Tíminn - 05.02.1961, Qupperneq 14

Tíminn - 05.02.1961, Qupperneq 14
14 TÍMINN, sunnudaglnn 5. febrúar 1961.' — Að sjálfsögðu. Eg verð uppi. Hún fór út og lokaði dyr- unum að baki sér. — 'Jæja, lögregluforingi, sagði Philip. — Eg veit þér eruð önnum kafinn, og ég skal ekki tefja yður lengi. En ég get tjáð yð- ur í trúnaði aö grunur okkar hefur verið staöfestur. Faðir yðar dó ekki eðlilegum dauð daga. Lát hans orsakaðist af of stórum skammti af physi- ostigmin, — sem er þekktara undir nafninu eserin. trúverðugur herbergisþjónn. Við höfum engan grun á Johnson. — Eg skil, svaraði Philip dauflega. — Viljið þér segja mér ljós lega um athafnir yðar daginn sem faðir yðar lézt, hr. Leonides. — Sjálfsagt, lögreglufor- ingi. Eg var hér, í þessu her bergi, allan daginn, — að máltiðum undanskildum. — Hittuð þér föður yðar nokkuð? — Hvað gerðuð þér? — Eg hringdi upp lækninn, en engum virtist hafa dottið það í hug. Hann var ekki heima, en ég lagði boð fyrir hann að koma eins fljótt og hann gæti. Síðan fór ég upp á loft. — Og svo? — Faðir minn var bersýni- lega mjög veikur. Hann dó áður en læknirinn kom. Engin geðshræringarmerki heyrðist í rödd Philips. Hann lýsti aðeins staðreyndum. á llfinu. Og síðan þá — í fyrsta skipti birtist dauft bros á vörum Philips — hef- ur hann orðið gegnum ýmis| viðskipti j afnvel enn auðugri1 en hann var áður. — Bæði þér og bróðir yðar fluttust hingað til búsetu. Það var ekki vegna fjárhags- örðugleika? — Alls ekki. Það var aðeins þægilegra. Faðir minn sagði ævinlega að okkur væri vel- komið að búa hér. Það var mjög haganlegt fyrir mig af ýmsum heimilisástæðum. Philip laut höfði. Hann lét enga sérlega geðshræringu i ljós. — Eg veit ekki hvort það segir yður nokkuð, hélt Taverner áfram. — Hvað skyldi það hafa að segja? Mín skoðun er að fað- ir minn hafi tekið inn eitrið af misgáningi. — Álítið þér það virkilega, hr. Leonides? — Já, mér finnst það vel mögulegt. Þér vitið að hann var kominn fast að níræðu og orðinn mjög sjóndapur. — Svo hann hellti augn- meðalinu yfir í insulinflösku. Finnst yður það raunveru- lega trúleg lausn, hr. Leon- ides? Philip svaraði ekki. Andlit hans varð jafn vel enn óhagg anlegra en fyrr. Taverner hélt áfram: — Við fundum flöskuna undan augnmeðalinu tóma — í rusla körfunni. Enginn fingraför voru á henni. Það eitt er kyn legt. Ef allt hefði verið með felldu ættu að vera fingraför á henni, eftir föður yðar, kannski eftir konu hans eða herbergisþjón .... Philip Leonides leit upp. — Hvað um þjóninn, sagði hann. Hvað um Johnson? — Haldið þér að Johnson geti verið morðinginn. Hann hafði vissulega tækifæri til að fremja verkið, — en varla tilefni. Faðir yðar greiddi honum launauppbót á hverju ári, og hún hækkaði árlega. Faðir yðar gerði honum ljóst, að þessar greiðslur kæmu í staö þess að hann yrði arf- leiddur að einhverri upphæð ella. Eftir sjö ára starf er uppbótin talsvert fé og hefði enn hækkað árlega. Það er bersýnilegt, að Johnson hafði hag af því að faðir yðar lifði sem lengst. Auk þess féll þeim vel hvorum við annan, og fortíð Johnsons er flekk- laus, — hann er mjög fær og Agatha Christie: RANGSNÖID — Eg bauð honum góðan dag eftir morgunverð eins og vani minn var. — Voruð þið tveir einir? — Hm — stjúpmóðir mín var einnig í herberginu. — Var hann eins og hann átti að sér? . Philip brá fyrir sig hæðni: — Hann virtist ek’ti vita fyr ir, að hann yrði myrtur þá um daginn. — Er hluti föður yðar af húsinu alveg aðgreindur frá þessum? — Já, aðeins innangengt um dyrnar í skálanum. — Eru þær læstar að stað- aldri. — Nei. — Aldrei? — Eg hef aldrei vitað til þess. — Allir gátu farið frjáls- lega á milli? — Vissulega. Aðgreiningin var aðeins til heimilisþæg- inda. — Hvernig heyrðuð þér fyrst'um dauða föður yðar. — Roger bróðir minn, sem býr á efra lofti í vesturálm- unni kom og sagði mér að faðir minn hefði fengið skyndile^* kast. Hann ætti erfitt um andardrátt og virt- ist mjög veikur. — Hvar voru aðrir úr fjöl- skyldunni? — Kona min var í London. Hún kom heim skömmu sið- ar. Eg held, að Sofia hafi einn ig verið að heiman. Yngri börnin, Eustace og Josefina voru heima. — Eg vona þér misvirðið ekki hr. Leonides, þótt ég spyrji hver áhrif dauði föður yðar hefur á efnahag yðar? — Eg skil vel, að þér viljið kynna yður alla málavexti. Faðlr minn gerði okkur fjár- hagslega sjálfstæð fyrir mörg um árum síðan. Hann gerði bróður minn forstjóra og aðal hluthafa í Sameinuðum verzl unum, sem var stærsta fyrir- tæki hans, og fékk honum alla stjórn þess. Hann lét mér í té upphæð, sem ég taldi sam bærilega — ég held hún hafi numið hundrað og fimmtíu pundum í verðbréfum og öðru — svo að ég gæti notað féð eins og mig lysti. Hann lét einnig systrum mínum tveim ur, sem nú eru látnar, eftir mjög ríflegar fjárhæðir. — En engu að síður var hann sjálfur mjög auðugur? — Nei, í raun og veru ætl- aði hann sjálfum sér rjög hóf legar tekj/ur. Hann sagði það mundi halda við áhuga hans Philip bætti við — að yfir veguðu máli: — Mér þótti líka mjög vænt um föður minn. Eg kom hingað með fjölskyldu minni 1937. Eg borga enga húsaleigu, en minn hluta af sköttum á hús inu. — Og bróðir yðar? — Hann kom hingað eftir að hús hans hafði eyðilagzt í loftárás á London 1943. — Hafið þér nokkra hug- mynd um hr. Leonides hvem ig faðir yðar ráðstafar eigum sínum í erfðaskrá? — Mjög ljósa hugmynd. Hann gerði nýja erfðaskrá árið 1946. Faðir minn var ekki dulur maður, og hann hafði mikla ást á fjölskyldu 6inni. Hann hélt fjölskyldufund þar sem lögmaður hans var einn ig viðstaddur og lýsti fyrir okkur ákvæðum erfðaskrár- innar. Eg býst við, að þér þekkið þessi ákvæði nú þegar, hr. Gaitskill hefur eflaust skýrt yður frá þeim. Um það bil hundrað þúsund pund, að skatti frádregnum, koma í hlut stjúpmóður minnar auk mjög ríflegrar fjárhæðar, sem hún hlaut við giftingu. Öðrum eigum hans skyldi skipt í þrjá hluta, einn fyrir mig, annan fyrir bróður minn og hinn þriðja fyrir baraa- böm hans þrjú. Eignirnar eru miklar, en erfðaskattur inn verður auðvitað mikill. ÚTVARPID Sunnudagur 5. febrúar: 8.30 Fjörleg músik að morgni dags. 9.00 Fréttir. 9.30 Veðurf.regnir. 9.35 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Pirest- ur : Séra Jón Auðuns dómpró- fastur. Organl'eikari: Dr. Páll ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Afmæliserindi útvarpsins «m náttúru íslands; XIII: Jarðhit- inn (Jón Jónsson jarðfræð- ingur). 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn: a) Þorvaldur Stein grímsson og félagar hans leika. b) Kór og hljómsveit skemmta; Alexandrov stj. 16.00 Veðurfregnir. 16.25 Endurtekið efni: a) Myndir frá Afríku; I. hluti (firá 25 f. m.) — b) Svíta eftir Skúla Halidórsson (frá 22. f.m.). c) Kafli úr bókinni „Pabbi, mamma og við“ eftir Johan Borgen (útv. 26. f.m.) 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir), 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Einar Th. Magnússon velur sér hijóm- plötur. 19.10 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Erindi: Þegar höfuðbong heims ins var rænd (Jón R. Hjálm- arsson skólastjóri). 20.15 Hljómsv. Ríkisútvarpsins leik- ur. Sjórnandi: Bohdan Wodicz ko. a) Fantasía f. sbrengjasveit eftir Hallgrím Helgason. b) Gamlir dansar og aríur. 20.45 Samtalsþáttur: Sigurður Bene diktsson ræðir við útflytjanda til Argentínu. 21.00 Einsöngur: Cesare Siepi syng- ur ítölk lög. 21.15 Gettu betur! — spurninga- og skemmtiþáttur undir etjóm Svavars Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög: Heiðar Ástvaldsson velur lögin og kynnir. 23.30 Dagskrmárlok. Mánudagur 6. febrúar: 8.00 Morgunútvarp} 8.30 Fróttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 1*3-15 Búnaðarþáttur: Veðurfar og gróðurfar (Lárus Jónsson bú- fræðikandidat). 13.30 „Við vinnuna": Tónl'eikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 FyrLr unga hlustendur: „For- spil“, bernskuminningar lista- konunnar Eileen Joyce; 14. (Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tiikynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og ve^inn (Ólafur Þorvaldsson þingvörður). 20.20 Einsönguc; Kristinn Hallsson syngur. Við píanóið: Fritz Weisshappel . 20.40 Leikhúspistill (Sveinn Einars- son fil. kand.). 21.00 Tónleikar: (Hljómsv. franska útvarpsins leikur). 21.25 Útvarpssagan: ,,Jómfrú ' elur son“ eftir Wiiliam Heinesen; síðari lestur (Sveinn Sigurðs- son ritstójri þðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (7). 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.10 Dagskrárlok. •ft- EíRÍKUR VíÐFÖRLl Hvíti hrafninn Menn Eiríks bjuggust -nú til bar- daga. Skyturnar röðuðu sér við borðstokkana og lyftubogunum. Hin ókunnu skip nálguðust hrað- an, en skyndilega hrópaði Eiiíkur uppyfir sig: — Það er Ragnar rauði! Skjótið ekki, það er Ragnar rauði! Mennirnir létu bogana síga óánægðir á svip. Hvað nú ef Ei- ríki hefði missýnzt? En Eiiíkur hafði rétt fyrir sér. — Þetta eru skip Eiríks kon- ungs! hrópaði Ragnar til sinna manna. Hann þagði litla stund og hrópaði svo: — Breytið stefnunni, sláið undan! Andartak slöptu segl- in en fylltust svo af vindi og skip Ragnars fjarlægðust aftur. Eiríkur horfði undrandi á þessai aðfarir- — Er Ragnar að flja mig? Hér br eitthvað undir sem ég skd ekki, en ég á eftlr að komast að raun um hvað það er.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.