Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 13
13 TÍMINN, sunnudaglnn 5. febrúar 1961. Allir hafa þörf fyrir vítamín — Þér lítið aðeins vel út að yður líði vel — Vítamín-baS með froðu Setjið einn skammt af BADEDAS undir vatnsbununa . Og baðkerið mun fyllast af froðu Baðtím: u. þ b. 15 mínútur. Nuddið líkam- ann á meðan vel með góðum svampi. Notið BADEDAS ævinlega án sápu. Veniuleg sápa minnkar hin hressandi og hreinsandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina. Sérstaklega athyglisverður eigin- leikj BADF.DAS er sá, að engin dökk óhreLmndarönd kemur í bað- kerið, ef notað er BADEDAS og sparar það bæði tíma og erfiði. Eftir Badedas Vítamín-batí mun yíur lítía sérstak- lega vel. — Skinn ýíar mýkisi og vertiur ferskt og líflegt, og bló^icS rennur e'ðlilega um líkamann. Ef Jiér fariíS afteins eftir Badedas baíi atSfertS, þá er batSitS fullkomlega VítamíneratS. Ekkert skrum — aÖeins sannleikur. Fæst í snyrtivörubúftum og vííar. HEILDSÖLUBIRGÐBR: H. A. TULINIUS Pompeji (Framhald af 9. síðu.) Heimspekingurinn Annaeus Seneca er eini rómverski rit- höfundurinn, sem fordœmt hefur hinar blóðugu skemmt- anir fólksins. í skóla Á skólabyggingu er letrað: Valentinus og nemendur hans óska þess, að Sabinus og Rúf- us nái kosningu. Maður get- ur varla ímyndað sér, að Val- entínus skólastjóri hafi ekki kunnað að stafa, svo að lík- lega' hefur hann látið ein- hvern nemandann gera áletr- unina. Stafsetningin er nefni lega heldur bágborin. Og kannske hefur nemandinn verið að hefna sín á ströng- um kennara með því að vinna verk sitt ekki alltof vel. Prakkaraskapurinn virðist ekki hafa riðið við einteym- ing. Strákar valda tjóni utan bæjar með því að klifra upp í ávaxtatré. Þeir gera mönn- um líka gramt í geði með hlaupum á götunum. Og margt fleira ber til: „Asni var drepinn á götu, essrekinn missti annað eyrað í grjót- kasti.“ Neró syngur Neró var tengdur Pompeji, því að kona hans, Poppea, var þaðan. Hann kom oft til bæjarins, og þegar hann boð- aði til frægrar sönghátíðar í Napólí, flykktust Pompeji- búar þangað. Eirihvern tíma var uppi etrúsk prinsessa, Canace, sem átti barn me'ð bróður sínum, en barnið æpti nýfætt og kom upp um hana, svo að •hún fyrirfór sér. Eitt atriðið á sönghátíðinni í Napólí var túlkun á þessum atburði. Væri spurt, hvers vegna Neró engdist svona, var svarið: — Hai>i er að ala barnið! Síðasta daginn sem hann söng varð jarðskjálfti en Neró varð hans. ekki var. Hann hélt áfram að syngja en fólkið ruddist út úr leikhúsinu. En hann var of nærsýnn til þess, að hann sæi hvort áhorfend- ur væru margir eða fáir. Svo kom annar kippur og hálf byggingin hrundi. En Neró hugði þetta tákn um þa'ð, hve hann væri guðunum þóknan- legur. Hann samdi því sér- stakan þakkarsálm. í Pomp- eji varð ekkert tjón, og íbú- arnir hjuggu nýja áletrun á vegg: Til minningar um, að Neró frelsaðist úr jarðskjálft- anum. Það er fullyrt, að Poppea hafi dáið af því, að Neró sparkaði í kviðinn á henni vanfærri. En hún var lýst guðdómleg eftir dauða sinn. í hinum litla bæ voru menn stoltir af henni, einnig eftir dauða hennar. Vín og drykkja Veitingakrárnar voru marg ar — þrátt fyrir öll bönnin. Og fólkið sótti þær sleitu- laust. Vínið var sagt gott til þess að styrkja vöðvana, og kenndi mönnum a'ð kyssast eftir regl- um listarinnar. Gamlir menn fóru að kyssa konur sínar, þegar þeir höfðu hýrgað sig á víni, enda fundu þeir um leið á lyktinni, hvort þær höfðu líka farið í ámurnar. Annars var það kenning Kat- ós, að menn ættu aðeins að kyssa konur sínar í þrumu- veðri. Vínauglýsingarnar voru margar. Frægir menn mæltu með sérstökum víntegundum. Af sumum fengu menn alls ekki illt í maga. Öðrum var hallmælt. Þau voru svo sæt, að það varð að láta í þau harix e'ða salt. Af öðrum var reykjarlykt, eins og þau hefðu staðið í smiðju. Þannig var auglýsingastríðið í þann tíð. „Og dömunum býð ég pers- nesk vín, krydduð myrru“, auglýsti einn. En til voru þeir, sem þótti víndrykkja viðsjárverð: Sum- ir menn þvæla um erfða- skrána sína, þegar þeir eru drukknir. Aðrir segja alls konar firrur, sém þeir verða að éta ofan í sig. Sumir stofna sér í vandræði. „Við lifum á viðsjárverðum tímum njósna. Mælgi drukkinna manna hefur oft kostað þá i höfuðið. Ég hef aldrei heyrt, j að vinið vísaði mönnum leið- I ina til sannleikans.“ ■ Og þó að drykkjumennirnir týndu ekki lífinu, þá vildi svo fara, að þeir sæju ekki sólaruppkomuna. „Drykkju- maðurinn lifir ekki þann dag, að hár hans gráni, því að hann deyr á góðum aldri. Hann verður fölut og kinnar hans þrútna, augun verða döpur, og höndin tekur að skjálfa, svo að hann hellir að lokum víninu á gólfið, áður en hann hefur borið bikarinn að vörum sér.“ Hinar gömlu áletranir laða einnig fram myndir af ást ungra elskenda. Hræröum huga lesum við nítján hundr- uð ára gamla áletrun: Meta frá Atekka, dóttir Kóminiu, elskar Krestus. \ Megi hjarta Venusar í Pomp- i ejí vera þeim báðum milt, svo að þau fái lifað saman í ein- drœgni til œviloka. En stundum segir líka frá sundurþykki elskenda og tryggðarofum: Serena fyrir- litur ísódórus. Yfirleitt eru það þó heldur: holdlegar ástir, sem birtast í áletrunum í Pompeji — jafn- vel þess eðlis, að ekki er um talandi í dagblaði. Essrek- arnir, eldastúlkurnar og þræl arnir ástunduðu ekki svo mjög fágún. Siðavendni var ekki fyrir að fara í ástalífi | þeirra, og það voru vissulegaj fleiri í Pompeji, sem voru sama sinnis. Menn kipptu sér ekki upp við allt í því efni — hvorki karlar né konur. Fólk sem talaft er um (Framhald af 5. síðu). haft um 200 þús. dollara árs- laun hjá Columbiafélaginu fyi- ir fyrirlestra og viðtöl. Hann fær rúmlega 20 þús. dollara laun í hinu nýja starfi. Murrow vann sér fyrst frægð á stríðsár- unum er hann var fréttamaður Columbíaútvarpsins í Bretlandi. Orðstír hans er hins vegar mestur vegna þess, að hann var manna fyrstur til að ráðast gegn MeCarthy og lét það ó- spart koma fram í sjónvarþs- þáttum sínum. Ilann hefur vandað öðrum betur til þess sjónvarpsefnis, er hann hefur séð um, en það hefur eink- am snúizt um félagsleg vandamál og þó fyrst og fremst alþjóðleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.