Tíminn - 17.03.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 17.03.1961, Qupperneq 8
8 TÍMINN, föstudaginn 17. mara. 1961 Björn Pálsson, alþíngismaður: Ríkisstjórnin og réttlætið í Iögum um efnalhagsmál, sem samlþyKkt voru í febrúarlok 1960, voru ákvæði um, a3 viss ihluti af innstæðuaukningu í sparisjóðum og innlánsdeildum skyldi leggjast inn í Seðlabankann. f framkvæmd mun þetta hafa ver'ið þannig, að þær innlánsdeildir, sem minnstar höfðu innstæður, fengu undan- þágu frá þessum ákvæðum, en hin- ar lögðu lítig sem ekbert fé í Seðla bankann, sennilega af því, að ekki var um verulega aukningu á inn- stæðufé að ræða, enda auðvelt fyrir viðskiptamenn kaupfélaga að láta inneignir standa á viðskipta- reiknngum. Frá sparisjóðum náð- ist hins vegar nokkurt fé, en óeðli- lega lítið. Má vera, að þessi ákvæði hafi átt þátt í því, að innlög í spari- sjóði reyndust lítil árið 1960. Stjórnarliðið sá, að svo búið mátti eigi standa, og kom það fram í umræðum á Aiþingi, að þörf væri á, að endurskoða þessi ákvæði. Bændur reyndust Guðmundi góða jafnan óljúgheitir, þegar þeir hétu honum illu og þannig er með ríkis- stjórnina. í frumvarpi um Seðla- banka fslands, sem liggur fyrir Al- þingi, eru ákvæði, sem heimila stjórn Seðlabankans að ákveða, að allt að 15% af innstæðufé spari- sjóða og innlánsdeilda kaupfélaga1 skuli lagt inn í Seðlabankann, án tillits til þess, hvort innstæðuféð vex eða minnkar. Þessi ákvæði eru mun hættulegri en þau fyrri. Því verður þó eigi tiúað að óreyndu, að stjórn Seðlabankans noti þessa lagaheimild til að skerða að mun rekstrarfé sparisjóða og innláns- deilda. Bn verði það reynt, sé ég ekki, að viðskiptamenn kaupfélaga geti annað gert en færa peninga sína úr innlánsdeildum í viðskipta- reikninga. Ríkisstjórnin heldur því fram, að sama regla verði að gilda um innlánsdeildir og banka og spari- sjóði, þar sem innstæður þessara stofnana séu undanþegnar skatti. Hér er um óskyld atriði að ræða. Það er ranglæti að leyfa ekki öll- um, sem peninga eiga, að sleppa við að telja þá fram, fyrst sumum er leyft það- Því peningar koma jafnt að notum, þó þeir séu lánaðir fyrirtækjum og einstaklingum án milligöngu lánastofnana. f fram- kvæmd mun það lífca hafa verið þannig, að lítið hefur verið gert að því að telja peninga fram á eignaskýrslum. Hitt má svo um deila, hvort ekki er ranglátt að leyfa skattfrelsi sparifjár. Fyrir slfku er aðeins ein frambærileg ástæða, en Öún er sú, að ríkisvald- ið hefur alltaf verið að minnka verðgildi hverrar krónu. Þegar við- skiptamenn kaupfélaga leggja fé í innlánsdeild, gera þeir það tU að hjálpa fyrirtækinu um rekstursfé. Kaupfélögin hafa þurft að byggja sláturhús, frystihús, mjólkur- vinnslustöðvar, fiskvinnslustöðvar, verzlunai’hús' og þau þurfa að eiga vörubirgðir fyrir stórar fjárhæðir. Allt þetta kostar mikið fé, en láns- fjármöguleikar hafa verið mjög tafcmarkaðir. Allar þessar fram- kvæmdir hafa verið nauðsynlegar fyrir viðskiptamennina og valdið gerbi'eytingu á vöruvöndun og sölu möguleikum á afurðum. Það eru þessi félagsJegu samtök. sem hafa gert fólkinu í dreifbýlinu fært, þrátt fyrir takmarkað fjármagn, að auka tekjurnar, bæta lífskjörin og gerbreyta atvinnuháttum sín- um. Þegar einstaklingur lánar kaupfélagi peninga, er það hlið- stætt því, að Pétur lánar Páli. Rfkið ber enga ábyrgð á þeim við skiptum. Það er skerðing á ein- staklingsfrelsi, að einstaklingar megi ekki eiga fé sitt án afskipta ríksvaldsins hjá þeim stofnunum og einstaklingum, sem þeir vilja- Spari sjóðir setja sér sjálfir reglur til að fara eftir, sem styðjast við landslög. Nauðsynlegt er fyrir þá að eiga einhvern hluta af því inn- stæðufé, sem þeir geyma fyrir við- skiptamenina í banka, til þess að hægt sé, að grípa til þess, ef á þarf að halda. Sýslufélög, bæjar- félög eða einstaklingar bei'a á- byrgð á innstæðufé sparisjóða. Það er því eðlilegra að það sé á- kveðið í Iögum og reglum spari- sjóðanna, hve mikill hluti spari- fjársins er geymdur í bönkum á hverjum tíma, en að það sé ákveð- ið í lögum Seðlabankans. Viðui'- kenna ber þó, að sparisjóðir eru sjálfstæðar stofnanir, sem njóta skattfrelsis, og hefur ríkisvaldið því frekar íhlutunarrétt viðvíkj- andi þeim en kaupfélögum. Þegar einstaklingur lánar fcaupfélagi pen inga, þá er það hliðstætt og heOd- sala eða fiskviimslustöð í einstakl- ingseign séu lánaðir fjármunir. Ekki dettur ríkisstjórninni í hug að ikref jast þess, að hluti af slíkum lánum sé lagður í Seðlabankann. Ríkið á flesta banka landsins. Ál- þingi kýs bankaráðin og setur þeim lög. Ríkið ber ábyrgð á spari fjárinnlögum þessara banka og hefur gert það með þeim ágæt- um, að verðgildi hverrar krónu hefur minnkað um 5—10% árlega, þó ekki sé talði með hið óþarfa aukastökk á s.l. ári. Enginn efast um, að Alþingi hefur lagalegan og siðferðilegan rétt til að ákveða, að visshluti af innstæðufé þessara banka sé geymdur í Seðlabankan- um. Um hitt geta verið skiptar skoðanir, hve mikinn hluta af inn- stæðufé bankanna eigi að binda í Seðlabankamun. Það sem gerzt hefur í efnahags- n;álum okkar síðan í febrúarlok 1960, er þetta: Krónan var felld 27% meira en ástæða var til og vextir hækkaðir um 4%. Þessar ráðstafanir hafavaldið rekstrar- halla hjá mörgum aðilum og skap- að mikinn rekstrarfjárskart hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Viðskiptabankarnir geta ekki bætt úr þessum rekstrarfjárskorti, með- al annars vegna þess, að þeir verða að loggja milljónatugi í Seðlabank- ann. Ástæður sjávaiútvegsins eru þannig, að óhjákvæmilegt er að gera ráðstafanir til úrbóta. Þá er Seðlabankinn látinn jafna ' klyfj- arnar. Að óreyndu verður ekki í efa dregið, að hliðstæðar ráðstaf- anir verði gerðar fyrir landbúnað- inn og vitað er, að verzlanir og iðn- aðarfyrirtæki vantar tilfinnanlega rekstrarfé. Að svo miklu leyti sem úr þessu verður bætt, mun Seðla- bankinn gera það, því í hann er safnað erlendu gjaifafé og inn- lendu spaiifé. Deila má um, hve hagnýtar allar þessar ráðstafanir eru. Nágrannaþjóðir okkar fara öfugt að. Hafa hóflega vexti og stöðugt gengi. Hækka það raunar frekar en lækka. Hins vegar eru svipaðir vextir hjá Indíánablend- ingum í Suður-Ameríku og eru hjá okkur. Um það verður aftur á móti ekki deildt, að verðbólguþróunin. hefpr valdið þeim fyrirtækjum erfiðleikum, sem þurfa á miklu rekstrarfé að halda. Það virðist því vera ofrausn hjá ríkisstjórn- inni að vera stöðugt að leita að leiðum til að skerða það rekstrar- fé, sem einstaklingar hafa lánað slnum eigir. fyrirtækjum til að gera þau starfhæf. Á Alþingi 1960 voru samþykktar breytingar á útsvarslögum, sem heimiluðu a* leggja allt að 3% veltuút=vör verzlunarfyrirtæki, er þ; r, r.’ u eltuútsvör nvergi Björn Pálsson vera hærri en árið 1959. í fram- 'kvæmd varð þetta þannig, að veltuútsvör á almenna vörusölu í Reykjavík voiu 0,5—0,6% en víða úti á landi 2%. Þetta var þó mjög misjafnt. Stærxi kaupfélögin greiddu yfirleitt lægri veltuútsvör en þau minni og fátækari. Með öðrum orðum, það var níðzt á þeim félögum, sem minna máttu sín. Lög eru tíl að ver’nda einstakl- inga og stofnanir. Það eru ólög, sem heimila að leggja fjórum sinnum hærri útgjöld á fyrirtæki, sem er staðsett út á landsbyggð- inni, en heimilt er að gera í höfuð- boiginni. Hið eina rétta er að láta sömu reglur gilda alls staðar á landinu fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Mismunandi tekjuþörf sveit- arfélaga er hægt að mæta með því að hækka og lækka útsvörin í pró- sentum, þegar búið er að jafna niður eftir hinum lögboðnu regl- um. Það er misræmi í fleiru en veltuútsvörum. f sveitum eru t.d. fyrirmæli um að leggja á íægri tekjur en í kaupstöðum. Af 7 þús. kr. tekjum í sveitum á að greiða 530 kr. o gaf 20 þús. kr. tekjum 1980,00 kr. Víðast mun þetta samt hafa verið nofekru lægra í fram- kvæmd, því hægt var að lækka útsvörin almennt frá því sem nið; urjöfinunaireglurnar ákváðu. f kaupstöðum eru ekki lögð útsvör á lægri tekjur en 25 þús. kr. Hér er of langt gengið. Vera má, að dag- leg eyðsla sé minni í sveitum, en aðstaða er þar líka á ýmsan hátt lakar’i. Ósanngjarnt verður að t-elja, að leggja á nauðþurftir ung- menna, jafnvel þó þeir eigi heima ÚL á landi! í fyrra var gert ráð fyrir, að lögin um úfcsvör og tekjuskafct væru aðeins til bráðabirgða. Ráð hefur verið fyrir því gert, að laga- frumvörp yrðu lögð fyrir þetta þing um útsvör og tekjuskatt, en úr’ því hefur ekki orðið. Mun það valda því, að stjórnarandstaðan hefur efcki lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um útsvör, enda fengin reynsla fyrir því, að frumvörp frá okkur ná eigi fram að ganga. Nefnd hefur verið starf- andi til að endurskoða þessi lög. Heyrzt hefur, að tillögur hafi kom- ið fram u-m að miða útgjöldin við gjaldahlið fyrirtækja. Hugmyndin er frumleg og getur ef til vill orðið til eftirbreytni, fyrir aðrar þjóðir. Óhugsað skulum við a.m.k. ,ekki dæma. Skoðanir eru skiptar um rétt- mæti veltuútsvara- Ég álít þau réttlát og jafnvel óhjákvæmileg, nema sveitarfélögum sé aflað tekna á annan hátt en verið hefur. Hins ber að gæta, að þau séu hóf- lega mikil, svo þau íþyngi ekki um of einstaklingum og fyrirtækjum. Samkv. eldri útsvarslögum var veltuútsvar ekki lagt á viðskipti fólagsmanna hjá kaupfélögum. Víða höfðu kaupfélögin megin- hluta af verzlunarveltunni. Nú er þetta breytt og kaupfélögin greiða veltuútsvar af allri vöru- sölunni. Það ætti því bæði að vera auðvelt og sanngjarnt, að útsvars- prósentan^ lækki, þegar’ gjaldstofn- inn vex. í Reykjavík hefur veltu- útsvarið verið 0,5—0,6%, þegar um sölu á nauðsynjavörum hefur verið að ræða. Ég álít þetta hóf- legt. Morgunblaðið hefur oft býsn- azt yfir' því, að kaupfélögin greiddu lág útsvör og litla skatta. Þeir, sem sfcrifa í Morgunblaðið eru hvorki ógreindir eða illa inn- rættir og vita því vafalaust betur. Hér hefur verið um pólitískain áróður að ræða. Bæjarfélögin höfðu ýmsar aðferðir til að Ieggja útsvör á kaupfélög. Veltuútsvör á viðskipti utanfélagsmanna voru há, húsaskattur var lagður' á o.fl. Félag það, sem ég sá um 1959 greiddi t.d. sem svaraði 1% af vörusölu, en það er mun hærra en gert var í Reykjavík. Fá eru ó'hóf all langsæ. Ég vil benda Sjálfstæð- isflokknum á þá staðreyind, að með því að lögvemda ranglætið eins og gert var í lögum um útsvör 1960, þá er aðeins verið að skatt- leggja viðskiptamenn þeirra kaup- félaga, sem fyrir ranglætinu verða. Þeir geta ekki látíð kaupfélögin veiða óstarfhæf, því án þeirra geta þeir ekki verið. Útgerðar- fyrirtækin greiða lítinn skatt og lág útsvör, en lífsafkoma fólksins er komin undir því, að þau séu starfhæf. Eins er meö kaupfélög- in. Aðalati'iðið er, að þau séu starf hæf og rekin til hagsbóta fyrir viðskiptamennina, en ekki hvort þau greiða þúsundinu, meira eða minna í skatta og útsvör. Hlutverk þeirra er meðal annars að hindi'a óeðlilega auðsöfnun einstakra manna en efla almenna velmegun, þannig að hver einstaklingur fái sannvirði fyrir sína vinnu. Hitt skal vðurkennt, að samvinnufélög- in þurfa og eiga að þefckja sín takmörk. Ástæðulaust er fyrir þau að taka að sér þá hluti, sem ein- staklingar geta gert jafn vel eða betur. Morgunblaðið hefur jafnan hald- ið því fram, að kaupfélögin væru misnotuð af Framsóknarflokkn- um. Vafalaust er þetía gert í áiéð- ursskyni. Engin verzlunarmaður spyr um, hvernig viðskiptamaður- inn kýs, en hann reynir aðeins að gera sér grein fyrir, hvemig hann muni reynast sem viðskiptavinur. Ég þekki þess engin dæmi, hvorki með kaupmenn eða kaupfélags- stjóra, að þeir láti viðskiptamenn- ina gjalda eða njófca þess, hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. Hitt er annað mál, að það er einn að- ili í þessu landi, sem ötullega hef- ui’ að því unnið að gera kaupfé- lögin pólitísk, en það er Morgun- blaðið sjálft. Með sfcömmum og skætingi í 40 ár hefur það unnið að þessu. Ennfremur með því að kljúfa viss samvinnufélög eftir pólitískum línum til lítilla hags- bóta fyrir viðskiptamenn, en vafa- laust til ímyndaðra umbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef bent á þessi atriði vegna þess, að ég álít, að ástæðan fyrir þeim ranglátu lagaákvæðum, sem hafa verið sett og er verið að setja, séu gerð af ókunnugleika og athug unarleysi, en efcki illvilja. Reynsl- an sker úr um það, hvort sú skoð- un mín er rétt. Hitt er víst, að með réttlátum lögum getum við verndað okkar þjóðskipulag, en með ólögum eyðum við því- DRÝPUR SORG Minning'arljóð um Kxistján Stefán Jónsson og Aðalstein Árna Baldursson, sem fórust með vélbátnum Mal frá Húsa- vík 21. október 1959. Nú drýpur sorg á haustsins bleiku blóm og blœrinn kvíslar hljótt ujn liðið vor. Nú verður allt að lúta lífsins dóm það leggur klaka í nœturinnar spor. En bak við rökkvcms djúp er sólar sýn með sumœryl, sem veitir styrk og þrótt. Sé trúin sterk, hún flytur fjöll úr stccð, það fylgir alltaf dagur hverri nótt. Það dreymir suma u.m hafið bjart og blátt frá beriisku sinnar Ijósu vona strönd þó stundum virðist kula úr. hverri átt með karlmennsku þeir sigla og nema lönd. Þeir sýna í verki bæði dirfsku, og dug með drengskap geta hverri þrekraun mœtt. Hvert sjómannslíf, sem ísland hefur átt og aftur misst, fœr þjóðin aldrei bœtt. í dag er hljótt um ckkár bœ og byggð og brotinn geisli sign-ir kálda jörð. Við minnumst þeirra er unnu af trú og tryggð við takmark sitt, og um það héldu vörð. Það tvísýnt er að leggja landi frá þó Ijómi birta yzt við sjónarrönd þeir hafa báðir náð í heimahöfn og heilsa nýju vori á grænni strönd. Sú stund er helg, sem víða er vinum tveim sem veittu hlýju og gleði i annars hag. Hin sanna lífsins fegurð fylgdi þeim við finnum þetta og skiljum bezt í dag. Hvert handtak var þeim dýrð í dagsins önn og draumljúf þrá sem mundi rœtast senn, og lifsbraut þeirra — vinahlýja og verk, það vitnar ailt um trausta og góða menn. Guð styrki þá í raun sem byggðu borg úr björtum tiraum, um lccngan œfidag. En þá er alltaf sólargeisli í sorg að söngur horfins tíma er fallegt lag. (Framhald á 13. siðu.l

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.