Tíminn - 30.03.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1961, Blaðsíða 3
M N.feL fininituclagmn au. marz 1961. r MúhammeS konungur í Marokkó var þegnum sínum annaS og meira en nafnið eitt. Hann var átrúnaSargoS þeirra og snar þáttur í iífi þeirra. Þeíta kom Ifka fram vi5 jarðarför hans. Fóikið hágrét þúsundum saman. Hér sjást konur fórna höndum í krampakenndum ekka, þegar kista konungs var borin hjá. Ekki svo fálr frömdu sjáifsmorð af einskærri sorg við útför konungs. Enginn maöur hefur lagt upp í geimför — en sú stund er nú skarctmt undan Moskva 28/3 (NTB). Hinn kunni sovézki vísindamaður, Alexander Toptsjiev, hélt í dag fund með blaðamönnum í Moskva og skýrði frá því að þess væri nú skammt að bíða, að maður yrði sendur út í geiminn. Hundurinn, Stjarna, sem var farþegi í eldflaug þeirri sem send var umhverfis jörðina s 1. laugardag og lenti síðan heilu og höldnu á ákveðnum stað, „sat“ þennan fund og virtist við beztu heilsu. Toptsjiev sagði, að sovézkir vísindamenn myndu ekki senda upp mannað geim- far, fyrr en tryggt væri að maðurinn myndi komast heill á húfi til jarðar aftur. Toptsji- ew sagði, :-:ð fyrsti geimfarinn ætti að vera ungur maður. helzt ógiftur og sterkur and- lega sem líkamlega. Fkki íékkst hann til þess að segja neitt nánar um, hvenær mað- ur myndi leggja upp í þessu ferð. Toptsjiev sagðist vilja full- vissa menn um, að enginn fótur væri fyrir þeim fregn- um, sem birzt hefðu í banda- rískum b'öðum þess efnis, að sjö sovézkir geimfarar hefðu þegar látið lífið í geimferð- um. Því miður hefður þessi orðrómiir komizt á kreik, en hann er gripinn úr lausu lofti. Uppreisnarmenn í Eþíöpíu dæmdir Addis Abeba 28/3 (NTB) í dag voru í Addis Abeba upp kveðnir dómar í málum mauna þeirra, er stóðu fyrir byltingunni í Etíópíu fyrr í vetur. Eins og kunnugt er mistókst þessi bylting, sem mið- aði að því að steypa Haile Selais- se, keisara, en hann var þá á ferðalagi til Brazilíu. Kom keis- arinn hið bráðasta heim aftur og braut byltingamenp á bak aftur. Réttarhöldin hafá staðið í heil an mánuð. Þyngstan dóm fékk fyrrum yfirmaður lífvarðar keis- arans, Meugistou. Hann var dæmd ur til hengingar opinberlega. All- ar eignir hans voru dæmdar af honum og hann lýstur land- og félaus. Meugistou áfrýjaði ekki dómnum. Tveir aðrir leiðtogar byltingamanna fengu mildari dóma. Kifle höfuðsmaður vár dæmdur eignalaus og í 15 ára fangelsi, og De Gaffe liðsforingi dæmdur eignalaus og í 10 ára fangelsi. Meugistou var sekur fundinn um byltingatilraun og manndráp, hinir um aðstoð við þetta tvenut. Ekki kom til nejpna átaka í sambandi við þennan dómsúr- skurð. Frú Margrét Þorsteins- dóttir á Hvolsvelli látin Síðaistliðinn þriðjudagsmorgun andaðist frú Margrét Þorsteins- dóttir, kona Björns Fr. Björns- sonar, sýslumanns og alþingis- manns á Hvolsvelli. ■ Hafði frú Margrét átt við langvinu veikindi að stríða1! Frú Margrét var fædd árið 1909, dóttir sæmdarhjónanna Þorsteins Jónssonar bónda á Hrafntóftum og kouu hans Sigríðar Pálsdóttur. Þau Björn og Margrét gengu í hjónaband 25. maí 1935 og eign- uðust fjögur börn. Áður en gengið var til dagskrár í sameinuðu þingi á þriðjudag, skýrði forseti, Friðjóu Skarphéð- insson, frá andláti frú Margrétar og bað þingmenn votta samþingis- manni sínum samúð með því að rísa úr sætum. Loks kominn mikill • r r f • I snjor a Siglufiroi Siglufirði, 29. marz. — Siglufjörður er einkum nafn frægur fyrir tvennt: síld og snjó. Síldin hefur nú raunar hin síðari árin ekki verið Sigl- firðingum jafn eftirlát og áð- ur gerðist og úr vetrarhríðun- um hefur einnig dregið til mikilla muna. Einkum var veturinn í fyrra snjóléttur hér og svo má raunar ekki síður segja um þann, sem uú fer senn að kveðja. Hann ætlar nú samt sem áður ekki að líða svo hjá, að við séum ekki á það minntir, ag enu er Siglufjörður á sínum stað á hnettinum. Nú er nefnilega kominu hér mikill snjór, svo mikill auk heldur, að illfært er um bæinn á bilum — og raun ar sums staðar ófært með öllu. Og í dag heldur áfram að snjóa. Siglfirðingar kunua þessu svo sem ekki illa. Þeir hafa enga öm- un á snjó. Hinu er ekki að neita, að úr því sem komið er fram í aprfl, kæra þeir sig ekkert um langvinuar hríðar. .Þeir eru ekk- ert frábrugðnir öðrum landsmönn um með að óska þess, að vorið komi þegar almanakig segir, að þag eigi að koma. BJ. Sýndar eftirprentan- ir franskra málverka Alliance Francaise gengst *yrir sölusýningu í tilefni 50 ára afmælis féiagsins Laugardaginn 1. apríl verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns- ins á vegum Alliance Francaise, sýning á eftirprentunum mál- vcrka, sem valdar hafa verið með- ai frægustu málverka Frakka ailt fr? síðustu aldamótum. Þrjátíu málárar eiga þarna 93 málverkaprentanir, en meðal þeirra má pefna: mannamyndir eftir Picasso, olómamyndir eítir Dufy, lan'isiagsmyndír eftir Dera in, uppstili'ngamyndix eftir Braq ut, Matisse. Juan Gris nukkrar dýramyndir eftir Jean Lurcat, emnig FiðiiJdi eftir Buffet, Trúða- mynd og 'xorgarmyndir frá París, New York, Feneyjum eftir síðast r.efnda. Svning þess. mun standa yíir til t0. apríl. Allar myndirnar e.rj til sölu Allíance Francaise verður 50 ára gjmalt í ár, og er sýningin að nokkru 'eyti sett upp í tilefni þess. Tónlistarkynning Á skírdag, fimmtudag 30. marz, kl. 5 stundvíslega verður tónlistarkynning í hátiðasal há- skólans. Flutt verður af hljóm- plötutækjum skólans ítölsk, rúss- nesk og þýzk helgitónlist, allt frá frumkristni, m.a. elzta sönggerð, sem til er við Faðirvorið. Flutt verða og dæmi um Gregorssöng og miðaldatónlist og ennfremur stuttir þættir úr verkum eftir Pal estrína,, Schutz, eitt mesta þýzkt tónskáld fyrir daga Bachs, Bux- tehude, Bach (úr hámessunni í h-moll), Archangelsky o.fl. Er hér bæði um að ræða einsöng, tví- söng, fersöng og kórsöng. Efnis- skráin verður afhent við inngang inn. Aðgangur er að vanda öllum heimill. Úrslit stökk- keppnínnar Sveinn Sveinsson híaut íslanúsmeistaratitilinn í gær fór fram stökkkeppm og norræn tvíkeppni í skíða- landsmótínu í Dagverðardal víð ísafjörð Veður var gott og brunafæri. fslandsxneistari í stökki 20 ára og eldri varð Sveinn Sveinsson fiá Siglufxrði sem hlaut 226,4 stig og stökk 31,5 m í hvoru stökki. Ar.nar varð Valdimar Örnólfsson fiá Reykjavík sem hlaut 213,5 stig og stökk 32 m í hvoru stökki Þriðji Svanberg Þórðarson, Rvík, 206 stig og 29 m í hvoru stökki. í stökkkeppni 17—19 ára 3igr- aði Birgir Guðlaugsson, Sigluíirði. Hann hlaut 216 stig og stökk 29 og 31 metra í stökkkepni 15—16 ára varð sigurvegari Sigurður Þorkelsson, Siglufirði, með 214 stig og 25 m í hvoru stökki. I norrænni tvíkeppni, göngu og stökki, sigraði Sveinn Sveinsson frá Siglufirði í flokki 20 ára og eldri. Hlaut hann 453 stig. — Birgir Guðlaugsson frá Siglufirði sigraði í flokki 17—19 ára og Sig- urður Þorkelsson, Siglufirði í fiokki 15—16 ára. Upplýsingar um stigatölu þeirra voru ekki fyrir hcndi í gærkvöldi. Þinglausnir fóru fram ð gær Klukkan 3,30 í gær féru fram þinglausnir. og hófst fundurinn með þvi, að forseti sameinaðs þings Friðjón Skarphéðinsson gaf yfirlit um störf þingsins Þakkaði hann því næst þingmönnum og sfarfsfólki góða samvinnu og árnaði þeím heilla. Karl Krist jónsson þakkaði forseta góSar oskir og aiúðlega rækt forseta störf og bað þingmenn tnka undir orð sín með því að isa úr sætum, en forseti þakkaði á ný. Forsef' íslands, herra Ás geir Ásgeirsson, las upp for- setabréf um þinglausnir og lýsti þvi yfir, að þingi vær! slitið. Óskaði hann þingmönn- um velfarnaðar og fósturjcrð- | ínni heilla og tóku þingmenn ] undir orð forseta með þvi að rísa úr sætum. en forsætisráð- herra mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð, ísland lifi" og tcku þingmenn undir crð ráðhetrans með ferföldu húrrahrópi ÞiTigið stóS að þessu sinni 145 daga. Þingfundir voru 236, þar af 87 í neðri deild, 86 í efri deild og 63 í sameinuðu þingi. Flutt voru 65 stjórnarfrumvörp og 73 þingmannafrumvörp. Afgreidd voru sem lög 55 stjórnarfrum- vörp og 14 þragmannafrumvörp, alls 69. Eitt þingmannafrumvarp var fellt, 3 afgreidd með rök- studdri dagskrá, 3 vísað til ríkis- stjórnarinnar og 52 óútrædd. Af 71 þingsályktunartillögu, sem born ar voru fram í sameinuðu þingi, voru 36 óútræddar. Alls voru 221 mál til meðferðar í þir/inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.