Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.05.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN mflMkuðaginn 3. maí 1961 Launþegum verði bætt kjaraskerðingin með lækkuðu vöruverði eða hækkuðum launum Samtök launamanna hafa á undanförnum árum hvað eftir annað bent á og lagt á það ríka áherzlu, að nauðsynlegt sé, að fullt samráð sé haft við lieildar- samtök launþega um aðgerðir í efnahagsmálum, er snerta lífskjör almennings. Það er illt til þess að vita, ekki aðeins vegna launþega, heldur og vegna þjóðarinnar í heild, að þess ari sjálfsögðu starfsaðferð hefur alla jafnan lítt verið beitt, þótt undantekningar séu þar frá. Launastéttirnar ekki spurSar Á öndverðu síðasta ári voru gerðar ráðstafanir í efnahagsmál- um þjóðarinnar, sem haft hafa afdrifaríkari áhrif á lífskjör al- cnennings en dæmi munu til, að afskipti stjórnarvalda hafi áður haft, ef miðað er við það tímabil, sem íslenzka þjóðin hefur farið sjálf með stjórn sinna mála. Þessar efnahagsráðstafanir voru gerðar án þess að hið minnsta til- lit væri tekið til þess, hver af- staða fjölmennustu stéttarsamtaka landsins var til þeirra. Það er óþarft að rekja hér í hverju þessar aðgerðir voru fólgn ar. Flestum er það kunnugt, og allir þekkja afleiðingar þeirra, gífurlegar verðhækkanir og stór- lega minnkaðir atvinnumöguleik- ar. 0g þótt hin beina kjararýrn- un sé óumdeilanlega mjög mikil, þá skelfir það almenning þó miklu meira, að yfirvinnan, sem áður var mikill hluti af tekjum manna, er óðum að hverfa, og við blasir sama þróun hér og varð í Banda- ríkjunum sem afleiðing sömu efna hagsstefnu, þ.e.a.s. sívaxandi sam dráttur atvinnulífsins, sem end- I P I '(■ y RætSa Kristjáns Thorlacius, íormanns Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, í dagskrá út- varpsins 1. maí. aði þar í miklu atvinnuleysi, enda hefur verið horfið frá þessari stefnu þar í landi, eftir að ungir og umbótasinnaðir menn tóku við völdum. Launþegasamtökin krefjast þess, að nú uer'ði annað tveggja: gerðar ráðstafanir til lækkunar á vöruverði með lækkun söluskatts og aðflutn- ingsgjalda lækkun útlánsvaxta lækkun útsvara á almennum launatekjum og tryiggt að laun hækki, ef hækk un verðlags fer fram úr vissu marki, — eða þá, a@ kjör manna verði bætt með beinum launa- hækkunum. Kröfur opinberra starfsmanna Samtök opinberra starfsmanna i hafa sent ríkisstjórninni launa-1 hækkunarkröfur og fært að þvíi rök, að þeir eigi skýlausan rétt á a.m.k. 33,8% launahækkun. Talsmenn stjórnarvaldanna halda því fram í umræðum um þessi mál, að atvinnuvegirnir þoli ekki það kaupgjald sem af þeim er krafist. Flestir hafa heyrt þessa full- yrðingu einhvern tíma áður, því' að sannleikurinn er sá, að áreið- anlega hefur aldrei verið farið fram á almenna launahækkun, án t þess, að sú fullyrðing hafi verið 1 fram borin, að atvinnuvegirnir þyldu ekki hækkun kaupgjalds. Aldrei hefur þessi fullyrðing verið studd gildum rökum. I En það er ofur eðlilegt, að spurt sé: Er þetta rétt? Eru atvinnu- vegirnir svo illa staddir, sem af er látið, og er ástæðan sú, að kaup gjaldið sé of hátt? Þegar svo harkalega er að laun þegum vegið, að lífskjör þeirra eru í einu vetfangi stórlega skert með opinberu valdboði og þetta er framkvæmt með visun til þess, að þjóðin Hafi lifað um efni fram, þá't6,r:þjóffin'heimtingu á því, að fram fari rækileg og hlutlaus rannsókn á rekstri atvinnuveg- anna. Á það skal þó lögð áherzla, að slík rannsókn er einskis virði, nema hún sé framkvæmd af aðil- um, sem þjóðin treyslir, en slíkt traust getur ekkj skapast, nema ff í ti Bændur athugið I 1 I I; p i 1 MERX-SIMPLEX brýningarvélin leysir vandann. — Merx-Simplex er raf- knúin. Henni fylgir 1 fasa Ve H.P. eða 3 fasa Va H.P. rafmótor eftir því ■ ; 7 : ' , . V sem óskað er. Ennfremur hinn sérstaki sláttusteinn og venjulegur smergelsteinn til almennra nota. Brýningin á sláttuvélarljá tekur 10—12 mín. og brýnist blaðið algjörlega jafnt fremst sem efst. Stilla má stein- inn og þá fláann á blaðinu eftir vild. Brýningarvélin var reynd af Verkfæra- nefnd ríkisins á Hvanneyri og hlaut mjög góða dóma eins og alls staðar þar sem hún hefur Verið reynd. Nokkrar vélar fyrirliggjandi. Vélaverkstæðið FOSS hi. Húsavík — Sími 45. 8 ö I T I 1 1 I 1 i I I I | | y 1 I I i *o I I . I 1 fulltrúar hinna ýmsu þjóðfélags-1 stétta bæði framleiðenda og laun-1 þega, eigi fullkomna aðild að | henni. Reynslan sýnir, að tilgangs laust er með öllu að sækja hing- að erlenda menn ókunnuga öllum j staðháttum, þótt sérfræðingar séu, I til þess að framkvæma skyndiat- huganir og skila snöggsoðnum á- litsgerðum, sem eigi eru byggðar á eigin athugunum, heldur séð með annarra augum. Skattframtöl og skýrslur Lengi hefur verið á almanna- vitorði, að lítt er að marka skatt- framtöl manna og svo rammt hef ur kveðið að í þessu efni, að á sl. ári var af þeim sökum horfið frá því að treysta á beina skatta sem tekjustofn fyrir ríkið í eins rík- um mæli og áður var, en sölu- skattur í þess stað stórhækkaður. En ef svo er um skattskýrslur, hvað þá um þær skýrslur og reikninga, sem þær fullyrðingar eru byggðar á, að útflutnings- framleiðslan sé fjárhagslega á ! heljarþröm og þoli ekki núver- andi, hvað þá aukið kaupgjald. Sýnir ekki reynslan af skatt- fraimtölunum ,að skýrslum ein- staklinga og félaga um eigin fjárhagsafkomu ber varlega að treysta? , Ef ríkisvaldið telur sig ekki lengur geta treyst þesskonar ; plöggum í sambandi við inn- heimtu gjalda, þá er engin von ; til þess, að launþegar taki þau góð og gild sem sönnunargögn í sambandi við umræður um launamál. Ber hér allt að sama brunni, að fullyrð- ingarnar um getuleysi til að greiða enannsæmandi laun, eru ekki studdar þeim rannsóknum og rökum, sem gild geta talizt. Fyrr en slík hlutlaus rannsókn hefur farið fram taka menn ekki alvarlega þá fullyrðingu, sem klingt hefur í eyrum frá því um aldamót, að íslenzkir atvinnuveg- ir séu ekki færir um að standa undir framfærslukostnaði þjóðar- Mikil framleiÖsluaukning Samkvæmt upplýsingum, seim nýlega voru birtar í Fjármálatíð indum, tímariti, sem Landsbank- inn gefur út, hefur framleiðsla þjóðarinnar aukizt á árunum 1955 til 1959 að meðaltali um 6,3% hvert ár og aukningin kom- ist upp í 12% árið 1955. Ef allt væri með felldu um rekstur þjóðarbúskaparins, ætti slík framleiðsluaukning að skapa möguleika til þess að hækka kaupgjald. Hvað er það, sem veldur því, að slík framleiðsluaukning kemur j almenningi ekki til góða. í nágrannalöndum okkar hafa lífskjör manna batnað stórlega á síðustu árum. Þetta er auðvitað hL, eðlilega þróun og á vissulega að geta átt sér stað hér eins og í nágrannalöndunum. Það þarf því að kanna á hlutlausan hátt, hvað það er, sem veldur því, að íslenzkir stjói'nendur ganga aftur á bak, þegar aðrir sækja fram til betri launa og lífskjara. Það ætti að vera hverjum nú- tímamanni augljóst, en verður þó aldrei of oft áréttað, að atvinnu vegirnir eru til fyrir þjóðina, en þjóðin ekki fyrir atvinnuvegina. Þess vegna er það, að ef í ljós skyidi koma við náicvæma, hlut- lausa rannsókn, að atvinnuvegirn ir beri sig ekki með þeim til- kostnaði, sem þeir hafa, þá er skylt að leita allra annarra úr- ræða fyrst áður en gripið er til þess ráðs að neita að greiða þau laun, sem þjóðfélagsþegnarnir þurfa til þess að lifa menningar- lífi. Framleiðsluna ber að auka og tryggja um leið, að eðlilegur hluti af auknum þjóðartekjum falli launþegum í skaut. Allra bragða verður að leita til þess að lækka annan tilkostnað atvinuveganna en laun. Okurvextir og sultar- recept Sú skoðun er almenn ,að ekki beri að halda áfram að íþyngja framleiðslunni og öllum almenn- ingi með þeim okurvöxtum, sem nú eru á útlánum banka. Og þegar rætt er um banka- vexti er ekki úr vegi að minnast á það, að menn trúa því ekki, að þörf sé fyrir alla þá banka, sem nú eru starfandi hér á landi, en þeir spretta upp eins og gorkúlur á haugi. Þetta stingur í augun, ekki sízt, þegar það virðist vera eitt af verkefnum sumra þessara bankastofnana að gefa út eins konar sultarrecept fyrir almenn- ing í landinu. Það er ekkert leyndarmál, að ýmiss milliliðakostnaður er hér óhæfilega mikill, og hefði verið réttara að gera ráðstafanir til að lækka hann en ráðast að launa- mönnum, eins og gert hefur verið. Það fer til dæmis varla á milli mála, að álagning á oliu og benzíni er slík, að rekstur þriggja olíufélaga í landinu er stórgróða- vegur, að ekki sé nú talað um að' breyta ætti því fyrirkomulagi, að haft sé þrefalt dreifingar- kerfi fyrir þessa nauðsynjavöru atvinnufyrirtækjanna, með öllum þeim tilkostnaði, er því fylgir. Tryggingarstarfsemi er og mik- ill gróðavegur, enda starfandi mýmörg tryggingafélög. Væri ekki ráð að lækka tiyggingarið- gjöldin ,áður en mönnum er fyrir skipað að herða sultarólina. Styðja þarf atvinnurekendur i því að gera sem allra bezta vöru úr því ágæta hráefni, sem at- vinnuvegir til lands og sjávar ráða yfir. Oft hefur verið á það bent, að breyta ætti reglum um verðlagn- ingu á vörum á þann hátt, að meiri tilhneiging skapaðist hjá innflytjendum til að gera hag- kvæm innkaup erlendis en nú er. Þannig mætti lengi telja. Ef það skyldi koma í ljós við hlutlausa athugun, er framkvæmd væri af aðilum, sem almenningur treysti, að atvinnuvegir lands- manna væru þess ekki megnugir að gegna því hlutverki sínu að brauðfæða og klæða þjóðina, þá og þá fyrst taka menn alvarlega fullyrðingar um, að ekki verði komizt hjá lífskjaraskerðingu. Sem betur fer er ekkert sem bendir til annars en að þreng- ingar almennings stafi af röngum aðferðum, því að „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota ’ann." fslenzkir launþegar bera því hiklaust fram þá kröfu, að þeini verði bætt lífskjaraslcerðingin, annað hvort með lækkuðu vöru- uerði eða hækkuðum launum og að snúið verði inn á brautir, sem lciða til framtaks og dáða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.