Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, sunnudagi&n 5. feferúar 1W1.
Hárið á henni Júlíu va>
ekki nein óvera. Það
flóði purpurarautt um herð-
ar og háls, í morgunsólinni
eins og ferskt uxablóð en
glóði í miklu sólskini eins
og eldneistar.
Hún var á allan hátt vel
úr garði gerð, fagurt and-
litsfallið og grannur líkam-
inn, töfrandi augnaráðið
var nóg til að gera hvern
karlmann trylltan.
Maríus sá hins vegar ekk-
ert nema hárið. Það var
ást við fyrstu sýn, þegar
hann kom auga á hárið á
henni, þar sem hún gekk
yfir götu. Hann hafði
gleymt öllu, varpað fyrir
borð venjulegum umgengnis
siðum, hlaupið á eftir
henni og gripið í handlegg-
inn á henni. Hann heimtaði
af henni nafn, heimilis-
fang og símanúmer. Hún
varð svo utan við sig, að
hún svaraði öllum spuming
um hans ósjálfrátt, og
nokkrum mánuðum seinna
gengu þau í hjónaband.
Hann kvæntist hárinu á
henni. Annað hafði hann
ekki séð, þegar hann mætti
henni fyrst, og annað sá.
hann ekki, þegar hún stóð
við hliðina á honum frammi
„Hann lá oft andvaka á nóttunnl og lét sig dreyma um msa nýbreytnl I
hárlagningu, og þegar hugmyndin haföi fengið á sig fast form í huga hans,
þá vakti hann Júlíu sína og gerði tilraunir á henni".
AUMINGJA JULÍA
fyrir altarinu. Það sló kop-
arblæ á hárið í skini kerta-
ljósanna. Maríus átti bágt
með sig að renna ekki fingr
unum gegnum hárið á
henni, þar sem hún stóð.
Þetta stutta hjónaband —
við getum strax látið það
flakka, að hamingjan varð
ekki endalaus — varð Mar-
íusi til stórrar gleði og hug-
ljómunar. Hárið á Júlíu varð
til að auka hróður hans sem
listamanns. Hann var dömu
hárskeri, en það var aldrei
talað öðruvísi 'um hann en
sem listamanninn Maríus.
Hann leit ekki á viðskipta-
vinina sem viðskiptavini,
heldur sem módel, og allir
óttuðust skap hans en um-
báru hann. Ef eitthvað mis-
tókst, átti hann það til að
rífa og tæta í hárið á við-
komandi, en hófst síðan
handa á ný, þegar vígamóð-
urinn rann af honum.
Þegar Júlía varð á vegi
hans fann hann opnast nýja
lind andlegrar orku og sköp-
unargáfa hans efldist að
mun. Þegar hann var miður
sín, var honum nóg að leita
á náðir Júliu sinnar og
strjúka hið yndisfagra hár
hennar, þá fekk hann smám
saman kraft á ný. Hann lá
oft andvaka á nóttunni og
lét sig dreyma um ýmsa ný-
breytni í hárlagningu, og
þegar hugmyndin hafði
fengið á sig fast form í
huga hans, þá vakti hann
Júlíu og gerði tilraunir á
hári hennar, meðan andinn
var yfir honum. Ef þau höfðu
Smásaga eftir Erik Pouplier
Teikning eftir Fritz Bruzelius
farið í óperuna, þá kom það
fyrir, að Maríus fékk nýja
hugmynd við að hlýða á
tónlistina. Maríus var mik-
ill listamaður, og hann varð
enn rammauknari eftir að
hann kynntist Júlíu. Jafn-
vel á sælustu stundum þeirra
varð hann gagntekinn af
hári hennar og settist þá
fram á rúmbríkina og fór
að handfjatla á henni hárið
þar sem hún lá nakin.
Loks var henni nóg boðið.
— Eg hélt í fyrstu, að það
væri ég, sem þú varst hrif-
inn af, sagði hún, en þá er
það bara hárið á mér.
— Auðvitað er það hárið
á þér, svaraði hann, þú ert
falleg og yndisleg, en það er
ekkert sérstakt. Það er ótölu
legur fjöldi slíkra kvenna i
heiminum. En engin hefur
hár elns og þú. Þvi skyldi
ég þá ekki elska á þér hárið,
hárið sem hefur gefið slist
minni aukið gildi.
— Ef ég klippi af mér allt
hárið, mundirðu elska mig
áfram?
— Þú værir mér ekkert,
án þess að hafa þetta hár,
svaraði hann.
Tveim mánuðum seinna
skildu þau.
Tony stóð lengi þögull og
hélt í höndina á Júlíu, og
sleppti henni ekki allt kvöld-
ið og hélt henni reynday
næstu 22 mánuði. Svo lengi
þekktust þau.
Hann var myndhöggvari,
mjög ungur, og allt að því
óþekktur, þangað til hann
kynntist Júlíu. Sérgrein
hans voru mannamyndir, en
hann skaraði ekki fram úr
á því sviði.
Listin fæddist í honum á
því andartaki, er hann leit
hinar undursamlegu hend-
ur, sem hann langaði tll aö
kyssa og strjúka. Hann
horfði á þær hugfanginn og
sá, að þarna var fullkomn-
un allrar listar.
Hann gerði margar til-
raunir til að móta hendur
hennar í málm en mistókst.
f örvæntingu sinni fór
hann á fund Júlíu og Jcast-
aði sér fyrir fætur hennar
— eða réttara sagt hendur
. hennar. Hann sagði henni,
að hann elskaði hana, og
það var að vísu satt. Hann
elskaði hendurnar á henni.
Júlía varð alveg hissa, en
hún tók þessu alls ekki
fjarri. Tony var reglulega
aölaðandi og fríður piltur.
Frá þeirri stundu voru
þau daglega samvistum.
Tony tilbað hana og Júlía
var frá sér numin af sælu.
Dag hvern kýssti hann hana
hundrað kossa, og hann gat
setið náttlangt og haldið í
hendurnar á henni.
Hún flutti til hans, blind
af ást. Tony vann eins og
hamhleypa. Innan skamms
var vinnustofan full af hönd
um í ýmis konar efni og
ýmsum stellingum. Hann
vann í ofsa og var viss um
að öðlast heimsfrægð, þeg-
ar honum hefði tekizt að
endurskapa hendurnar á
Júlíu í leir.
Júlía sat fyrir. Tímunum
saman sat hún með fram-
réttar hendur, unz hún var
orðin stirð og aum. Ef hún
reis á fætur til að fara
fram í eldhús, mótmælti
hann ákaft. Honum var alveg
sama, þótt hann fengi ekk-
ert að borða.
Tony tók um hendurnar
á henni og þrýsti þeim að
brjósti sér. — Eg elska á þér
hendurnar, hvíslaði hann,
þær víkja aldrei úr huga
mér.
Þetta fór að taka á taug-
arnar. Hún sá hendur, hvert
sem hún leit. Hann talaði
ekki um annað en hendur,
hann neyddi hana til að
sitja fyrir dögum saman, og
að síðustu fannst henni, að
hendurnar á sér hefðu vaxið
í yfirnáttúrlega stærð og
væru þungar sem blý. Þeg-
ar hún leit í spegil, sá hún
ekkert nema hendurnar.
Dag einn þegar Tony hafði
skroppið í bæinn, tók hún
saman föggur sínar og fór
og kom aldrei aftur.
Það getur enginn láð Júlíu
þótt hún forðaöist karl-
menn næstu mánuði. Það
var sama hvað þeir litu sak-
leysislega út. Hún hafði
fengið nóg af þeim.
Sennilega hefði hún aldrei
gifzt aftur, ef hún hefði
ekki fengið botnlangabólgu
og verið skorin upp af fyrsta
aðstoðarlækni, William
Smith. Vegir ástarinnar eru
órannsakanlegir. Hvernig
getur staðið á því, að ást
kviknar hjá konu, sem feng-
ið hefur óbeit á karlmönn-
um, og ungum lækni, sem
aldrei hefur litið á aðrar
konur en þær, sem lágu á
skurðarborðinu, og þá aðeins
í því ljósi, að þær væru for-
vitnileg tilfelli fyrir lækna-
vísindin?
En þannig fór það samt,
áður en Júlía var orðip ról-
fær eftir uppskurðinn, var
hún orðin yfir sig ástfang-
in af lækninum, og hann
endurgalt henni ástina og
var næstum búinn að gleyma
að hún var sjúklingur hans.
Þrem mánuðum seinna gift-
ust þau.
Henni fannst hún vera
komin í örugga höfn. Hún
óttaðist ekkert. Hvað eftir
annað hafði hún spurt Will
iam, hvort það væri nokkuð
sérstakt við ytra útlit henn-
ar, sem vekti áhuga hans,
en hann hafði staðfastlega
neitað og sagt, að hann elsk
aði hana einmitt mest vegna
þess, sem inni fyrir bjó.
William var fyrsti maður-
inn í lífi hennar, sem leit
ekki aðeins á ytra borðið.
Allt virtist ætla að ganga
í haginn fyrir Júlíu. William
var umhyggjusamur og kær
leiksríkur eiginmaður. Því
miður hafði hann ekki mik-
inn tima aflögu handa
henni, þegar hann kom heim
af sjúkrahúsinu, sökkti
hann sér niður í ritgerð,
sem hann var að skrifa um
þarmasjúkdóma. En þær fáu
stundir, sem hann átti með
konunni sinni, reyndist
hann ótrúlega góður.
Nótt eina vaknaði hún við
að rjálað var við handlegg-
inn á henni. William beygði
sig yfir hana alklæddur.
— Júlía, ég þarf að tala
við þig, fyrirgefðu að ég
vakti þig.
— Getur það ekki beðið?
Þangað til á morgun, uml-
aði í Júlíu.
— Auðvitað getur það
beðið, en þegar maður fær
hugmynd, þá hefur maður
enga ró í sínum beinum,
svaraði hann, — skilurðu,
ég er að glíma við erfitt
vandamál, en nú held ég að
ég hafi fundið lausnina.
Júlía var ekki fullkomlega
vöknuð. Hún hrósaði manni
sínum fyrir dugnaðinn en
'lét siðan í ljós þá ósk að fá
að sofna aftur.
— Nei nei hlustaðu nú á
mig, sagði hann ákafur, þú
getur orðið mér að liði. Þó
er ég ekki viss í minni sök.
— Get ég hjálað þér?
—Já. Þegar ég skar þig
up, þá uppgötvaði ég í bér
dálítinn ágalla rétt hjá
coecum.
— Rétt hjá hvurju?
— Ó, coecum, þar sem rist
illinn byrjar ,og rétt við pro-
cessus vermiformis, það er
að segja botnlanginn. Eg
gerði ekkert í málinu, þetta
var bara smávægilegur á-
(Framhald á 10. síðu). J