Tíminn - 07.03.1961, Page 7

Tíminn - 07.03.1961, Page 7
TÍMINN, þrWjndagtnn 7. mar* 1961. 7 INCl FRETTIRti Með því að afsala okkur hinum einhliía rétti er brotið blað í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar Hér fer á eftir nefndarálit þeírra Hermanns Jónassonar og Þórarins Þórarinssonar við þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar um uppgjafar- og nauðarsamninginn við Breta um landhelgismáliö. Við undirritaðir leggjum til, að tillagan verði felld, en ná- ist ekki samkomulag um það, leggjum við til, að breyting- ar verði gerðar á orðsendingu þeirri til brezku stjórnarinn- ar, er tillagan fjallar um, og hún borin undir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ástæðan til þess, að við leggjum tíl, að tillagan sé felld, er sú, að með sam- þykkt hennar vinnst ekki neitt, en hins vegar glatazt hinn dýrmætasti réttur. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er því haldið fram, að með samkomulaginu við Breta, er tillagan fjallar um, vinnist þrennt: í fyrsta lagi viður- kenni Bretar 12 mílna fisk- veiðilandhelgi íslands, í öðru lagi fáist nokkur lagfæring á grunnlínum, og í þriðja lagi hætti Bretar að láta herskip sín beita ofbeldi innani fisk- veiðilandhelginnar. Bretar viðurkenna ekki 12 mílur Hið rétta er, að Bretar við urkenna ekki 12 mílna fisk- veiðilandhelgina, heldur lofa aðeins að „falla frá mótmæl- um“ gegn henni. Þetta orða- lag: „að falla frá mótmæl- um“, getur verið haégt að teygja á alla vegu, og það er fjarri því að fela í sér nokkra endanlega viðurkenningu. Ó- líklegt er, að hinir íslenzku samningamenn hafi ekki lagt á það ríka áherzlu í viðræð- unum við Breta, að viðurkenn ingin yrði glögg, en Bretar bersýnilega ekki fallizt á það, og býr þar vitanlega eitthvað undir. Það, sem fyrir Bretum vakir, kemur bersýnilega fram í 4. lið orðsendingarinn- ar, sem ríkisstjórnin hyggst að senda brezku stjórninni, en þar er tekið fram, að brezk herskip muni ekki veiða á svæðunum milli sex og tólf mílna, sem undanþágurnar nú ekki til, á „áður greindu þriggja ára tímabili,“ en þar er ,átt við það tímabil, sem undanþágurnar eiga að gilda. Þetta orðalag bendir hiklaust til þess, að Bretar ætli að tefla þannig, að þeir hafi alveg óbundnar hendur, þegar h°ssu tímabili lvkur, og þótt v>eir hafi lofað því að falla rrá mótmælunum, þá hafi heir óbundnar hendur til að beita mótaðgerðum, eins og f.d. nýju löndunarbannj eða öðrum hliðstæðum aðgerðum. Reginmunur er á því, hvort við áskiljum okkur ein- hliða rétt til landgrunnsms, eða hvort hann er bund- inn ákvörðunum alþjóðadómstóls. Neíndarálit fulltrúa Framsóknarflokksins í ut- anríkismálanefnd um uppgjafarsamninginn Rétturinn til grunn- línubreytinga Það er þannig með öllu rangt, að Bretar veiti fulla viður- kenningu á 12 mílna fiskveiði landhelginni með því sam- komulagi, aem rikisstjórnlin hefur gert við þá. Jafnrangt er það líka, að þær lagfæring- ar, sem gerðar eru á grunn- línum, séu einhver gjöf frá Bretum, þv'í að við áttum ekki aðeins fullan rétt til þeirra samkvæmt sáttmála þeim um landhelgina., er samþykktur var á hafréttarráðstefnunni í Genf 1958, heldur einnig miklu víðtækari lagfæringa, sem við gátum gert, hvenær sem okkur bauð svo við að horfa. Þessi réttur hefði strax verið notaður vorið 1958, er fiskveiðilandhelgin var færð út þá, ef ekki hefði strandað á Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum. Ef samkomu- lagið, sem stjórnin hefur gert við Breta, kemur til fram- kvæmda, verður ekki hægt að nota þennan rétt til grunn- lmubreytinga, nema Bretar samþykki það eða Alþjóða- dómstólinn felli úrskurð um það, en málsmeðferð þar get ur tekið langan tíma. Hér hef ur því ekki áunnizt neinn rétt j ur, heldur hefur rétturinn til grunnlínubreytinga verið þrengdur og skertur. Loks telur ríkisstjórnin það ávinning, að Bretar hætti hernaðaraðgerðum innan fiskveiðilandhelgi ís-'' lands. Bretar eru hættir þess um hernaðaraðgeröum fyrir nokkrum mánuðum vegna fordæmingar almenningsá- litsins í heiminum og þeirr- ar reynslu, togveiðar verða ekki stundaðar með neinum mflna, þegar veiðitíminn er mestur á hverju svæði, að Vestf jarðasvæðinu einu und anskildu. Yfirlýst er, að aðr ir erlendir togarar munu fylgja í slóð þeirra. Þetta get ur ekki aðeins valdið báta- flotanum miklu tjóni á þess um þremur árum, heldur höggvið varanlegt skarð í fiskstofninn. Hermann Jónasson þjóðréttarvenjur I öðru lagi er svo Iátinn gkapast. Má t.d. í þessu sam- af hendi hinn einhliða rétt- ^ t,ancji benda á, að Bretar ur til útfærslu á fiskveiði-, jjuðu að láta Alþjóðadómstól landhelginni, þar sem sér- inn (jæma um rétt Kýpurbúa hver útfærsla verður hér til sjálfstæðis, en forvígis- eftir háð samþykki Breta. menn Kýpurbúa höfnuðu því, eða úrskurði alþjóðadóm- þar sem fUuvist var talið, að stóls. Svo alvarlegt sem það dómstóllinn teldi sig bundinn er að veita erlendum togur- af gamam hefð og reglum, um undanþágur til veiða sem hefðu gert dómsúrskurð- innan fiskveiðilandhelginn- lnn hagstæðan Bretum, þótt ar næstu þrjú árin, er þó af- auur hinn siðferðilegi réttur salið á hinum einhliða rétti værj meg Kýpurbúum. Af svip miklum mun alvarlegra, þar ugum ástæðum hefur engin sem það á að gilda um aldur nýlenduþjóð óskað eftir því og ævi, en skýrt hefur verið hingað til, að Alþjóðadóm- tekið fram af utanríkisráð- stóllinn úrskurðaði um rétt herra og dómsmálaráðherra hennar til sjálfstæðis eða yfir á fundi utanríkismálanefnd rága j iandi sínu, en um margt ar,l að þetta ákvæði sam- komulagsins eigi að verða óuppsegjanlegt. Aldrei fram ar munu því íslendingar geta fært út fiskveiðiland- helgi sína með einhliða á- kvörðun, eins og gert var 1952 og 1958, og sézt gleggst á því, hve mikilsverðum rétti hefur.hér verið fórnað. Skipun Albjóíiadóm- stólsins Það er haft þessu réttinda- afsali til afsökunar, að við getum lagt slík mál eftirleið is fyrir Alþjóðadómstólinn. Því er fyrst til að svara, að þau ríki, sem eru íhaldssöm- ust í landhelgismálunum. byggist tilkall Islendinga til landgrunnsins á svipuöum forsendum og tilkall nýlendu þjóðar til lands síns. ■ I : Meginregla Jóns Siguríssonai Af þeim ástæöum er regin munur á því, livort við á- skiljum okkur einhliða rétt til landgrunnsins eða hvort hann er bundinn ákvörðun um alþjóðadómstóls. Með því að afsala hinum einhliða rétti er brotið blað í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Allt síðan Jón Sigurðsson hóf merki hinnar stjórnar- farslegu sjálfstæðisbaráttu fyrir meira en öld, hefur þjóðin fylgt þeirri grundvall arreglu hans að afsala sér aldrei neinum rétti til fram- búðar, heldúr búa fremur við ofríki og valdbeitingu um stund. Með afsali hins einhliða útfærsluréttar er þessi höfuðregla Jóns Sig- urðssonar þverbrotin. Þjóíaratkvæ'ði Við leggjum því til sam- kvæmt því, sem hér er rakið, að þessi tillaga verði felld. Fáist það ekki, leggjum við til, að breytingar verði gerðar á orðsendingunni, og eru þær helztar, að viðurkenning Breta á tólf mílna fiskveiði- landhelgi verði gerð ótvíræð og niður falli afsal hins ein- hliða útfærsluréttar. Þá leggj um við til, að tillagan verði borin undir þjóðaratkvæða- greiðslu, ef þingið hafnar henni ekki, því að heit allra þingmanna fyrir síöustu kosn ingar voru með þeim hætti, að enginn þeirra hefur um- boð til að samþykkja slíka tillögu. Hér er og um slíkt stórmála að ræða, að þjóðin sjálf á að taka hina endan- legu ákvörðun. Alþingi, 5. marz 1961 Þórarinn Þórarinsson frsm. Hermann Jónasson. árangri undir herskipa- j rága nú mestu um skipun A1 vernd. Engar líkur benda tzl þjggaciómStólsins sökum á- þess. að Bretar hefðu því i hrifa sinna í Öryggisráðinu. byrjað á slíku ævintýri aft ur. Það þurfti því ekki að kaupa þá tz'l að hætta því, -em þeir voru hættir. Eins og nú hefur verið rak- ið hefur því ekki neitt áunn izt við þetta samkomulag, heldur hið gae-nstæða Auk þess fylgir því hinn stærsti iog háskalegasti réttindamiss- !ir, eins og nú skal rakið. I ■ Réttindaafsal í fyrsta lagi fá brezkir tog arar rétt til þess næstu þrjú árin að stund" togveiðar á Hætta er því á, að þangað veljist menn með íhaldssam- ar skoðanir á þessum málum, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að engar við urkenndar reglur gilda um víðáttu fiskveiðilandhelginn- ar, og er mikill ágreiningur milli þjóðréttarfræðinga um þau mál. Meðan svo háttar til, er eðlilegt aö búast við því, að Albjóðadómstóllinn reynist íhaldssamur og fylg- ist h^egt með þróuninni, enda mun hann telja það skyldu ?ína að vera fremur varfær- Tilboð - áhugasamir Góð jörð til leigu Sími 18285—18911 Helgi Pétursson »> •v*v*vv*v*v*v»v*v*v»v*v* T ulipanar Verðlækkun Kr. 8.00 — 10.00 og 12.00 stk. svæðinu milli sex og tólfiinn en fljótráður, þegar nýj-| Símra 22822 - 19775

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.