Tíminn - 01.02.1961, Blaðsíða 16
r " .........:.... ■.....v.....:..—~ ■'
Miðvikudaginn l, febrúar 1961.
26. blað.
Herra Sillehoved og
fröken Blikfang
Forboðin nöfn í Danmörku
Danir eru ekki alls kostar
ánægðir með nöfnin sín, og
Hans Hækkerup dómsmálaráð
herra beitír sér um þessar
mundir fyrir nýjum lögum um
mannanöfn í Danmörku. Þar
í landi er fólki einkum þyrnir
í augu, hve mörg ættarnöfn
enda á -sen Ættarnöfn af því
tagi eru ennþá hversdagslegri
en skírnarnöfnin Jón og Guð-
mundur hér á landr. Þess
Ræníngjaskip
- frelsisskip
Stundum ber það við, að skjótt
skipast veður [ lofti. / síðastlið-
inni viku var portúgalska skipið
Santa María yfirleltt nefnt ,,ræn-
1 ingjaskipið" í öllum fréttum,
jafnt fréttastofuskeytum sem frá
sögnum útvarps og blaða í heim-
inum.
Um helgina fór að kveða við
nokkuð annan tón, og nú má sjá
skiplð nefnt ,,frelsisskipið" í blöð
um [ nágrannalöndunum.
vegna þykir æskilegt í Dan-
mörku að gera fólki kleift að
taka sér ættarnöfn, er veita
ofurlítið meiri tilbreytni, áður
en hálf þjjóðin heitir Nielsen
og Jensen.
Danir ætla því að taka það ráð
að leyfa börnum að nota ættar-
nafn móður sinnar, ef þau vilja,
hvort heldur hún er gift eða ógift.
Til þessa á ekki framar að þurfa
konunglegt leyfi, heldur nægir að
tilkynna þetta til skráningar í
prestsþjónusfubókina. Gift kona
getur einnig fengið leyfi til þess
að halda ættarnafni foreldra sinna.
f þessu nýja lagafrumvarpi eru
að sjálfsögðu reistar ýmsar skorð-
Lir við skrípanöfnum, sem alls stað
?r vilja skjóta upp kollinum. Garð
yrkjumaður, sem í auglýsingaskyni
viU taka sér ættarnafnið Wext-
huus, getur að vísu fengið leyfi til
þess, en jafnvel hinn bezti svína-
bóndi, fær ekki að kalla sig Griis
né miUjónamæringur Krösus. Nöfn
sem líkleg tru til þess að vekja
hneykslun eða verða eigandanum
íil óþæginda, eru bönnuð, hvort
Iieldur það eru skírnarnöfn eða ætt
drnöfn.
Einu sinni var umsvifamikill
(Framhald á 15. síðu).
Fyrír nokkru bárust þau tíð-
indi frá borginni eilifu, Róm, að
vísindamenn á Ítalíu hefðu leyst
þá þraut, sem verið hefur vísind-
unum ofvaxin hingað til, að
frjóvga konuegg í tilraunaglasK
Prófessorinn Petrucci er sagður
hafa haldlð lífi i þvílíku fóstri f
29 daga.
Viðbrögð manna við þessari
nýjung voru á ýmsa vegu. Sumir
féliu í stafi af aðdáun á því, sem
vísindin fá áorkað, aðrir tóku
fregninni með varfærni og jafn-
(Framhald á 2. síðu.)
Danslagakeppni
SKT að hefjast
í kvöld hefst danslagakeppni. keppninnar, sem að þessu
SKT, hzn níunda í röðinni. | sinni fer fram á tveimur stöð
Keppninni bárust 72 lög, og
voru úr þeim valin 32 til loka
Ráðstafanírnar bitna
harðast á bændum
Fyrir nokkru var aðalfund-
ur Búnaðarsambands Skagfirð
inga haldinn að Sauðárkróki.
Á fundinum kom fram eftir-
farandi tillaga, sem samþykkt
tvar með samhljóða atkvæðum:
„Aðalfundur Búnaðarsambands
Barnið þitt hefur allsnægtir. Það fær nógan og góðan mat, á hlý föt og
býr við goft atlæti. Það á leikföng, og því veitist margt af því, sem hugur
þess girnist. Vonandi er það einnig hraust og faliegt. En suður í Kongó
deyja börnin hungurdauða. Hér sjáum við dreng, sem þjálst af sárum
skorti. Það er hungrið, sem veldur því, hve maginn er þaninn. Það er
nífnllc;? eltt elnkennlð.
j Skagfirðinga, haldinn á Sauðár-
króki 21. og 22. janúar 1961, telur
að ýmsir þættir þeirrar efnahags-
löggjafar, er sett var á síðastliðnu
ári, komi ósanngjarnlega hart nið-
ur á bændastétt landsins og bitni
þó allra harðast á þeim bændum,
er verst eru á vegi staddir, — þ.e.
þcim, er eigi hafa komið sér upp
nægilegum bústofni né heldur
þeim húsakosti og véla, er búrekst
urinn krefst, eða stofnað hafa til
stórskulda vegna mikilla fram-
kvæmda.
Verðhækkanir vegna gengisfell
ingar og söluskatts, takmörkun
lánsfjár, gífurlegrar vaxtahækkan
ir svo og fleiri ráðsrtafanir, er gerð
ar hafa verið og allar hníga til
e:nnar og.sömu áttar, hljóta að
verða öllum framkvæmdum og
framleiðslu fjötur um fót, óbæri-
legar búsifjar skuldugum bændum
og illvígur þrándur í götu ungra
manna, þeirra er hefja vildu bú-
skap í sveit.
Skylda sparisjóða og innláns-
ueilda kaupfélaga til að afhenda
og frysta í Seðlabankanum helm-
ing árlegrar aukningar innlánsfjár
diegur fjármagn utan af lands-
liyggðinni, til Reykjavíkur og verð-
ur því nauðsynlegri uppbyggíngu
út um land mikill fjötar um fót,
Að athuguðu því, er að ofan
greinir, skorar ifundurinn á al-
þ;ngi það, ei nú situr, að sam-
þykkja eftirgreind lagafrumvörp,
Grænlenzk
frímerki
um, í Góðtemplarahúsinu og
Sjálfstæðishúsznu.
Fyrsta danslagakeppni SKT
var haldin 1949. Keppninni er
skipt í tvennt, annars vegar
gömlu dansarnir og hins veg
ar nýju dansarnir.
Nýju dansarnir í Sjálfstæðis-
húsinu.
Danslagakeppnin hefur jafn
an farið fram í Góðtemplara
húsinu, en að þessu sinni verð
ur sú breyting á, að Sjálfstæð
ishúsið hefur tekið að sér að
kynna nýju dansana.
Af 72 lögum, sem bárust,
hafa verið valin 32 lög, 16 í
hvorum flokki. Dómnefnd
valdi lögin, en hana skipuðu
Jóhannes Jóhannesson, Magn
ús Ingimarsson, Óskar Cortes
og Steingrímur Sigfússon.
Hefst á miðvikudag. i
Hljómsveit Svavars (Gests
leikur nýju dansana -í Sjálf-
stæðishúsinu. Söngvarar þar
.'Framh á bls 15.)
Innan skamms mun póststjómin
grænlenzka gefa út frímeirki, sem
teiknað er af grænlenzkum lista-
manni, Jens Rosing, með mynd af
grænlenzkum særingamanni meS
grímu og trumbu. Hann er að dansa
særingadans, sem heitir Nalíkateq
og tíðkaðist í Angmagssalik-héraði.
Teikningin er gerð með hliðsjón
af atriði í sögu um særingamenn,
sem fóru til tunglsins þeirra erinda
að blíðka karlinn í tunglinu, svo að
hann yrði örlátur á veiðidýr. Á leið-
inni urðu þeir að fara fram hjá
kvenandanum Nalíkateq, sem reyndi
með skrípalátum sínum og þvaðri
að ginna þá til þess að hlæja. En
þá var voðinn vís, ef þeir gengu í
þá gildru. /
í þessum dansi hafa særingamenn-
irnir hundshaus hangandi við belti
sér.
Frímerkin gilda þrjátíu og fimm
aura, og verður hægt að fá þau
stimpluð á útgáfudegi, 16. marz, í
^"ðrl-Straumfi-ði.
Bjartviöri
Ekki spillist veðrið enn,
þvi að sjálfvirki maðurinn
spáir norðaustan golu og
bjartviðri. — Þá mundi
fagurt á fjöllunum.