Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.12.1960, Blaðsíða 16
285. bla». Föstudaginn 16. desember 1960. Æskulýðsfélag Sauðárkrókskirkju SAUÐÁRKROKI, 14. des. — Nýlega var, fyrir forgöngu sr. Þóris Stephens^ns, sóknar prests á Sauðárkróki, stofn- að Æskulýðsfélag Sauðár- krókskirkju með unglingum þeim, er fermdust þar s.l. vor. Líknarsjóður og jólakort Margir senda vinum sínum jólakort, og i buðunum eru til af þeim margar tegundir. Mig langar til að vekja athygli á því, að líknarsjóður Hallgríms kirkju í Reykjavík hefur gefið út jólakort, sem eru mjög smekkleg og auk þess ódýr, aðeins þrjár krónur. — Fram an á þeim er einföld og falleg jólamynd eftir ungan, íslenzk an listamann, Bjarna Jónsson, en innan á kortinu er mynd af Kristslíkneskju Einars Jóns sonar og vers úr Passíusálmum séra Hallgríms. — Kortin fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Ámunda Árnasonar, Hverfis- götu 37; Sokkabúðinni, Lauga vegi 42; Þorsteinsbúð, Snorra braut 61; Verzlun Páls Hall- björns, Leifsgötu 32; Verzl. Rangá, Skipasundi 56; Lauga búðinni, Laugateigi 37; húsi KFUM; Kristniboðshúsinu Betaníu, og í Hallgrímskirkju. Jakob Jónsson. Nýlega var nýtf verzlunarhús teklS í notkun í Steinnesi á Sel- tjarnarnesi, elgn Sigurðar Jóns- sonar kaupmanns. Hann hefur lengl rekið verzlun í Steinnesi, en er nú fluttur í nýtt hús, handan við götuna þar sem gamla verzlunin stóð. Fyrirhug- að er, að í þessu verzlunarhúsi verði mjólkur, kjöt og fiskbúð, en enn sem komið er er þar aðeins nýlendu- og smávöruverzl un ,rekin með kjörbúðarsniSi. (Ljósm.: Tíminn, KM). Var endanlega frá stofnun fé lagsins gengið við hátíða- messu í kirkjunni sunnudag- inn 11. þ.m. Eru þá starfandi sex slík æskulýðsfélög í Hóla stifti. Hinn ungi og áhugasami sóknarprestur á Sauðárkróki sr. Þórir Stephensen, gekkst fyrir þessari félagsstofnun. Hann fermdi börn á Sauöár- króki í fyrsta sinni í vor og ákvað þá þegar að stofna með þeim hópi æskulýðsfélag kirkj Unnar. Var stofnfundur fé- lagsins haldinn 10. des s.l. og þá kosin stjórn. Félagsfor- ingi er Ólafur Grétar Guð- mundsson; Jóhanna Everts- dóttir ritari, Ólafur Víðir Björnsson gjaldkeri og með- stjórnendur Kristín Graham og Gísli Ólafsson. Daginn eftir var stofnun fé lagsins lýst við hátíðamessu í Sauðárkrókskirkju. Sr. Þórir Stephensen lýsti tildrögum að stofnun félagsins og las upp lög þess. Því næst fóru allir viðstaddir félagar með fermingarheitið og að því loknu bar félagsformaðurinn kertaljós frá altari að kórdyr um, þar sem hann tendraði með því þrjú ljós til þess að minna á og undirstrika hinn þríþætta tilgang félagsins: að vinna fyrir guð, náungann og ættjörðina, — og lýsti yfir að félagið væri stofnað. Sóknar presturinn prédikaði og lagði út af sögunni um ríka ung- linginn. Tilgangur hins nýstofnaða félags er í stuttu máli sá, að vinna að hugsjón og málefn- um kirkju og kristindóms meðal ungs fólks og hvetja það til að starfa í kirkjunni. Sex slík æskulýðsfélög eru nú starfandi í Hólastifti. Hafa þau samband sín á milli og er sr. Pétur Sigurgeirsson á Akureyri formaður þess. G.Ó. — 9 dagar til jóla — Pottaskefill kemur í dag Sá fimmti, Pottaskefiii, var skrítið kuldastrá. — Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku upp, til að gá að, hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti 'ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. (Poitaskefill var líka nefndur Pottasíeikir). Teikning eftir Tryggva Maqnússon. Vísurnar gerði Jóhannes úr Kötlum. Hæsti vinningur happdrættis Háskólans verður 1 milljón kr. Vinningum fjölgar aí mun og hækka einnig Ráðamenn Happdrættis Há- skólans ræddu við blaðamenn í fyrradag og skýrðu frá ýmsum nýjungum í starf- semi happdrættisins og rekstri þess síðastliðið ár. — Próf. Ármann Snævárr', há- skólarektor, sagði frá því að ágóða happdrættisins væri eingöngu varið til vísindalegra þarfa og til að styðja vísinda lega kennslu í landinu. Þann ig væri næsta verkefni happ drættisins að reisa hús fyrir læknadeild Háskólans. Páll H. Pálsson framkv.stj. happdrættisins skýrði frá því að á næsta ári yrði hæsti vinn ingur happdrættisins hvorki meira né minna en ein millj. króna. Að auki veröur vinn- ingum fjölgað að miklum mun og hækkaðir að sama skapi. Lotterí til eflingar háskóla Próf. Alexander Jóhannes- son, fyrrum háskólarektor. var einnig á fundinum með blaða mönnum og rakti nokkuð upp haf og sögu happdrættisins. Sýndi hann blaðamönnum til gamans happdrættismiða frá árinu 1894, en þá hafði „Hið íslenzka kvenfélag“ efnt til „lotterís til eflingar Háskóla fslánds". Vinningar í lotterí- inu voru gipsmynd af gyðj unni Iðunni, kvensöðull, nýr, með ensku lagi og silfurmatskeið- ar. Þungur róður í fyrstu Próf. Alexander gat þess að miklir örðugleikar hefðu verið í sambandi við stofnun happ- drættisins árið 1934 og ekki gengið þrautalaust að koma því á fót. Voru þingmenn treg ir til að bera fram frumvarp um stofnun þess, unz einn af þingmönnum Framsóknar- flokksins, Halldór Stefánsson, fulltrúi Norðmýlinga varð til þess. — Fyrsta árið varð á- góði af happdrættinu 90 þús. krónur, annað árið 200 þús. og síðan hefur hagur þess ver ið góður. Háskólahappdrætt- ið verður þó að greiða 20% af tekjum sínum í sérleyfisgjald til ríkisins en öðrum happ- drættum á íslandi er ekki gert að greiða slikt gjald. Lyftistöng visinda Pétur Sigurðsson háskóla- ritari hefur verið framkv.stj. happdrættisins allt frá upp- hafi. Á þeim tíma hefur hag ur þess dafnað og blómgazt og mörgu stórvirkinu verið hrundið í framkvæmd fyrir til stuðlan þess. Er óhætt að full yrða að happdrættið hefur verið vísindum íslands meiri lyftistöng en tölum verður talið. Eins og áður segir, verða miklar og merkar breytingar á starfsemi og tilhögun happ- drættisins og eru þessar helzt ar: 1: Hæsti vinningurinn verð ur ein milljón króna. Verður sá vinningur dreginn út í des ember. Eflaust mun sumum blöskra að hafa svona háa upp hæð í einum vinningi, en ef miðað er við verðgildi pen- inga nú á dögum, og svo aftur á móti við verðgildi peninga fyrir 26 árum, þegar happ- drættið greiddi 50.000 krónur í hæstan vinning, þá munu 50.000 krónurnar hafa verið meira virði en milljónin í dag. 2: í janúar verður hæsti vinningurinn hálf milljón kr. eins og undanfarin ár. 3: í 2. til 11. flokki verða hæstu vinningarnir 200.000 krónur. Auk þess verða 100.000 króna vinningar í öllum flokk um. 4: 10.000 króna vinningun- um fjölgar úr 102 í 427. Og 5.000 króna vinningunum fjölgar úr 240 í 1.606. Telur stjórn happdrættisins, að við skiptavinirnir muni fagna þessari fjölgun fimm og tíu þúsund króna vinninga mjög. Happdrætti Háskólans hef ur aldrei boðið upp á jafn glæsilega vinningaskrá ,iem (Framhald á 2 siðu). Hægviðri Spáin er: Hæg austan- og nourðaustanátt, skýjað en úrkomulaust að mestu. Hiti nálægt frostmarki. Viðrar vel til að fara í búðlr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.