Tíminn - 05.02.1961, Page 11

Tíminn - 05.02.1961, Page 11
■C*. V Ipi 5' i; ííiWSí 's. ; Blllilai1 H* Marbambanella á valdi örlaganna Elías Björn Halldórsson «) rýfur vopnahléið í Morgunblaðsglugganum og sker upp herör í Bogasal & OG ENN er nýr listamaður upprisinn. í gær opnaði Elías Björn Halldórsson sýningu á 60—70 blek-, kola- og krítarteikningum í Bogasalnum. Hann hefur ekki sýnt verk sín fyrr, utan nokkrar blekteikningar sem var stillt út í Morgunblaðsglugg- ann í fyrravetur. Ein þeirra vakti nokkuð umtal. Hún hét „Vopnahlé". Kannski eru menn hættir að tala um þá mynd, en undirrituðum segir hugur um að Elías hafi sitthvað í pokahorninu nú sem er líklegt til að vekja umtal. Og vonandi dregur hann ekkert undan. ■fr ELÍAS er fæddur og uppalinn í Borgarfirði eystra, sveitungi Kjarvals. Hann lærði fyrst í Hand- íðaskólanum, var þar í þrjá vetur, síðan einn vetur í Stuttgart og annan í Kaupmannahöfn. Síðast liðin tvö ár hefur hann einkum fengizt við svartlist. -fr MYNDIR Elíasar eru „hálf-abstrakt“, hann stíl- færir en segir ekki skilið við þekkt fyrirbæri um- hverfisins. Honum virðist skáldskapur hugleikinn og sækir mjög hugmyndir til skáldanna eins og nafn- giftir myndanna bera vott um. Meðal annars hefur hann gert skreytingar við ljóðabók Steins Steinarr, Tímann og vatnið, tuttugu og eina mynd. ☆ ELÍAS hefur fengizt við myndlist frá því um tví- tugt; þá byrjaði hann að gera stórar olíumyndir. Nú er hann ekki eins fyrirferðarmikill; myndirnar eru flestar smáar en væntanlega moira í þær spunnið. ■fr ÁFORM Elíasar er að komast aftur til Kaup- mannahafnar og læra meira í grafík. — b. ó. Myndirnar eru af blekteikningum eftir Elías. Þær heita, vinstra megin ofan frá: Höll Dovrans, „Svo ungt er lífið enn", „Einn sit ég yfir drykkju", Mardöll á miði. Hægra megin ofan frá: 2. desember, „Lítið næt- urlag", Marbambanella, Á valdi örlaganna, í land- helgi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.