Tíminn - 18.02.1961, Page 5

Tíminn - 18.02.1961, Page 5
TÍMINN, laugardaginn 18. febrúar 196L “'N Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjornar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjón: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Vilja hafa einkarétt Stjórnarblöðin halda áfram að brigzla Framsóknar- mönnum um samstarf við kommúnista í verkalýðsféiög- um og bæjarstjórnum. Af skrifum peirra mætti ætla, að forystumenn stjórnarflokkanna væru engilhremir af öllu slíku samneyti. Reynslan sýnir þó vissulega nokkuð annað. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kommún- istar komust á sínum tíma til valda i verkalýðshreyfing- unni með beinni aðstoð Sjálfstæðismanna. Um skeið höfðu þeir fulla samvinnu um skipun stjórnar Alþýðu- sambandsins. Þessi samvinna innan verkalýðshreyfing- arinnar hefur haldizt meira og minna síðan. Þannig skýrði Einar Olgeirsson frá því á Alþingi í haust. að hann hefði sumarið 1958 haft nána samvinnu við Ólaf Thors og fleiri forsprakka Sjálfstæðisflokksins um að knýja fram kauphækkanir. Sjálfstæðismönnum hefur og ekk: flökrað við því að sitja með kommúnistum í ríkisstjnrn. Aldrei var blóð- veldi Stalíns ægilegra en á árunum 1944—46, þegar hann var að innlima litlu Eystrasaltsríkin á þann hátt m a., að tugir þúsunda manna voru fluttir nauðungarflutningi þaðan til Síberíu á hinn hrottalegasta hátt. Þá sátu þeir Ólafur Thors og Brynjóifur Bjarnason hlið við hlið í ríkiss,tjórn og Bjarni Benediktsson kepptist við að leggja blessun sína yfir samstarfið. Eftir að Brynjólfur sagði samvinnunni slitið vegna Keflavíkui samningsins, reyndi Ólafur í meira en 100 daga að endurreisa samstarfið. Eftir fall vinstri stjórnarinnar haustið 1958, reyndi Ól- afur aftur að endurnýja þetta samstarf og strandaði þá ekki á öðru en því, að kommúnistar vildu ekki fallast á 5% kauplækkun eða m. ö. o. taka aftur hækkunina, sem Ólafur og Einar höfðu komið fram um sumarið! Ferill leiðtoga Alþýðuflokksins er svo nákvæmlega hinn sami í þessum efnum. Alþýðuflokksmenn hafa setið í stjórn með kommúnistum 1944—46 og 1956—58. Emil Jónsson reyndi að fá kommúnista í stjórn með sér á jóla- föstunni 1958. Á árunum 1958—60 fór sameiginleg stjórn kommúnista og Alþýðuflokirsmanna með völd í Alþýðusambandi íslands. Enn þann dag í dag er sam- vmna milli Emils Jónssonar og kommúnista í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Þannig mætti rekja þetta áfram. Þetta nægir vissu- lega til að sýna, að forkólfar Sjálfscæðisflokksins og Al- þýðuflokksins hafa aldrei hafnað samstarfi við komm- únista, þegar þeir hafa talið sér hag í því, og hvað eftir annað gengið eftir þeim til samstarfs. Hneykslun þeirra yfir því, að Framsóknarrnenn og kommúnistar hafa sam- starf í ýmsum verkalýðstélögum nú vegna sameiginlegr- ar andstöðu gegn kjaraskerðingunm, er því ekki sprott- in af því, að þeir telji samstarf við kommúnista neitt for- dæmanlegt, heldur miklu fremur af því, að þeir vilja hafa eins konar einkarétt á því, ef þeir telja sig þurfa á því að halda. Sjómannakjörin og Mbl. Mbl. vill ekki viðurkenna, að sjómannakjörin hafi batnað við hina nýju samninga. Þeirri staðreynd verður þó ekki mótmælt, að með hækkun fiskverðsms og ýms- um breytingum á gildandi samningum hafa kjör sjó- manna batnað frá 10—25%, en kiarabótin er nokkuð mismunandi eftir stöðum Tiltölulega mest er hún í Vest mannaeyjum vegna þess hvernig samningum var þar háttað áður. Það er vitanlega ekkert undarlega, hótt landverkafólk í Vestmannaeyjum \i?ii fá kjarabætur j átt við það, sem sjómennirnir hafa fengið. / / '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '( / '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '( '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ) '/ '( ’/ ? '/ '/ 't 't / '/ '/ '( .'/ / '/ '/ f / / / / / / '/ '/ 't ‘t 't '/ / ERLENT YFIRLíT Vilja Rússar styrjöld í Kongó? FurtSulegar tillögur þeirra í ÖryggisráÖmu um Kongómálfö. VIÐ ÞVÍ mátti alltaf búast, að ráðamenn Sovétríkjanna reyndu að nota sér víg Lum- umba til pólitísks áróðurs með- al þjóða Afríku og Asíu. Það hafa þau líka gert, en hins vegar á svo ofsafullan og klaufa legan hátt, að furðu gegnir. Ef farið væri eftir tillögum þeirra, myndi það tvennt gerast, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu ó- starfhæfar og borgarastyrjöld myndi blossa upp í Kongó mn- an rúmlega mánaðar. Hvort tveggja myndi gera ástandið í alþjóðamálum miklu alvarlegr'a en það er nú. Það má segja, að tvö séu aðal- atriðin í tillögum Rússa varð- andi Kongódeiluna. Annað er að Hammarskjöld víki, en hitt er það, að her Sameinuðu þjóð- anna færi frá Kongó innan mán aðar. Með öllu er rangt að láta Hammarskjöld víkja, því að hann hefur ekkei't gert, er rétt- lætt gæt; brottvikningu hans. Það er líka jafnframt víst að færi hann nú, myndi ekkert samkomulag verða um eftir- mann hans og sú deila væri lik- .leg Ul að gera Sameinuðu þjóð- ■irnar meira og minna óstarf- hæfar um lengra skeið, því að án framkvæmdastjóra geta þær ekki verið. Brottflutningur á herliði S. þ. frá Kongó myndi ryðja burtu seinustu hindrun- inni gegn því, að langvarandi borgarastyrjöld hæfist í Kongó, þar sem erlend íhlutun myndi mjög koma við sögu. HVORJí.^YEPGJA þetta, þ. e- óstarfhæfni S. þ. og borgara- styrjöld í Kongó, myndi gera heimsástandið miklu ískyggi- legra en það er nú. Það er því furðulegt, að Rússar skuli koma fram með slikar tillögur, þar sem sitthvað hefur bent til þess eftir stjórnarskiptin í Banda- ríkjunum, að ráðamenn þeirra vildu vinna að því að draga úr spennu í alþjóðamálum. Þessar tillögur stefna ótvírætt að því að auka hana. í lengstu lög verður að vænta þess, að þessar tyiögur Rússa séu ekki sprottnar af því, að þeir vilji auka spennu í alþjóða málum. Þetta mun skýrast bet- ur í sambandi við meðferð Kongómálsins á vegum S. þ., þegar Rússum hefur gefizt tóm til að hugsa málið nánara- Breyti þeir ekki afstöðu sinni, verður ekki annað séð en að þeir vilji auka glundroða á vettvangi S. þ. og efna til borgarastyrjaldar. í Kongó í þeirri trú, að slí'k upplausn og óöld skapi þeim betri aðstöðu til að koma ár sinni fyrir borð.: Ef svo er, eru horfur óglæsileg- ar framundan um batnandi sam búð þjóða í heiminum. TILLÖGUR þær, sem þeir Hammars'kjöld og Stevenson hafa lagt fyrir Öryggisráðið beint og óbeint á seinustu fund- um þess, virðist ótvírætt marka einu leiðina, sem nú er fær til lausnar á Kongómálinu, ef það á ekki að verða stórfellt alþjóð legt vandamál. Efni þessara til- lagna er í stuttu málí það, að áhrif og afskipti S. þ. í Kongó verði aukin, kongósku herflokk unum verði meinuð öll afskipti af stjórnmálum, hindruð verði öll erlend íhlutun og þá ekki sízt íhlutun Belgíumanna í Ka- tanga, reynt verði að mynda nýja stjórn á breiðum grund- velli og þing Kongó kallað saman við fyrsta tækifæri. Öll erlend aðstoð við Kongó verði látin fara fram á vegum S. þ. Áreiðanlegt er, að þessar til- lögur marka þann grundvöll, sem helzt vær'i hægt að leysa Kongódeiluna á. Mjög miklu skiptir það að sjálfsögðu, að vesturveldin sýni það glöggt í verki, að þau vilji útrýma belg- ískum áhrifum í Kongó. Tiltrú Asíu- og Afríkuþjóða til þess, sem S. þ. aðhafast í Kongó, mun ekki sízt fara eftir því, að þetta sjáist nægilegt Ijóst. Helzta veilan í afskiptum S. þ. í Kongó fram til þessa, hefur falizt í því, að Belgíumönnum hefur haldizt uppi aHtof mikil íhlutun. Ef ekki ver'ður bundinn endir á íhlutun Belgíumanna í Kongó, munu afskipti S. þ. þar mis- heppnast, því að mörg Afriku- og Asíuríkin munu halda áfram að hlutast til um málefni Kong- ós meðan eftir er einhver snef- ill af belgískum áhrifum þar. Mikið veltur á því, að forustu- menn vesturveldanna geri sér þetta Ijósfc Þá verða vesturVeldin að fara mjög varlega í öllum stuðningi við Kasavubu. Sannleikurinn er sá, að Kasavubu hefur sáralítil eða engin völd í Kongó og mörg áhrifamestu rí'ki Asíu og Afríku líta á hann sem belgískan lepp. Það var eftir stórfeldasta áróð- ur vesturveldanna á þingi S. þ., að það tókst að fá stjórn hans viðurkennda þar sem stjórn Kongós. MikiU meirihluti Asíu- og Afríkuríkja ýmist greiddi at- kvæði gegn því eða sat hjá við atkvæðagreiðsluná, þar á meðal öU áhrifamestu ríkin, eins og Indland. Afskipti S. þ. af mál- um Kongós verða að einkenn- ast af því, að þau styðja þar ekki einn deiluaðilann fremur en annan fyrr en þing Kongós hefur fellt úrskurð um það hverjum beri að fara með stjórnina. Þess vegna er mikil- vægt, að þingið verði kvatt sem allra fyrst saman. EF KONGÓDEILAN á að leysast farsællega, verður það mjög að byggjast á því, að Afríku- og Asíuríkin telji sig geta unað sæmilega við það, sem gert er, og hvítu þjóðirnar sýni ekki neitt það í verki, er gæti bent til þess, að þær ætli sér áfram eitthvert óeðli- legt áhrifavald í þessum heims- álfum. Bezt væri því, að Afríku- og Asíumenn væru látnir stjórna sem mest öllum afskipt- am S.Þ. í Kongó. Þetta virðist Hammarskjöld líka gera sér Ijóst, eins og sést á því, að hann hefur haft Indverja fyrir aðal- fuUtrúa sinn í Kongó. Þetta þarf að gera í enn rífcara mæli í framtíðinni. Það eru sjónar- mið óháðra ríkja eins og Ind- lands og Nígerru, sem eru væn- legust til að vísa hinn rétta meðalveg í Kongómálinu. Víg Lumumba skapaði vest- urveldunum mikla erfiðleika í Kongó. Það hefur nokkuð veikt aðstöðu þeirra að nýju, hve ofsa full og óhyggUeg viðbrögð Rússa hafa verið. Það er nú vesturveldanna að sýna, að þau eru ekki að hugsa neitt um áróð urs- og valdaaðstöðu í Kongó, eins og helzt virðist vaka fyrir Rússum. heldur að friða landið og gera landsmenn sjálfa að eigin húsbændum. Þetta er mik ið hlutverk, en líka erfitt og vandasamt. Þ.Þ. HAMMARSKJÖLD STEVENSON V*V*V*V*V V»V»V*V*V»V*V»V»V»V*V' / / / / / / '/ > / '/ '/ '( / / / / / I * / / / / / / / / / / / / / / '/ '/ '/ '( '/ '/ '/ ‘/ '/ 't '/ '/ 't '/ '/ / '/ / / ’/ '/ '/ '/ '/ 'i r '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '( '/ '/ '/ '/ / e

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.