Tíminn - 09.03.1961, Page 16

Tíminn - 09.03.1961, Page 16
/ Hundrað þúsund páskaegg Spænskur listamaður - hjá fólki með hjartað á réttum stað Heilds'öluverð páskaeggjanna niun vera 10—170 krónur að þessu sinni, en búðarverðið er um það bil 50% haerra. Það fer því varla hjá því, að páskaegg seljist fyrir nok'krar milljónir króna, jafnvel margar milljónir. Dymbilvikan er ekki fyrr en um mánaðamótin næstu, en eigi að síður eru allar hillui' í sælgætts- gerðunum orðnar hlaðnar pás!ka- Ljósmyndari blaðisíns brá sér í gær í sælgætisgerðina Freyju. Myndin hér að ofan ber með sér, 'hvernig skreyttum eggjum er þar raðað í hillurnar. Þau eru af ýms- um stærðum, svo að hver og einn geti fengið eitthvað við sitt hæfi. Myndin að neðan er af frú Sigríði Jónsdóttur, konu forstjóraijs. Hún er að setja eggin í umbúðir og skreyta þau slaufum. Það er ikvartað um fólksfæð í Freyjk um þessar mundir, og það er ef til vill vegna þess, að for- stjórafrúin hefur sjálf starfað þar' síðustu mánuði. Unglingarnir eru í skólurrí á veturna, svo að þær starfsgreinar, sem byggja mikið á vinnu þeúra, lenda þá stundum í mannahraki, að minnsta kosti þegar annattma ber að um það leyti. En það er sannarlega anna- tími í sælgætisgerðunum fyrirj páskana. Skemmtikvöld Skógræktar- félagsins í Storkklúbbnum Skógræktarfélag Reykjavikur efnir til skemmtikvölds í Stork- klúbbnum í kvöld, og hefst sam- koman klukkan hálfníu. Hákon Bjarnason skógræktar- sijóri mun sýna litmyndir frá Alaska og víðar, og Gunnar Eyjólfs son leikari skemmtir. Skógræktarfélagið væntir þess, •að fólk fjölmenni á þennan skemmtifund sinn. Hann heitir aðeins Baltasar, spánskur aS þjóðerni og sýnir teikningar í Mocca-kaffi á Skólavörðustíg. Hann var í fylgd með bróður sínum, Joan en þeir hafa undanfarið verið á heimshornaflakki og hafa nú borið niður á íslandi. Baltasar, sem er 23 ára að aldri, lízt svo ljómandi á sig hér á landi að hann er staðráðinn í að setjast að hér ævilangt. „Það sem Spánn er fyrir Salvador Dali, það er ís- ik-nd fyrir mér“, segir Baltasar við blaðamenn. Joan, bróðir hans, sem er tveimur árum yngri, er þó ekki á því að setjast hér að, hann vill sjá meira af heiminum, áður en hann snýr sér að helzta áhuga- niáli sínu: skáldskapnum. Höfðað ti! hjartans Baltasar sýnir í Mocca allmarg- ar svaitkrítarteikningar, manna-' myndir, götumyndir úr Reykjavík: og nautaat á Spáni. Hann hefur; ekki' gleymt heimalandi sínu, þótt j I hann hafi hrifizt af íslandi. Hann j segist fara sfnar eigin götur í myndlistinni og fylgir engum stefn i i um, abstrakt-list á ekki upp á pall, iborðið hjá honum, að því er hann i isegir. Hann höfðar til hjartansl meira en heilans og segir, að það eigi betur við skapsmuni suð- \ rænna þjóða. Hann túlkar viðfang^ j cfni sín með sterkum einföldum dráttum, * myndum hans er líf og hreyfing fremur en köld athugun. Það kæmi ekki á óvart, að fólki þætti gaman að sjá, hvernig blóð heitur Spánverji túlkar kaldrana- lega fegurð íslenzkrar náttúru. En Baltasar hefur einmitt í hyggju að ferðast um landið strax og færi gefst. Hann kann vel við ís lendinga — segir, að þetta sé fólk með hjartað á réttum stað. í \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.