Tíminn - 09.04.1961, Síða 3
3
TÉMINN, sunmudaginn 9. aprffl 1961.
Eining leiðin til að stand-
ast framsókn kommimismans
sagði Macsnillan í stórmerkri
ræðu vestan hafs
ImTB—Boston og Washington
8. apríl.
í gær gerði Macmillan for-
sætisráðherra eins dags hlá á
viðræðum sínum við Kennedy
Bandaríkjaforseta til þess að
fara til Cambridge í ríklnu
Massachusetts að halda ræðu
við hátíðahöld í tilefni af 100
ára afmæli tækniháskólans
Massachusetts Institute of
Technology. Ræða hans er af
ýmsum talin merkilegasta
iæða um alþjóðastjórnmáiin,
sem haldin hefur verið af for-
ystumanni stórveldis hin síð-
ari ár. Sagt er, að Macmillan
hafi boríð ræðu sína undir
Kennedy forseta, og hafi hann
fallizt á hana, í dag lýkur við-
ræðum Macmillans og Kerrn-
edys í Washington
MacMillan sagði, að samtök
vestrænna þjóða hefðu staðizt á-
tökin við kommúnistaheiminn
nokkuð vel síðustu þrjú árin, en
ekki nógu vel. Sovétheimurinn
væri •sifellt að verða öflugri, og
áhyggjur þeirra rikja, sem ekki
vildu standa með honum væru sí-
fellt að aukast. Skipulag vest-
rænna samtaka, sem væru kjarni
mótstöðu hinna andkommúnist-
ísku ríkja, hefði ekki styrkzt,
hvorki á sviði landvarna, efna-
hagsmála eða stjómmálanna.
Þetta skipulag og samvi'nnan á
stjórnmálasviðinu yrði að bátna
og aukast, annars yrði um eftir-
gjöf að ræða við kommúnismann.
Frammi fyrir þessari kröfu stæðu
vestrænar þjóðir í dag,
Eining í framtíð
Forsætisráðherrann lagði áherzlu
á, að vesturveldin yrðu að skapa
sterkari einingu og samstarf inn
an Atlantshafsbandalagsins. „í
fyrri heimsóknum mínum til
Bandaríkjanna hef ég talað um að
ríkin hlytu að treysta hvert öðru
og vera hvert öðru háð (interde-
pendence)“, sagði MacMillan. „í
dag er þetta hugtak úrelt. Þetta
er ekki nóg .Við þörfnumst ein-
ingar meiri en áður hefur þekkzt,
einingar um markmiðið, aðferð-
ina og skipulag baráttunnar".
Kjarnorkuvopnin
Hann ræddi herbúnaðarmál og
þann ugg, sem vart verður hjá ýms
um Evrópuþjóðum vegna þess, að
kjarnorkuvopn séu í höndum
Breta og Bandaríkjamanna einna
af vestrænum þjóðum. Taldi
hann að veita yrði þeim þjóðum,
sem ekki hefðu slík vopn, hlut-
deild í ráðum yfir þeim, þó þann
ig, að ekki yrði til máttlausrar
stjórnar. Annars vildi hann leggja
höfuðáherzlu á venjulegan víg-
búnað með kjarnorkustyrk Breta
og Bandaríkjamanna á bak við.
Tónleikar Pólýfón-
kórsins í Kristskirkju
Macmillan: Við þörfnumst einingar
um markið, aðferðina og skipulagið.
Baráttan á efnahagssviðinu
En sem betur færi, ætti aflraun
austur og vesturs sér ekki stað
á sviði hermálanna fyrst og fremst
heldur efnahagsmálanna. Barátta
framtíðarinnar yrði hág fyrst og
fremst á mörkuðunum og ef til
vill einnig í skólastofunni. Á þess
um vettvangi væri vandinn þrí-
þættur fyrst og fremst: hvernig
hægt væri að auka heimsverzlun
1 ina, hvernig bezt yrði skipulögð
j hjálp og fjárframlög til skammt
! kominna ríkja og hvemig hægt
| væri að tryggja sífelldan fram-
. vöxt verzlunar og hjálparstarf-
semi, þar sem yfirstjórn fjármála
vesturlanda væri nú tvístruð, göm
ul og úrelt. Peningarnir yrðu að
verða þjónar mannsins en ekki
herrar hans. Stjórn fjármálanna
yrði að sameina að einhverju
leyti Afar mikilsvert taldi Mac-
Millán einnig að sameina mark-
aðsbandalögin tvö í Evrópu. —
Viðræðum Macmillans og Kenne
dys lýkur í dag í Washington, og
munu þeir þá gefa út um þær sam
eiginlega tilkynningu.
í kvöld klukkan níu heldur
Pólýfónkórinn tónleika í
Kristskirkju í Landakoti. Flvitt
verða verk eftir tónskáldin
Buxtehude fyrirrennara
Bachs og Hugo Distler, og hef-
ur ekkerí beirra verið flutt áð-
ur af ísienzkum kór. — h>á
hyggur kórinn á utanferð á
utanferð á næsta sumri og
tekur þátt í alþjóðlegri söng-
stefnu í Wales.
Buxtehude og Bach
Eftir Buxtehude, fyrirrennara
Bachs, flytur kórinn Magnificat an-
ima mea fyrir 5 radda kór, strok-
hljóðfæri og sembaló. Þar kemur
fram strokkvartett Musica Nova. Þá
flytur kórinn sálmaforleik, mótettu
og fúgu eftir Johan Sebastian Bach,
einleikari á orgel er Haukur Guð-
laugsson. Þetta er í fyrsta sjnn, sem
Haukur kemur opinberlega fram 1
heimalandi sínu, en hann lauk námi
við Tónlistarháskólann í Hamborg.
Hefur hann haldið eina tónleika þar
í borg við góðan orðstír og þykir
með efnilegustu orgelleikurum.
Dauðadansinn
Loks flytur Pólýfónkórjnn Dauða-
í kvöld klukkan 9.
dansinn úr Geistliche Chormusik eft
ir Hugo Distler. Verkið er samið
fyrir blandaðan kór og tal og ann-
ast Lárus Pálsson leikari framsögn
textans. Hjörtur Kristmundsson hef
ur þýtt hann á snjalla og þróttmikla
íslenzku. Textjnn er frá 15. öld en
færður til nútímamáls. Söngtextinn
er úr Der Cherubinische Wander-
man eftir lækninn og skáldið Ange-
lus Silesius og verður sungið á frum
málinu. — Hugo Distler hóf feril
sjnn sem tónskáld 22 ára gamall og
hófst til álits og metorða, varð pró-
fessor við Tónlistarháskólann í Ber-
lín en andaðist aðeins 33 ára að
aldri, árið 1942.
Alþjóðleg söngstefna
Pólýfónkórinn flytur 6 tónleika alls
og verður hinn síðasti þeirra fyrjr
almenning, en hinir fyrir styrktarfé-
laga, sem eru orðnir um 1100 að
tölu. — Eins og áður segir hyggur
kórinn á utanför í sumar og tekur
þátt í alþjóðlegri söngstefnu í Llang
ollen í Wales. Er hér um samkeppn-
ismót að ræða, all fjölsótt, og lætur
nærri að alls konar kórar frá 40
löndum taki þátt í því og er keppt
í söng, dansi, hljóðfæraleik o. fl.
Síðast voru um 200 þúsund áheyr-
endur að mótinu.
ÖUum hjólunum
stolið!
í fyrrinótt voru bíræfnir þjófar
á ferð inni í Laugarnesi. Fyrir ut-
an bifreiðaverkstæði á Laugarnes-
tr.nga stóð varnarliðsbíll af Nash-
gerð, VL—E 2094, og hafði staðið
um inánaðartíma til viðgeröar
Öllum dekKjum var stolið undan
bíinum og felgunum líka, svo vart
\erður haan ferðafær á næstunni.
Eru þeir, sem einhver deili kynnu
atf vita á verknaði þessum, vin-
samlegast beðnir að gera rann-
sóknarlögreglunni aðvart.
Sjóherinn tekur
við stöðvunum á
íslandi
í samræmi við fyrirhugaða ytir-
töku flota Bandaríkjanna á varnar-
stöðvum á Jslandi, sem áður voru
í höndum ílughers Bandaríkjanna
mun Robarf B. Moore sjóliðsfor-
ingi, yfirmaður framvarðasve,ta
flota Banda íkjanna á Atlantshuii
taka við yfirstjcrn varnarliðsins á
ísiandi af i' enjamin G. Willis hers-
iiöfðingja í íúlímánuði 1961. Jain
fiamt muTi Moore sjóliðsforingi
flytja aðaiscöðvar sínar til íslands.
Gert er ráð fyrir að flotinn hafi að
íullu tekið við varnarstöðvunum 1.
júlí 1962.
Þriðji bruninn
á Akureyri
í gærmorgun á 9. tímanum kviknaði í lítilli veitingastofu á
Akureyri. Hét veitingastofan Hressingarskálinn og var í
Strandgötu 13 b. VarS þarna mikill eldur og reykur. Slökkvi-
liðinu tókst þó fljótlega að slökkva eldínn, en skemmdir urðu
miklar af reyk og vatni. Talið er sennilect að í hafi kviknað
út frá olíukyndingu. J. S.
Einkennilegt flugslys:
Sprengjuþota skotin
til jaröar af slysni
Washington, 8. apríl.
Einkennilegt slys varð í lofti
yfir Nýju Mexíkó í dag. Tröll-
aukin sprengjuþofa af gerð-
inni DS2, en slíkar þotur
mynda kjarnann í loftvörnum
Bandaríkjanna, var skotin nið-
ur af orrustuþotu, er báðar
vélarnar voru að æfa bardaga
snilli í ioftinu. Fimm menn
fórust af átta manna áhöfn
sprengjuflugvélarinnar.
Þotur af gerðinni D52 geta bor-
ið vetnissprengjur um óravegu og
eru mjög hraðskreiðar. Flugmenn
ori'ustuþotunnar höfðu gert fimm
hríðir að ferlikinu til þess að æfa
sig í árásarsnilldinni en flugmenn
sprengjuflugvélarinnar í vörnum,
og bar ekkert sérstakt til tíðinda.
En í sjöttu atlögunni losnaði af
einhverjum orsökum Sidewinder-
skeyti undan væng orrustuþotunn-
ar, og þá var ekki að sökum að
spyrja, því að þessi skeyti eru með
þeim ósköpum gerð að þau leita
sjálf uppi skotmarkið og missa
þess ekki. Var í dag ekki ljóst,
hvernig á þessu hefur staðið.
Ástæðurnar geta bæði verið mann-
legar, þ. e. mistök þeirra, sem
hleyptu af skotunum, eða vélrænar
og hefur þá eitthvað bilað í vopna
búnaðinum.
Þrír björguðust
Æfingar þessar fóru fram yfir
miklum fjöllum. Þrír af áhöfninni
Mörg hundr
uðfyrirborð
London 8. apríl.
í morgun kviknaði í brezku
flutningaskipi, Dara að nafni,
er það var á leið um Persaflóa
til indverskrar hafnar. Gerðist
þetta í þrumuveðri. Eftir há-
degið í dag var ekki vitað um,
hversu margir myndu hafa
farizt.
Allir farþegar og áhöfn urðu
þegar í scað að yfirgefa skipið.
Áhöfnin ?ar 137 menn. en auk
þeirra voru á skipinu a.m.k. 560
Irdverjar, : em voru þilfarsfarþeg-
ar til lanó.s síns. Fjögur sKip,
þeirra á meðal brezk herskip, voru
komin til bjargar slðdegis í dag,
og vitað var um um það bil fjörar
hundruð manna, sém þannig höfðu
bjargazt.
komust úr sprengjuflugvélinni og
svifu til jarðar í fallhlífum, og var
þeim síðan bjargað úr torkleifum
hamrahlíðum með þyrilflugum.
Liggja þeir nú í sjúkrahúsi nokk-
uð lemstraðir. Félagar þeirra fór-
ust allir fimm, en sprengjuþotan
steyptist til jarðar.
Kapteinslausa
iierskipið farið
NTB—Visby 8. apríl.
Sovézka kafbátabirgðaskip-
ið, sem kom til hafnar á Got-
landi í gær, lét í haf aftur í
dag eftir hádegið, og var flota-
málafulltrúi rússneska sendi-
ráðsins í Stokkhólmi tekinn
við skipstjórninni í stað lithau-
iska sjóliðsforingjans, sem í
gær notiærði sér skipstjóra-
vald sitt til þess að komast í
land á Gotlandi og biðiast
hælis sem pólitískur flótta-
maður.
Sænskt herskip fylgdi hinu rúss
neska út að landhelgismörkunum,
en þar afhenti sænski skipstjór-
inn hinum rússneska lykilinn að
vopnaskemmu skips síns, en strok
kapteinninn hafði læst vopnin inni
og haft með sér lykil þennan í
vasanum, er hann stakk af í land
til þess að biðjast hælis sem p&Ji
tízkur flóttamaður.
Afhopparar
Strok af skipum frá austanjárn
tjaldslöndunum við strendur
Norðurlanda hafa verið alltíð um
mörg undanfarin ár, og kalla
Skandínavar slíka menn afhopp-
ara. Einna tíðust voru slík afhopp
lengstum við dönsku eyna Borg-
undarhólm, þar sem sjómenn á
bátum frá Eystrasaltslöndunum
stukku fyrir borð og syntu til
lands upp á líf og dauða. Urðu
stundum harðir og sögulegir elt-
ingaleikir við slík tækifæri, og
stundum gáfust menn upp og voru
■slæddir upp í svoétsælu sfna á nýj
an leik við lítinn orðstír.
Auglýsið í Tímanum