Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 6
TÍMINN miðvikudaginn 3. maí 1961 í ATVINNUREKENDUR j I I > Önnumst ráðningar í allar atvinnugreinar, ? ; \ hvar sem er á landinu i í > \ j Vinnumiðlunin, \ \ Laugavegi 58 \ > Sími 23627 j Aðalfundur FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F. verður haldinn í húsi Eimskipafélags íslands h.f. (Kaupþingssalnum), Pósthússtræti 2, Reykjavík, föstudaginn 5. maí kl. 2 e. h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu Erient yfirlit Pramhald af 5. síðu. neina tilkynningar, nema með samþykki hennar. Það virðist hafa ráðið veru- legu um það, að Kennedy féllst á innrásina að hann hafi ekki viljað liggja undir þeirri gagn- rýni andstæðinga sinna að hann hafi brugðið fæti fyrir innrás útlaganna, sem þá hefði verið haldið fram, að myndi hafa heppnast. HÉB þarf ekki að rekja, hvern- ig innrásin fór, því að það er alkunna. Meðal þeirra, sem féllu, var Artime liðsforingi. Fyrir njósnaþjónustuna hefur allt þetta starf orðið hið mesta áfall, enda sætir hún nú harðri gagnrýni. Þá er talið líklegt, að byltingarráð kúbönsku útlag- anna leysist upp, því að Ray telji ósigurvænlegt fyrir vinstri menn að blanda blóði við hægri menn, ef hnekkja eigi Castró. Að sjálfsögðu er nú margt um það rætt í Bandaríkjunum, hvað næst skuli gera í .Kúbu- málinu. Fyrst á eftir hefði það sennilega samrýmst bezt al- menningsálitinu þar, að Kenne dy hefði strax látið til skarar skríða og sent her til Kúbu. Kennedy lét hins vegar nægja að fullnægja almenningsálitinu með því að nota ákveðin orð um að kommúnistar yrðu ekki látnir ná neinni aðstöðu á Kúbu sem talizt geti hættuleg Banda- ríkjunum. Síðan hafa mörg á- byrg amerísk blöð, eins og „New York Times“ varað ákveð ið við því, að herveldi Banda- ríkjanna yrði beitt gegn Kúbu, nema ef Rússar eða Kínv. færu að koma þar upp herstöðvum, og sama hafa ýmsir þekktir blaðamenn gert t.d.Walter Lipp mann. Þessir aðilar hafa rétti- lega bent á, að fátt gæti meira skaðað álit Bandaríkjanna og gefið kommúnistum betri vopn í áróðri þeirra. Þeir hafa bent á, að það væri sitt hvað, að styðja útlaga gegn einræðis- stjórn, líkt og Castró var hjálpað á sínum tíma, eða að beita framandi hervaldi, eins og átti sér stað í Ungverjalandi árið 1956. Því er ekki að neita, að inn- rásin á Kúbu og allur málatil- búnaður í sambandi við hana, hefur orðið verulegt áfall fyrir Kennedystjórnina. Að nokkru leyti stafar þetta þó af því, að stjórn tók hér við slæm- um arfi. En til þess eru áföll- in, að menn læri af þeim. Kúbu málið verður merkileg prófr'aun fyrir Kennedy. Hingað til hefur nær allt heppnazt honum síð- an hann hóf hinn pólitíska fer- il sinn. Fullkomlega reynir ekki á neinn fyrr en hann mætir mót læti. Kúbuvandamálið mun sýna hver er festa og fyrir- hyggja Kennedys, þegar mikið reynir á hann. Þ. Þ. |Sgg§ 4. dagana 3. og 4. maí. Stjórnin Lögreglumanna í Reykjavík hefur til sölu eftir taldar íbúðir. 5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Ásgarð, 4 herb. íbúð í fjölbýlishúsi við Stóragerði. Þeir félagsmenn, er neyta vilja forkaupsréttar, hafi samband við stjórn félagsins fyrir 12. maí næst komandi. Stjórnin Okkar alúðarfyllstu þakkir færum viS öllu frændfólki, vinum og kunningjum, er -sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður. Jóns Þorsteinssonar, söðlasmlðs. Haraldur Jónsson Þorsteinn L. Jónsson Júlfa Mafthíasdóttir ÞÁTTUR UM útvarplð Það ber sjaldan við að blöð in flytjl þæ'tti um útvarpið, sem til gagnrýnis geti talizt. Það eru þá heldur þeir, er í útvarp tala, er nota tækifærið tilað gera smá- vægilegar athugasemdir. Þetta tómlæti er þó engan veginn fyrir það, að hlustendur hafi ekki sitt hvað að segja um útvarpið. Hitt mun nær sannl, að ábendingar muni sjaldan teknar til greina, og enn aðrir ætla að útvarpið telji sig yfir það hafið að hlusta á golu- þytinn utan af landinu. En hvað sem um þetta er, vll ég leyfa mér að benda á nokkur atriði, sem ég er ekki sammála útvarpin um, og tel að betur mættu fara. Kirkjan hefur fengið þakkarvert Iítilsháttar rúm f útvarpinu. Má þar til nefna morgunbænir, útvarps- messur og jarðarfararú'tvarp. Það er vel farið að opna útvarpið á morgnana með morgunbæn og til- hlýðilegri tónlist á undan og eftir. — Öllu fólki er þessi þáttur hollur, meðan verið er að jafna sig f rúmi sínu eftir væran blund næturinnar. Mörgum er þetta beinn trúarstyrk- ur og á sjúkrahúsum vill enginn af þessu missa. En á flutningi þessa þáttar eru þó veruleg missmíði, þótt stuttur sé. Eftir fáa upphafs- tóna frá orgelinu, er lokað fyrir. Hvað liggur á? Bíður svo bráð- nauðsynlegt efni, að ekki megi láta þennan þátt fara fram óbrenglað- an? Það er þó betra að leika ekk- ert. Tónlistarunnendur kæra sig ekki um að láta höggva svo sundur stuttan en fagran tónlistarþátt. Á þessu missmíði fer enn verr vegna þess, að i þvf felst ósmekkvfsl, en það atriði þola margir illa, einkum frá útvarpinu. Vilja ekki þeir, sem samið hafa um þennan þátt vlð út- varpið fá þetta lagfært, svo að hlustendur séu lausir vlð þennan leiða ágalla hvern morgun? Næsti þáttur kirkjunnar er út- varpsmessan. Og aftur er á skyld- an hátt vegið i sama knérunn. Sálmarnlr eru ekki kynntir fyrr en svo selnt, að komlð er langt fram f forspilið, preludiuna. Með’þessu er truflaður flutningur á vönduðu tónverki, sem hlustendum er ætlað að heyra frá upphafi. Sé hér um þröng að ræða f dagskránnl virð- ist sjálfsagt f þessu tllfelli að láta það koma nlður á þvf efnl, sem á undan fer. Útvarpsmessan mun hafa fengið tilsklllnn tíma, oftast kl. 11 árdegls og hann á ekkl að trufla með lestrl dagskrár. Tónlist- arunnendur eru næmlr fyrlr þess- ari truflun. Þetta á elnnlg að færa til betri vegar. Augljóst er að útvarplð vill enga fhlutun hafa í sambandi við jarðar- fararútvarp og skal ekkl að þvi fundið. En varla gæti það ihlutun heitið, áður en opnað er, væru nefnd samskonar atrlði og gert er á undan messu, þó einkum það hverjir flytja þar mál sitt. Hlustend ur þekkja ekki alla af röddlnni einnt. Þetta atrlði væri því tilllts- seml vlð hlustendur. Út af þeirri þröng, sem virðlst vera á dagskránni, sbr. naumleik- ann vlð morgunbænina, er spurt, hver hefur beðlð um allt þetta út varpsefni? Hefir nokkur beðið um alla þessa löngu dagskrá? Áreiðan- lega ekki þjóðln sem hetld. Það er svo ofur sklljanlegt, að þegar þessi mikla hít er einu slnni orðin til, þarf mikið f hana að láta. En ætlast útvarpið til þess, að fólkið glápi ó- aflátanlega á það með útspennt eyr un, af þvf að hvergi annars staðar er neltt annað að hafa? Það gefst varla friður tll þess að taka blað eða bók, eða hugsa sjálfstæða hugs un eða grípa í hljóðfæri, fyrir óaf- látanlegu útvarpsskvaldri. Það er ekki lengur tímabært að endurtaka enn og aftur gömlu setnlnguna: „Þið getlð skrúfað fyrir". Unga fólkið á líka útvarpið og kallar eft ir sínum rétti. Og útvarpið beitir vel fyrlr það. Eða fyrlr hverja er upptekinn þátturlnn við vinnuna? Hfngað til hefur hið vlnnandi fólk á íslandi getað stundað störf sín án útvarpsskvaldurs. Enginn má vita hve mörg gullkorn hafa orðið til í hugsun og máli, við hljóð og frið- sæl störf. Getur útvarpið tekið að sér þessa sköpun, t. d. með þættin- um „við vinnuna", eða vill það gefa frið til slíkrar sköpunar? Það er svo markmið út af fyrir sig að ala sér góða hlustendur, fólk, sem ekki getur unnið án út- varps og blður sífellt um meira, getur siðast ekki sofnað án þess. Það sparar svefntöflur. Þakka innilega auðsýnda vlnáttu og hlultekningu við andlát og jarðarför eiginmanns mlns Aðalsteins Guðmundssonar frá Búðardal. Fyrir mína hönd, dætra, stjúpbarna og annarra vandamanna. Steinunn V. Sigurðardóttir Móðir okkar og amma Steinunn Ögmundsdóttir, Þórarlnsstöðum, lézt þann 28. apr. s.l. Útför hennar fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn ó. mai n.k. kl. 1.00 e.h. Jóhanna Guðmundsdóttir Ögmundur Guðmundsson Steinunn Þorsteinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Þorsteins Brynjólfssonar, Hreiðurborg. Júlíana Sturlaugsdóttir og börn, tengdabörn, barnabörn og fóstursynlr. Eg vil gera tillögu og vera smá- tækur. Eg vil biðja háttvirt útvarps ráð að fella úr sumardagskrá út- varpslns þáttinn „við vinnuna". En geti þac ekki fallizt á það, þá að bjarga út úr því gutli, þeim örfáu perlum, sem af vangá hafa lent þar saman við, og flytja þær á stað, sem þeim er samboðinn. ÞAKKARAVÖRP Ég þakka ykkur öllum innilega, sem glödduð mig á sjötugasta afmælisdaginn. Magnús Stefánsson. ^ •% »V»V»V*%»VtV»‘V»V*V*V*V»V*V‘‘\.«V*V»V*V»'\.*,V»V»V»V»*V*V S. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.