Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 5
T Í MIN N, suunudaginn 5. febrúar 1961. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLÓKKURINN. Franlkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Bankamálin i * Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur það lengi verið boðað, að hún myndi á þessu þingi leggja fram frum- varp um bankamálin. Af hálfu stjórrarflokkanna hefur verið látið í veðri vaka, að þar yrð-i um að ræða stór- merkar endurbætur á bankakerfi landsins. Nú hafa þessar tillögur ríkisstjórnarinnar verið lagð- ar fyrir þingið í formi þriggja frumvarpa, þ. e. frv. um Seðlabankann, frv. um Landsbankann og frv. um Fram- kvæmdabankann. Sagt er svo, að von sé á fjórða frum- varpinu, er muni fjalla um Útvegsbankann. Þegar nánar er að gætt, felast ekkj neinar meirihátt- ar breytingar í þessum frumvörpum. Frumvörpin um Landsbankann jg Framkvæmdabank ann gera ráð fyrir alveg óbreyttu fyrirkomulagi og hlut verki þessara banka. Eini tilgangurinn með þeim er sá, að koma því til leiðar að bankaráðin verði kosin að nýju, svo að stjórnarflokkarnir fái enn traustari valdastöðu í þeim en áður. Þessi frv. eru því ekkert annað en þátt- ur í valdabrölti stjórnarflokkanna. Nákvæmlega hið sama gildir um frumvarpið • um Seðlabankann að því viðbættu, að þar er lagt til að bætt verði við einum bankastjóra og tveimur bankaráðsmönn- um, svo að stjórnendur bankans verða þá 8 í stað 5 nú. Stjórnarflokkarnir fá þannig til ráðsröfunar fleiri stöður handa gæðingum sínum, jafnframt því, sem þeir treysta völd sín yfir bankanum. •Til þess að reyna að afsaka þessa embættafjölgun og valdabrölt, er látið svo í veðri vaka, að með umræddu frv. um Seðlabankann sé hann gerður að sjálfstæðri stofnun. Þetta er alveg rangt. Seðlabankinn er nú þega'r sjálfstæð stofnun og sjálfstæði hans eða vald er ekki neitt aukið með þessu frumvarpi. Tengsli hans við Lands- bankann eru nú eingöngu formlegs eðlis, og breytir það engu í reynd, hvort þau eru felld niður eða ekki. Hins vegar hafa þau haft í ftú- með sér ýmsan sparnað, sem nú mun hverfa úr sögunni. Það, sem hér er að gerast í bankamálunum, er því raunverulega ekki annað en það, að ríkisstjórnin er að hringla með þau í þeim eina tilgangi að tryggja sér fleiri embætti og aukin pólitísk vöid. Með því er verið að vinna að því að skapa þá hefð, að hver ný ríkisstjórn telji eðlilegt að bréyta bankalöggjöfmni til pólitísks hag- ræðis fyrir sig. Slík vinnubrögð eru vissulega hin háska iegustu, því að vitanlega ber miklu fremur að stefna að því, að pólitískur friður geti ríkt um bankana, þótt breytingar verði á stjórn landsins. Núverandi ríkisstjórn íslands er bersýnilega á öðru máii. Ranglátt ákvæði Eitt nýtt ákvæði er í nýjá stjó'-narfrumvarpinu um Seðlabankann, sem gefur glöggt til kynna, að ríkisstjórn- in hefur ekki áhuga fynr, að friður ríki um þá stofnun. Hér er átt við það ákvæði, sem tekið er upp úr „við- reisnar“löggjöfinni, og fjallar um það. að taka mégi helminginn af fé innlánsdeilda kaupfélaganna og festa það í Seðlabankanum. Slík ofbeldisákvæði eins og þetta á vitanlega ekki að setja í lög Seðlabankans, því að af því leiðir, að lögin munu stöðugt verða baráttumál á A.lþingi meðan þessi ákvæði eru ekki afnumm. Ef stió_—■ sem er fjandsam- leg samvinnuhreyfingunni, vill ’ ík lagaákvæði, á hún að hafa þau í öðrurn lögum . . ,era ekki lög Seðla- bankans að vettvangi fyrir deilurnar um þetta mál. Fóik, sem talað er nm SKAMMT frá Aswan í Egyptalandi, iþar sem stíflan mikla er að risa upp, hefur' ver- ið reist veglegt grafhýsi yfir jarðneskar leifar Aiga Khans, ihins 'heimsþekkta milljóna- mærings og trúarleiðtoga, er lézt fyrir nokkrum árum. Síð- asta eiginkona hans, Begum, dvelst nú í villu, sem hann hafði reist skammt frá þeim stað, þar sem grafhýsi hans var fyrir hugað, og ætlar að heimsækja grafhýsið daglega í sex vikur. Hún hefur fylgt þeim sið ár- lega síðan Aga Khan dó. Beg- um, sem var dansmær í Frakk- landi áðui' en hún giftist Aga Khan, var þá talin með feg- urstu konum í heimi. Á með- fylgjandi mynd sést hún benda á grafhýsi Aga Kháns- KENNEDY FORSETI hefur ákveðið að kveðja heim sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu Llewellyn E. Thompson, til skrafs og ráðagei'ða. Búizt er við að Thompson verði áfram sendiherra í Moskvu og muni þá gegna mikilvægu hlutverki varðandi hugsanlegar sami'æð- ur Krustjoffs og Kennedys. TALIÐ er, að republikanar séu lítið ánægðir yfir því, að Douglas Dillon, sem var að- stoðarutanr'íkisráðherra hjá Eis enhower, skyldi/ gerast fjár- málaráðherra hjá Kennedy. Dillon virðist hins vegar kunna nýja starfinu vel. Á meðfylgj- andi mynd sést hann ásamt hin- um nýja ríkisgjaldker’á Banda- ríkjanna, frú Elisabeth Smith, vera að skoða fyrstu dollara- seðlana, er bera undirskrift þeirr'a. THOMAS K. FINLETTER hef- ur verið skipaður sérstakur sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu. Hann er 67 ára gamall, var' flugmála- ráðherra í stjórn Trumans og hefur síðan látið alþjóðamál mjög til sín taka. Hann hefur verið eindreginn fylgismaðui' Adlai Stevenson- Hann hefur a.m.k. einu sinni komið til ís- lands' f för með Thor Thors og dvaldi þá hér í nokkra daga. ÞAÐ hefur vakið mikla á- nægju víða um heim, að Kenn- edy forseti hefur skipað Ed- ward E. Murrow yfirmann upp lýsingaþjónustu Bandaríkjanna, sem. m.a. rekur útvarpskerfið „Voice of America“. Murrow, sem er 52 ára gamall, er’ þekkt- asti sjónvatpsfyrirlesari Banda- ríkjanna ög hefur undanfarið (Framhald á 13. síðu.) Begum og grafhýsi Aga Khan. MURROW THOMPSON FINLETTER Douglas Dillon og Elisabeth Smith. ■*V*V*VV«V*V»V*VaV*V*\.*V»V*V*V»V*'V /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.