Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN miðvikudaginn 3. mai 1961 9 Eysteinn Jónsson, forma'ður þingflokks Framsóknarflokksins: Lýðveldisstofnun og varnarmál Um helgina barst mér blað frá samtökum hernámsandstæðinga. Á fremstu síðu blaðsins er birt- ur ræðupartur eftir mig frá 18. júní 1944. Ræðu þessa hélt ég í tilefni af lýðveldisstofnuninni. Eg sé að ætlan blaðsins er að reyna að nota þessa ræðu mína til stuðnings þeim málstað, að fs- lendingar eigi að taka upp hlut- leysisstefnu, þar með slíta öllu samstarfi um öryggismál við ná- grannaþjóðir sínar og láta skeika að sköpuðu. Ekki verður heldur annað séð en ætlun blaðsins sé, að svo líti út í augum þeirra, sem ekki þekkja til, að ég sé hlynntur slíkri stefnu. Ekki yil ég una þessu, og því nota þetta tækifæri til þess að koma örfáum orðum á framfæri um þessi mál. Fátt eða ekkert verður þar nýtt í augurn þeirra mörgu, sem kunnugt er um við- horf mitt, en þó þykir mér ástæða til að rifja upp örfá meginatriði í tilefni af þessum einkennilega málflutningi blaðsins. Þegar íslendingar stofnuðu lýð- veldið 17. jihií 1944, var heims- styrjöldinni ekki lokið. Þá var það von allra góðra manna, að upp mundi renna að henni lokinni, ný öld friðar og afvopnunar, þar sem smáþjóðir gætu hervarnar- lausar unað óáreittar og glaðar við sitt. Á þessum vonum voru reistar fyrirætlanir okkar og ann- arra smáþjóða um friðsamlegt líf eftir stríðið. Um þessi efni fórust mér m.a. þannig org 18. júní á lýðveldis- hátíðinni í Reykjavík: „Stofnun þessa fámenna lýðveld is verður prófsteinn á það, sem koma skal eftir þá heljaröld, sem nú er, Það er stofnað í trausti á sigur frelsisins. Það er fætt í von um ósigur ofbeldis og yfirgangs." Styrjöldinni lauk með ósigri nazismans. En því miður kom jafnskjótt í ljós, ag ofbeldi og yfirgangur höfðu ekki lotið end- anlega í lægra haldi. Þrátt fyrir ósigur nazismans var ekki upp- runnin sú öld friðar og virðingar fyrir rétti smáþjóðanna, sem menn höfðu vænzt. Heimurinn hafðl ekki staðist þó prófraun, sem frelsisunnandi og friðelskandi menn í mörgum löndum höfðu efnt til með því að vilja búa í friði, án hervarna, og óáreittir í löndum sínum. í stað þess að veita þeim þjóð- um Austur-Evrópu frelsi, sem lagðar höfðu verið undir ok naz- ismans, tóku Sovétríkin að leggja þessar þjóðir í einræðisfjötur kommúnismans með tilstyrk Rauða hersins. Svo ósleitilega var að þessu gengið, að ekki var annað sýnna en öll Evrópa yrði Jæssari vopn- uðu framrás kommúnismans að bráð, nema öflugar ráðstafanir yrðu gerðar til varnar. Smáþjóðir Vestur-Evrópu, sem dreymt hafði um betri og frið- samhri heim, eins og okkur ís- lendinga 17. og 18. júní 1944, sáu að þær yrðu annaðhvort að eiga þátt í varnarsamtökum og öflug- um herbúnaði gegn framrás komm únismans eða eiga það á hættu að sæta sömu örlögum og þjóðir Vestur-Evrópu. Þessar þjóðir höfðu bitra reynslu af því, hvers virði hlutleysisvilji og hlutleysisyfirlýsingar voru í augum einræðisríkja í útþennslu og vígahug. Á þennan hátt varð Atlants- hafsbandalagið til. Hreint og beint af því menn sáu enga aðra til- tæka leið að bjarga sér frá því að verða vopnaðri framrás kommún- ismans að bráð. Dettur nokkrum í hug, að Danir og Norðmenn taki þátt í varnarbandalagi vegna þess að þá langi í hernað eða geti hugs að sér árásir á aðrar þjóðir. En i EYSTEINN JÓNSSON því nefni ég þessar þjóðir, að þær þekkjum við bezt. Þegar svona var komið málum eftir stríðið, ákváðu íslendingar að eiga þátt í vamarsamtökunum. Eg átti minn þátt í því. Tel það hafa verið vel ráðið, mörgu góðu til leiðar komið, og raunar annað óhugsandi en að taka stöðu með nágrönnum okkar, lýðræðisþjóð- unum hér í grennd við okkur. Á meðan Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki náð fullnægjandi tök- um á friðarmálunum, er ekki annað úrræði betra hér á norður- slóðum a.m.k., en varnarbandalag vestrænna þjóða. Smáþjóðamenn, og raunar allir friðsamir menn, hljóta að vona, að Sameinuðu þjóðirnar eflist og styrkist og nái svo góðum tökum á friðarmálunum, að varnarbanda lög verði óþörf. Smáþjóðir geti þá treyst því, að fá hjá þeim sam- tökum vernd gegn íhlutun og yfirgangi annarra. En því miður á þetta líklega talsvert langt í land, og það sem verst er: kommúnistaríkin vinna af ofurkappi að því að veikja framkvæmdamátt Sameinuðu þjóð anna. —O— Atlantshafsbandalagið hefur fram að þessu náð þeim tilgangi sínum að koma í veg fyrir styrj- öld. Fullyrða má, að eins og málin ! standa nú varðandi eflingu Sam- einuðu þjóðanna og afvopnun, hef ur það harla lítinn byr á Vestur- löndum að taka upp aftur hlutleys isstefnuna sem opnaði löndin fyrir nazismanum á sínum tíma, og hefði Iágt Evrópu undir hæl komm únismanns eftir stríðið, ef hún hefði þá verið tekin upp á ný. Það sýndi sig strax í stríðslokin hvert stefndi, Það er einnig alveg óraunhæf stefna, að íslendingar einangri sig 'frá nágrönnum sínum með því að taka upp hlutleysisstefnu á ný og segi sig þar með úr varnar- bandalagi vestrænna þjóða. Eg er alveg undrandi yfir því, að þeir sem standa að blaðaút- gáfu fyrir samtök hernámsand- stæðinga skuli gera slíkt að aðal- atriði í sinni baráttu, og ég full- yrði, áð það er ekki í samræmi við skoðanir fjölda þeirra, sem á vegum þessara samtaka eða á annan hátt hafa lýst því yfir, að þeir vilji að erlent varnarlið hverfi úr landinu sem fyrst. Þótt ísland taki af fullum heil- indum þátt í Nató, er ekki þar með sagt, að hér eigi eða þurfi að vera her á meðan Nató stend- ur. Það er fyrirkomulagsatriði hvernig samstarfi við Nató um öryggismál er háttað í fram- kvæmd. Þegar ísland gekk í Nató lýstu samstarfsþjóðirnar yfir þvx, að til þess væri ekki ætlast, að hér yrði her á friðartímum og ís- Iendingar tóku fram og um það voru allir flokkar sammála þá, að á slíkt gætu íslendingar ekki fallist. Þetta var einnig áréttað þegar varnarsamningurinn var gerður 1951. Það yrði alveg á valdi ís- lendinga hve lengi varnarliðið yrði hér. Þessu sjónarmiði hefur Fram- sóknarflokkurinn jafnan haldið vel vakandi og sættir sig ekki við þá hugsun, að sjálfsagt skuli vera hér her á meðan Nató starfar eða óskar eftir því. Flokkurinn leggur áherzlu á, að þó við séum og verðum í Nató, verði ekki erlent herlið lengur í landinu en brýn nauðsyn ber til að dómi íslendinga sjálfra. Stefna Framsóknarflokksins í varnarmálum hefur verið óbreytt frá því að varnarsamtökin komu til greina og hafa Framsóknar- menn nú alveg nýlega á miðstjórn arfundi sínum ályktað enn á ný að styðja þá stefnu: Að íslendingar hafi samstarf , um öryggismál við nágrannaþjóð- irnar m.a. með þátttöku í Atlants hafsbandalaginu og að unnið sé að þuí að herinn hverfi sem fyrst úr Iandi. Þegar varnarlið ekki væri í landinu, yrði samstarf samt sem áður við Nató um öryggismáHn og þá á þeim grundvelli ,sem ís- lendingar og Nató-þjóðirnar gerðu ráð fyrir við stofnun varnarbanda lagsins. Þessi stefna á ekkert skilt við að íslendingar segi sig úr varn- arsamtökum vestrænna þjóða og slíti samstarfi við þær um örygg- ismálin. En sHkar yrðu afleiðingar hlut- leysisstefnu, ef upp yrði tekin. Þetta þykir mér rétt að rifja upp nú, þegar í það er ráðist að nota mín orð slitin úr samhengi við rás atburðanna, til stuðnings þeirri stefnu, sem ég tel ranga eins og málin standa og óframkvæman- lega. Eysteinn Jónsson. Sænsk graflistarsýning Vlð opnun graflistarsýningarinnar. — Forsetl íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir forse'tafrú. Með þelm eru á myndinn! Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, sænskl sendiherrann hér, Sven H. von Euler- Chelpin, og frúr þeirra. (Ljósmynd: TÍMINN — G.E.) S.l. laugardag var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sænsk graflistarsýn- ing að viðstöddum forsetahjónunum, ýmsum erlendum sendimönnum, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Á sýningu þessari eru myndir eftir marga sænska listamenn, eftirprentanir, og eru þær flestar til sölu. Sýn- ingin verður opin nokkra daga, og er fólk hvatt til að sækja þessa ágætu ' sýningu og sjá þetta góða sýnishorn af iist Svía í þessari grein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.