Tíminn - 05.02.1961, Page 6

Tíminn - 05.02.1961, Page 6
6 Tá.MlN'N, sunnadaginn 5. febrúar,?H>61. 70 ára á morgun: I X Helgi Agústsson Sunnuhvoli á Selfossi Hann er fæddur 6. febr. 1891, sonur hinna lands- kunnu hjóna Ágústs Helga- sonar og Móeiðar Skúladótt- ur í Birtingaholti í Hruna- mannahreppi. Hann ólst upp í foreldrahúsum, einn í hópi 9 barna þeirra hjóna og eru 7 þeirra enn á lífi’. 1916 kvæntist Helgi Önnu Oddsdóttir, gullsmiðs á Eyr- i arbakka, Oddssonar. 1917 hófu þau búskap að Syðra- J Seli í Hrunamannahreppi.; 1919 var Helgi kjörinn odd- viti sveitar sinnar og hrepp- stjóri nokkru síðar. — 1931 réðist hann sem starfs maður hjá Kaupfélagi Árnes inga að Selfossi, hálfu ári eftir að félagið hóf starfs- semi sína og hefur unnið þar síðan. — Þau hjónin eignuð- ust þrjú börn, öll hin mann- vænlegustu. — Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir munu margir í Árnesþingi og víðar, sem hugsa hlýtt til Helga Ágústs sonar og senda honum vinar kveðju í tilefni af þessum tímamótum í ævi hans, því svo mörg og margháttuð kynni hefur hann haft við viðskiptamenn K. Á. og fleiri um nær 3 tugi ára, auk þess sem hann hefur verið eins konar föðurleg forsjón fjölda manna í sínu umfangsmikla starfi, með þeim ágætum sem aliir lofa. Þegar Helgi réðist hjá K. Á. tók hann að sér að sjá um og stjóma flutningakerfi fé- lagsins, Þar með öllum mjólk urflutningum. Var þetta eink um fyrr á árum, mikið og vandasamt starf, meðan flutn ingatæki voru ófullkomin og vegleysur víða. En hér kom fleira' til. Vegna hinna beinu tengsla, sem Helgi hafði við alla viðskiptamenn K. Á„ hafa þeir á öllum tímum snú- ið sér til hans með alls konar bónir og útveganir, sem að hann hefur leyst af mikilli kostgæfni og skyldurækni, er hefur áunnið honum óskor- að traust, virðingu og vináttu alls almennings, svo að segja um allt Suðurland. En það eru ekki aðeins viðskiptamenn K. Á., sem dá þenpan dreng- skaparmann, heldúr og einn- ig allir hans samstarfsmenn, jafnt yfirmenn sem undir- gefnir. Helgi Ágústsson er sér- stæður persónuleiki. Skap- gerð hans öli er heilsteypt, ríklundaður, hreinn og beinn, hæverskur og drenglundað- ur. Yfir öllu hans fasi er höfð inglegur glæsibragur, glaður og reifur í góðra vina hópi, fullur af lífskrafti og fjöri og unnandi söngs og hljóma. Þá er hann mikill ræktunarmað- ur og fellur vart verk úr hendi. — Heimili þeirra hjóna er annálað fyrir gest- risni og hvers konar greiða- semi. Er víst að húsmóðirin hefur búið manni sínum gott skjól á þeirra góða heimili. — í návist slikra manna er gott að vera. — Helgi er einn þeirra, sem með réttu mega teljast feður Selfossbyggðar, sem sett hafa góðan svip á byggðarlagið og gefið þar gott fordæmi, eink- um og sér í lagi því fólki, er með honum hefur starfað í Kaupfélagi Árnesinga um lengri tíma. Því skulu þér nú færðar þakkir og árnaðar- óskir frá samstarfsmönnum þínum öllum í tilefni af sjö- tugsafmæli þínu, og beðið velfarnaðar þér og konu þinni á ókomnum árum. — Óskar Jónsson. Framlag Breta harla lítið við rannsóknir á íslandsmiðum MóSlr okkar Kristín Þórarinsdóttir frá NeSra-Dal, andaSist 30. janúar. JarSarförin fer fram frá Fossvogsklrkju, þriSjudaginn 7. febr- úar kl. IV2. Blóm afþökkuS. Marta Gísladóttir, GuSríSur Gisladóttir. Þökkum innilega auSsýnda samúS vlS andlát og jarSarför Snorra Fr. Welding . SlgríSur Fr. Welding og aSrir aSstandendur. ÞAKKARÁVÖRP Hinum íjölmörgu vinum og vandamönnum, sem auðsýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu, flyt ég innilegustu þakkir. Matthildur Kjartansdóttir Hjartans þakkir til sveitunga okkar, Snæfellinga í Reykjavík, þeirra Akurnesinga og allra nær og fjær, sem veittu okkur höfðinglegar gjafir og margvíslega hjálp, er elding eyddi heimili okkar 15. jan. s.l. — Guð blessi ykkur öll. Elísabet, Jónas og synir, Neðri-Hól, Staðarsveit. í kvöldfréttum ríkisútvarpsins s.l. miðvikudag var getiö um skýrslu brezka sjávarútvegsmála- róðuneytisins um fiskveiðar og fiskistofna við ísland, sem samin e/ af J. Gulland, fiskifræðingi í Lowestoft. Mér er vel kunnugt um ritgerð þtssa, i^ví að ég gerði við hana ýtarlegár athugasemdilr, er höf- undur sendi mér handrit hennar tiJ umsagnar fyrir rúmu ári. Rit- gerð þessi, sem að miklu leyti er byggð á aflaskýrslum brezkra tog- ara hér við land, staðfestir ýmsar meginniðurstöður íslenzkra fiski- fræðinga um áhrifin af útfærslu landhelginnar 1950 og 1952. Hefur fiskideildin haldið uppi umfangs- miklum rannsóknum um þetta at- rði síðan 1952 og hafa niðurstöð- ur þessar verið birtar í ræðu og riti, jafnt á innlendum vettvangi sem erlendum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna, svo að ekki verður um villzt, hin heillavænlegu áhrif friðunar- innar og hafa reynzt þýðingarmikl ar til styrktar málstað okkar á erlendum vettvangi. Pullyrðing hins brezka sjávar- utvegsmálaraðuneytis — sé rétt með farið . fréttinni — ym að umrædd skýrsla þess sé fyrsta fullkomna tilraunin til' þess að leggja fram vlsindalegar stað- reyndir þessa máls, er því út í hött og getur ekki verið sögð með vilorði þeirra brezkra vísinda- nianna, sem til þekkja. Mat íslendinga á þorskstofnin- um hér við land er byggt á yfir 30 ára kerfisbundnum rannsókn- um og það geíur ekki tilefni til jafn mikillar bjartsýni um fram- tíð þessara veiða og kemur fram t Ef vísindamenn hefðu sannað, að við ættum í landinu lind, sem hefði töfraveigar að geyma, sem veittu hina æðstu svölun, lækningu og speki allt eftir ástæðum, þeim, sem drykkju, þá mundu margir gleðjast. En flestir teldu fásinnu að nota sér ekki þessa uppsprettu til hins ýtrasta, leyfa henni ekki að streyma fram til bless- unar fyrir unga sem aldna. Þessi uppspretta er til hér á íslandi, en alltof fáir gera sér grein fýrir gildi hennar, enda er þar ekki um þær veigar að ræða, sem, fólki verður nú tíðræddast um, og stofnað ÞÁTTUR KIRKJUNNAR og andlegri auðlegð. Hún hefur orðið uppspretta mikils hluta þess, sem tal- in er hin æðsta list og feg- urð meðal kristinna þjóða. Skáld og tónsnillingar, málarar, myndhöggvarar og húsameistarar hafa ausið af þessum lindum, og hlot ið lof og frægð fyrir að verðleikum. Stjórnmál og lagasetn- ingar bera einnig, sem bet- ur fer blæ þessara linda lífs og réttlætis frá Heil- agri ritningu. Allt það í fé- Jagslöggjöf, samstarfi og oryggi, sem við helzt get- um státað af, kristnar þjóðir, er beint eða óbeint mótað af anda hennar og orðum. Tryggingar og sjúkrasamlög, öryrkjahjálp og ellilaun, munaðarleys- Uppsprettan mikla er til umræðna, ef verða mætti til vakningar þeim, sem enn hafa ekki komið auga á blesun áfengis og alltaf meira áfengis í land inu. Þessi lind er andleg upp spretta, bók, sem nefnist Heilög ritning, eða Biblía, sem þýðir bækur. Hér er um bækur að ræða, sem hafa sannað gildi sitt fyr- ir menningu og líf marga kynslóða meðal fjölda þjóða. Sumum hefur hún orðið upphaf menningar- lífs og móðurmáls, öðrum nýtt líf og fegra. Stundum hefur þessi lind verið fyrirlitin, hötuð og ofsótt. Stundum bönn- uð til drykkjar nema ein- hverjum útvöldum. ' En ekkert hefur dugað til að eyða áhrifum henn ar, ekkert hefur lokað fyr ir þær lindir lífs og svöl unar, sem frá henni hafa streymt til mannssálna og samfélags. Bezta ráðið gegn henni hefur verið að þegja hana og áhrif hennar í hel. Því hefur mjög verið beitt beint og óbeint á síðustu tímum, en líka brugðizt sem betur fer. En hvers vegna má hún ekki streyma, vökva og svala? Jú, einfaldlega vegna þess, að hún er upp spretta sannleikans og opnar því augu og vitund of margra fyrir þeim blekk ingum og ósannindum. sem nú eru kölluð áróður og þurfa að njóta sín tii að viðhalda völdum og ver- aldargengi vissra stétta, flokka eða höfðingja í þjóð félögum aldarinnar. En allir, sem til þekkja eru þess fullvissir, að þrátt fyrir allan ágreining, sem oft hefur orðið og er enn um orðalag og ýmsar kenn ingar Heilagrar ritningar, þá er hún öllum öðrum bókum æðri að fjölbreytni ingjahæli, slysavarnir og hjálp við vangefna og ve- sæla væri naumast eða alls ekki til án blessandi áhrifa frá veigum þessarar upp- sprettu. En þótt margt megi segja um þau áhrif, sem Biblían hefur haft og hefur enn á félagslíf og listir, þá er þar aðeins minnzt á hið ytra, jafnvel þótt sjúkrahús,, gistihús, skólar og öryrkjahæli væri allt tekið með í reikning- inn. Því raunar er þetta flest eða allt og starfsemi þess frá henni runnið upp haflega. Um fram allt eru þau á- hrif, sem hjörtu og hugir einstaklinganna hafa hvert á sinn hátt til hennar sótt sinn fögnuð, hugsvölun og fróun á stórum örlaga- stund'um í gleði og hörm- um. Stundum kom þessi kraftur beint við lestur og íhugun, en stundum sem lifandi orð þeirra þjóna Guðs, sem hafa leynt eða ljóst vígt hinni blessuðu bók og Drottni hennar þjónustu sína. Hún hefur því með meira rétti en nokkuð annað, sem ritað er, verið nefnd Guðs orð. Við ættum þvi að veita krafti þessarar uppsprettu sem bezt til mannssáln- anná og samf élagsins. Heim ili, skólar og kirkjur, þurfa þar öll að vinna saman með áhuga, atorku og skyn semi í an<ja Guðs. Eflum því Biblíufélag ís- lands sem bezt tii starfa, það vill standa vörð um þessa starfsemi við lind- ina miklu. Fylkjum okkur sem flest undir merki þess. Margt smát gerir eitt stórt. Heill þeiri þjóð, sem skilur sinn heilaga arf og les og metur rétt Heilaga ritningu. Árelíus Níelsson. í skýrshi Breta. Væri óskandi, að Bretar legðu f:am sinn skerf til rannsókna á íslandsmiðum, eins og margar aðrar þjóðir, en hingað til hefur framlag þeirra verið harla lítið sókn miðað við hina gífurlegu þeirra á þessi mið. Reykjavík, 3. febrúar 1961. Jón Jónsson forstjóri fiskideildar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.