Tíminn - 22.12.1960, Page 5

Tíminn - 22.12.1960, Page 5
T f MIN N, fímmtudaginn 22. desember 1960. Cltgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN. BYamKvæmdastióri fómas Amason Kit stjórar ÞórarmD ÞórannssoD (áb ), Andrés Kristlánsson Fréttastióri Tómas Karlsson Auglýsingast] Egili Biamason Skrifstofur I Edduhúsmu — Simar 18300 18305 Auglýsingaslml 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — PrentsmiðiaD Edda hJ Sannleikurinn um fiskaflann í málgögnum ríkisstjórnarinnar er nú lögð á það mikil stund að réttlæca þá fjárhagserfiðleika. sem nú er glímt við, með þeim fullyrðingum. að þeir stafi fvrst og fremst af versnand: aflabrögðum hjá útgerðinni. í því sambandi er einkum bent á aflabrest luá togurun- um, en hinu sleppt að aflamagnið fná bátunum hefur stóraukizt. Bezta ráðið til þess að komast hjá óþörfum deilum um þetta atriði, er að h'ta á fiskiskýrslur nokkurra sein- ustu ára. Á þessu ári né fiskiskýrslurnar fram til 1. október og er því rétt að bera saman aflann þá og á sama tíma undanfarin ár. Samkvæmt þessum skýrslum var allur fiskaflinn, þegar síldin er undansKuin, sem hér segir, miðað við 1. október: 1956 294.391 1957 271.328 1958 328.987 1959 327.694 1960 315.575 Samkvæmt þessu hefur fiskaflinn í ár orðið aðems minni en 1958 og 195y, en hins vegar taisvert miklu meiri en 1956 og 1957. Þannig er aflinn í ár 44 þús. smál. meiri en 1957 og 15 þús. smál meir' en meðattal áranna 1957—58, sem voru stjórnarár vinstrj stjórnar- innar. Ef litið er á síldaraílann á sama tíma, verður niður- staðan þessi: 1956 82.546 smál. 1957 105.341 — 1958 94.151 — L959 159.916 — 1960 111.086 — Samkvæmt þessu hefur síldaraflinn að vísu orðið talsvert minni en í fyrra en hins vegar 17 þús smál. meiri en 1958, 6 þús. smál. meiri en 1957 og 29 þús. smál. meiri en 1956 Hann hefur í ár orðið rúmlaga 11 þús. smál. meiri en meðaltal áranna 1957—58. Sá samanburður, sem hér hefur ve.rið gerður, sannar það vissulega, að þeir e'-tiðleikar sem nú er glímt við í efnahagslífinu, verða eKK> skýrðir með því að fiskafimn hafi orðið miklu minm en á undanförnum árum og að núv. ríkisstjórn glími við sérstaklega mikla örðu?ltika af þeirri ástæðu. Örðugltikarnir stafa fvrst og fremst af þeirri efnahagsmálastetrm. sem ríkisstjórnm hefur teKið upp, og þeir verða því ekki leystir fyrr en horfið hefur verið frá henni. Frystihúsin Það var rakið hér i o tðinu í gæ>, að aflamagn tog- aranna hefði orðið mun minna i ár en í fyrra vegna þess, að togararnir hafa fanð miklu fleiri söluferðir til út- landa í ár eða rúmlega 100 i stað rúmlega 30 í fyrra. Af þeim ástæðum hef a veiðidögum beirra fækkað Þetta hefur einnig haft önnur alvarleg áhrif F’rvsti- húsunum hefur af þes ;um ástæðum borizi mun mir.ni fiskur en ella, enda áæi.að að fram.eiðsla beirra verði um 15% minni í ár en fyrra. Þessi samdráttur cram- leiðslunnar mun hafa hinar alvarlegustu afleiðmgar fyrir afkomu þeirra. ERLENT YFIRLlT Átök stórveldanna um Laos „The Times telur a’ð hlutleysi muni henta Laos bezt / '/ ? '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ j '/ ‘t ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ) '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ } '/ '/ '/ I LAOS er nú hafin borgara- styrjöld, sem getur vel haft hinar ömurlegustu afleiðingar, ef ekki tekst fljótlega að beina stjómmálaþr'óuninni þar í rétta átt. Saga atburðanna í Laos er í stuttu máli sú, að Laos hlaut sjálfstæði 1954, þegar gerðir voru friðarsamningar í styrjöld inni í Indó-Kína undir forustu stórveldanna, annarra en Banda ríkjanna. Dulles vildi ekki láta Bandaríkin vera aðila að þess- um friðarsamningum, svo að þau gætu haft óbundnar hend- ur í Suðaustur-Asíu. Bretar, Frakkar og Rússar stóðu því aðallega að þessar'i samninga- gerð, sem fór fram á ráðstefnu, er haldin var í Genf. Samkvæmt friðargerðinni frá 1954 er gerf ráð fyrir því, að Laos og Cambodia, sem einnig hlaut þá sjálfstæði sitt, yrðu hlutlaus ríki, er héldu sig utan átaka stórveldanna. Cambodia hefur fylgt hlutleysisstefnunni vandlega og farnazt sæmilega. í Laos hefur framvindan hins vegar orðið önnur. ÞEGAR Laos hlaut sjálf- stæði, höfðu staðið nokkur átök í landinu um alllangt skeið eða allt síðan, að það var hernumið af Japönum. Kommúnistar höfðu þá myndað skæruliða- sveitir í norðurhluta landsins, Pathet Lao, sem héldu áfram baráttu gegn Frökkum eftir að þeir tóku við yfirráðum í Indó- Kína að nýju í stríðslokin. Eftir að Laos var sjálfstætt, reyndi ríkisstjórnin þar að fá komm- únista til að leggja niður vopn og náðust loks samningar um það sumarið 1957, er Suvanna Phuma prins var forsætisráð- herra. Góðar horfur virtust þá á, að fullur friður gæti komizt á í landinu. Af hálfu hægri manna, var hins vegar litið með tortryggni á þessa samninga við kommún- ista, og jókst sú tortryggni eftir þingkosningar, er fóru fram 1958. en kommúnistar fengu þá 31% af atkvæðamagninu. Dull- er leizt einnig illa á þessa þró- un. Niðurstaðan var því sú, að hægri menn gerðu byltingu með aðstoð hersins, og var sett á laggirnar hægri stjórn með Phumi Nosavan sem hermála ráðherra. Hann lét strax fang- elsa þá leiðtoga komúnista, er fyrri stjórn hafði ’samið við, og hófu skæruliðar kommúnista því vonnaviðskipti að nýju sum arið 1959. Eftir að byltingarstjórn hægri manna kom til valda, KONG LEE hófu Bandaríkin mikla hern- aðarlega aðstoð við Laos og hafa að mestu borgað öll út- gjöld hersins þar. Hernaðar- leg aðstoð, sem Bandaríkin eru búin að veita Laos á þess- um tíma, er talinn nema yfir 300 millj. dollara. A síðastl. vori, lét stjórnin í Laos fara fram kosningar, og er almennt talið, að þar hafi verið beitt hvers konar óleyfi- legum brögðum, enda unnu stjórnarliðar yfirgnæfandi sig- ur. Þótti vafasamt eftir þetta, að stjórnin yrði styrk í sæti, og í ágústmánuði síðastl. gerði fall- hlífarlið hersins byltingu undir forus'tu Kong Lees herforingja og knúði það fram, að ný stjórn var mynduð undir forústu S.u- vanna Phuma prins. Sú stjórn lýsti yfir því, að hún myndi taka upp hlutleysisstefnu og reyna að fá skæruliða komm- únista til að leggja niður vopn, en þeir hafa jafnan haft norð- urhéruð landsins á valdi sínu og notið til þess stuðnings kommúnista í Norður-Vietnam. EFTIR að stjórn Suvanna Phuma kom td valda í sumar, en hún var strax viðurkennd af stórveldunum, höfðu Banda- ríkin lengi vel óljósa afstöðu. Þau gerðu ýmist að svipta stjóinina þeim stuðningi, er þau höfðu áður veitt Laos, eða lýsa yfir því, að honum yrði haldið áfram. Bak við tjöldin studdu þau svo Nosavan fyrrv. hermálaráðherra, er strax skipulagði uppreisn gegn stjórninni og naut til þess hjálpar stjórnarinriar í Thai- landi. Utkoman hefur orðið sú, að Nosavan hefur tekizt að ná höfuðborg landsins á vald sitt og hefur hann nú myndað þar nýja stjórn, er Bandaríkin eitt vesturveldanna hafa viðui1- kennt. Suvanna Phuma hefur flúið til Cambodia, en Kong Lee og lið það, sem fylgir hon- um, virðist hafa tekið upp snnn vinnu við kommúnista, og haf* stóran hluta landsins undir yfir ráðum sínum. Allar horfur eru nú á því, að tvær stjórnir verði í Laos, önnur studd af Bandaríkjamönnum, en hin af Rússum og Kínverjum. í ENSKUM blöðum, eins og The Times og The Observer er því haldið óspart fram, að Bandaríkin hafi farið hér ó- hyggilega að. Þau hafi heldur kosið að gera hér bandalag við afturhaldsmenn, sem leitt hafi til borgarastyrjaldar, heldur en að reyna að styðja hlutlausa stjórn til valda, sem vel myndi hafa verið hægt að eiga sam- skipti við, en þar eiga þau við stjórn Suvanna Phuma. Banda- ríkjastjórn sé enn undir á- hrifum frá þeirri stefnu Dulles að reyna heldur að koma upp óvinælum leppstjórnum í ríkj- um Asíu og Afríku, en að efla sjálfstæðar stjórnir til valda, ef þær fylgja hlutleysisstefnu The Times fer svo ekki dult með, að það telur hlutleysi henta Laos bezt, alveg eins og Indlandi, Nepal og Burma. Það muni draga meira úr spenn- unni í Asíu, ef löndin, sem er’u næst Kína, séu hlutlaus en að þau sé í hernaðarsamstarfi við Vesturveldin. í þessu efni sé alveg rangt að telja hið sama gilda fyrir Asíu og Evr- ópu. Þótt Atlantshafshandalag- ið reynist vel í Evrópu, megi ekki taka það sem forskrift þess er eigi við í Asíu. Það, sem gerzt hafi í Laos seinustu vik- ur, verði fyrst og fremst til á- vinnings fyrir kommúnista, sem fái nú tækifæri til að láta meira til sín taka og hafi þar að öllu leyti betri vígstöðu. er til lengdar læhir. Fyrir vestur- veldin séu það seinustu forvöð að reyna að endurreisa hlut- lausa stjórn í landinu, ef borg- arastyrjöldin þar eigi ekki að hafa víðtækari afleiðingar. Margt bendir nú til þess, að Bretar vinnj að slíkri lausn bak við tjöldin. Sennilegt er einnig. að hin nýja stjórn Bandaríkj- anna sýni hér meiri aðgætni en núv. stjórn þeirra hefur gert. Þ.Þ. •v*vv*v-v*v- Nýjar fréttir af flóttamönnum Ein af nefndum allsherjarþings- ins tók flóttamannavandamálið til meðferðar á dögunum og þar var samþykkt ályktun þess efnis, að nauðsyn væri á sameiginlegu átaki allra þjóða í nafni mannúðarinn- ar — til hjálpar flóttafólki. Full- trúar 64 ríkja greiddu ályktunar- tillögunni atkvæði, enginn á móti, en fulltrúar 12 ríkja sátu hjá. í umræðunum kom margt fróð- legt fram um núverandi ástand þessara mála. Austurríki: Ilægt verður að leggja flóttamannabúðirnar þar niður á þremur næstu áru.m, en starfræksla þeirra þann tíma mun kosta 13 millj. dollara. Austurríki mun greiða 10 millj. af upphæð- inni. Samtals hefur hálf önnur millj. flóttamanna leitað til Austur ríkis, en aðeins 52 þúsundir eru enn í landinu og þar af 15 þúsund- ir Ungverja. Frakkland: Enn eru 300 þúsund flóttamenn þar, meira en í nokkru öðru Evrópulandi. Ítalía: Fyrir fjórum árum voru samtals 250 þúsundir flóttamanna þar í landi, en nú hefur 175 þús. þeirra verið gert kleift að bjarga sér sjálfir. Aðeins 10 þús. eru enn í flóttamannabúðum. Túnis: Yfir 150 þús. flóttamenn frá Alsír hafa leitað á náðir Túnis stjórnar og hún ver nú árlega hálfri annarri millj. dollara þeim til hjálpar. Bandaríkin; Síðan síðari heims- styrjöldinni lauk hafa Bandaríkin tekið við 750 þús. flóttamönnum og varið 1,000 milljónum dollara til flóttamannahjálpar. Kanada: Yfir 250 þús. flótta- menn hafa fengið vegabréfsáritun þangað frá styrjaldarlokum. (Frá upplýsingaskrifstofu S. Þ. í Kaupmannahöfn).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.