Tíminn - 30.03.1961, Blaðsíða 1
Gleðilega páska, segir litla stúlkan — hún Ólöf Helga Arnaldsdóttir, sem stendur í miðju páskaliljubeðinu
hans pabba síns, Arnajds Þór á Blómvangi í Mosfellssveit. Og gleðilega páska, segjum við einnig.
Akranestogari seldur
3 nauðungaruppboði
Söluver'ðið lægra en viÖgerÖarkostnaÖurinn
í Englandi — Akranesbær ver’ður nú að borga
9,4 milljónir vegna skipsins
Klukkan sex í gær fór fram
á Akranesi nauðungaruppboð
á togaranum Bjarna Ólafssyni,
sem kyr-'settur hefur veríð
vegna óre;ðu í skipaviðgerðar-
stöð í Englandi síðan 4. des-
ember í haust. Gerðust þau
sögulegu tíðindi, að stofnlána-
deild sjávarútvegsins, sem var
einn krötuhafa, keypti togar-
ann á þrjár milljónir og 615
þúsund krónur, og vantar þá
219 þúsund krónur upp á að
cigandinn. Bæjarútgerð Akra-
ness, geti greitt kostnaðinn í
Englandi með söluverðinu.
Verð það, sem færst fyrir tog-
arann, að nýlokinni flokkun-
arviðgerð er svipað og á átta-
tíu lesta vélbát, og hefði verið
betra að gefa togarann hrein-
lega í haust en láta selja hann
nú með bessum hætti
Báðir Akranestogararnir voru
auglýstir til ®ölu á nauðungar-
uppboði 3. ágúst í sumar. En sal-
an hefur dregizt, og Akurey hefur
(Fi'amhaid á 2. siðu. i
Reykvíkingar flykkj-
ast til ísafjarðar
LögregluvörÖur viÖ Esjuna sex klukkustundir
Mikill fjöldi fólks streymdi
burt úr bænum í hinu fagra
veðri í gær til þess að njóta
skemmtunar og hvíldar utan
bæjar um bænadagana og
páskana. Flesta fýsti þó að
fara á skíðavikuna á ísafirði.
og komust færri en fara vildu
þangað með þeim farartækj-
um, sem völ var á. — Með
Herjólfi fóru 80—90 farþegar
til Eyja í gærkvöldi.
Á þriðjudaginn og miðvikudag-
imi var flugvél frá Flugfélaginu
í stöðugum ferðum vestur, og
flutti hún 26 farþega í hverri ferð.
Fóru yfir hálft annað hundrað
manns flugleiðis til ísafjarðar
þesa daga, og beið enn fullfermi
í flugvél í gærkvöldi.
Skíða-
landsmótið
á ísafirði
Fyrsti fslandsmeistarinn á skíða-
landsmótinu á ísafirði var Matthi-
as Sveinsson, ísafirði en hann
sigraði með miklum yfirburðum í
15 km. skíðagöngunni, um tveimur
og hálfri mínútu á undan næsta
manni. Myndin sýnir er Matthias
kemur í mark. f 10 km. göngu
15—16 ára sigraði Kristján Rafn
Guðmundsson, ísafirði, og vann
hann einnig yfirburðasigur. Ein-
dálka myndin er af honum. Fyrsti
dagur skíðamótsins var því mikill
sigurdagur ísfirðinga. Mótið held
ur áfram í dag, og verður 'y
keppt í boðgöngu og sveitakeppni
í svigi. Myndirnar tók fsak Jóns
son.
Esjan lagði einnig af stað vest-
ur klukkan sex í gærkvöldi með
hálft þriðja hundrað farþega, en
fjöldi fólks gat ekki fengið far.
Ætluðu nær 180 farþegar til ísa-
fjarðar. Lögregluvörður var sett-
ur við skipið á hádegi í gær, svo
að engir færu óboðnir út í það
og yrðu sér þannig úti um far í
blóra við allar reglur. Var síðau
ekki öðrum hleypt út í skipið eji
þeim, sem höfðu farseðil í hönd-
unum.
Talsvert magn af vörum, sem
fara átti með skipinu vestur, var
skilið eftir vegna rúmleysis.
)