Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1961næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Tíminn - 01.02.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvíkudagiim 1. febrúar 1961. 7 RETTIRfl Þingræðishugsjónir Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra: Stjórnarfrumvörp skuiu rædd í smáatriðum á fundum í Varðarfélaginu áður en þau eru lögð fram á Alþingi ÓLAFUR JÓHANNESSON kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár í efri deild í gær. Deildi hann á þá framkomu og þau vinnubrögð, sem fælust í því, að stjórnarfrumvarp að nýrri bankalöggjöf hefði verið rætt f smáatriðum á fundz í Varð- arfélaginu í fyrrakvöld og Jó- hann Hafstein haft þar fram sögu fyrir frumvarpinu líkt og á þingfundi, eftir því sem marka má af frásögn Morguu blaðsins af fundinum. Ólafur sagði að með þessu væri höggvið nærri virðingu Alþingis og því misboðið með slíkri framkomu. Slíkt mundi ekki þykja viðunandi í öðrum þingstjórnarlöndum. Minnti Ólafur á það, er brezk ur fjármálaráðherra hefði neyðzt til að segja af sér vegna þess að hann hafði gef ið upplýsingar um fjárJaga- frumvarp stjórnarinnar nokkr um stundum áður en hann flutti fjárlagaræðuna. — Það væri óheppileg vinnubrögð, að skýra frá efni stjórnarfrum- varps í smáatriðum á fundi stjórnmálafélags áður en það er lagt fram á Alþingi og þing menn kynnt sér efni þess. Sagði Ólafur að stjórn Seðlabankans hefði ekki haft hugmynd um efni frumvarps ins og liklega ekki framkv,- stjórn bankans heldur. Engin laffafyrirmæli væru revndar um slíkt, en það yrði að telj- ast sjálfsögð kurteisi og skv. beim venjum, sem ríkja eiga Ólafur Jóhannesson átelur framkomu ríkisstjórnarinn- ar við Alþingi - Umræður utandagskráríefrideildí gær í lýðræðisþjóðfélagi. Sagðist Ólafur ekki vilja vekja upp illdeilur um þetta, en hann teldi sig ekki geta látið hjá líða að mótmæla slíkum vinnu brögðum og lýsa yfir andstöðu sinni við þau. Ólafur beindi því næst þeim spurnineum til viðskipta- og bankamálaráð- herra hvort þetta hefði verið gert með vitund ráðherrans og vilja og hvort hann vildi láta því ómótmælt, ef svo væri ekki, hvort hann teldi ekki slík vinnubrögð óæski- leg og harmaði þau, hvort hér væri ekki um trúnaðarbrot þess þingmanns að ræða, sem frá frumvarpinu hefði skýrt. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta málaráðh. var ekki viðstaddur umræðurnar í deildinni. Bjarnz Benedzktsson kvaddi sér hljóðs og sagði að hér hefði ekki verið um nokkur mistök að ræða hvað þá trún aðarbrot. Hvorki hefði verið brotið gegn lagaboðum eða venju. Fyrir slíku væru mörg fordæmi og ádeila Ól. Jóhann essonar því algerlega byggð á rön<jum forsendum. Enn var rætt um Sölumiðstöðina Nýja Vasa- samlagningavélin 1 í,; ! 1 Kr 267 00 ^Skólafólk og aðrif, látið§ fsamlagmngarvélina léttal| |yður störfin. | | Vélin er ódýr örugg || A og handhæg A ’ i : Sendið pantanh í Póstbox | 287 Reykiavík | Enn urðu nokkrar umræður í neðrideild í gær um tillögu Einars Olgeirssonar um skip un rannsóknarnefndar til að rannsaka fjárreiður Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna. Gísli Jónsson sagði að það ætti engu síður að rannsaka fjárreiður SÍS. Átaldi Gísli það, að Einar léti eins og ,hann væri verkalýðshreyfing in á íslandi og spurði hvers ■ vegna verkalýðshreyf ingin I hefði þá svikið vinstri stjórn | ina. Einar Sigurðsson sagði að | Sölumiðstöðin ætti ein Cold- jwater Seafood Corporation í ; Bandaríkjunum og þar með öll frystihúsin, sem standa að Sölumiðstöðinni, sameigin- lega. Sagði Einar að ekki hefði verið talið heppilegt að dreifa ársreikningum hinna erlendu fyrirtækja milli frysti húsanna vegna samkeppnis- aðstöðunnar á erlendum mörk uðum. Sagði Einar Sig. að í S.H. væru menn frjálslyndir og þar réði hlnn litli jafn miklu og hinn stóri. Sagði Einar að hjnir vestrænu mark aðir væru tryggari, þegar tek izt hefði að skapa örugga r.eytendaeftirspurn, en Rúss- ar gætu hvenær sem er skrúf að fyrir. Verðið fyrir fiskinn í Rússlandi væri nú að auki lægra en á heimsmarkaðs- verði. Þá skvrði Einar frð því varðandi lántökur S.H.^ að einn stjórnendanna, og ekki þyrfti að fara í grafgötur með hveb það hefði verið, hefði fengið tveggja milljón króna lán frá Tryggingarmiðstöð- inni til togarakaupa. Kvað Einar starf Sölumiðstöðvarinn ar í Bandaríkj unum og í Bret landi og Hollandi hið mikil- vægasta og taldi ekki fráleitt (Framhald á 2. síðu.) Hestamenn! Hestamenn! Reiðbuxur Stærðir 46, 48, 50, 52. 54, 56, 58. 58. Verð kr 585,00. Sendum í póstkröfu um land allt. Vinnufatabúðin Laugaveg] 76. — Sími 15425. Ólafur Jóhannesson kvaðst hefðu kosið að bankamálaráð- herra hefði verið viðstaddur, því hann hefði trú á því að viðbrögð hans myndu hafa orðið önnur, en dómsmálaráð herrans, sem teldi slík vinnu brögð ekkert athugaverð. Ól- afur kvaðst reyndar skilja að dómsmálaráðh. rynni blóð ið til skyldunnar og reyndi að verja flokksbróður sinn. Sagði hann að réttsýnir og sann- gjarnir menn hlytu að viður- kenna að við slíkum vinnu- brögðum — sem að leggja stjórnarfrv. fyrir fund í stjórn málafélagi út í bæ og hafa þar fyrir því framsögu í smá atriðum og hefja um bað um ræður og birta í blöðum, — yrði að sporna. Bjarni Benediktsson sagði að það væri daglegur viðburð ur að þingmenn gerðu al- menna grein fyrir málum áð ur en þau væru flutt á Al- þingi. Sagði Bjarni að dæmið um brezka ráðherrann væri alls ósambærilegt. Engin slík regla hefði gilt hér. Hann myndi ekki neitt einstakt for dæmi, sem hann gæti bent á í fljótu bragði, nema ef vera skyldi nart stjórnarandstæð- inga í forsætisráðherra fyrir að skýra frá vissum liðum í viðreisnarlöeeiöfinni á fundi í Varðarfélaginu. Ai'.fur Jót>annesson saeðist Dagskrá s^neinaðs Alþingis miðvikudaginn I. febrúar 1961 kl. 1,30 miðdegis: 1. Læknaskortur, þáltill. — Hvern- ig ræSa skuli. 3. Iðnrekstur, þáltill. — Frh. einnar umræðu (Atkvgr. um nefnd). 4. Bygglngarsjóðir, þáltill. — Ein umræða. 5. Rannsókn fiskverðs, þáltill. — Frh. fyrrl umr. 6. Vftar og leiðarmerki, þáltill. — Eln umræða. 7. Niðursuða síldar á Siglufirði, þáltili. — Ein umræða. 8. Rannsókn á magni smásíldar, þáltill. — Ein umr. 9. Reiðvegir, þáltill. — Eln umr. 10. Sjálfvirk simstöð á Siglufirði, Þáltlll. — Ein umræða. II. Radíóviti á Sauðanesi, þáltill. — Ein umræða. 12. Skattar námsmanna og bætur samkvæmt almannatryggingalög- um, þáltill. — Ein umræða. 13. Sjálfvirk símstöð i Borgarnesi, þáltill. — Ein umræða. 14. Rafvæðing Norðausturlands, þáltill. — Éin umræða. 15. Vaxtakjör atvtnnuveganna, þáltlil. — Ein umræða. 16. Ákvæðisvinna, þáltlll. — Ein umr. ekki ætla að draga þá fram- komu forsætisrh. inn í um- ræðurnar, enda væri það dæmi ekki sambærilegt við það, sem hér hefði átt sér stað, er stjórnarfrv. væri lagt i smáatriðum fyrir fund í stjómmálafélagi og fyrir því höfð framsaga svipað og ver ið væri að fylgja því úr hlaði á Alþingi —— áður en þing- menn hefðu nokkra vitneskju fengið um málið. Með slíku væri verið að draga vald úr höndum Alþingis og mikið mætti vera, ef ekki væri unnt að leita uppi orð, þessu til staðfestingar, sem dómsm.rh. hefði látið falla um þetta eða í svipaða átt. Bjarni Benediktsson sagði að það væri algjörlega undir mati ríkisstjórnar hverju sinni, hverju hún skýrði al- menningi og þó einkum stuðn ingsmönnum sínum frá áður en hún legði málin fram á þingi. Taldi Bjarni þau vinnu brögð sem nú hefðu verið við höfð síður en svo varhuga- verð og mætti leita þeim for- dæma í starfi Jóns Sigurðs- sonar. Ný mál Landbúnaðarnefnd ed. hefur skilað áliti við frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Þorsteins- staði í Grýtubakkahreppi. Nefndin leggur einróma með samþykkt frumvarpsins með þeirri breytingu að ríkissjóð- ur hafi forkaupsrétt að land inu verði það aftur selt. Ólafur Björnsson flytur breytingatillögu við þingsál,- tillögu Þórarins Þórarinsson- ar um rannsókn á vaxtakjör- um atvinnuveganna. Tillaga Þórarins Þórarinssonar kvað á um rannsókn og samanburði á vaxtakjörum þeim, sem framl.atvinnuvegir þeirra þjóða, sem keppa við okkur á mörkuðum um sölu fram- leiðsluvara, hefðu við að búa. Ólafur Björnsson leggur til í breytingatillögu sinni að c til- lögugreinin falli alveg niður, en í staðinn komi ný grein svo hljóðandi: „Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni að athuga, hvaða ráðstafanir geti komiö til greina umfram þær, sem þegar hafa verið gerðar, til þess að auka sparifjármyndun í landinu, þannig að fjár- magnsskortur þurfi eigi að hamla eðlilegri þróun atvíhnu veganna og landsmenn þurfi eigi að verða jafnháðir notk un erlends lánsfjár og nú eru þeir.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 26. tölublað (01.02.1961)
https://timarit.is/issue/61557

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. tölublað (01.02.1961)

Aðgerðir: