Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 14
M hú'n vildi sjá hvemig fjöl- skyldan brygðist við návist minni. Eg gæti ekki hafa sagt á stundinni hvers vegna ég vildi ekki skilja hana við mig. Mér varð það ekki Ijóst fyrr en við gengum inn um dymar. Það var vegna þess, að trjá grein hafði brostið. XIV Úr s’etustofunni heyrðist kliður af röddum. Eg hikaði, en fór ekki inn. Eg gekk nið ur ganginn, og eitthvert hug boð kom mér til að ýta opn- um dyrum með grænfóðraðri hurð. Gangurinn að baki þeirra var myrkur, en skyndi lega opnuðust þar dyr inn í stórt bjart eldhús. Gömul kona og þungvaxin stóð í dyr unum. Hún bar hreina mjall hvita svuntu og um leið og ég sá hana vissi ég að allt var í lagl. Góð fóstra blæs manni ævinlega þessari til- finningu í brjóst. Eg er þr já- tíu og fimm ára gamall, en mér leið eins og ég væri fjög urra ára og nýbúið að hugga mig. Eg vissi ekki til að Fóstra hefði nokkru sihni séð mig, en hún sagði þegar í stað: — Þeta er Charles, er það ekki? Komið inn í eldhúsið og fáið yður tebolla. Eldhúsið var stórt og rúm gott. Eg settist niður við borð á miðju gólfi og Fóstra bar mér te og sætt kex á diski. Mér leið eins og ég væri kominn aftur í bama- herbergi. Allt var í lagi — og ógnir hins myrka og ókunna víðsfjarri. — Sofia verður fegin að þér skuluð vera kominn, sagði Fóstra. Þetta hefur reynt mik ið á hana. Hún bætti við með vanþóknua: — Þau eru öll æst og taugaóstyrk. Eg leit um öxl. — Hvar er Josefine. Hún kom inn með mér. Fóstra sletti í góm. — Hún liggur eihhvers stað ar á hleri eða er að krota ein hverja vitleysu í þessa vasa bók, sem hún ber alls etaðar með sérf sagði hún. Það hefði átt að senda hana í skóla og leyfa henni að leika sér með jafnöldrum sínum. Eg eagði það við fröken Edith, en hús- bóndinn þóttist vita betur og sagði að henni væri bezt að vera heima. — Honum þykir víst vænt um hana, sagði ég. — Honum þótti það. Hon- um þótti vænt um þau öll. Eg hef víst orðið undrandi á svip við að heyra að ást Philips á afkvæmum sínum var svona eindregið í þátíð. Fóstra sá á mér svi'pinn, hún roðnaði ofurlítið og sagði: Þegar ég sagði húsbóndinn, átti ég við gamla herra Leon ides. Áður en ég gæti svarað þessu opnuðust dymar upp á gátt og Sofia kom inn. — Ó, Charles, sagði hún, og svo: — Fóstra, ég er svo fegin >að hann skuli vera kom inn. Fóstra safnaði saman pott um og pönnum og fór með þetta inn í búrið. Hún lokaði að baki sér. Eg stóð upp og fór til Sofiu. Eg tók utan um hana og hélt henni þétt að mér. — Elskan sagði ég. — Þú skelfur. Hvað er að? Sofia sagði: — Eg er hrædd, Charles. Eg er hrædd. — Eg elska þig, sagði ég. Bara að ég gæti farið meö þig — Hún dró sig til baka og hristi höfuðið. — Nei, það ,er óhugsandi. Við verðum að ganga gegn- um þetta. En mér geðjast það ekki, Charles. Að vita að ein hver í húsinu er kaldrifjaður og miskunnarlaus eiturbyrl- ari .... Og ég vissi ekki hvemig ég átti að svara þessu. Það þýddi ekki að fara með meiningar lausar hughreystingar fyrir Sofiu. Hún sagði: — Ef maður bara vissi — — Það hlýtur að vera það versta, sagði ég. — Veiztu hvað skelfir mig mest? hvíslaði hún. Það, að kannski komumst við aldrei að því ....'' Eg gat auðveldlega gert mér grein fyrir hvilík mar- tröð það yrði .... Og mér virt ist það í hæsta máta trúlegt að aldrei kæmist upp hver hefði myrt Leonides gamla. En það minnti mig lika á spumingu, sem ég hafði ætl að að leggja fyrir Sofiu. — Segðu mér, Sofia, sagði ég. — Hvað vissu margir í húsinu um eserín augndrop- ana 1. að afi þinn notaði þá, og 2. að þeir voru eitraðir og Agatha Christie: r 29 hversu mikið væri bannvænn skammtur? — Eg skil hvað þú ert aö fara, Charles. En það þýðir ekkert. Við vissum það öll. — Já, óljóslega hugsa ég, en nákvæmlega — — Við vissum það nákvæm lega. Einn daginn drukkum við öll kaffi eftir hádegisverð uppi hjá afa. Honum geðjað ist að því að hafa fjölskyld- una í kring um sig, þú skilur. Hann hafði haft þjáningar I augunum. Svo Brenda náði í eserine til að setja í augun á honum, og Josefine, sem spyr ætíð um alla hluti, sagði: — Af hverju stendur — Augn dropar — aðeins útvortis — á flöskunni? Og afi brosti og sagði: — Ef Brenda tæki ranga flösku og gæfi mér inn augndropa í • stað insulins einn daginn, — býst ég við að ég myndi stynja upphátt og blána í framan og síðan deyja, af því að eins og þú veizt þá hef ég ekki sterkt hjarta. — Þá sagði Josefine: TÍMINN, — Úhú, — og afi hélt áfram: — Svo -við verðum að gæta þess að Brenda gefi mér ekki eserlne í stað insulin, ekki satt? — Sofia þagnaði andar tak, en sagði síðan: — Við hlustuðum öll. Þú skilur. Við heyrðum það öll. Eg skildi. — Eg hafði hagt óljósa hugmynd um að nokk ur þekking hefði verið nauð synleg. En nú hafði ég feng ið að vita að Leonides gamli hafði í raun og veru skipu- lagt morð á sjálfum honum. Morðinginn hafði ekki þurft að gera neina áætlun. Ein- föld og auðveld leið, sem or- sakaði dauða hafði verið fundin út af sjálfu fórnardýr inu. Eg dró djúpt andann. Sofia skildi hvað ég hugsaði og sagði: — Já þetta er hrylli- legt finnst þér ekki? — Sofia, sagði ég — þaö er eitt sem ég tek sérstaklega eftir. — — Já? Að þú hefur rétt fyrir þér, að það hefur ekki getað verið Brenda. Hún hefði aldrei gert það alveg svona, — þegar þið hlustuðuð öll, og allir myndu muna eftir þessu.— — Eg veit ekki, hún er dá- lítið sljó að sumu leyti, skal ég segja þér. — — Ekki svo sljó, sagði ég. —Nei, það getur ekki hafa verið Brenda. Sofia gekk nokkur skref frá mér. — Þú vilt ekki að það sé Brenda, er það? spuröi hún. Og hvað gat ég sagt, ég gat ekki sagt blátt áfram: — Já, ég vildi að það væri Brenda. Hvers vegna gat ég það ekki? Var það sú tilfinning, að Brenda stæði ein gegn fjandskap allrar hinna vold úgu Leonidesar-fjölskyldu sameinaðrar? — Riddara- mennska eða eamúð með þeim veikari, þeim varnarlausu? Eg mundi eftir henni þar sem hún sat í sófa í dýrum glæsi legum sorgarbúningi, von- leysi í rödd hennar og ekelf- ing í augunum. Fóstra kom inn úr búrinu einmitt á hentugu augna- bliki. Eg veit ekki hvort hún fann spennuna milli okkar Sofiu. Hún sagði gremjulega. — Náttúrlega að tala um morð og því um líkt. Þið eig ið að gleyma því, það er það sem ég ?egi. Látið lögregluna laugardaginn 25. febrúar 19&1. um þaö, sem þeim einum kem ur við. — Ó, Fóstra, — skilurðu ekki, að einhver hérna í hús inu er morðingi — — Vitleysa, Sofia, ég hef enga þolinmæði með ykkur lengur. Er ekki útidyrahurð in alltaf opin — allar dyr opn ar, ekkert læst — þjófum og ræningjum beinlínis boðið inn? — En það hefur ekki getað verið þjófur, því engu var stolið. Og auk þess, hvers vegna ætti innbrotsþjófur að gefa einhverjum inn eitur? — Eg sagði ekki að það hefði verið þjófur, ungfrú Sof ia. Eg sagði aðeins að allar dyr hefðu verið opnar. Hver sem er hefði getað komið inn. Og ég held að það hafi verið kommúnistarnir. Fóstra kinkaði í sífellu kolli með ánægjusvip. Hvers vegna í ósköpunum hefðu kommúnistarnir átt að vilja myrða ve-siings afa? — Nú, það segja allir að þeir séu potturinn og pannan í öllu. Nú ef það voru ekki kommúnistarnir þá voru það kaþólikkar. Babýlónsskækj - ur, það er það sem þeir eru. Og eftir að hafa átt síðasta orðið hvarf Fóstra aftur fram í búrið. Laugardagur 25. febrúar: 8,00 Morgunútvao-p. 12,00 Hádegisútvarp. 12,50 Óskalög sjúklinga. 14.30 Laugardagslögin. 15.20 Ská'kþáttur. 16,00 Fréttir og veðurfregnir. 16,05 Bridgeþáttur. 16.30 Danskennsla. 17,00 Lög unga fólksins. 18,00 Útvarpssaga barnanna. 18,25 Veöurfregnir. 18.30 Tómstundaiþáttur barna og unglinga. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: Lög úr söngleikn- um „West Side Story“ eftir Leonard Bernstein (Bandarísk ir listamenn flytja undir stjórn Max Gobermans). 20,15 Leikrit Þjóðleikhússins: „Blóð brullaup" eftir- Garcia Lorca. Þýðandi: Hannes Sigfússon. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmar (24). 22.20 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jónasson). 22,45 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 28 — Skipin mín! öskraði Ragnar og Jientist niður af bakkanum. — Bíddu! hrópaði Eiríkur, kannske er þetta brella. — Skipin brenna! ösikraði Ragnar viti sínu fjær. — Komið hér og af stað til skipanna. Mennirnir hlupu til og horfðu á eldana og Ragnar starði þangað trylltum augum. — Ragnar, þetta getur verið bragð til að lokka þig héðan og ráðas.t á þig. — Hvíti hrafninn? sagði Ragnar og hló beisklega. — Hann og hans menn hafa víst fullgildar ástæður td að breyta þannig við mig. — Þá get ég ekki skilið hvers vegna þú ferð ekki strax með mennina á staðinn, sagði Eiríkur með grunsemd. — Þú ert víst ekk; allur’ þar sem þú ert séður! Ragnar svaraði ekki en horfði á særða manninn, sem lá með lokuð augu. Þeir gengu svo saman til að líta eftir í búðunum. — Ussss! hvíslaði Ragnar skyndi- lega. — Hvað er þetta? Undarlegt hvinandí vhljóð heyrðist nú til vinstri og síðan til hægri. Ör kom fljúgandi og hæfði einn af mönn- um Eiríks. Hann féll særður til jarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.