, svo miklar hörmungar sem styrjöldum fylgja, svo mikið rang- læti, sem fylgir í kjölfar þeirra, að með styrjöld verði endanlega komið í veg fyrir að þjóðunum verði hrundið út í blóðsúthellingar og tortímingu?“ En sigurinn er nú unninn og frelsið fengið. Út af fyrirspurn, sem fram kom í neðri deild brezka þingsins um jarðarkaup Jóns á eyjunni Mön, þegar hann var enn fangi, neyddist Herbert Momson innanríkisráð- herra, að gefa eftirfar'andi yfirlýs- ingu: „Þessi maður hefur ekki framið neinn glæp og hefur ekki glatað neinum borgarlegum réttindum. Þess vegna er honum algjörlega frjálst að ráðstafa eignum sínum eins og honum sýnist“. xxx Þetta er' höfðingleg bók. Sögu- maður kvartar ldrei né kveinar, en' krefst síns réttar. Það er margt sem minnir á það bezta hjá Agli og Njáli, bæði dett- ur manni í hug: Fögur er hlíðin, og svo svar hinnar tryggu konu, er bar hinar þungu birðar lífsins með manni sínum. Mér finnst ég vera á Bergþórshvoli á örlagastund, þegar Ethel Loftis segir við mann sinn, sem langar heim til íslands: Þitt land er mitt land. Guðmundur Hagalín, rithöfund- ur, hefur ritað bókina eftir frá- sögn Jóns Oddssonar. Hann hefur snilldarlega lifað sig inn í frákagn- irnar og bókin er öll hin fegursta. Jón Oddsson hefur tileinkað þessa bók, af virðingu og þakklæti, móður sinni og eiginkonu. Þessi bók er herhvöt til allra ís- lendinga. Til æskunnar, til bænd- anna og til hinna djörfu sjómanna vorra, sem þessi vestfirðingur hef- ur svo snilldarlega varpað Ijóma á. Og svo til allrar þjóðarinnar, sem í tvö ár hefur verið beytt smánar- legu ofbeldi af þeirri sömu stétt, er ofsótti Jón Oddsson. Bók hans verður því leiðarljós þeirra, sem vilja berjast fyr'ir rétti sínum, frelsinu og sjálfstæðinu. E. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.