Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.03.1961, Blaðsíða 13
TÍMtN N, fostpdaginn 1?. mart 1961. Guðmundur Hannesson (Framhald af 9. sí8u.) Guðmundur Hannesson kvæntist 15. ágúst 1915 Frið- gerði Guðmundsdóttur, er ættuð er af Vestfjörðum, ágætri konu, og mun Guð- mundur blessa þann dag lífs síns öllum öðrum fremur enda hefur frú Friðgerður staðið við hlið hans með mikilli prýði. Heimili þeirra í Siglu- firði var mjög rómað fyrir snyrtimennsku og myndar- skap. Féll það oft í hlut þeirra hjóna að taka á móti tignum gestum innlendum og erlend- um, og munu þeir ekki hafa fengið betri móttökur annars staðar. Það var almannaróm ur i Siglufirði, að fáir væru betri heim að sækja eii bæjar fógetahjónin, var Guðmundur manna glaðastur í vinahóp, fyndinn og skemmtilegur. Hann fékk lausn frá em- bætti 1948 og hafði þá átt heima í Siglufirði nærri þrjá áratugi. Voru þá margir er söknuðu fjölskyldunnar er hún flutti til Reykjavíkur. Börn þeirra hjóna eru búsett hér syðra, Hannes, lögfr. og stjómarráðsfulltrúi, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur; Garðar, fulltrúi, og Jórunn, skrifstofustúlka. Einn son misstu þau hjón in uppkominn, Hallgrím, er nýlega hafði lokið kandidats prófi í læknisfræði, og var við framhaldsnám í Banda- ríkjunum, var hann hinn efni legasti maður og mikið prúð- menni. Hér hefur aðeins verið drep ið á nokkra þætti í ævi Guð- mundar Hannessonar, í til- efhi af þessum tímamótum í lífi hans. Lengst af stundaði hann mjög tímafrek og um- fangsmikil embættisstörf og gafst því lítt tími til að sinna fræðiiðkunum, eins og hug- ur hans þó stóð til, og var það 6'kaði, því að hann var glögg ur og fróður um margt. Eg hefi þekkt Guðmund Hannesson og fjölskyldu hans um rúmlega aldarfjórðungs skeið, og hefi vissulega margs góðs að minnast frá þeirri við kynningu, og svo mun um marga fleiri, og þegar ég sendi honum nú árnaðarósk ir mínar og fjölskyldu minn- ar, þakka ég góð kynni og óska honum ánægjulegra líf- daga. Óskar J. Þorláksson. Minning (Framhald af 6. síðu). verki í náttmyrkri og mis- lyndri veðráttu. Starf þetta var alltaf framkvæmt af sjálfboðaliðúm og kom sér þá vel óleti vestanmanna. Þeir sátu líka að þessari atvinnu. Einn þessara fjörmiklu vestfirðinga var Ólafur Jóns son frá Garðsstöðum við ísa fjarðardjúp, síðar bóndi í Elliðaey á Breiðafirði. Hann hreyf snemma hug minn svo aldrei gleymist. Gunnreifur, eins og margir aldamótamenn irnir. Duglegur á landi og sjó. Drenglyndur svo af bar. Hjálpsamur við alla og eld- fljótur til að rétta hjálpar- hendi- Hagmæltur og hrað- mælskur. Laus við ertni og hrekki, sím undan sveið. Oft gázkafullur og gamansamur. Að burfararprófi loknu, vor ið 1903, skildu leiðir. Eg fór auétur, hann vestur. Svo leið hálf öld, án þess að fundum bæri saman, allt til vorsins 1953, þá komum við aftur til skólans við Hafnarfjörð til að minnast 50 ára afmælis bekkj arsystkina frá Flens- borg við hátíðlega athöfn. Við komum þarna 12 af 24, — réttur helmingur, 6 voru dánir og 6 gátu ekki mætt af ýmsum ástæðum. Við vor- um víst fyrsti hópurinn, sem mætti þar eftir svo langa úti vist „í lífsins ólgusjó“. Þá var Ólafur, sem áður, hrókur alls fagnaðar sem ungur væri. Hann lagði til hátíðarljðið um okkar afrek í „höggorustu lífsins." Mynd var tekin af okkur þessum 12 skólasystkinum og stóðu nú 6 eftir um síðustu áramót en „eftir nokkur augnablik þeir eftir stóðu fimm.“ Ólafur féll eftir ný- árið. Svo hefúr það gengið með mannsævina öttd eftir öld. Ólafur var fæddur að Garðs stöðum við Djúp, 20. janúar 1885. Hann andaðist 7. janúar sl., — vantaði þá fáa daga í 76 ár aldur. Vistaskiptin urðu honum hagstæð. Engin lækn isvitjun, engin sjúkrahúsvist. Hann hallaði sér útaf í her- bergi þeirra hjóna, sem oft áður og var liðinn eftir litla stund. Þannig er gott að geta skilið við allt og alla án um- stangs og þjáninga. Ólafur var af kunnum ættr um kominn, sem ég kann ekki að rekja. Foreldrar hans voru: Sigríður Jónsdóttir, hús frú, og Jón Einarsson, bóndi á Garðsstöðum. Mikill at- hafnamaður til sjós og lands. Ungur fór Ólafur á sjóinn og varð sjómennska hans aðal starf fram undir þrítugs ald ur. Árið 1913 kom hann til Breiðafjarðar og hóf búskap i Elliðaey. Þar við Breiða- fjörð fann hann konu sína, Theodóru Daðadóttur frá Dröngum á Skógaströnd, mik ilhæfa fríðleikskonu af ætt breiðfirzkra eyjabænda. Móð ir hennar, María Andrésdótt- ir, lifir enn í hárri elli og geng ur tíguleg og teinbein um götur í Stykkishólmi, með meir en 100 ár að baki. Hún er systir hinna kunnu skáld- systra Ólínu og Herdísar. Eft ir 14 ára búskap í eynni fluttu þau til Stykkishólms og áttu þar ánægjulegt heimili og einn son, efnismann. En fyrr en varði fór heilsa Theodóru að bila. Hún varð að fara á sjúkrahús og síðar á elliheimilið Grund. Þar var Ólafur einnig vistmaður síð- ustu æviárin. Eg kveð þenn an kæra skólabróður og jafn aldra með virðingu og þökk og bið ástvinum hans allrar blessunár. Sigurður Jónsson, Stafafelli. Bifreiðasala Björgúlfs Sigurðssonar - Hann selur bílana Símar 18085 — 19615. Áfengi og uppeldi Hetttgi Ingvansson yflrlæknir skrifar ýtarlega og vel yfirvegaða grein í blöðin um bjórmálið. Ek'ki ætlaði ég mér að endurtaka hér neitt úr þeirri grein, því ég geri ráð fyrir að fólk, sem les blöðin að einhverju leyti, lesi heilbrigðis- greinar eftir svo merkan lækni sem Helgi yfirlæknir er. Samt ætla ég að leyfa mér að taka upp orð- rétt það, sem læknirinn segir síð- ast í sinni grein. Þar segir svo: „Ég legg til að ölfrumvarpinu sé frestað, en í þess stað geii ríkis- stjórn og alþingi ganggerðar ráð- stafanir til að rannsökuð sé þegar í stað útbreiðsla drykkjuskapar hér á landi og samband alkohóls við óknytti og glæpi, örhirgð og ýmsa sjúkdóma eihkum geðveiki. Almenningur á heimtingu á að íá að vita það sanna í öllu, sem lýtur að alkohólinu. Ég veit að iþað muni opna augu margra. Að lokinni slíkri rannsókn Iegg ég til, að á- byrgar tillögur milliþingamefndar eða annarra tilkvaddi'a aðila til úrbóta verði lagðar fram svo fljótt sem unnt er. Að endingu þakka ég iíkisstjórninni fyrir að fella niður „kokkteil" boð á nýársdag. Ég vona að það verði forboði giftu samlegrar lausnar þess vandamáls, sem hér hefur verið gert að um- talsefni. Þótt ég skrifi ekki meira um bjórmálið en það, sem er bent á hér að framan, þá ætla ég að nota þetta tækifæri og segja mína skoð- un og koma með mínar tillögur í áfengismálinu og þó sérstaklega viðkomandi uppeldismálunum og framtíðinni. Nú sem stundum fyrr, hefur verið mikið ritað og rætt um of- brúkun vínsins hjá eldra og yngra fólki, jafnt hjá kvenþjóðinni sem karlmönnum, þó með undantekn- ingum. f mínu ungdæmi og lengur var það venjan, að ungir menn og unglingar drukku ekki vín, og kvenfólk alls ekki, svo var það í þeim svaitum, sem ég þekkti til. Ég man það, að næstu árln áður en vínbannið kom til sögunnar, að vinið hækkaði í verði, sem þá þótti æði mikið í öllu peninga- leysinu, en það varð til þess,. að menn keyptu það áberandi minna en áður. Það stefndi því í rétta átt, áður en vínbannið skall yfir. Reynslan sýndi það þá á sínum tíma, að vínbann þýðir ekki nema að síður sé, því það má segja, að fólkið sé þi'álátt eins og sauð- kindin. Það, vill vera frjálst og í engri girðingu, því þegar vínbann- ið varð að lögum, þá fóru menn að sjóða og brugga í stórum stíl, eins og kunugt var, sem ekki þekktist áður í sveitum landsins þar sem ég þekki til. Svo þegar aiþingi linaði á vínbanninu með irnflutning á Spánarvíni, þá áttu þeir menn, sem 'suðu, enn hægra með landann sinn í skjóli þess. Svo var einnig með læknavínið svokall- aða. Allur þessi austur af ódýr- um vínum varð til þess, að unga fólkið jafnt stúlkur sem piltar ] lærðu að drekka, þó með undan-; tekningum, sem betur fór. Svo þegar vínbannið var uppleyst og vínið aftur gefið frjálst, sem kall- að var, en af 'því að ungdómur- inn var nú farinn að venjast vin- inu meir en áður þekktist, og nú orðið frjálst að kaupa það, þá jókst vínnotkunin mjög eins og kunnugt er, og því samfara meira lauslæti og ýmislegur annar ó- sómi, sem nú er að verða böl, eins og ávallt fylgir of mikilli vín- neyzlu. En það er segin saga, að ungt fólk og eldra, gift og ógift,| kvenfólk sem karlmenn, sem ætla sér að njóta lífsins með víni og lauslæti, geta alls ekki fundið með því varanlega lífsgleði, öðru nær. j Heldo > móti: Leiðindi, las-j leik ’isböl. En hvað er þá hægt að gjöra raunhæft í þessu mikla vandamáli, mun maigur spyrja. Sumjr áhugamenn hafa nú þegar látið skoðanir sínar í Ijós og er það vel farið. 1) Það er mín skoðun: Að allir foreldrar í hvaða stétt eða stöðu, sem þau tilheyra óski þess, að börnin þeirra drekki ekki vín og noti ekki tóbak. Þessu ætti mað- ur að þora að slá föstu. En til þess, að svo geti orðið, fyrst og fremst með sínu fordæmi. Þannig: Að nota ekki vín í heimilisveizl- um og vera ekki sjálf undir áhrif- um víns heima fyrir, kenna börn- imum nógu fljótt, að vínið geti verið húsmeðal rétt notað, en eitur að drekka það,.eins og flest meðul eru, og bezt væri líka að kenna þeim nógu fljótt viðbjóð á tóbaki. Líka þurfa foreldrar ríkir sem fátækir að vera yfirleitt samtaka um það, að venja börnin sín á að vera ekki með of mikla vasapeninga, því það getur haft ýmislegt ógagn í för með sér, sem ekki verður talið upp hér. Svo þegar barnaskólamir taka við börnunum, þá má segja, að aðalvandinn sé kominn á þeirra hendur með uppeldið samhliða heimilunum og alltaf eykst vand- inn eftir því sem börnin þroskast andlega og líkamlega, það er því mjög nauðsynlegt að góð sam- vinna sé milli kennar’a og foreldra um áframhaldandi uppeldi bam- anna. Enda eru það skólastjórar og kennarar, hvort sem það era konur eða karlar, sem mest og bezt geta haft áhrif á ungdóminn á skólaaldrinum. En vandinn er mikill, því æskan er ör og við- kvæm og stórbrotin. Það þarf því mikla lipurð, lag og festu til þess að vel fari eins og allir góðir kennarar’ vita og þekkja. 2) Allur félagsskapur ung- menna ætti að hafa á sinni stefnu- skrá að banna ölvuðu fólki aðgang að skemmtisamkomum sínum og fundum, og það ætti allur félags- skapur í landinu að gjöra, hverju nafni, sem hann nefnist. Ef því væri fylgt fast eftir, myndi það hafa stór áhrif til bóta, og þá kom- ast fljótt í vana og þykja svo í fr'amtíðinni meira en sjálfsagt. Menn og félög, sem vinna að bind- indisstarfsemi í ræðu og riti og í veruleika, sem kallað er, getur gieint á um aðferðir, þótt stefnt sé að sama marki með útrýmingu drykkjuskapar. En eins og nú horfir við með ungdóminn í þess- trn roönm:--þá lhms>t mér, sfláróð- urinn muni orfca meiru fyrir fram- tíðina en nútímann vegna þess, að langan tfma þarf til þess, að veru- legur árangur náist. En þeim mun fleira af nútímaæsku, sem tekur í alvöra bindindisroálið á sína stefnuskrá, þeim mun meiri líkur eru fyrir* því, að næsta Ikynslóð verði bindindissöm, og þá fari bindindismálið meir og meir að verka innanfrá, sem verði þjóðar- metnaður í því að vera bindindis- söm þjóð á vín og tóbak. Mér finnst nú margt benda til þess, að bjartari tímar séu framundan í þessu máli en áður hefur verið. Áróðurinn er mikill, en þó með meiti gætni en áður, og ég hygg miklu almennari en áður hefur þekkzt og á eftir að koma betur og betur í ljós með almenningsálitið og þá er korniið á heilbrigðan grundvölll. Þeir menn, sem mesta ábyrgð bei'a á uppfræðslu ung- dómsins, utan heimilanna, svo sem prestar og kennarar, munu flestir vera bindindissinnaðir og áhuga- samir reglumenn ,og sumir þeirra beinlínis uppeldisfræðingar. Þetta hefur mikið að segja og er eitt af því, sem styrkir hvað mest mína framanritaða bjartsýni og skoðun í þessu bindindismáli. Það er því mín skoðun að enn ætti að bækka verulega verðið á áfeng- inu, því það myndi segja sína sögu, og hafa strangt eftirlit: Með bruggi, smygli og allri leyni- sölu, þótt það sé erfiðasta verkið í þessu vínsölumáli. Því það er eins og áfengið komi úr öllum áttum lofti, legi og láði, En þó þessir erfiðleikar séu fyr- ir hendi, þá er það það sama að verðhækkun á áfenginu er rétt- mœt og til sórbóta, því vínsalan mundi minnka og leynisalan lika, og þótt rfkið tapaði tekjum við þessa breytingu, þá myndi það fljótt vinnast upp í öðru, svo sem: Betri vinnubrögðum við ýmisleg störf, ipeningasparnaði fyrir vín- kaup, drykkjus'júklingum fækka og ekki sízt, að æskan ætti erfið- ara með vínkaup og þá er mikið fengið í þessu máli. En þeii', sem vilja sóa peningum sínum í vín- 'kaup, og þó það hækkaði mikið, þá þeir um það, því enginn mun reka þá til þess. Enda bezt, að fólkið sjálft ráði sem mest sínum fjárreiðum, og allar skyssur, sem menn gera, ættu að verða til þess að bæta ráð sitt. Ég endurtek það enn: Að allir foreldrar og alllr þeir, sem ábyrgð bera á uppeldi æskunnar vilji allt til þess vinna, að það fari sem bezt úr hendi. Sveinn Sveinsson (frá Fossi). Frysting og át- flutningur loðnu Svíar hafa hug á að kaupa hér á landi þrjú hundruð til fimm hundruð lestir af loðnu, er þeir ætla að nota sem fóður handa loð- dýrum. Frystihús Kaupfélags Ey- firðinga á Oddeyri ætlar að frysta loðnu í því skyni að senda hana á þennan markað. Áður fyrr var loðna sums staðar mjög notuð til beitu, en það hefur horfið með aukinni notkun þorska- neta og gervibeittum nælonfærum. En á hverjum vetri gengur loðn- an upp að landinu til þess að hrygna, og oft kemur hún í stórum torfum inn á firði og víkur. Fyrir fjórðungi aldar var oft veitt mikið af henni á Akureyrarpolli til beitu handa þeim, sem sóttu sjó úr fiski- plássum út með Eyjafirði. (Framhald af 8 siðu). Og minnumst þess að lifsins fagra Ijóð mun lifa til að óma skært á ný. Við eigum alliaf það sem okkar var það er eilíf gleði að mega treysta því. Við kveðjum þá í bœn og biðjum hljóð og blessum liðna stund og hennar arf. Með hjartans þökk, því gœfan var svo góð að gefa okkur þeirra lif og starf. Þó vegir skiljíst nú um stutta stund við straumhvörf lifsins eigum fagra sýn. Hver endurminning á sér helgan heim ' þar heiðríkjan er djúp og sólin skín. Valdimar Hólm Hallstað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.