Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 12
12 TIMIN N, föstudaginn 16. desember 1960. . V4., Ræða Kristjáns (Framhald af 9 síðu) er um undirbúning nýrrar raf- orkuvirkjurvar og athugun á möguleikum til aukins iðnaðar í því sambandi. Enn eru möguleikar til þess_ að bæta við einni vélasamstæðu í fra- foss-stöðina og einni vélasamstæðu í Ljósafoss-stöðina. Þr’átt fyrjr það, að reiknað sé með þessuro' vélasamstæðum má búast við raf- magnsskorti á orkuveitusvæði Sogs virkjunarinnar eftir 5—6 ár, ef ekki koma til sögunnar nýjar raf- orkustöðvar. Það er óhjákvæmileg nauðsyn, að nú þegar verði hafist handa um undirbúning nýrrar virkjunar, jafnvel þó ekki sé reiknað með ó- venjulegri aukningu iðnaðar, sem rekin er með rafmagni, en á það verður einmitt að leggja áherzlu, að næsta raforkuvirkjun verði svo stór, að hún skapi möguleika fyrir mikilli aukningu iðnaðarihs hér í Reykjavík. Þess vegna er þetta tvennt tengt saman í tillögunni. Þarf nýja höfn Næst kem ég að ti'Uögu um hafn armálin. Eins og Framsóknarmenn hafa margsinnis bent á, er löngu orðið aðkallnndi að gera nýja höfn fyrir Reykjavík. Hin þrönga höfn og allt of litla athafnasvæði við liana sníða atvinnulífinu, sam- göngum og viðskiptum á margan hátt þrengri stakk en við verðl unað. Þetta hafa bæjaryfrvöldin sjálf viðurkennt og lofað úrbótum með gerð nýrrar hafnar. Var þetta eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu bæjarstjórn ar kosningar, og samþykkti bæjar- stjórnin nokkrum dögum fyrir kosningarnar tdlögu meirihlutans um stækkun hafnarinnar út frá gömlu höfninni og skai súfhöfn ná yfir svæðið frá núverandi'höfn að Engey og Laugarnesi. Nú heyrist, að bæjai'stjórnar- meirihlutinn hafi sent út nienn til að leita að stað fyr'ir nýja höfn, og virð!st tillagan, sem samþykkt var í bæjarstjórninni rétt fyrir bæjars’jórnarkosningarnar hafa mótast meira af viðhorfinu í kosn- ingamánuðinum en alvöru þess málefnis, sem tillagan fjallaði um. Slíkt alvöruleysi og sýndar- mennska má með engu móti ríkja í þessu máli. Frestun á fram- kvæmdum við nýja hafnargerð veldur árlega stórfelldu tjóni fyr- ir bæjarfélagið. Ég ber hér fram tillögu um þetta mál til þess að minna enn einu sinni á nauðsyn þess að haf- izt verði handa um hafnargerð hér, í stað þess að láta sitja við orðin tóm. Aukning hitaveitunnar Þá er tillaga um hitaveituna. Skömmu eftir 1940 var gert myndarlegt átak í hitaveitumálum bæjarins, enda var svo komið á árinu 1946, að um 75% af bæjar- búum bjuggu við hitaveitu, en síðan hafa tiltölulega fáir bæjar- búar bæzt í þann hóp, sem nýtur hitaveitunnar. Þar sem saman hef- ur farið tiltölulega lítil aukning hitaveitunnar og ör fólksfjölgun í bænum, mun nú svo komið, að eitt hvað milli 30 og 40% bæjarbúa búa við hitaveitu. Fyrir 3 árum var keyptur til landsins stórvirkur jarðbor, og.er hann sameign ríkisins og Reykja- víkurbæjar. Hefur bæjarstjórnin látið bor’a með þessu tæki á nokkr- um stöðum í bæjarland'inu og hefur fengizt töluvert vatnsmagn í þeim borholum. Þýðingarmikið er, að það vatnsmagn, sem fyrir hendi er, verði tekið í notkun sem allra fyrst, og síðan haldið áfram bor- unum í bæjarlandinu í leit að auknu vatnsmagni. Jafnframt verður að sjá til þess, að bænum verði tryggð hitaréttindi á þeim jarðhitasvæðum, sem næst eru Reykjavík, og að rannsóknum og virkjunum verði haldið áflram af fullum krafti. Hitaveita er frá þjóðhags- legu sjónarmiði meðal beztu fyr- irtækja, sem lagt verður í, þar sem hún sparar landinu stórar fjár hæðir árlega í erlendum gjaldeyr'i. Er því ekki áhorfsmál að taka er- lend lán til slíkra framkvæmda, og verður að hraða framkvæmdum í þessu stórmáli svo sem mest má verða. Húshæ'Öismálin tillaga um húsnæðis- mál. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafa orðið þess valdandi, og svo til engir leggja nú í fram- kvæmdir við byggingu á íbúðar- húsnæði, og svo hart er byggingar- iðnaðuiinn leikinn af stefnu stjórn arinnar, að framkvæmdir eru að stöðvast við fjölda húsa, sem byrjað var á áður en hin dauða hönd stjórnarstefnunnar snart landsins börn. Eins og alkunnugt er, hefur' verið hér mikill húsnæðisskortur á undanförnum árum allt frá því í síðustu styrjöld, og hefur ekki tekizt að útrýma húsnæðisleysinu, — og 2—3 þúsund manns verða ennþá að búa í húsnæði, sem dáemt hefur verið heilsusþillandi og þar af leiðandi ekki íbúðar- hæft. Talið er að árlega þurfi að reisa 7—800 íbúðir í Reykjavík til þess að fullnægja húsnæðisþörf- inni vegna fólksfjölgunarinnar einnar saman. Nú blasir sú staðreynd við, að svo til éngir munu hefja byggingar á næstunni að óbreyttum aðstæð- um. Má því fara nærri um, hvern- ig húsnæðisástandið í bænum muni verða að fáum árum liðn- um. Þar að auki er hér um að ræða mikið vandamál í sambandi við atvinnumálim. Bæjarbúar ætLast til þess, að bæjarstjórnin beiti sér fyrir ráð- stöfunum til að koma í veg fyrir frekari samdrátt í byggingu íbúð arhúsnæðis, því ella mun ekki hjá því fara, að í þessum málum skapist innan örskamms tíma ó; viðráðanlegt öngþveiti. í tillögu minni er lagt til, að bæjarstjórnin skori á alþingis- menn Reykjavíkur að beita sér fyrir eftirgreindum ráðstöfunwn í þessum efnum: 1. Lækkun útlánsvaxta. 2. Afnámi söluskatts og aðffutn- ingsgjalda af byggingarefni. 3. Útvegun á meira lánsfé til að reisa íbúðarhúsnæði og leng- ingu lánstímá frá því, sem nú er, á lánum Húsnæðismála- stjómar. Þá kemur gatnagerð. Alger Jiáttaskil þarf í gatnagerSinni Hvað sem háttvirtir bæjarfull- tr’úar kunna að segja um gatna- gerðina hér í bænum er óhætt að fullyrða, að íbúum borgarinnar finnst mikið á skorta, að fram- kvæmdir við gatnagerðina séu með þeim hætti, að við verði unað öllu lengur. Mikill hluti af götum bæjarins er enn ómalbikaður, og verða menn að sætta sig við mold- ar- eða malargötur, sem ’oft og trðum eru illfærar umferðar, ef veðurguðirnir hafa ekki nógu hægt um sig. Ég?sí:áf *kki brjóta fundar’sköp meijiþví’að'-hafa yfir eitthvað af þeim lýsingarorðum, sem bæjar- búum er támt að nota um þessa tegund gatna. En það er augljóst, að hér verð- ur að grípa til annarra ráða en notazt hefur verið við fram að þessu, og virðist líklegast til árang urs, að bæjaryfirvöldin notfæri sér, í ríkara mæli en hingað til hefur verið gert reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Tillagan er um það, að bæjar- stjórn feli borgarstjóra og bæjar- ráði að ráða hingað til starfa er- lendan sérfræðing tH að vinna með íslenzkum sérfræðingum að undirbúningi og framkvæmd á- ætlana um gatnagerð. Ennfremur að lögð sé áherzla á nauðsyn þess að hraða framkvæmdum við gatnagerðina og notfæra sér nýj- ustu tækni í þeim efnum. Þá kem ég að síðustu tillög- unni, sem er um skipulagsmál. Tillagan er um að fela borgar- stjóra og .skipulagsnefnd að láta. gera heildarskipulag af Reykjavík, sem miðað verði við 250—300 þús- und manna bæ, og að í þessu heild arskipulagi verði gert ráð fyrir nýjum miðbæ utan núverandi býggðar Reykjavíkur þar sem m.a. verði ætlaðir staðir fyrir ýmsar ouinberar stórbyggingar svo sem ráðhús Reykjavíkur, stjórnarráðs- byggingu, allþingishús, nýtit há- skólahverfi, listasafn o. fl. Eitt af því, sem mjög hefur ver- ið vanrækt í stjórn þessa Dæjar- félags eru skipulagsmál bæjarins. Alveg hefur verið látið undir höf- uð liggjast að gera heildarskipu- lag af bænum og yfirleitt hefur ekki verið hugsað nema um uðandi stund í þessum málum. Reykjavík er hraðvaxandi bær og þar að auki höfuðborg, sem fyrir þær sakir verður að gera tii ýmsar aðrar kröfur en venju- legs bæjar. Það virðist svo. sem bæjaryfir- völdunum hafi ekki verið þessar staðreyndir nógu ljósar, og því er nú stakkurinn þröngur og stuttur, að hann hefur ekki verið sniðinn eftir vexti. Það er erfitt verk. sem bæjar- yfirvöldin eru þó að reyna að iramkvæma að staðsetja ýmsar op- mberar stórbyggingar í gamla mið- bænum. Þetta er erfitt og verður óhemju dýrt fyrir bæjarfélagið og ríkið, þar sem ganga má út úr því vísu, að kaupa þurfi fjölmörg göm- Ui hús og fokdýrar lóðir af ein- staklingum til að rýma fyrir slík- um byggingum. Rá fthúsfö í Tjarnarfeninu Það vita allir, að Iöngu er orðið íðkallandi að byggja ráðhús í Reykjavík. í stað þess að ætla slíku húsi, sem hlýtur að verða stórt og veglegt, myndarlega og rúmgóða lóð, er horfið að því ráði að hola því niður í fen í norðurenda Tjarnarinnar. Staðsetning ráðhússins í Tjörn- inni mundi í fyrsta lagi hafa í för með sér eyðilegging Tjarnarinnar, en þar að auki eyðilegging fjölda húsa í grenndinni þ á m. alþingis- hússins og dómkirkjunnar Auk þess er ekki með nokkru móti unnt þrátt fyrir uppkaup og eyðilegg- ing eigna fyrir tugi eða hundruð milljóna að fá umhverfis ráðhús á þessum stað viðhlítandi stórt svæði, hvorki fyrir torg. gos- brunna og breiðgötur né bifreiða- stæði, enda munu fáir ánægðir með þetta staðarval Þá þarf Reykjavík vegna höfuð- borgarhlutverks síns að sjá ýmsum stórbyggingum í þágu landsms alls fyrir Ióðum. Má í því sambandi r.efna stjómarráðshús og alþingis- hús. ■Til bygginga eins og ráðhúss, al- þingishúss og stjórnarráðshúss þarf sérlega vel að vanda á allan hátt. Þótt slíkar byggingar séu fyrst og fremst reistar vegna notg gildisins, verður einnig að hafa hstræn sjónarmið i huga. Sllk hús eiga að vera vegleg í fögru urrí- hverfi, þar sem miðað sé við köni- andi tíma og að komandi kynslóði-r geti bætt við ag aukið án Dess að henda þurfj því, sem búið var öð gera, eins og raun verður á, ,ef slíkum byggingum er valinn stað- ur sem ekki gerir mögulegt að búa fagurlega um þær : upphafi hvað þa að bæta við fleiri byggingum á lóðinni, þegar tímar líða. Þegar háskólabyggingin var reist arið 1940 Dóttust menn framsýnir og stórhuga og ætluðu háskólanum þó nokkurt óbyggt svæði. Nú ér svo komið 20 árum síðar, að iands- svæði þetta má heita gjörnýtt ög engar líkur til, að unnt sé að kom:a þar fyrir nauðsynlegum bygging- vm, sem aðkallandi er að reisa, hvað þá nýrri byggingu yfir há- skólann sjálfan, begar þar að kemur. ;i Menn verða að gera sér ljóst, að Reykjavík er liraðvaxandi bær. Árið 1930 voru íbúarnir 28 þús- und en á síðasta ári voru beir 71 þúsund og um næstu aldamót er talið að þeir verffi kring um 150 þúsund. Af þessu sést, hver nauðsyn það er aer að gera sér skipulegá grein fvrir, hvernig þennan bæ á að hvggja, en láta ekki hendingu ráða, eins og þegar Miklabrautin var lögð, þá rekast gatnagerðar- n enn allt í einu á nýtt stórhýsi (bæjarblokkina) þar sem gatan hefði þurft að liggja, ef allt hefði verið með felldu. Það er augljóst, að áður en langir tímar líða, munu Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður verða samfelldur bær. Það er því eðlilegt 0g tímabært í skipulagsmálum þessara bæja allra að miða við þá þróun, sem sýnileg er, og skipuleggjá nýjan mið bæ, sem lægi vel við þessúró bæjum öllum, hvort sem þeir' sam- einast, þegar stundir e'ða halda áfram að vera sérstakix bæir. Það á að hætta að brúga oilúöi stórbyggingum sém næst riúver- andi miðbæ í Reykjavík, heldúr ætti, eins og um ræðir í tillöguriiii að mynda nýjan miðbæ utan nú- verandi byggðar Reykjavíkur og ætla þar stað fyrir ýirisar .öpiri- berar stórbyggingar. Svæðið á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er tekið að byggj- ast.ört. Enn er þar þó mikið lánd- rými óbyggt, og má benda á sem ákjósanlegan stað fyrir nýjan míð- bæ_ Arnarnessvæðið til Vífilsstaða. Ég vænti þess, að skipulagsmál Reykjavíkur verði tekin til ræki- legrar athugunar, heildarskipulag gert af bænum sem allra fyrst ‘og nýjum miðbæ verði valinn staðár á meðan þau svæði eru enn 'ó- byggð, sem ákjósanlegust eru í því efni. E I 1 I i i I A I I Kjörgaröi fáið þér flest til jölagjafa Sparið yður óþarfa ráp í misjöfnum veðrum Verzlið í KJÖRGARÐI Skeifan — Últíma — Ríma — Penninn — Fatnaftardeild V. G K. — Rúsáhöld — Mcnift — Sport — Storknrinn Tízkan — Mælifell — Orion— B. Laxdal — Kjöfblómið — Blæösp — Gluggatjöld -- Snyrtivimisýnirigín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.