Tíminn - 30.12.1960, Blaðsíða 5
T í MIN N, föstudaginn 30. desember 1960.
5
Gtgetandi: FRAMSOKNARFtOKKURINN
FramKvæmdastióri Tómas Arnason Kn
itjórar Þórannn Þórarinsson 'áb i. André-
Kristjánsson Fróttastión Tómas Karlsson
Augiysmeasti Egill Biarnason Skrilstofui
i Edduhúsinu — Simar 18300 18305
Auglýsmgaslmi 19523 Atgreiðslusiml
12323 — Prentsmiðian Edda h.f
Vaxtalækkunin
Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér lengur til að haida
áfram því mikla vaxtaokr:, sem hún fyrirskipaði á síðastl.
vejri, og grálegast hefur leikið afkomu atvir nuveganna á
undanförnum mánuðum. Hún hefur því látið Seðlabank-
ann fyrirskipa lækkun vaxtanna um 2% eða um helmmg
þess, er hækkunin nam s. 1. vetur Þetta er spor í rétta
átt, en gengur þó of skammt til þess að koma atvinnu-
vegunum að teljandi notum. Til þess að verulega munaði
um vaxtalækkunina mátti hún ekki vera minni en svo, að
vextirnir yrðu færðir aftur í sama horf og þeir voru fyrir
hækkunina, eins og Framsóknarmenn lögðu til í frv. því,
er þeir fluttu á Alþingi í haust.
Þegar Framsóknarmenn fluttu betta frv. sitt, mátti
ríkisstjórnin ekki heyra vaxtalækkun nefnda. Hún var
bersýnilega ráðin í því að halda vaxtaokrinu óbreyttu.
Reynslan hefur hins vegar stutt baráttu Framsóknar-
manna fyrir vaxtalækkun, þar sem augljóst var að vaxta-
okrið var alveg að stöðva atvinnuvegina. Ríkisstjórnin
hefur því neyðst til að hörfa undan til hálfs.
stjórnina brestur hins vegar kjark til þess að /iður-
kenna ástæðuna fyrir undanhaldi sínu. Hún birtir hátíð-
lega tilkynningu, þar sem hún rökstvður vaxtalækkunina
með því, að hún sé möguleg vegna þess, að vaxtaokrið
hafi heppnazt svo vel! Meiri öfugmæli hata ekki verið
sögð á íslandi. Engin stjórnarráðstöfun hefur borið verri
t
)
)
)
)
)
)
)
)
)
t
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
ávexti og það er þess vegna, sem stjórnin neyðist til að
láta undan.
Vaxtaokrið hefur lagt svo þunga bagga á framleiðsl-
una, að mörg atvinnufyrirtæki eru alveg að stöðvast af
þeim ástæðum.
Vaxtaokrið hefur ekki aukið sparifjársöfnunina, eins
og heitið var, heldur hefur dregið úr henni. miðað við
fyrri ár, eins og Skúli Guðmundsson sýndi svo Ijóslega
á Alþingi fyrir skömmu.
Vaxtaokrið hefur ekki dregið úr verzlunarhallanum
við útlönd, eins og spáð var. Þvert á móti hefur hallinn á
verzlunarviðskiptunum við útlönd orðið mun meiri fyrstu
10 mánuði þessa árs en áður Allar tölur stjórnarinnar
um hið gagnstæða byggjast á útúrsnúningum og blekk-
ingum.
Þannig hefur vaxtaokrið ekki aðeins misheppnazt,
heldur orðið til hins mesta böls fyrir framieiðsluna Að
óbreyttum vöxtum myndi hún hafa stöðvast. Því lætur
ríkisstjórnin nú loks undan, en þó ekki nema til hálfs.
Slík vaxtalækkun mun ekki reynast fullnægjandí fyrir
framleiðsluna. Enn eru vextirnir of náir. Lágmarksþörf
framleiðslunnar er að þeir verði ekki hærr' en þeir voru
fyrir gengislækkunina. Þrátt fyrir það væru vaxtagreiðsl-
ur atvinnuveganna hér hærri en víðast annars staðar.
Þess vegna verður nú að fylgja eftir þeim flótta, sem
ríkisstjórnin hefur hrakizt á í vaxtamálinu og knýja fram
meiri vaxtalækkun.
t
t
)
t
)
)
)
)
)
t
)
)
)
)
t
)
)
t
)
)
t
)
)
)
)
)
)
)
)
t
t
)
)
)
)
ERLENT YFIRLlT
Mistekst Hammarskjöld í Kongó?
Belgíumenn og leppar þeirra valda mestu erfiðleikunum
SAMKVÆMT fregnum, sem
hafa birzt í erlendum blöðum,
mun Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóri S. Þ., ráðgera að
heimsækja Kongó um eða eftir
áramótin. Slíkt er ekki óeðli-
legt, því að mjög hefur halla'ð
undan fæti hjá Hammarskjöld
í Kongómálinu undanfarið og
hann hlotið vaxandi gagnrýni
fyrir skort á ákveðinni stefnu
og festu. Sú gagnrýni hefur
einnig faiið vaxandi, að hann
væri of hliðhollur Belgíumönn-
um og vesturveldunum í Kongó
málinu.
Það er nokkurt dæmi um
þessa þróun, að þegar Kongó-
málið kom fyrst til meðferðar
á allsherjarþinginu um miðjan
september síðastl. og Rússar
hófu árásir sínar á Hammar-
skjöld, var tillaga, sem var
óbein traustsyfirlýsing til hans,
samþykkt með 70:10 atkv., en
þetta var áður en þjóðunum
fjölgaði í S. Þ. á síðastl. hausti.
Aðeins kommúnistaríkin voru á
móti. Þegar allsherjarþinginu
var frestað rétt fyrir jólin,
fékk tillaga frá Bandaríkjamönn
um og Bretum, sem talin var
túlka stefnu Hammarskjölds í
Kongómálinu og njóta óbeins
stuðnings hans, ekki nema 43
atkvæði, 22 atkvæði voru á
móti og 27 sátu hjá. Tillagan
fékk því ekki tilskilinn meiri-
hluta eða % greiddr'a atkvæða.
Meirihluti þátttökuríkjanna
ýmist greiddu atkvæði gegn til-
lögunni eða sátu hjá.
Þetta sýnir vissulega mikla
breytingu, sem er óhagstæð
Hammarskjöld frá því þegar
honum og stefnu hans var vott-
að traust með 70:10 atkvæðum
á allsherjaiþinginu í septem-
ber síðastliðnum.
Fyrir Hammarskjöld er það
þó óhagstæðast, að meðal
þeirra ríkja, sem ýmist greiddu
nú atkvæði gegn umræddri til-
lögu eða sátu hjá, voru öll
áhrifamestu ríkin í Afríku og
Aísu, en stuðnings þeirra þarfn
ast Hammarskjöld alveg sérstak
lega, ef hann á að standast árás-
ir kommúnista.
Athygli vakti, að meðal þeirra
ríkja, er sátu hjá, var Frakk-
land. Ástæðan er talin sú, að
de Gaulle liti þannig á, að ras-
að hafi verið um ráð fram, er
S. þ. sendi her til Kongó. Slíkt
hefði þurft vandlegri undirbún-
ing, m.a. hefði þurft að marka
starfssvið hersins miklu betur
áður en hann var sendur til
landsins.
Fyrir Bandaríkin var um-
rædd atkvæðagreiðsla mikill
ósigur, því að þetta er í fyrsta
sinni í allri sögu S. Þ., sem þau
bíða ósigur við atkvæðagreiðslu
í meiriháttar máli.
Þess má geta, að tillaga frá
Indlandi. Ghana o.fl., sem gekk
í nokkuð aðra átt, féll með enn
ý..X'. ... 'I:'Cv
HAMMARSKJÖLD
meiri atkvæðamun. Alls hei'jar-
þingið gat því ekki mótað neina
stefnu í Kongómálinu og lét
sér að lokum nægja að vísa til
fyrri ályktana Öryggisráðsins
um það, en þær miðast við
annað ástand en nú er.
GAGNRÝNI gegn Hammar-
skjöld af hálfu Afríku- og Asíu-
ríkja felst einkum í því, að her
S. Þ. í Kongó hafi ýmist með
óbeinni íhlutun eða afskipta-
leysi orðið til þess að draga
taum Belgíumanna í þeirri við-
leitni þeirra að ná aftur völdum
í landinu. Einkum hafi þetta
komið komið fram á þann hátt,
að Mobutu hafi verið látið hald
ast uppi að koma í veg fyrir,
að þing Kongó yrði kallað sam-
an, en það sé sá aðili, er
hafi úrslitavaldið samkvæmt
stjórnarskrá landsins og eitt
geti myndað löglega stjórn.
Mobutu hafi hindrað þetta með
aðstoð málaliðs þess, sem hann
ræður yfir, en það sé raunveru-
lega grein af Belgíumönnum og
Mobutu sé aLger leppur þeirra.
Ef rétt hefði verið farið að,
hefði átt að afvopna ,,her“ Mo-
butus, láta Belgíumenn, sem
væru með óeðlilega íhlutun
fara úr landi, og reyna að koma
á samkomulagi að nýju milli
þeirra Kasavuhu og Lumumba
um ríkisstjórn, sem hvorki
væri með austri eða vestri.
Vegna þess, að þessi stefna
hefur ekki fengizt fram, hafa
mörg ríki, sem hafa lagt S. Þ.
til her i Kongó, hótað að kalla
lið sitt heim, eins og t.d. Mar-
okkó, Indónesía, Túnis, Ceylon
og Mali. Indland og Ghana, sem
hafa tekið undir framangreinda
gagnrýni, hafa hins vegar feng-
ið þau til að fresta slíkri heim-
köllun I von um að S. Þ. breytti
um vinnubrögð í Kongó.
HLUTLAUSUM áhorfanda
dylst það ekki, að1 það eru
Belgíumenn, sem mestum vand-
ræðum hafa valdið í Belgíu í
seinni tíð. Ritchie Calder pró-
fessor, sem fór nýlega á vegum
Heilbrigðismálastofnunar S. Þ.
til Kongó, lýsir vel í greinar-
gerð sinni hinu glæfralega at-
hæfi Belgíumanna í Kongó.
Eftir að þeir gáfust upp við að
stjórna Kongó sem nýlendu og
veittu landinu sjálfstæði, fluttu
þeir alla opinbera fjármuni í
burtu og fluttu í burtu flest
tæknimenntað starfslði, svo að
jafnvel var útílokað fyrir
Kongómenn að halda uppi nauð
synlegustu þjónustu eins og
síma og samgöngum, því að
Belgíumenn höfðu ekki mennt-
að þá til þess. Ætlun Belgíu-
manna var, að allt félli í rúst,
þegar Kongó fengi sjálfstæði,
og Kongóstjórn yrði að biðja
þá strax um aðstoð. Þannig
gætu þeir raunverulega ráðið
áfram bak við tjöldin. Þegar
þetta br’ást og S. Þ. skárust í
leikinn, efldu Belgíumenn
leppa sína eins og Tehombe
og Mobutu til áhrifa og hafa
þannig haldið glundroðanum í
Kongó áfr’am. Ætlun þeirra er
að tryggja sér völdin aftur á
þennan hátt.
Það hefur svo aukið á erfið-
leikana, að vesturveldin veita
Belgíumönnum óbeinan stuðn-
ing í þessari viðleitni, en Rúss-
ar nota hins vegar framferði
þeirr’a til að ýta undir sundr-
ungu og klofningu í landinu.
AFSTAÐA Hammarskjölds
er að sjálfsögðu hin örðugasta
undir þessum kringumstæðum.
Umboðið, sem hann hefur frá
Öryggisráðinu til að starfa
eftir, er lika mjög óljóst og
teygjanlegt. Samkvæmt því á
herlið S. Þ. að hjálpa til að
halda uppi lögum og reglu, en
jafnframt að forðast öll afskipti
af innanlandsdeilum. Erfitt er
að þræða þarna á milli. Við
þetta bætist svo, að bæði Vest-
urveldin og Rússar vilja beina
þróuninni í þá átt að fá vin-
veitta stjórn í Kongó, og þannig
verður Kongó einn vígvöilurinn
í kalda stríðinu.
Eina vonin um lausn í Kongó
málinu er sú, að aftur verði
komið á samvinnu milli fylgis-
manna Kasavubu og Lumumba
um stjórn, er starfi á hlut-
leysisgrundvelli. Líklegt þykir
nú, að Hammarskjöld vinni að
því bak við tjöldin og njóti til
þess stuðnings margra leiðtoga
í Asíu og Afiíku, t.d. stjórn-
enda Indlands og Nígeríu. Ef
það tekst ekki, er ekki annað
framundan í Kongó en borgara-
styrjöld, þar sem stórveldin
standa á bak við deiluaðilana.
Fari svo, hefur S. Þ. misheppn-
azt í Kongó. Þ.Þ.
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
')
)
)
i
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
i
t
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
t
t
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
t
)
t
)
)
)
)
)
)
Ekki nógu íhaldssamur
AlþýðublaSið birtir í gær grein um Gunnar Thorodd-
sen í tilefni af fimmtugsatmæli hans og segir þar m. a :
,,Ef brjóta má kurteisisvenjur og nefna ávirðingar af-
mælisbarnsins, þá finnst jafnaðarmönnum Gunnar varla
nógu íhaldssamur af forustumanni íhaldsfloKks að vera,
þegar þeir standa andspænis honum á stjórnmálasviðinu.“
Vafalaust er hér túlkað réttilega viðhori Emils. Guð
mundar í og Gylfa. En skyldu þeir .lon Baidvinsson. Sig-
urjón Á. Ólafsson og Héðinn Valdimarsscn hafa tekið
undir þetta?
Meðal merkra bóka, sem út
hafa kom:8 fyrir jólin má
nefna þar framarlega í flokki
Æskudaga, eftir Vigfús Gcð-
mundsson, sem kunnastur er
undir gestgjafanafninu hin
síðari árin.
Æskudagar er eins og nafnið
Ler með sé. frásögn af unglings-
ua uppvaxtararum v.gfúsar fram
a manndómsar Þarna gerir Vigfús
greinargóð skil ævterni rínu og
uppvexti, þar sem manndóm.-'mikl-
Góðrar bókar getið
ir foreldrar koma stórum barna-! yíirstétt, að vísu er þetta misskiln
hopi til manns, þott þau búi við ingur, því beir, sem þekkji Vig
kröpp kjör og er þetta öllum fús vita, að þar slæ: hlýtt og beíg
gcð lesning. eldn, fólkina sem lr-ust hjarta við staxkinn. en i bók
r. innist uppvaxtarára sinna og, ii ni kemur þó fram skýrmg i
ekkj síður lærdónrsrík frásögn þessu. Þegar Vigfos var halfvax
tyrir unga íólkið sem alið er upp irn drengur denti faðir Vrgfúsai
■ skjóli str:ðsgróðans og peninga- : höndum „t;Iistea“ af Akranesi
í’óðs eftirstriðsáranna Þeir sem 'em var þáverandi reiti hinna svo
eski þekkja ' igfú. mi finnst sum fcölluðu fjármálamanna nútíðar-
i:rr hverjum zrets nokkurs kulda irnar, með þeim 3fleiðingum ac
í fari hans gagnvart svokallaðril (Framhald a 13. siöul.
t