Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 3
^,Íi8lWN, raugardaglrm ‘ 25. febrúar 1961. % Frá aðalfundi miðstiórnar Framsóknarflokksins, Miðstjórnarfund- urinn hófst í gær Hermann Jónasson setti fundinn meí rætJu ASalfundur miSstjórnar Fram- sóknarflokksins var settur í Framsóknarhúsinu kl. 3 síSd. í gær. Hermann Jónasson, for- maSur Framsóknarflokksins, setti fundinn og bauS miS- stjórnarmenn og gesti vel- komna. Hann minnti sérstak- SIGU-JÓN GUDMUNDSSON, gjaldkeri flokksins, í ræSustóli. lega á þaS viS fundarsetning- una, aS ?karS yrSi fyrir skiidi á þessum fundi þar sem rit- ari flokksins, Eysteinn Jóns- son, liggur í sjúkrahúsi eftir slysiS, er hann varS fyrir um daginn. Sendi fundurinn síSan Eysteini skeyti meS óskum um skjótan og góSan bata. Eftir iþað var gengið til dagskrár og flutti Herniann Jónasson ýtar- Ie,ga yfirlitsræðu um stjóramálavið horfið, afstöðu Framsóknarflokks- ins og stefnu hans. Þar nær flutti Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri fiokksins, skýrelu sína og gerði grein fyrir reikningum. Þar næstl flutti Tómas Árnason, fram-1 kvæmdastjóri Tímans, skýrslu um! rekstur blaðsins. Eftir það var kjörið í nefndir1, og hófu þær störf í gærkveldi og halda þeim áfram fyrir hádegi í dag, en kl. 1,30 e.to. hefst fundur- inn að nýju í Framsóknarhúsinu og flytur Ólafur Jóhannesson, vara formaður flokksins, þá ræðu. Eftir það verða almennar umræður og síðan hefst afgreiðsla mála. Langflestir miðstjórnarmenn voru komnir til fundar í gær úr öllum sýslum landsins, og auk þess hlýddu fjölmargir gestir, bæði ut- an af landi og úr Reykjavík, á yfir- litsræðu formanns og skýrslur gjaldkera og framkvæmdastjóra Tímans. Styðjom fjár- söfnunina Fjársöfnun ASÍ vegna kjarabar- áttunnar er nú í fullum gangi hvar- vetna á landinu. Verkalýðsmála- nefnd Framsóknarflokksins vill enn skora á launþega að láta nokk urt fé af hendi rakna til söfnunar- innar. Hér er um sameiginlega bar- áttu launiþega að ræða og hver ^róna, sem söfnuninni berst, er þátlur í allshcrjarsókn að mann- sæmandi lífskjörum launþega. — Verkalýðsmálanefndln. TÓMAS ÁRNASON, framkvæmdastjóri Tímans, ræðír fjármál blaðsins. 3 i ogaramenn óþolinmóðir Gengu í gær á fund Soames — vilja komast á vorvertíð London—NTB 24.2. — Full- trúar brezkra togaramanna ræddu í dag í tvær klukku- stundir við Christopher Soam- es, fiskimálaráöherra, um fisk veiðideiluna. ÁSur höfSu full- trúar togaraeigenda og yfir- manna.á togurunum rætt við ráðherrann svo og Home, ut- enríkisráðherra, um málið og á sama hátt og þeir hafa full- trúar togarasjómanna lýst yfir mikilli óánægju með það, að samningar hafi ekki náðst við íslendinga. f viðræðum þessum lýstu full- ti’úar sjómanna yfir mikilli óþqlin- mæði þeirra og óánægju með gang málanna og bentu á þá staðreynd, að fengsælasta vertíðin væri skammt undan. Náist ekki smning- ar sé alvarlega hætta á því, að til hörmulegra atvika geti komið. Nú er senn ár liðið síðan að brezkir togarar fóru að frjálsum vilja út fyrir 12 mílna mörkin við ísland og hafa að beiðni ríkisstjói'narinn- ar virt 12 mílna mörkin síðan til þess að styðja að lausn deilunnar við íslendniga. Fyrir skömmu var skýrt frá þvi opinberlega í London, að brezka stjórnin hefði lagt fast að íslenzku ríkisstjórninni að gera sitt til þess að jákvæð lausn gæti fengizt í deilu þessari. Brú á Svartá eyði- lögð af vatnagangi Bergsstöðum í Svartárdal, A-Hún. 24. febr. — Svartá gerðist allgustmikil núna um miðja vikuna. Fór hún í stólpa f!óð, eins og stöllur hennar fleiri, og var jakaruðningur- inn gífuriegur. Skemmdir af völdum árinnar urðu sums staðar nokkrar. Hún braut niður girðingar, þar sem hún náði til heirra, og símastaura kvistaði hún á tveimur stöð- um, hjá Skottastöðum og hér utan við Bergsstaði. Tilfinnanlegast var þó það, að hún tók af og eyðilagði göngubrú, sem yfir hana lá hjá Eiríksstöðum. Var brúin á járnstólpum og lagði jaka- ruðningurinn þá útaf. Mun hrúin vera með öllu ónothæf. Er þetta mjög illt, þó að brú- in væri aðeins fær gangandi mönnum, því að hún var til mikils hægðarauka. GH. Stúdentar æskja breyt- I inga á lánasjóðsfrumv. Félag íslenzkra háskóla- stúdenta í Frakklandi Vekur athygli alþingis á því, að ráða gerð sú, sem kemur fram í frumvarpi til laga um lána- sjóð íslenzkra námsmanna að leggja niður almenna styrki til stúdenta, muni hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allan þorra íslenzkra stúdenta erlendis. Það er aug ljóst mál, að með fyrirhugaðri skipan mundu stúdentar ekki eiga annars 'úrkosta en stofna til stórskulda, sem hlytu að verða þeim þungur baggi að námi loknu. F.Í.H.F. telur, að eina leiðin til varanlegra umbóta í þessu sé ekki fólgin í afnámi styrkja, heldur þvert á móti í auknum styrkveitingum og námslaun- um. Félagið bendir á, að með öllum menningarþjóðum tíðk ast víðtækt námsstyrkja-'eða námslaunakerfi. Því beinir F.Í.H.F. þeirri \ áskorun til alþingis, að það geri á fyrrnefndu frumvarpi þær breytingar, að styrkir verði ekki skertir. F. h. Félags íslenzkra háskóla- stúdenta í Frakklandi, Andri ísaksson, (formaður). Síldveiði á Sauðárkróki Sauðárkróki, 23. febrúar. — Smásild er nú í verulegum mæli hér alveg upp í land- steinum. í dag voru 100 tunn- ur frystar og eitthvað fór auk þess í bræðslu. Annars hefur lítill fiskur borizt hér að landi í febrúar. Togari lagði þó hér upp 90 lest ir og bætti það nokkuð úr. Skagfiröingur er nú byrjaður á línuveiðum. GÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.