Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 5
5 TÍMINN miðvikudaginu 3. maí 1961 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. ERLENT YFIRLíT Hvað gerir nú ríkis- stjómin? Samkvæmt þeim fregnum, sem blaðinu hafa borizt utan af landi, hefur þátttakan í 1. maí-hátíðahöldunum nær hvarvetna verið meiri en áður eru dæmi um. Hér í Reykjavík hefur aldrei verið fjölmennari útifundur 1. maí. Þó var gerð tilraun til þess af hálfu stjórnarsinna að fá menn til að sækja ekki fundinn. Ástæðan til þess, að þátttakan varð meiri í 1. maí- hátíðahöldunum nú en áður, má vera Öllum augljós. Laun- þegar — og þá að sjálfsögðu einkum þeir lægst launuðu — una ekki lengur þeim kjörum, sem þeim eru búin eftir hina stórkostlegu dýrtíðaraukningu, sem „viðreisnin“ hefur orsakað. Launþegar verða ekki sakaðir um, að þeir hafi rasað íim ráð fram seinustu misserin. Þeir hafa nú að mestu haldið að sér höndum í þrjú ár. Þó hefur orðið stórfelld- ari dýrtíðaraukning á þessum tíma en nokkurn tíma fyrr. Það liggur einnig fyrir, að hægt var að tryggja áfram sama kaupmátt launa og í október 1958, ef ekki hefði verið tekin upp alröng efnahagsstefna með „viðreisninni“ í fyrra vetur. Vegna þess eru lífskjörin nú 15—20% lak- ari en haustið 1958. Með sanngirni verður þess ekki krafizt, að launþegár — og þó einkum þeir lægstlaunuðu — uni þessu hlut- skipti endalaust. Hitt gæti hins vegar valdið mikiili röskun og tjóni, ef launþegar þyrftu að grípa til verkfallsvopnsins til þess að knýja kröfur sínar fram. Þetta verður ríkisstjórnin að gera sér ljóst. Þess vegna má hún ekki draga það lengur að koma til móts við launa- stéttirnar og þá fyrst og fremst þær, sem við lökust kjör búa. Jafnframt verður hún að draga svo úr samdráttar- stefnunni, að atvinnuörygginu sé ekki stór hætta búin. Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki, er það hún sem ber ábyrgð á þeim afleiðingum, sem slík afstaða hennar getur valdið. Þess vegna er spurt um land allt þessa dagana: Hvað gerir nú ríkisstjórnin? Aðdragandi innrásarinnar á Kúbu Bandaríska njósnaþjónustan (CIA) er þunglega gagnrýnd. SIÐAN innr'ásin á Kúbu mis- heppnaðist, hefur margt verið rætt og ritað um þann atburð og tildrög hans. Af opinberri hálfu hefur hins vegar enn ekk- ert verið birt um þetta mál, en amerískir blaðamenn virðast þó hafa aflað sér allgóðra heimilda um það. Samkvæmt því, sem hefur komið fram í amerískum blöðum, m. a. í New York Tim- es“ og „Time“, virðist aðdrag- andi innrásarinnar hafa verið í höfuðdráttum á þessa leið: NIXON, fyrrv. varaforseti virð- ist hafa orðið einna fyr'stur til . að gera tillögur um, að Banda- / ríkin reyndu sem fyrst að steypa Castro úr stúli. Þegar Castro kom í opinbera heim- sókn til Washington í apríl 1959 eða fjórum mánuðum eftir valdatöku hans, ræddust þeir Nixon og Castro við einslega í nær tvær klst. í þessu samtali, gazt Nixon svo illa að skoðun Castros, að hann sendi utanrík- isráðuneytinu greinargerð, þar sem hann lagði eindregið til, að öllum færurn leiðum yrði beitt til að steypa Castro úr stóli sem fyrst, m. a. með stuðn- ingi við flóttamenn frá Kúbu. Þessar upplýsingar hafa kom- ið talsvert á óvart, því að eftir sjónvarpsviðræður þeirra Nix- ons og Kennedys á síðastliðnu hausti, héldu fíestir, að Nixon hefði verið varfærnari í þessum málum en Kennedy. Málflutn- / ingur hang. virtist benda til / þess. Núær hips vegar komið á Marskálkur í stað verkalýðsleiðtoga Víða fóru fram mikil hátíðahöld 1. maí, en blærinn á þeim var engan veginn hinn sami alls staðar. í hinum frjálsu löndum vestan járntjaldsins voru það verkalýðssamtökin, er stóðu fyrir hátíðahöldunum. Þar voru það baráttumál vinnustéttanna, sem settu svipinn á hátíðahöldin. í kommúnistaríkjunum austan járntjaldsins voru það stjórnarvöldin, sem stóðu fyrir mestu hátíðahöldunum. Þar náðu hátíðahöldin hámarki sínu í miklum hersýning- um. Á hátíðafundinum, sem haldinn var á Rauða torginu í Moskvu, var aðalræðan ekki flutt af verkalýðsleiðtoga, heldur af marskálkinum, sem er æðsti stjórnandi rauða hersins, og var ræða hans allt annað en friðsamleg. Fátt sýnir betur, að verkalýðssamtökin eru ekki frjáls í kommúnistaríkjunum. Fátt áréttar betur muninn á frjálsu og ófrjálsu stjórnarfari en þetta: í vestrænum lýðræðislöndum eru það leiðtogar verkalýðssaratakanna, sem flytja aðalræðurnar 1. maí — í kommúnistaríkjunum eru það marskálkarnir. / / / / / / / / / / / / / / / / / ) / v>-' Varona og Ray á blaðamannafundi. / daginn, að Nixon hefur ékki / síður hvatt til áhættusamra að- / gerða gegn Castro bak við tjöld- / in, þótt hann hafi ’talið klókt / að tala varfærnislega á opinber / um vettvangi. / / NÆSTUM heilt ár leið áður en / stjórn Bandaríkjanna tók áður- / nefndar tillögur Nixons til / fullra greina. Fyrir rösku ári / síðan hóf Bandaríkjastjórn ' beinan stuðning við flóttamenn / frá Kúbu í því skyni að þjálfa / þá og undirbúa til innrásar. í / því skyni var komið upp sérstök / um bækistöðvum í Florida, Gu- / atemala og víðar. Það var bandaríska njósnaþjónustan (CIA), sem hafði þetta verk- efni með höndum. Á þessum tíma skiptist and- spyrna kúbönsku útlaganná í ýmsa flokka. Fylgismenn Bat- ista voru nokkurn vegin sér. Stærstur var flokkur íhalds- samra manna, sem hafði verið andstæður Castró vegna einræð- is hans, en vildi hins vegar halda efnahagsskipulaginu sem mest óbreyttu. Foringi þessara manna var Varona, sem verið hafði forsætisráðherra á Kúbu áður en Batista gerði síðari . byltingu sína og síðan hafði dvalið sem flóttamaður í Banda ríkjunum. Flokkur Varona naut stuðnings kúbönsku land- eigendanna, sem Castró hafði svipt eignum sínum, og einnig stuðnings bandarísku auðhring anna. Næst stærsti flokkurinn var byltingarflokkurinn undir stjórn Manuel Ray, sem hafði barizt með Castró sem skæru- liði og varð síðan vinnumála- ráðherra í fyrstu stjórn hans. Þessi flokkur var einkum skip- aður vinstri sinnuðum mönnum sem voru fylgjandi aðgerðum Castrós í efnahagsmálum, en andvígir einræði hans og hinu V*X>V>V 'V*VV *V * V* V* v*-v* nána samstarfi við kommúnista ríkin. Þessi flokkur kom sér strax upp skæruliðasveitum á Kúbu, sem hafast við í fjöllum þar og gera Castró ýmsar skrá- veifur. \ EFTIR að njósnaþjónuistan bandaríska skarst í leikinn,, veitti hún hreyfingu Varona meginstuðning sinn. Smátt og smátt tók hún líka í sínar hend ur að stjór’na herþjálfun út- laganna og miðaði allar fyrir- ætlanir við að meiriháttar inn- rás yrði gerð. Þetta var and- stætt því, sem Ray taldi hyggi- legt, en hann vildi leggja meg- ináherzlu á langvinnan skæru- hernað, en taldi meiriháttar inn rás of áhættúsama. Varona var einnig vantrúaður á meiriháttar innrás. Ungur liðsforingi, Art- ime að nafni, virðist hafa unnið sér mesta tiltrú bandarísku njósnaþjónustunnar, en hann var gamall fylgismaður Batista. Hann lagði áherzlu á, að gerð ARTIME yrði stórfelld innrás strax, því að siðar yrði Castró búinn, að styrkja sig betur í sessi. Mark- mið hans var að koma upp hægrisinnaðri lýðræðisstjórn á Kúbu. Fyrir atbeina hans fengu liðsmenn Batista að ganga í út- lagaherinn, þótt bæði Varona og Ray væru móttfallnir því. I desembermánuði síðastl. var komið svo langt, að innrás hafði alveg verið undirbúin. Eisen- hower hafði þá samráð um mál- ið við Kennedy og kom þeim saman um að fresta henni að sinni. Öllum viðbúnaði var þó hladið áfr'am. ÞANNIG STÓÐU þessi mál, er Kennedy kom til valda. Af hálfu njósnaþjónustunnar var lögð áherzla á, að innrásin mætti ekki dragast, því að Castró væri óðum að styrkja sig hernaðarlega. Jafnframt taldi hún, að íbúar Kúbu myndu strax koma til liðs við innrás- arliðið og það hefði stigið á land. Margir hinna sérstöku ráðunauta Kennedys féllust á þessi rök og eru þar einkum til nefndir hinir svonefndu Har- vard-háskólamenn, McGeorge Bundy, Walt Whitman Rostow og Arthur Schlesinger. Hins vegar er talið að Fullbright, for maður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar hafi ein- dregið staðið gegn innrásinni og sama hafi Chester Bowles að stoðarutanríkisráðherra einnig gert. Dean Rusk utanríkisráð- herra hafi einnig verið mjög tregur og Stevenson hafi ekki vitað um hana fyrr en hún var endanlega ákveðin. Að ráðum þeirra, er töldu árásina undir öllum kringumstæðum áhættu- sama pólitisku áliti Bandarikj- anna, hvort sem hún heppnað- ist eða misheppnaðist, var lögð á það áherzla, að hún yrði ein- göngu gerð af útlagaher Kúbu, en bandaríski herinn kæmi hvergi nærri, því að yrði Banda ríkjaher beitt, hefðu Bandarík- in gert sig sek um svipað at- hæfi á Kúbu og Rússar í Ung- verjalandi 1956. Af þeim ástæð- um gaf Kennedy þá yfirlýsingu, nokkru fyrir inrásina, að her Bandaríkjanna yrði ekki beitt gegn Kúbu. Til þess að það fengi einnig þann blæ, að hér væru Kúbumenn einir að verki, knúði njósnaþjónusta Banda- ríkjanna þá Varona og Ray til að stofna sameiginlegt bylting- arráð með hlutlausum odda- manni, Jose Miro Cardona. Þetta byltingarráð fék hins veg ar engu að ráða um innrásina, héldur var hún ákveðin af njósnaþjónustunni og Artime liðsforingja, sem hún hafði gert að yfirmanni innrásarhersins. Meðan á innrásinni stóð, var byltingarráðið haft undir ströngu eftirliti njósnaþjónust- unnar og sendi það ekki frá sér (Framhald á 6. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.