Tíminn - 22.12.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.12.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 22. desember-lSgfl^ MINNING: HaUdór Gíslason bóndi á Sjónarhól Þa5 kom mér dálítið á óvart þegar ég frétti lát vinar míns Halldórs Gíslasonar bónda á Sjón- arhól. Mér var þó kunnugt að hann lá á sjúkrahúsi og ég hafði heim- sótt hann þangað og mætt þar eins og endranær hans glaðværð og gamansemi. En örlögin verða ekki umflúin, kalli Drottinns verða aflir að hlýða, hvort sem vinnudagurinn hefur verið langur eða skammur. Þegar menn falla í valinn á góðum aldri, sýnist manni að mörg verkefni hafi verið óleyst af hendi, mörg erfiðisstund átt eftir að breytast í sigurgleði að loknu dagsverki, og mörg gleði- stund með vinum og kunningjum verið ókomin. En þetta er aðeins það sem mannlegri hugsun finnst. Við stöndum öll við þrepskjöld skapara vors, og öllum er það hulin ráðgáta hver næstur verður kaUaður yfir landamæiin, hver næstur fær að líta vílend veldi vona og drauma er þrýtur rökkur- stíginn, og sjá hina helgu glóð af ariineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Já, nú hefur sú breyting orðið, að vinur og kunningi hefur verið kaUaður yfir landamærin til starfa í hinu víðlenda veldi vona og drauma. Nú hefur rökkurstígur jarðneskrar tilveru verið stiginn til enda, en við skin hinnar helgu glóðar hins eilífa kærleika er ferðamanninum á landamærum lífs og dauða rétt hin eilífa náðar- hönd, sem bæði leiðir og og býður hann velkominn til starfa í riki föðurins. Halldór Gíslason var fæddur á Seyðisfirði á gamlársdag árið 1900. Hann ólst upp frá fæðingar- degi hjá sæmdarhjónum þar í plássinu, þeim foreldum Vilmund- ar Jónssonar landlæknis, og heyrði ég hann minnast þeirra oft með sérstakri virðingu, og Vilmund uppeldisbróður sinn mat hann að verðleikum, enda reyndist hann Halldóri í öllu sem bezti bróðir. Sem maður á léttasta skeiði kvaddi Halldór æskustöðvarnar við Seyðisfjörð og flutti til Reykja- vikur og vann ýmist þar eða í ná- grenni bæjarins um nokkurra ár'a skeið, og hefur mér verið sagt að hann hafi jafnan verið eftirsóttur til ailra verka vegna sérstakrar trúmennsku í hverju sem var. Fyrir tæpum 20 árum keypti Halldór jörðina Sjónarhól á Vatns- leysuströnd, ásamt Vilmundi upp- eldisbróður sínum, og hóf hann þar búskap ásamt eftirlifandi konu sinni Sigríði Stefánsdóttur, mestu dugnaðar- og myndarkonu. Hófst nú eins konar sólskins- tímabil í sögu þeirra Sjónarhóls- hjóna, þar sem búið óx og Mómg- aðist í höndum þeirra, enda eðli- leg þróun, þar sem öllu var stjórn- að með glaðværð, sérstökum dugn- aði og reglusemi, jafnt utanhúss sem innan. En sólskinsárin urðu heldur fá. Það fór að bera á lasleika hjá Halldóri, sem ágerðist, og varð hann rúmfastur á sjúkrahúsi um nokkurn tíma. Samt lagaðist heils- an það verulega, að Halldór gat haft um alllangt skeið fótavist, en sem maður til fullrar vinnu, varð hann aldrei meir, og fór þá hið blómlega bú þeirra hjóna að ganga saman, enda mótti heita að öll störf heimilisins hvíldu á herðum Sigríðar, og kom þá gleggst í ljós hve mikil afburða dugnaðarkona hún var til allra verka. Enda mat Halldór þennan ákjósanlegasta lífs förunaut sinn mikils. En þrátt fyrir legur á sjúkra- húsi og daglega vanlíðan vegna sjúkdóms síns, var Halldór léttur í lund, höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar í vina hóp. Ég átti því láni að fagna að vera um 2ja ára skeið nágranni hans á Vatnsleysuströndinni, og kom þá oft fyrir, að við máttum leysa ýmis vandamál sameiginlega, og gafst mér þá gott tækifær'i til þess að skyggnast inn í hans hug- arheima, og fann ég þá glöggt hvað Halldór var í hjarta sínu góður drengur og hjálpsamur við alla. Og vil ég því að endingu færa Halldóri þakklæti mitt og fjöl- skyldu minnar fyrir hans sérstöku greiðvikni og góða framkomu við okkur í hverju sem var. Og fyrir hans hönd færi ég konunni hans innilegasta þakklæti fyrir allt sem hún var honum í lífinu. Valdimar Guðmundsson. JSJ Bezta trygging yðaz BÖKUNAR- DAGINN ParkertM kúluPenní Það eru Parker gæöin, sem gera imminn ÞAÐ getur verið að aðrir kúlupennar séu ódýrari, en hverjir þeirra hafa slíkar blek- birgðir? Parker T-BALL kúlupenni hefur blek- fyllingu sem endist fimm sinnum lengur en hjá venjulegum kúlupennum. Hafið þér nokkurntíma keypt ódýran kúlupenna aðeins til að eyða mörgum sinnum hans verði í endingarlitlar fyliingar. Þetta kemur ekki fyrir ef bér eigið Parker T-BALL kúlupenna því að hann er hinn frægi kúlupenni, sem skrifar allt að fimm sinnum lengur með aðeins einni fyllingu. Og nýjar fyllingar — fást hjé Parker sölum' af fjórum mismun- andi oddbreiddum og fimm bieklitum á ótrúlega lágu verði Þær hafa allar hinn einstæðr samsetta og hoiótta T-BALL odd, sem tryggir áfeiðarfallega sKrift. Parker i^JL kúlupenni t PRODUCT OF fll§ THE PARKER PEN COMPANY 9-B642 . * 4 K. • "V. •• “N-•-X. • "X. • "X. • ‘ •X*X*X*X*X*^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.