Tíminn - 22.12.1960, Síða 2

Tíminn - 22.12.1960, Síða 2
2 T f M IN N, fiinmtudaginn 22. desember »1960. únaöarfélag Hvolshrepps minn- ist 75 ára afmælis síns Fyrra þriðjudagskvöld varj myndarlegr hóf haldið a8 fé-; lagsheimilmu Hvoli í Rangár- vallasýslu í tilefni af því, aS Búnaðarfélag Hvolhrepps1 hefði þá starfað í 75 ár. Er það elzta búnaðarfélag í Rangár- vallasýslu og jafnframt eitt af elztu búnaðarfélögum á land- inu. Allmargt góðra gesta sótti af- mælishófið. Þar var landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson, Stein- grímur Steinþórsson, búnaðar- málastjóri, Þorsteinn^ Sigurðsson, form. Búnaðarfélags íslands, Páll Diðriksson, form. Búnaðarsam- bands Suðurlands og ráðunautar sambandsins. Fluttu þeir allir ræður en einnig töluðu Sigurjón Sigurðsson í Raftholti, Páll Björg- vinsson á Efra-Hvoli og formaður félagsins, Lárus Ág. Gíslason í, Miðhúsum, sem jakti sögu félags- ins. Þá flutti Ólafur Bergsteins- son á Árgilsstöðum kvæði. Agnarj Guðnason, ráðunautur sýndi ágæta' og fróðlega kvikmynd og að lokum j var dansað fram eftir nóttu. Víða komið við Formaður félagsins, Lárus Ág. Gíslason, rakti sögu þess ýtarlega. Benti hann á að félagið hefði á þessum 75 árum komið við sögu margra framfaramála sveitar og liéraðs þótt ræktunarmálin hefði oðlilega jafnan skipað þar hinn æðsta sess. Árið 1928 keypti fé- lagið dráttarvél í samvinnu við Fljótshlíðinga. Iláku félögin vél- ina sameiginlega meðan henni entist aldur en upp úr því, eða 3947 stofnuðu þessi tvö félög, ásamt Búnaðarfélagi Rangárvalla sérstakt Ræktunarsamband og taldi Lárus að stofnun þess hefði rnarkað þáttaskil í ræktunarmál- i um á sambandssvæðinu. Á sínum tima beitti búnaðarfélagið sér fyrir stofnun nautgriparæktarfélags í hreppnum. Þá hefur það og látið smíða steypumót fyrir votheys- turna og húsbyggingar. Og nú sið- j ast í ár keypti það stórvirka úða-! dælu fyrir garðrækt Enn má geta þess, að félagið hefur gengizt fyrir skemmtiferð-i um og árlegum þorrablótum. Stjórn félagsins Sá maður sem í öndverðu beitti1 sér mest fyrir stofnun félagsins \ar Þorsteinn Thorarensen á Mó- eiðarhvoli. Hann var og einnig fyrsti formaður þess. Með honum voru í fyrstu stjórninni þeir Jón Arnason, Vestri-Garðsauka og Magnús Guðmundsson, Kotvelli. Núverandi stjórn skipa: Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum, formaður, en hann hefur verið formaður félags- ins frá 1946 og alls í stjórninni í 25 ár, Páll Björgvinsson, Efra- Hvoli, ritari og Hermann Sveins- son, Kotvelli, meðstjórnandi Ekkert samkomu lag Þjóðverja enn UmræÖum um viðskiptasamning slegit$ á frest Berlín 21/12 (NTB). Samningaumleitunum um nýjan viðskiptasamning milli Austur- og Vestur-Þýzkalands var í dag hætt í bili eftir að samninganefndirnar höfðu haldið með sér sjö fundi án nokkurs árangurs. Stjórnin í Bonn hefur sett það skilyrði fyrir því að viðskiptasamn- mgur verði gerður, að austur- þýzka stjórnin hætti takmörkunum á ferðafrelsi milli Vestur-Þýzka- lands og Vestur-Berlínar. Ekkert hefur verið ákveðið um það, hvenær samningaviðræður 1 erði teknar upp að nýju en for- maður vestur-þýzku samninga- í nefndarinnar Felix von Eckard sagði hins vegar á blaðamanna-1 fundi í dag að ekki mætti líta svo á, að útilokað væri að ná sam- komulagi þótt illa gengi. Viðskiptasamningur milli Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands var gerð- ur 1951 og hefur' verið framlengd- í.r á hverju ári til þessa. Vestur- þýzka stjórnin sagði hins vegar samningi þessum upp í sept. s.I. til þess að mótmæla ferðatakmörk- unum austur-þýzku stjórnarinnar. Málgagn austur-þýzku stjórnar- innar Neues Deutschland hefur sagt, að aus'tur-þýzka stjórnin rnuni banna alla flufninga frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur- Berlínar, ef samningaviðræðurnar tari út um þúfur. Fluttu úr landi en vilja nú aftur heim Síöast liðinn mánudag lagð- isr hafskipið Bergensfjord að að bryggju í Kaupmannahöfn eftir 10 daga siglingu frá New York. /Vleð skipinu voru 615 farþegar og 157 þeirra gengu á land í Kaupmannahöfn. Meðal farþeganna til Danmerk- ur voru Harry Bahnsen ásamt konu sinni og þremur bör'num — það yngsta er fætt vestan hafs. Bahn- sen þessi fór til Kanada fyrir þrem ur árum og hefur haft þar góða atvinnu. Kaup hans hefur verið nær 130 dollarar á viku og honum hefur tekiz't að spara saman nægi legt fé til þess að komast heim til Danmerkur aftur nú um þessi jól. Hann hefur meira að segja í hyggju að setjast aftur að í Dan- mörku og reisa þar bifreiðaverk- Hér sést Harry Bahnsen ásamt fjölskyldu sinni um bor3 í Bergensfjord. stæði. Eiga ekki fyrir farinu Bahnsen lét svo urnmælt við blaðamenn, að laun hans í Kanada : hefðu ver'ið sérlega góð og hann I hefði sparað svo mikið, að hann myndi geta reist sitt eigið bifreiða verkstæði. Hins vegar sagði hann, eru launakjör mjög misjöfn í Kanada og þar er nú yfir ein milljón manna atvinnulaus. í þe^s um hópi eru fjölmargir danskir menn, sem vildu gjarnan komast heim ti] Danmerkur aftur en eiga bara því miður ekki fyrir fargjald inu yfir hafið. V» V - \ - N -V V \VVN • -V • 'V*'V Frímerkí Allar tegundir at notuðum is- ienzkum ‘rímerkium keyptar nærra "erð. en áðut nefur beKkzt. Wiiliam F Pálsson HaLoórsstöðun. Laxárdai I S.-Þing. Brátt hefst jólafrí hjá flestu vlnnandi fólki, og aS fáum dögum liðnum hefjast störf þess aö nýju. Þessi fallega stúlka vinnur i frystihúsi. Við skulum vona, að hún fái að njóta hvíldar og hressingar um jólin og gangl endurnærð til sinna starfa á ný eftir að jólahaldi er lokið, og að svo verði um flesta. Flokksstarfið í bænum Jólatrésfagnaður verður í Framsóknarhúsinu miðvikudaginn 28. des. Ólafur Magnússon frá Mosfelli skemmtir. Samkoman hefst kl. 3.30 síðd. Miðasala 27. des milli kl. 5 og 7 og eftir kl. 2 miðvikudaginn 28. des. Einnig er hægt að panta miða í skrifstofu framsóknarfélaganna alla daga til jóla, sími 15564. FRAMSÖKNARFÉLÖGIN. Fjársöfnunin Orðsending fil félagsstjórna og söfnunarstjóra um allf land Nú ef ætlunin að Ijúka fjársöfnuninni fyrir áramót. Upphaf- lega var áformað að henni yrði lokið í byrjun nóvemher, en af ýmsum ástæðum hefur orðið dráttur á uppgjöri víða að. Nokkur héruð hafa þegar náð settu marki og gert full skil. Þau eru þcssi: Dalasýsla 130% Vestur-Húnavatnssýsla 100% ísafjörður Jð0% Norður-ísaf j arðarsvsla 100% Norður-Þingeyjarsýsla (vestan heiðar) 100% Annars staðar er söfnunin enn i fullum gangi, þótt mörg hér uð hafi þegar skilað megiiihluta þeirrar uþphæðar, sem þau ætluðu sér að ná. Þau, scm mestu hafa skilað nlutfallsiega, eru þessi: Suður Þingeyjarsýsla 75% Vestmannaeyjar 72% Rangárvallasýsla 66% Eyjafjarðarsýsla 60% Suður-Múlasýsla 60% Siglufjörður 60% N orður-Múlasýsla 50% Vestur-Barðastrandarsýsla 58% Hafnarfjörður 58% Austur-Barðastrandarsýsla 51% Skorað er á alla, sem að söfnuninni vinna. að ge-g nú mynctar legt lokaátak og ná settu marki fyrir áramót.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.