Tíminn - 30.12.1960, Qupperneq 3
TÍMINN, föstudaginn 30. desember 1960.
3
Húsbruni á
Skagaströnd
Útibú kaupfélagsins stórskemmdist af eldi
um hádegisbilið í gærdag.
í hádeginu í gær kom upp
eldur í útibúi kaupfélagsins á
Skagaströnd, og breiddist eid-
urinn ört út. Slökkviliðið á
staðnum kom fljótt á vettvang
og tókst að slökkva eldinn, en
fii þess varð að rífa þak og
tróð í veggjum. Húsið stór-
skemmdist af eldi svo og vör-
ur af eldi, vatní og reyk Er
tjón þetta hið tilfinnanleg-
asta.
Unni'ð var að vörutalningu í úti-
fcúshúsinu, sem er einlyft asbest-
cg timfcurhús. Er starfsmenn fóru
í mat var allt með felldu, en þeg-
cr komið var til baka, var eldur
kominn í þakið og magnaðist ört.
SlökkviliS staðarins kom brátt
á vettvang og tók til óspilltra
málanna. Logn var, og stutt til
vitns og gekk greiðlega að ráða
n.ðurlögum eldsins, þótt magn-
aður væri. Varð að rífa meira en
helming þaksins til að komast að
eidinum, svo og tróð úr veggjum
á þremur stöðum.
Miklar skemmdir urðu á húsinu
vegna þessa, svo og vörum, vegna
e.ds, vatns og reyks. Álnavara og
fafnaður, sem geymt var inn af
vfTzluninni sjálfri, varð verst úti,
en matvara var aðallega geymd
frammi í sjálfri sölubúðinni og
skemmdist hún minna. Úíibúið
verður vart opnað í vetur vegna
þessara skemmda.
Ekki er fyllilega kunnugt um
eldsupptök, en talið er að kviknað
bafi í út frá olíukyndingu, sem
vrr í skúr áföstuir, við húsið.
Brann skúrinn allur innan en
stendur þó enn uppi.
Enn síður upp
úr í Alsír
Soustelle sakar de Gaulle um svik í Alsírmálinu
Oran, Alsír 29.12. (NTB) Her-
dómstóll í Oran hefur dæmt níu
aisírska uppreisnarmenn til dauða.
Þeir voru fundnir sekir um að
hsfa xnyrt fjóra menn og sært
fimm alvarlega í fjölmörgum árás-
um er þeir stóðu fyrir á tímabil-
iru ágúst—október s.l. Allir til-
b.eyra menn þessir þjóðfrelsis-
h'.-eyfingu Serkja og einn hinna
dæmdu ber nafnið Krutsjoft.
í dag kom víða til átaka í Alsír.
Tveir menn úr hópi Serkja voru
vegnir í Oran af frönskum her-
ir.önnum og um tuttugu Serkir
voru handteknir. Útgöngubann er
í borginni.
Aðstoðarforsætisráðherra upp-
re.snarstjórnar Serkja sagði í
Tunis í dag, að saroþykkt S.Þ. um
Kærður fyrir
ölvun annars
manns vic-
akstur .
Sigurjón Ingason lögregluþjónn,
sem nafnfrægur er orðinn i sam-
bandi við morðbréfamálið, hefur
nú verið kærður fyrir að láta það
viðgangast, að maður æki bíl undir
áhrifum áfcngis. — Kæra þessi
er til komin vegna þess, að s.l.
.voi var bíl, sem mágur Sigurjóns
stjórnaði, ekið á mikilli ferð á
brúarstólpa í Kópavogi. Bæði ek-
iV og farþegi hans. — Sigurjón
lrgason, — urðu fyrir meiðslum.
Það þykir nú sannað, að öku-
maðurinn iiafi verið undir áhrif-
um víns, og er Sigurjón kærður
fyrir að hafa látið bað viðg.-ingast.
málefni Alsír þýddi endalok ný-
iendustefnu Frakka þar. Alsírbú-
f.r hlytu nú að eygja sjálfstæði í
náinni fraintíð.
Frá Paris berast þær fregnir,
að einn harðsnúnasti andstæðing-
ur stefnu de Gaulle forseta í Al-
sítmálinu sé Jacques Soustelle.
Hefur hann kvatt menn til þess
að greiða atkvæði gegn stefiu for-
setans í janúar n.k. Segir Sou-
stelle, að stefna forsetans i Al-
s'Tmálinu sé svik á svik ofan. Nú
verði að byrja upp að nýju
ising ekki
minni á Ak.
UnniS er nú af kappi aö við
gerð rafmagnslína í Eyjafirði.
ísing á loftlínum hefur þó síð
ur en svo minnkað frá því í
gær og fyrradag, og má allt að
eins gera ráð fyrir áframhald
andi skemmdum vegna þessa.
Stillt veður var á Akureyri í
gær.
Áramótafagn-
aður stúdenta
Stúdentafélag Reykjavíkur
og Stúdentaráð Háskóla ís-
lands gangast sameiginlega
fyrir áramótafagnaði á Hótel
borg á gamlárskvöld. Ýmis-
legt verður til skemmtunar og
mjög_ er til fagnaðarins vand
að. Ómar Ragnarsson flytur
annál ársins 1960, Gestur Þor
grímsson syngur nýjar ára-
mótavísur og áramótunum
verður fagnað með stuttu á-
varpi og sameiginlegri skál á
kostnað hússins.
Þá fá þeir gestir, sem koma
á fagnaðinn fyrir áramótin
ókeypis miða í glæsilegu happ
drætti. Enn fremur gefst
þeim kostur á kvöldvderði við
vægu verði. — Síðar um nótt
ina verður svo veitt nætur-
hressing, sem innifalin er í
verði aðgöngumiðans, sem
kostar 170 kr. fyrir manninn.
Aðgöngumiðar að fagnaðin-
um verða seldir í suðurand-
dyri Hótel Borgar kl. 5—7 í
dag.
Til kl. 7 í kvöld
Sölubúðir verða opnar til
? í kvöld, en tíí hádegis á
morgun.
T aistöðin
borgaði sig
Eins og frá var skýrt hér í
blaðinu fyrir skömmu, fengu
nokkrir bílar á Bæjarleiðum
og Hreyfli talstöðvar í bílana.
Tækið kosiaði hverr. ökumann
sem það rékk. rúmar 20 þús.
krónur, en nú hefur blaðinu
borizt til eyrna, að einn bíl-
stjóranna á Bæjarleiðum hafi
fengið tækið borgað á ör-
skömmum tíma.
Svo var mál með vexti, aó hann
víj' á ferð í bíl smum skömmu
íyrir jól, úti í Kópavogí að því er
vér bezt vitum. Halka var á göt-
línum, og ailt í emu tók bíllinn
að renna og stefndi beint út af
gf.tunni, en allhátt var niður
Ekki hreyfa sig
Ökumannmum tóks't bó að
stcðva bílinn. er hann vóe salt á
Miklar annir í
sjúkraf lugi
Annríkt hefur verið hjá
Birni Pálssyni í sjúkrafluginu
síðustu daga. Á þriðjudaginn
sótti Björn 3 sjúklinga í einni
ferð til Fagurhólsmýrar. Voru
það tvær rúmliggjandi konur
frá Skaftafelli, en þriðji sjúkl
ingurinn var karlmaður frá
Skaftafelli. Hann gat setið
uppi.
í gærmorgun flaug Björn
svo til Hornafjarðar og sótti
dreng, sem slasaðist í fyrra-
dag og mun vera illa brotinn.
Eftir hádegið í gær flaug
Björn svo til Blönduóss með
sjúkling af Landspítalanum.
Til baka flutti Björn 18 ára
pilt, Ragnar Karlsson, sem
féll úr símastaur á Blönduósi
nokkru fyrir jól og hefur legið
rænulaus á sjúkrahúsinu á
Blönduósi síðan. Ragnar kem
ur nú til rænu öðru hvoru og
er líðan hans talin batnandi.
Var Ragnar lagður in á Landa
kotsspítala og mun Bjarni
M. Jónsson gera að meinum
hans, en Ragnar er m. a. höf
uðkúpubrotinn.
Slydduhríð
yfir jólin
ísafirði 28. des. — Hér hef-
ur verið slydduhríð yfir öll
jólin. Er færð þung um bæ-
inn af þessum sökum, þótt ver
ið sé að moka og reynt að
halda leiðum opnum. Héðan
hefur ekki gefið á sjó síðan
nokkuð fyrir jól en, afli hafði
verið ágætur hjá bátunum.
Munu þeir róa strax og gefur.
Guðm.
Landbúnaðarmálaráðherra
Sovétríkjanna settur af
Moskva 29.12. (NTB) Land-
búnaðarmáíaráðherra Sovét-
rrkjanna, V!tadimir Matske-
vitsj, hefur verið sviptur því
embætti og skipaður yfirmað-
ur framkvæmdanefndar land-
búnaðarmála í Kasakstan.
Nefnd þessi var stofnuð s.l.
mánudag. Tilkynningin um
þessa stöðubreytingu var
gerð opinber í Moskva í dag.
Útvarpið i Moskva greindi
frá þessu í dag en engar skýr
ingar voru gefnar á þessu.
Hins vegar hefur Matskevitsj
sætt harðri gagnrýni upp á
síðkastið austur þar vegna
stjórnar sinnar á landbúnað-
armálum. Stjórnmálamenn í
Moskva segja því, að brott-
vikning hans úr embætti land
vegarbrúninni. Sá hann þá í hendi
scr, að ef hann opnaði harð til
þess að fara út, mundi bíllinn
velta út af veginum, og þyrfti
reyndar ekki nema litla hrevfingu
til þess að hann færi. Hann taldi
því ráðlegast að hreyfa sig alls
ekki, en kallaði gegnum talstöð-
ina og sagðj sínar farii ekki siétt-
ar. og lét það fylgja með að þær
gætu orðið ennþá ósléttari. Félag-
ar hans báðu hann að bíða róleg-
?n og von oráðar vorv þeir komn-
ir til hans a nokkrum bílum.
1
Tugþúsunda tap
Gengu þeu síðan allir í senn á
Lílinn, og héldu við hann eð= ýttu
hcnum upp á veg;nn aftur —
Taldi maðurjnn víst að ef hann
fcefði þurft ■'ð hreyía sig úi bíln-
um hefði hann oitið nið’ir af
veginum og stórskemmzt svo
kr-stað hefði tugþusundir að gera
við hann, fyiir utan vir.nutan með-
an á viðgerð hefði staðið.
Dæmdir fyrir
morðið
Amman 29.12. (NTB). Dómstóll
í Amman höfuðborg Jórdaníu hef-
ur dæmt ellefu manns til dauða
vegna sprengjutilræðis við Hazza
Majali forsætisráðherra 29. ágúst
s ' í sprengingu þessari lét for-
sætisráðherrann lífið auk eiiefu
■annarra. Hafði sprengjunni verið
fyrir komið í stjórnairráðsbygg-
ingunni í borginrii cg sprask hún
þar snemma morguns. Konungur
hafði ætlað að sitja ráðuneytis-
fund á sama stað einmitt á þess-
um tíma en fundinum var irestað
á síðustu stundu. Voru menn
þfirrar skoðunar ið sprengjunni
hrfi og venð ætlsð að granda
hcnum. Hussein konungur ug 'or-
sætisráðhe.va han? Majali höfðu
lengi átt í erjum við Nasser for-
seta Arabiska samoandslýðv'eidis-
íns og taldi konungur hann standa
vð baki ódæðisverksins
Af þeim ellefu, sem dæmdir
vr.ru í dag, voru siö fjarverandi.
Komust þeir ur landj eftir aYburð-
u'i- í sumar og hafa ekki náðsí
siðan.
búnaðarráðherra komi ekki á
óvart. Matskevitsj er fimmtug
ur að aldri. Hann hefur verið
ráðherra frá 1955 en var lengi
áður aðstoðarráðherra. Kruts
joff forsætisráðherra talaði til
landbúnaðarsérfræðinga í
Moskva í dag og kvað nauð-
synlegt að Sovétríkin efldu
landbúnaðarframleiðslu sína.
Hún yrði að vera meiri en sem
næmi þörfinni heima fyrir.
Tímarit um land-
bónaSarbygg-
ingar
Samband þeirra þjóða, sem
kenna sig við OEEC eða Org-
anisation for European Eco-
nomic Cooperation, en það eru
Austurríki, Belgía, Danmörk,
Frakkland, Þýzkaland, Grikk-
land, ísland, írland, Ítalía,
Luxemburg, Holland, Noregur,
Portúgal Spánn, Svíþjóð, Sviss
og Bretland, eru að hefja út-
gáfu tímarits, sem heitir Agri-
cultura og er gefið út í Svíþjóð.
Tímarit þetta verður prentað
á ensku, frönsku, þýzku og
sænsku og á að fjalla um at-
huganir, tilraunir og nýungar
er snerta landbúnaðarbygging
ar. Þetta efni verður þá tekið
á mjög breiðum grundvelli,
eins og sjá má á því, að ákveð
ið er, að þriðja hefti útgáf-
unnar fjalli um varðveizlu
og geymslu landbúnaðaraf-
urða. Markmið tímaritsins er
að safna efninu frá öllum með
limalöndunum og ætlazt til,
að það geti oröið sem næst
tæmandi viðkomandi áðurgr.
atriðum. Tímaritið kemur út
tvisvar á ári og kostar $ 2.00
til áskrifenda.
Teiknistofa landbúnaðarins
sér um málefni tímaritsins af
íslands hálfu.