Tíminn - 30.12.1960, Page 7
TÍMINN, föshidaginn 30. desember 1960.
jög hörð andstaða gegn
sölu sterks öls í landinu
Frá Landssambandinu gegn áfengisbölinu
Fjórða þing sambandsins
var haldið í Reykiavík laug-
ard. 26. nóv. s. I. Þingið sátu
um 40 fuíltrúar frá 23 af 26
félögum og félagasamböndum,
sem eru aðildarfélög sam-
bandsins.
Tillögur
Stjórn sambandsins gerði grein
fyrir störfum iþess á liðnu kjör-
tímabili hennar, tveimur árum, en
ekki mun fært að leggja það á
dagblöðin að bir'ta skýrslu for-
mannsins í heild. Helztu atriðin
eru þessi:
1. 27. nóv. flutti formaðurinn
erindi á þingi Alþýðusambands ís-
lands.^
2. í febrúar 1959 hafði stjórn
sambandsins, ásamt Áfengisvarnar
nefnd Reykjavíkur, fund með
skólastjórum Reykjavíkur og Hafn
arfjarðar.
, 3. í júní sama ár var svo Þing-
vallafundurinn, en undirbúningur
hans og framkvæmd kostaði miklu
meiri vinnu, en flesta mun gruna,
sem ekki tóku þátt í því.
4. Haustið 1959 samdi stjórn
landssambandsins við ríkisútvarp
ið um flutaing þriggja erinda á
komandi vetri. Erindin fluttu
Baldur læknir Johnsen, Margrét
Jóhannesdóttir og Þórleifur
Bjarnason, námsstjóri. Erindi
læknisins fé'kk svo Samband bind
indisfélaga í skólum og gaf það
út, en áfengisvarnaráð gefur út
erindið, sem Baldur' Johnsen flutti
á Þingvallafundinum.
5. í nóvember 1959 komu ung-
templarar og stjórn landssambands
ins á þriggja daga námskeiði í ýms
um félagsmálastörfum. Séra Árelí-
us Níelsson veitti því forstöðu.
6. í febrúar 1960 bauð stjóin
sambandsins öllum alþingismönn-
unum til fundar og kaffidrykkju
til þess að ræða við þá áhugamál
sín. Milli 20 og 30 alþingismenn
komu til fundarins, sem stóð tvær
klukkustundir. Þar gafst bæði
áfengisvarnaráði, ^ framkvæmda-
nefnd Stór’stúku íslands og stjórn
landssambandsins tækifæri til að
ræða við þessa fulltrúa þjóðarinn-
ar áhugamál sín. Alþingismenn-
irnir tóku góðan og ánægjulegan
þátt í fundinum.
7. Annan apríl 1960 var fjöl-
sóttur fundur í fulltrúar'áði sam-
bandsins.
8. Bindindismálavikan 16.—21.
október 1960, og var hún mesta
átak stjórnar sambandsins, kostaði
meiri vinnu og fyrirhöfn en flesta
mun gruna. Allmörg aðildarfélög-
in.öll stærstu samböndin, tóku góð
an og ánægjulegan þátt í þessu.
Milli 20—30 ávörp og erindi voru
flutt í vikunni, hafa sum þeirra
þegar náð til þjóðarinnar fyrir
milligöngu útvarpsins og fleiri
munu á eftir koma.
Engin leið er að telja hér fram
öll önnur störf stjói'nar sambands
ins, fundarhöld, bréfaskriftir og
margt annað á þessum tveimur
árum. Þrátt fyrir kostnaðarsama
liði, eins og Þingvallafundinn og
bindindisvikuna, hélt stjórnin þó
svo hygglega á fjáhmálunum, að
hún fékk óspart þakklæti þings sam
bandsins fyrir að hafa sparað mörg
þúsund krónur á þann hátt.
Á þinginu ríkti frábærlega góð-
ur áhugi og samhugur, og störf
gengu öll fljótt og vel. Sterkar
raddir komu þar fram um nauðsyn
þess að verjast því, að tekið yrði
að selja sterkt áfengt öl í landinu.
Allir voru þingfulltrúar þar á einu
máli, að minnsta kosti heyrðist
ekki annað.
Tveir í stjóm sambandsins báð
ust undan endurkjöri, frú Lára
Sigui'björnsdóttir og Karl Karls-
son, að öðru leyti var stjórnm
endurkjörin. í henni eru nú: Pétur
Sigurðsson, Björn Magnússon,
prófessor, frú Jakobína Matthiesen,
Guðbjartur Ólafsson, fyrrv. form.
Slysavarnafél. ísl., Magnús Jóns-
son, alþm., Axel Jónsson; sund-
laugavörður, Tryggvi Emilsson,
verkamaður.
Þingið ræddi og samþykkti
nobkrar tillögur. Helztar^ þeirra
voru þessar:
1. Fjórða þing Landssambands-
ins gegn áfengisbölinu sendir öll-
um þjóðhollum mönnum og bind
indisfólki í landinu kveðju sína og
' skorar á einn og sérhvern að leggja
sitt lið til þess, að skapast geti
ster'kt almenningsálit gegn drykkju
skaparómenningunni og áfengis-
tízkunni.
2. Þar sem nú er fullreynt, að
gildandi áfengislöggjöf nær ekki
þeim tilgangi, sem henni var ætl-
aður, samkvæmt 1. grein laganna,
að „vinna gegn misnotkun áfengis
í landinu og útrýma því böli, sem
henni er samfara," þá skorar fjórða
þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu á ríkisstjórnina, að
láta fram fara endurskoðun á
áfengislöggjöfinni hið allra fyrsta.
3. Þar sem þeim veitingahúsum,
sem selja og veita áfenga drykki,
fer stöðugt fjölgandi og áfengis-
vandamálið eykst að sama skapi,
en tekjur ríkissjóðs aukast árlega
um tugi milljóna króna vegna
áfengissölunnar, skorar fjórða
þing landssambandsins á Alþingi
og i’íkisstjórn að auka svo fjár-
framlag til bindindismála að unnt
verði að ráða minnst þrjá fasta
starfsmenn til viðbótar þeim mjög
svo takmörkuðu starfskröftum,
sem fyrir eru.
4. Þingið skorar á löggjafarvald
ið að banna allar vínveitingar á
kostnað ríkisins og stofnana þess,
bæja og sveitafélaga.
5. Þingig vítir harðlega, að hús
sem leyft hefur verið að byggð
væru sem veikstæði eða fyrir iðn-
að, sé síðan breytt í veitingahús
og notuð fyrir klúbbstarfsemi, þar
sem seldir eru og veittir áfengir
drykkir.
6. Fjórða þing landssambandsins
gegn áfengisbölinu telur reynslu
þjóða og vísindalegar rannsóknir
hafa sýnt og sannað, svo að ekki
verði um villzt, að framleiðsla á
sterku öli og sala þess í landinu
myndi auka að mun áfengisneyzlu
þjóðarinnar og bjóða heim aukinni
ómenningu.
Þess vegna treystir þingið því,
að þótt fram kynni að koma á AI-
þingi frumvarp um framleiðslu á
sterku öli og sölu þess, muni þing-
menn ekki Ijá því fylgi sitt.
Bendir þingið væntanlegri
stjórn sinni á, að heppilegt væri
að hún kysi nefnd áhuga- og áhrifa
manna til samstarfs við sig um
þetta mál.
7. Þingið harmar þá ákvörðun
stjórnarvalda, að framlengja veit-
ingatíma vínveitingahúsa tvö kvöld
í viku u-m eina klukkustund eða
til kl. 12,30 eftir miðnætti, þvert
ofan í ákvæði 7. gr. reglugerðar
um sölu og veitingar áfengis. Skor
ar þingið því á dómsmálaráðherra
að afturkalla nefnt leyfi þegar í
stað. Ennfremur skorar þingið á
dómsmálaráðherra^að fjölga eftir-
litsmönnum vínveitingahúsanna,
svo að hægara verði eftirlitið með
því að unglingum sé ekki selt þar
áfengi.
8. Þing landssambandsins gegn
áfengisbölinu varar alvarlega við
þeirri hættu, sem bömum og ungl
ingum er búin af sífjölgandi
„sjoppum" og sælgætissölubúðum.
Felur þingið því stjórn landssam-
bandsins að taka mál þetta til al-
varlegrar athugunar og leita heppi
legra ráða til þess að vinna gegn
þessai'i hættu.
9. Vegna hins þráláta orðróms
um misnotkun félagsheimila, felur
þingið sambandsstjórninni að
ræða þetta mál við menntamála-
ráðherra og fylgja því fast eftir,
að tryggt verði með reglugerð, lög-
um eða á annan hátt, að félags-
heimilin starfi í hvívetna á' þann
hátt, að til eflingar sé hollu menn-
ingar- og félagslífi.
* v/ s f ' V V> :
H
u
s
G
• •
O
G
N
Gleðilegt nýtt dr!
Þökk fyrir viðskiptin!
S krifs tofuskrifb o rð
úr eik — tvær stærðir,
Ritvélaborð úr
eik, teak.
Skjaiaskápar
úr teak og eik
Heimilisskrifborð
úr eik, mah., teak.
Svefnsófar.
Svefnbekkir.
Skrifborðs- og standlampar.
Hansahillur.
)
)
>
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
) -
)
(
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
>
HURÐIR
ÞILJUR
úr mah., eik
teak og hnotu
Sertdum gegn póstkröfu um land allt
Skúlason & Jónsson
Skólavörðustíg 41 — Laugaveg 62
Síðumúla 23 Skólavörðustíg 41
SÍMAR: 13107 og 16593, 35760