Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 16
47. blað. Laugardaginn 25. febrúar 1961. í Búnaðarþing sett í gær Búnaðarþing var sett í gær| í Oddfellowhúsinu uppi. For- maður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á VatnsleysU; setti þingið með ræðu. Þá talaði og Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra. Flestir fulltrúar munu komnir til þings. Fjöldi gesta var á þessum fyrsta fundi, auk þeirra, sem þar eiga fasta setu. Þinginu hafa þegar bor- iit 28 mál, en ef að venju læt- Formaður Búnaðarfélagsins: Landbúnaðurinn verður að búa við áþekk kjör og aðrir atvinnuvegir. ur, munu enn mörg ókomin fram. — Næsti fundur verður í dag á sama stað, og hefst kl. y 9,30 árdegis. Þá fara m.a. fram nefndakosningar og búnaðar- málastjóri, Steingrímur Stein- þórsson, flytur skýrslu sína. Formaður Búnaðarfél. íslands, Þorsteinn Sigurðsson, minntist í upphafi rœðu sinnar tveggja fyrr- verandi búnaðarþingsfulltrúa, sem látizt hafa síðan síðasta bún- aðarþing var haldið, þeirra Þor- steins Þorsteinssonar, fyrrverandi sýslumanns, og Hallgríms Þoi'bergs sonar, bónda á Halldórsstöðum. Framleiðslan þarf að aukast Ræðumaður gat þess því næst, að þinginu hefðu nú borizt 28 mál, og minntist hann á nokkur þau lielztu. Siðast liðið ár hefði verið bændum hagstætt hvað veðurfar rr.erti. Hefðu þeir og enn sótt fram til meiri framleiðsluaukn- ir.gar. Fallþungi dilka hefði vaxið, framleiðsla dilkakjöts aukizt um 400 lestir, mjólkin um 6,3 millj- ónir lftra. Um helmingur mjólk- urinnar færi til vinnslu, hitt væri neyzlumjólk. Verðmæti fram- leiðsluvara landbúnaðarins næmi rú fast að einum milljarði króna. Þorsteinn Sigurðsson kvað brýna nauðsyn bera til aukinnar fram- inðslu landbúnaðarvara. En til þess þyrfti ræktunin að aukast. Því miður hefði ekki blásið byr- lega í þeim efnum síðasta ár. Að visu dróst ræktunin ekki saman i þeim héruðum, þar sem hún var skemmst á veg komin, en annars staðar varð samdrátturinn veru- legur. í Ijós hefur komið. að bænd- ur hafa að töluverðum mun minnk- að áburðarkaup. Stafar sú öfug- þróun af hækkuðu áburðarverði og á sér að því leyti eðlilegar ræt- ur, en er á hinn bóginn viðsjár- \erð í meira lagi. , Ótækt a5 þröngva kosti landbúnaðarins Lausaskuidir bænda eru eðlilega mjög miklar og á mörgum hrein- ustu drápsklyfjar vegna vaxtahæð- arinnar. Dæmi er til þess, að bóndi hafj orðið að greiða 18—- 20 þúsund krónur í vexti af lausa- skuldum síðast liðið ár. Því riður á, að bændum sé gert kleift að breyta lausaskuldum sínum í föst og löng lán og það hið allra fyrsta. Ekki virtist á því standa, að sinnt væri kröfum sjávarútvegsins og e; ekki að iasta. En eðlilegt er og öhjákvæmilegt, að landtiúnaðar- framleiðslan sitji við sama borð. Ilér verður aðstoð hins opinbera a£ koma til, ella stefnir til algers ófarnaðar. Eg bendi ekki á erfiðleika fand- búnaðarins af því, að ég vantreysti líændum að mæta þeim, sagði Þor- steinn Sigurðsson, heldur til þess að undirstrika, að þeir eiga kröfu á, að ríkið búi landbúnaðinum á- l'ékk kjör og öðrum framleiðslu- atvinnuvegum. Og í trú á, að svo verði og í öruggri vissu um ómet- Sennilega um litlu brosmu að ræða Hér sjá menn fisk þann, sem áhöfnin á vélbátnum Gylfa veiddi í síldarnet á Ak- ureyrarpolli á mánudagskvöldið. Sjómenn báru ekki kennsl á fiskinn, en af lýsingu var ráðið, a.ð hann mundi heita litla brosma. Var farið með hann 1 lögreglu- ^stöðina, eins og ekki er sjaldgæft um vafa- gepla, og þar var þessi mynd tekin af hon- um. Einn lögregluþjór.anna, Páll Rist, held- # ur á gripnum. Heldur hann með vinstri hendi í hina þráðlags kviðugga fisksins, eins og vel má sjá á myndinni Annars var fiskurinn látinn til geymslu í frystihús, á meðan hann beið ferðar suður í Reykjavík. (Ljósm: Erlingur Davíðsson.) 28 mál þegar komin fram i’nlega þýðingu landbúnaðarins fyrir þjóðina alla, segi ég þingið sett. Gott að hafa nóg verkefni Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- raðherra, tók næstur. til máls. ! Hann kvað mikla þörf fyrir aukna íramleiðslu landbúnaðarafurða, því að þjóðinni fjölgaði um 4000 manns á ári. Framleiðslan færi líka vaxandi og kæmi hvort tveggja til: hagstætt tíðarfar og landbúnaðarins og lánveitingar úr þeim. Á s.l. ári lánaði Ræktunar- sjóður 50 milljónir króna, Bygg- ir.garsjóður 13 milljónir og Veð- c'eijdin 3,5 milljónir. Þetta væri (Framhald á 2. slðu.) I clugnaður bændastéttarinnar. Efna ! h.igslöggjöfin þrengdi nokkuð að bændum um sinn, en þeir erfiðleik ar ættu ekki að vara, nema á meðan jafnvægi væri að nást í , cfnahagsmálum. ! Ráðherrann ræddi um verðlags-i grundvöllinr. og áleit, að betur ' væri nú tryggt en áður, að bænd- i.r fengju fullt grundvallarverð. Landbúnaðurinn hefði í ýms horn að líta um lausæ aðkallandi vanda- mála, enda æskilegt, að ávallt væra ræg verkefni fyrir hendi. Þá drap I ráðherrann á fjárþörf lánasjóðá1 Frönsk neðanjarðarhreyf- ing í Alsír leyst upp — Tveir franskir liðsforingj ar og sjö aðrir Evrópumenn hafa verið handteknir í Al- geirsborg, sakaðir um að hafa stofnað neðanjarðar- hreyfingu til þess að vinna fy.rir franskt Alsír. Hreýf- ing þessi hafði aðsetur í f jöllunum í vesturhluta Al- sír. Annar liðsforingjanna hvarf fyrir skömmu úr franska hernum, án leyfis, eftir að hann hafði verið fluttur í bækistöðvar í heimalandinu. Hinn, sem er höfuðsmaður, hafði starfað í franska hernum í Aisír. — Samkvæmt tilkynningu um handtöku þessara manna fundust dreifibréf í fórum þeirra, og hafa þau verið gerð upptæk. Búnaðarþlngsfultlrúar og gestir vlð setningu búnaðarþings í gær. Ljósmynd: TÍMINN — GE. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.