Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.02.1961, Blaðsíða 16
Klelfakarlinn er ekki neitt smásmíði. Stærð hans má marka af samanburði við sjö ára strákinn, sem stendur fyrir framan hann og mænir upp í sveðjuna. Hollvættir vest- firzkra heiðavega i Við þjöðvegina á Vestfjörð- um gnæfa sums staðar risa- vaxnir steinkarlar, svipmiklir og hnarreistir. Þetta eru handaverk vegagerðarmanna, er þótt hefur við hæfi að snúa ekki heim í byggð frá unnu verki á hínum grýttu og bratt lendu heiðum Vestfjarða, án þess að skiija þar eftir ný- stárleg minnismerki. Á vesturbrún Kleifaheiðar við veginn milli Patreksfjarð ar og Barðastrandar stendur Kleifakarlmn - og minnir á jötna þá I fornsögum, sem komu út úr gnúpnum með jámstaf í hendi. Kleifakarl- inn er að vísu ekki með neinn járnstaf, en í staðinn mund- ar han sveðju mikla. Þennan karl mun vegavinnuflokkur Magnúsar Ólafssonar, verk- stjóra í Vesturbotni, hafa gert um þaö leyti, er Kleifa heiði varð fyrst sæmlega bíl fær. Vegurinn vestur á hina nyrðri firði liggur upp úr Vatnsfirði yfir fjöll til Amar fjarðar. Úr Vatnsfirðinum er farið upp með á, sem nefn- ist Penna, og þar stendur í brekku annar steinjötunn. Hann er af allt annarri gerð (Framhald á 2. situ ' Bingó á fimmtudag Meðal vinninga á bingókvöldi Félags ungra Framsóknar- manna í Lídó 9. febrúar er ferð á Edinborgar-háfíðina næsta sumar, en mörg önnur verðlaun verða /eitt að auki Ferðs skrifstofan Sunna hefur góðfúslega lofað að sjá um Skot landsför sigurvegarans og veita honum alla fyrirgreiðslu a' meðan á henni stendur. Edinborg er fögur borg, rík að forn um minjum, og tónlistarhátíðin þar þykir jafnan mikill og merkur viðburður á sviði listanna. — Tekið á móti miða- pöntunum í símum 12942 og 15564. Önnur hugmynd. Listamaðurinn hugsaði sér, að orð Roosevelts um hið ferns konar frelsi yrðu letruð á vegglnn vinstra megin. í minningu Roosevelts í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, er minnis- merki þeirra þriggja forseta landsins, er mestur Ijómi leik ur um frá fornu fari — Wash ingtons, Lincolns og Jeffer- sonS. Árið 1955 kaus Banda- ríkjaþing nefnd til þess að undirbúa, að þeim forsetan- um, sem borið hefur hæst á seinni tímum, Franklin Del- ano Roosevelt, yrði einnig reist minnismerki. Var efnt til samkeppni um minnis- merki, og síðast liðinn mán- uð var ein hugmynd valin úr 574, sem nefndinnji báruSt. I Aðalverðlaunin námu um tveimur milljónum króna, en fimm fengu aukaverðlaun, um fjögur hundruð þúsund krónur hver. Verðlaunahugmyndin. — Fyrirmyndin er sótt til Stonehenge á Englandi. Á hinar m:’ 1 - ’ •• á að letra eftirminnllegustu ummæli Franklins Del- anos Roosevelts —» A hugmyndir manna um það, hlutu aðalverðlaunin, Willi- hvernig minnismerki eiga að am Pedersen, Bradford Tilne (Framnald á 2. siðu.) Klúbbfundur Næsti klúbbfundur Fram sóknarmanna verður á morgun. mánudagskvöld á venjulegum stað kl. 8 30. Páll Þorsteinsson alþingis- maður mun flytja fram- söguerindi, en síðan verða frjálsar umræður. Nánr.ri upplýsingar í símum Fram- sóknarfélaganna og Fram- sóknarflokksins, 16066 og 15564. Pennukarlinn er eiginlcga fríðleiksnáungi, en ekki eins svipmikill og verndarvættur vegarins um Kleifaheiði. Hann er líka í sviphýrara um-i j hverfi en Kleifakarlinn. Sklðaveður Útlit er fyrir bezta sklða- veður í dag, norðaustan kalda og léttskýjuðu. Frost verður 4—6 stig, og bezt er að byrja strax á því að bera áburð á skíðin. 7 ' I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.