Tíminn - 07.03.1961, Side 1

Tíminn - 07.03.1961, Side 1
55. tbl. — 45. árgangur. Þriðjudagur 7. marz 1961. Mótmælaalda ris- in í Olafsvík Faritf fram á þjó$aratkvæ<Sagreiðslu Síðast liðinn sunnudag var fundur haldinn um landhelgis málið í Ólafsvík, mesta út- gerðarbænum á Snæfellsnesi. Var hann hinn fjölmennasti og fundarmenn mjög einhuga i andmætum sínum gegn und- anslætti og uppgjöf. Framsögumenn á fundinum voru alþingismeanirnir Daníel Ágústín- usson og Halldór E. Sigurðsson og auk þeiri'a Ingi 'R. Helgason lög- fræðingur. Var ræðum framsögu- manna mjög vel tekið, og auk þeirra töluðu á fundinum Hjörtur Guðmundsson, Kristján Jónsson, Edilon Kristófersson, Alexander Stefánsson og Kjartan Þorsteins- son. Allir ræðumenn voru and- vigir samningagerðinni, nema Hjörtur, fréttaritari Morgunblaðs- ins í Ólafsvík. Svolátandi mótmælasamþykkt var gerð á fundinum með öllum greiddum ntkvæðum gegn atkvæð- um fréttaritarans og Eliníusar Jónssonar, fyrrverandj verzlunar- stjóra: )rAlmennur kjósendafundur í Ólafsvík, haldinn sunnudaginn 5. marz 1961 mótmælir liarðlega þingsályktunartillögu þeirri, sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Al- Nýr skólastjóri Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur hefur nú verið skipaðúr skólast jóri bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. — Gunnar er fædd- ur í Húsavík, 13. desember 1915, sonur hjónanna Bjarna Benediktssonar, póstafgreiðslu manns, og konu hans, Þór- dísar Ásgeirsdóttur frá Knarr arnesi. Gunnar tók gagnfræðapróf á Akureyri 1933, lauk búfræðinámi á Hvanneyri 1936 og prófj frá landbúnaðarkáskólanum í rnannahöfn 1939. Er Gunnar heim frá námi, gerðist hann ráðu r.autur Búnaðarfélags íslands hrossarækt og hefur gegnt þvi siarfi síðan. Mun hann nú lá'ta af því. Kennari við bændaskólann á Hvanneyr-i hefur hann verið síðan 1947. Snjókerlingar eru ekki nein nýj- ung — þaS er aS segja, þegar snjóföl kemur. En snjóhestar eru nýjung. Þessi snjóhestur, sem hér sést á mynd, var gerSur á Vestur brún í Laugarásnum núna um helgina. Ung stúlka hefur brugS- iS sér á bak á þennan hvita fák. Kannske hefur einhver aSdáandi hennar staSiS álengdar og raul- aS: Þú komst í hlaSiS á hvítum hésti. (Ljósmynd: TÍMINN — GE. þingi, um samninga við Breta um landhelgismálið og skorar á þingmenn Vesturlandskjördæmís að greiða atkvæði gegn tillög- unni eða hlutast til um að þjóð- aratkvæðagreiðsla farj fram um málið.“ Flestir bátar voru á sjó, er fund urinn var haldinn, en formenn þeirra flestra, ásamt nokkrum út- gerðarmönnum í Ólafsvík, sendu fundinum mótmæli sín gegn samn ingum við Breta. Meðal þeirra skipstjóra, sem það gérðu, var einn, sem Morgunblaðið hefur í fréttum sínum talið fylgistnann samninganna. Mótmæli skipstjóra og útgerðarmanna voru á þessa leið: Við undirritaðh skipstjórar og úigerðarmenn í Ólafsvík mótmæl- um hér með framkominni þingsá- lyktunartillögu ríkisstjórnar ís- lands um samninga og eftirgjöf við Breta um landhelgi íslands. Skorum á Alþingi að fella tillög- una eða láta fram fara þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Magnús Kristjánsson, Konráð Gunnarsson, Jón St. Halldórsson, Haraldur Guðmundsson, Guðm H. Jensson, Guðmundur Kristjáns- son, Kristmundur Halldórsson, Víg lundur Jónsson, Guðl. Guðmunds- son, Leifur Halldór'sson, Bjarnþór Valdimarsson, Bjarni Bjarnason. Ekki náðist til allra skipstjóra og útgerðarmanna í Ólafsvík, þeg- ar þessi mótmæli voru gerð. Auk þessara manna hafa 203 kjósendur í Ólafsvík undirritað mótmæli, scm send hafa verið alþingi, og er undirssriftum enn haldið áfram. Áhöfnin á hinni nýju flugvél Loftleiða, Þorfinni karlsefni, gengur út úr flugvélinni. Flugmálaráðherra, Ingólfur Jónsson, og stjórnarformaður Lolftleiða, Kristján Guðlaugsson, fagna heimkomu hcnnar. Loftleiðir fá þriðju Cloudmastervélina Síðari hluta dags á sunnu- daginn lenti „Þorfinnur karls- etni", hin nýja Cloudmaster- flugvél Loftleiða, á Reykja- víkurflugvelli, og út stigu kaffibrúnir, íslenzkir flug- menn, enda ekki amalegt að dveljast é Flóridaskaga í nokkra daga, en Loftleiðir Verður viðhald og eftirlit véla félags- ins flutt til Keflavíkurvallar að nokkru þegar á næsta ári? tóku við hinni nýju flugvél af Pan American í Miamiborg. 'Flugvélinni var flogið til New York og þaöan til Reykja víkur, og var Einar Árnason flugstjóri í þessari fyrstu ferð. Áfanga nað Þorfinnur karlsefni er þriðja Loftleiða, fyrir voru Snorri Sturlu- son og Leifur Eiríksson. Með jkoinu hinnar nýju flugvélar er blað brotið í sögu Loftleiða, og frá og með 1. apríl n. k. mun félagið einvörðungu hafa Cloudmasterflugvélar í ferð- um. cioudmasterflugvélarnar bera 80 farþega og fljúga með 245 mílna hraða á klst. til jafnaðar. Farþegaklefi er loft þéttur, og er þar jafnan hald ið loftþrýstingi sem samsvar- ar 8 þús. feta hæð. Flugþol þessara véla er um 14 klst., en gömlu Skymastervélarnar (Framhald á 15. síðu). Hákarlaveiðar hafn- ar á Vopnafirði Hákarlinn tvöfalt dýrari í Reykjavík en eystra Frá fréttaritara TIMANS á Vopnafir'ði. Nokkrar trillur eru nú að búast hákarlaveiðar frá Vopnafirði. Þar hafa hákarlaveiðar verið s'íundaðar að nokkru marki und- anfarin ár, en í fyrra var það þó aðeins einn. maður, sem reri með hakarlavað á trillu sinni. Nú verða hákarlaveiðar stund- aðar á fjórum trillum, og hafa ein- hverjar þeirra þegar róið, en að- cins tveir hákarlar hafa veiðzt ernþá. Aðalveiðitíminn er ekki kominn, þvi að mest hákarlagengd er í kringum pás'ka. Ekki þarf að róa langt til þess a‘I leggja /aðinn, að jafnaði aðeins spottakorn úti á firðinum. Þó kemur fyrir að hákarlavaður er lagður út undir Héraðsflóa, en sjaldgæft er að fara svo langt. Fréttaritarinn á Vopnafirði taldi (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.