Tíminn - 18.02.1961, Side 9

Tíminn - 18.02.1961, Side 9
TÍMINN, laugardaginn 18. febrúar 1961. ☆ Ég hef verið mikil gæfu- manneskja, þó að þessi eina alda hlyti á mér að brotna, að missa manninn minn eftir að- eins níu ára sambúð, sagði frú Ingveldur Sigmundsdótfir frá Hellissandi, er ég spjallaði við hana fyrir skömmu. Ein- hverri konunni hefði þó lík- lega stundum þótt þungt fyrir fæti í hennar sporum. — Kennaratalið segir, \ að þér séuð fædd í Akureyjum í Helga- fellssveit. Á þeim slóðum er ég al- veg ókunnug og langar að heyra hvar þær eyjar liggja. — Kannizt þér við Bjarnai'höfn? Akureyjamar liggja framundan BjarnarhafnarfjaUinu, tvær litlar eyjar, gr'ösugar niður í fjöru, og til þeirra liggja einnig tveir smá- hólmar. Heita má að allt í kringum eyjamar sé góð lending og kom það sér vel fyrir sjómennina áður en vélbátarnir komu til sögunnar. Sundið milli eyja og larjds er ekki breiðara en svo, að kallfært er yfir. Það er fagurt þar, en nú er allt komið í evði síðan systir mín andaðist. Hún og hennar maður áttu gott bú, en faðir minn stund- aði aðallega sjó frá Helli&sandi og heimanað eftir vertíð, en en hafði minna bú. — Funduð þið nokkuð til þess í uppvextinum, að einmanalegt væri að búa í eyjum? — Nei, það hvarflaði aldrei að okbur og jafnvel móðir mín, sem var alin upp í Dalasýslu, undi sér alltaf vel í eyjunum. — Hve lengi áttuð þér heima í Akureyjum? — Þar taldist ég heimilisföst til 26 ára aldurs, þegar ég fékk kenn- arastöðu í Stykkishólmi. Mig hafði alltaf langað til að menntast eitt- hvað. Svo kom það fyrir mig að meiðast á fæti og var léleg til verka. Þá sagði systir mín, sem bjó á Skógum á Fellsströnd, að ég skyldi drífa mig á skólann í Búðar- dal til hans Sigurðar Þórólfssonar, þetta væri svo ódýrt — og það var ódýrt, kostaði 120 krónur yfir vet- urinn fyr’ir okkur stúlkurnar, en 130 krónur fyir piltana. '— Hafði Sigurður Þórólfsson lengi skóla í Búðardal? — Nei, nei, ekki nema tvo vet- ur. Hann átti ékki samleið með Dalamönnum, þetta var svo mikill ákafamaður. En í skólanum fékk hann nú samt sína ágætu konu fyrra árið og hélt hún skólaheim- ilið með honum seinni veturinn. Svo flutti hann að Hvítárbakka og stofnaði skólann þar. Mér féll vel við Sigurð Þórólfsson- Hann mat þá, sem vildu læra. Hann kenndi með lýðskólaformi ..hvetjandi með orðsins brandi". Guðmundur Dav- íðsson kenndi einnig, en hann bjó ekki í skólaheimilinu. — Hvað gerðuð þið ykkur helzt til skemmtunar? — Ein aðalskemmtunin var það, að við fórum stundum upp að Hjarðarholti, þar sem séra Ólafur ólafsson bjó með konu sinni og upkomnum börnum. Það var fyrir- myndar'heimili. Mig minnir að á þeim árum hafi hann verið búnn að stofna barnastúku í sveitinni, og seinna hélt hann skóla. Annars var dauft yfir lífinu í Búðardal — daufara en í Akureyjum. Jæja, svo fór ég að hugsa um hvort ég gæti ekki kennt krökkun- um í heimasveit minni, Helgafells sveitinni, en hún er stór og erfið yfrferðar og bændurnir sögðu, að það va-ri atltof erfitt íyrir eina stúlku að hnfa rJlt það svæði. Vor um við þá ráðln ivö iil barna- kenasl!m<Rar' vatMrism 1905—6, ég og mað'-ii', sem Þorleifur hét, <x V „Þá var gaman að kenna og að rétta fdlki svaladrykk" ems Frú Sigríður Thorlacius ræðir við frú Ingveldi Sigmundsdóttur frá Hellissandi hafði ég yzta og innsta hluta sveit- arinnar. Það var gaman að kenna þc-im börnum — eins og að rétta þyrstum manni svaladrykk. Þá teygaði fólk í sig fræðsluna, það þráði að fá að lær'a. Þar kenndi ég t. d. Frímanni sáluga Ólafssyni að lesa fimm ára gömlum. Enn eru tvær systur hans á lifi, sem ég kenndi þenna fyrsta vetur, góðar vinkonur mínar. — Hvað var kennar'akaupið þá? — Jón Þórðarson fræðslumála- Vildi hann mér alltaf vel, enda var ég fermingarbarn hans. Þá var þar skólastjóii Magnús Blöndal, sem var allt í öllu á staðnum. í Stykkishólmi kenndi ég fjögur ár hjá honum, þar af þrjú með Há- koni Helgasyni, sem nú er í Hafn- arfirði. — Hvað varð svo tíl þess að þér fluttuð að Hellissandi? — Ég hafði verið í kaupavinnu hjá systrum mínum til skiptis á sumrin, en svo datt í mig að gaman inn kom, og sjálfur vera alinn upp í Bjarnareyjum, þar sem ekki var kostur á skólagöngu. Þann kost kvaðst hann ekki vilja búa börn- unum á Sandi. Þegar ég var orðin ein lim kennsluna ætlaði ég að kenna sinni deildinni hvorn dag- in sem þau færu ekki í skólann. Varð það úr að ég kenndi hvorri deild í þrjá tíma á dag, þó að ég ætti ekki nema fimm tíma kennslu skyldu daglega. Ójá, það er nú svo, þó að fólkið sé stundum að þusa um skólana, þá þykir því vænt um þá og metur þá innst inni. — Þér giftuð yður á Hellissandi? verið prófdómari við Miðbæjarskól- ann í 25 ár. Þér búið hér hjá dóttur yðar og tengdasyni? — Já, við Guðlaug höfum alltaf fylgzt að, en Sigmundur sonur minn er alfluttur til Bandaríkj- anna. Hann stundaði framhalds- nám í læknisfræði og kvæntist þar. Honum vegnar vel og því ástæðulaust að vera 'að fjargviðr- ast út af því þó að hann sé langt í burtu. Maður getur ekki bundið börnin við sig ævilangt. — En það var fleira en kennsl- an, sem þér sinntuð vestra, hvenær - Já, tveimur árum eftir að ég 'Z'ÍvenJ? ^ ** kom þangað giftist ég ungum og efnilegum bóndasyni, Jóni Pétur’s- syni frá Ingjaldshóli. Næstu fimm árin bjuggum við á IngjaldshóU og jörð, sem lá þar fast að, með | tengdaforeldrum mínum. Fjarlægð in í skólann var ekki meiri en það, að ég gekk ailtaf á milli. Ekki held ég að tengdaföður mínum hafi lit- izt ég búkonuleg, enda lét ég tengdamóður mína öllu ráða, sem hún vildi- Hún var mikil og góð kona, hafði lengi verið yfirsetu- kona í suðurhreppum Snæfellsnes- sýslu og var orðlögð í því starfi. — Já, kvenfélagið og kennslan, það var aðalverkefnið — ég rétt guktaði þetta við heimilisstörfin af því að þau voru skylda, segir frú Ingveldur kímin. Kvenfélagið stofnuðum við þegar ég fluttist frá Ingjaldshóli og ég var formaður þess þangað til ég fór 1935. Fyrir tilmæli Halldóru Bjarnadóttur gekkst ég síðar fyrir stofnun Sam- bands breiðfirzkra kvenna, sem ég var líka formaður í frá 1932 til 1949. Kvenfélag Hellissands hafði með höndum ýmis konar starfsemi. Við byrjuðum með tvær hendur tómar , . . ,., og urðum að afla fjár með ^S^^SZSL*SSt MHm 1*.., ema tíl tvær a ári, en fundi höfð- En þegar á leið var það hvort- tveggja, að maðurinn minu var INGVELDUR SÆMUNDSDÓTTIR stjóri, brosti, er við sögðum hon- um að skipt hefði verið á miltí okkar ríkisstyrknum, sem var 120 krónur, svo að við fengum 60 krón- ur hvort fyrir sex mánaða kennslu. Sveitarfélögin áttu að leggja jafn- háa upphæð á móti, en hann vissi víst til þess víðar, að það var ekki gert. En peningarnir voru manni ekki aðalatr’iði- Okkur leið vel og fólkið var okkur dæmalaust gott. — Ekki hafið þér látið yöur nægja menntunina í Búðardalsskól- anum? — Hugur minn hafði alltaf stað- ið til þess að komast í Kennara- skólann og þangað fór ég haustið 1906. Þá var mér batnað í fætinum — en aldrei hef ég samt getað dansað, segir frú Ingveldur hlæj- andi. Hef kannske ekki misst af svo miklu — en Guðrún blessunin Þorgrímsdóttir vildi endilega reyna að kenna mér aS dansa á Búðardalsskólanum. Úr kennara- skólanum útskrifaðlst ég vorið 1907. — Hvað tók þá við? — Það er eins og ég hafi sjálf þurft lítið fyrir því að hafa að taka ákvarðanir. Mér hefur oft fundizt að mér væri stjórnað og ég vil álíta að það séu æðri máttarvöld sem að því standa- Ég var búih að skrifa og sækja um kennarastöðu á Hellissandi, en það bréf misfórst og um haustið hætti Kristín Sveins dóttir kennslu í Stykkishólmi, var þá að gifta sig. Séra Sigurður Gunn arsson prófastur, spurði föður mirm hvort ég myndi ekki vilja sækja um kecnarastöðuna og lusr studdi að því að ég íenr; væri að sjá sig um í suðurhluta Dalasýslunnar og réði mig að Dunki í Hörðudal- Þar leið mér vel, húsbændurnir voru elskuleg hjón. Þá var þar í kaUpavinnu í sveit- inni skólabróðir minn Pétur Gunn- laugsson í Álfatröðum — faðir Gunnlaugs borgarritara —, sem var s'kólastjói’i á Sandi. Ég hafði frétt að hann ætlaði að hætta kennslu og fara að búa með föður sínum. Við urðum samferða til Stykkishólms um haustið og þá spurði ég hann hvort hann ætlaði að hætta. Sagði hann það rétt vera og spurði ég þá hvort hann vildi mæla með mér í stöðuna, og játaði hann því. Skrifaði ég svo formanni skólanefndar, sem sagðist þurfa að ráðfæra sig við prestinn í Olafsvík, séra Guðmund Einarsson, bróðir hans hafði verið að hugsa um að sækja. Af því varð ekki, svo að ég ] varð eini umsækjandinn og fékk stöðuna og á Hellissandi kenndi ég í 21 ár- — Hvernig var húsnæði skólans þá? — Það var ósköp lítið, en það bjargaðist. Kennt var í tveimur' deildum og meðkennari minn var Benedikt Bachmann, ágætur mað- ur, sem hafði skipstjóramenntun. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var lögð niður önnur deild skólans vegna eldiviðarsparnaðar og 1916 var staða Benedikts lögð niður í sparnaðarskyni. Til tals kom að loka ’íkólanum alveg, en þá and- mælti formaður skólanefndar. Hanu sagðist muna hvernig gengið 'n'fði á Heliissandi áður en skól- virtist að mér myndi verða ofboð- ið með því að sinna bæði kennslu og bús'kap, og þess vegna fluttum við til Hellissands- Það eru aum- ustu húsakynni, sem ég hef komið í, kofinn sem við bjuggum í hálfan fyrsta veturinn otekar á Sandi. Svo ’veyptphann hús, stækkaði það og endurbætti og kallaði Borgarholt. Við eignuðumst tvö börn, dreng og stúlku og var drengurinn sjö ára en stúlkan hálfs þriðja ár's þegar maðurinn minn andaðtst. Mér var sýnd mikil samúð þegar ég varð ekkja, en auðvitað var það mitt mál að sjá börnunum okkar far- borða. Þettá gekk allt í sama fari þar til Sigmundur minn var kom- inn undir fermingu, þá fór ég að hafa áhyggjur af menntun hans og hvað hann ætti að hafa fyrir stafni. Á Sandi lá ekkert fyrir drengjum annað en að snúast í krlngum sjó- mennina, og það var ekki mikið starf né heppilegt. Ég fór tíl Reykjavfkur og leit- aði ráða hjá séra Magnúsi Helga- syni, þeim blessaða merkismanni, sem ekki hafði einasta verið minn kennari og leiðbeinandi. Hann gaf okkur hjónin saman á sinum tíma. Hann lofaði mér að útvega Sig- mundi dvalarstað, ef hann næði prófi upp f Menntaskóla. Ég fór og talaði við rektor og hann sagði að til viðbótar við harnaskólanám- ið yrði drengurinn líka að læra dönsku undir vorprófið. Sigmund- ur var vantrúaður á að hann yrði einn af þeim 25, sem þá áttu að fá inngöngu í Menntaskólann, en það tóksrt, hann varð sá 23., mig minnir að 100 krakkar væru á vorskól- anum. Og dvalarstaður var honum útvegaður í Gróðrarstöðinni hjá Einarl Helgasyni og þar átti hann athvarf fjögur ár, þangað til ég flutti suður með Guðlaugu dóttur mína. Ég vildi láta hana læra eitt- hvað líka, enda orðin þreytt á kennslunni sjálf. Satt að segja hafði ég vonazt eftir að fá tíma- kennslu við barnaskóla í Reykja um við einu sinni í mánuði að vetrinum. Félagið efndi til leik- starfsemi og tókst oft vel, ekki sízt er mér minnisstætt þegar Tengd^mamma var leikin. Svo var reynt að aðstoða þá, sem voru hjálpar þurfi, en það voru fleiri fyrr á árum en nú — nú er fólk ekki klæðlaust og allslaust, sem betur fer. — Áttí kvenfélagið nokkurt hús- næði sjálft? — Ekki fyrst, en svo keypti það hús og stækkaði það. Konurnar báru sjálfar sandinn í steypuna þegar verið var að byggja við það. I fyrra var það selt og andvirðið lagt j sameiginlegan sjóð tíl að fcyggja fyrir félagsheimili. Mér varð ákaflega vel Ijóst þeg- ar maðurinn minn veiktist og dó, hve illa fólkið á Hellissandi var sett með læknishjálp og hjúkrun. Kvenfélagið beitti sér fyrir því, að fá hjálparstúlku, sem aðstoðaði við hjúkrun, einkum hjá sængurkon- u.m’ .°8jékk ^ess styrk frá Al- þingi. Ég fékk því líka framgengt, að læknirinn í Olafsvik kæmi einu sinni í mánuöi til Hellissands fólk- inu að kostnaðariausu. Segja mátti að Matthildur Þorkelsdóttlr ljós- móðir, væri læknir manna á Sandi. Hún batt um sár og gerði að mein- um, var glögg á sjúkdóma og hve- nær þunfti að sækja lækni. Þegar hún varð áttræð hélt kvenfélagið henni veglegt samsæti og stofnaði minningarsjóð um hana láfcna. Á að verja honum til þess að styrkja sængurkonur. — Starfar ekki kvenfélagið á Hellissandi enn af krafti? , — Jú, það gerir það, enda nýtur það góðrar og ötulbr forustu Jó- hönnu Vigfiisdótíur Á sjölugsaf- mæli mlnu sendu breði Samhand breiðfirzkra kvenna c-g h'?as>Wáag Iíollissands mér p Múr^iagjAÍir. aennsiu vio DarnaxKóia i Reykja- ^aníf J" ^tofisaf- ... _ | mffllmu :o;nu : r.iV.h,- n>ér a« vik, en það varð nu ekki, og eina m.,no íla» u hins opiivbere ar það, að ég hef| (Frawifetód & 10. adðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.