Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, smmudaginn 7. maí 1961. 5 Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábj, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga stjó-ri: Egill Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Höftin magnast í „viðreisnarbók“ nr. 1., sem ríkisstjórnin sendi inn á hvert heimili í fyrravetur, var því eindregið lofað, að efnahagsráðstafanirnar myndu ekki skerðalífskjörinneitt. Jafnframt var því svo lýst með mörgum stórum orðum, hve glæsilegur yrði árangurinn að öðru leyti. í þeim efnum var það sérstaklega tekið fram, að dregið myndi úr höftum á öllum sviðum. Fjórtán mánuðir eru nú liðnir síðan ríkisstjórnin sendi landsmönnum „viðreisnarbókina“ nr. 1 og því fenginn nægilega langur reynslutími varðandi gildi loforðanna, sem þar voru gefin. Hvernig hefur t. d. farið um fyrirheitið um afléttingu haftanna? Eru höftin minni nú en fyrir „viðreisnina“? Svarið við þessum spurningum er það, að næstum hvarvetna blasir við samdráttur og minnkandi fram- kvæmdir. Harvetna er að finna einstaklinga, sem hafa hætt við fyrirhugaðar framkvæmdir. Sama gildir um fé- lög og opinber fyrirtæki. Það, sem hefur orsakað þetta, eru hin nýju samdrátt- arhöft ríkisstjórnarinnar, vaxtaokrið, lánasamdrátturinn, minni aðstoð hins opinbera við ýmsar framkvæmdir o. s. frv. Þessar ráðstafanir hafa allar miðað að því að draga úr getu og framtaki einstaklinganna — auka höftin stór- lega frá því, sem áður var. Af hálfu stjórnarinnar er reynt að flagga með því, að dregið hafi verið úr innflutningshöftunum. Því er sleppt, að tekin hafa verið upp miklu strangari höft í stað- inn — höft minnkandi kaupgetu, höft vaxtaokurs og höft lánasamdráttar. Þannig hefur stjórnin efnt loforðið um að draga úr höftunum. Slíkt er ekki heldur undarlegt. Stefna stjórnarinnar er að skapa hér þjóðfélag hinna fáu ríku. Slíkt getur ekki orðið öðru vísi en að dregið sé úr framtaki hinna mörgu. Þess vegna hafa höftin verið aukin á öllum sviðum, eins og hvarvetna blasir nú við. Stórsigur Kennedys Því verður ekki neitað, að rás hinna alþjóðlegu at- burða, eins og t. d. í Laos og Kúbu, hefur verið heldur óhagstæð Kennedy að undanförnu. En því má hins vegar ekki gleyma, að það, sem meginúrslitum mun ráða.er ekki hvað gerist á Kúbu eða Laos, heldur hitt, hvernig stjórnin tekst heima fyrir í Bandaríkjunum sjálfum og hvernig þeim tekst þannig að sanna réttmæti þeirra stjórnarhátta, er þau beita sér fyrir. Á því sviði vann Kennedy mikinn sigur í seinustu viku — tvímælalaust mesta sigurinn, sem hann hefur unnið til þessa. Hann fékk þingið til að samþykkja endan- legar tillögur sínar um hækkun lágmarkslauna. Þau eru einn dollar á klst., en munu nú hækka í 1.15 og í 1.25 eftir tvö ár. Þetta mun gerbreyta kjörum láglaunafólks í Bandaríkjunum, en Kennedy álítur að aukin kaupgeta þess muni verða efnahagslífinu beint og óbeint til efl- ingar. Um tíma leit svo út, að þingið myndi ekki fallast á þessar tillögur Kei nedys, en með miklu harðfylgi gat hann knúið þær fram. Og þar vann hann sigur, sem mun auka hróður amer- iskra stjórnarhátta víða um heim. Walter Lippmann ritar um alþjáðamál: Kauðsynlegt aö upplysa til fulls orsakir kúbanska ævintýrisins > > > > > > > ) ) ) > > > > > > > > > > > > > > > > > > > HINN UNGI forseti Bandaríkj- anna ,John F. Kennedy, stend- ur nú andspænis alvarlegum erfiðleikum. Fari svo, að hann dragist út í ófærur í Laosmál- inu ofan á hin hræðilegu mis- tök á Kúbu, hefur hann — jafnvel óbætanlega — stofn- að í hættu möguleikum sínum til þess áð hafa jákvæð áhrif á gang heimsmálanna. Það má einnig Ijóst vera, að því meira sem forsetinn hefst að og skuld bindur sig beinlínis á sama tíma og Sovétríkin og Kína taka ekki bindandi ákvarðanir en halda leiðum opnum, því meir veikir forsetinn aðstöðu sína og dregur úr áhrifum sín um. Hinn mikli harmleikur á Kúbu nú fyrir skemmstu hef ur orðið til þess að opna Kín- verjum leið til stjórnmálalegra afskipta af samningstilraunum í Laos. Vilji Bandaríkin enn flækja taflstöðuna í Laos með hernaðaríhlutun, myndi slíkt ekki aðeins bjóða heim hem- aðaraðgerðum í Laos af hálfu Kínverja, heldur og auka spennuna hvað viðkemur Iran, eyjunum Quemoy og Matsu og öðrum hálfvörðum, umdeildum útvarðastöðvum okkar, þ.á.m. jafnvel Vestur-Berlíh. Bandaríkin myndu fremja hremustu afglöp frá hemaðar- legu sjónarmiði, ef þau dreifðu herstyrk sínum, án þess þó að geta vænzt endanlegra úrslita. á sama tíry og andstæðingarn- ir halda hersveitum sínum al- búnum og óskiptum. ENDA ÞÓTT seint sé, skulum við vona, að ekki sé þó of seint fyrir okkur enn að kom- ast af þeim villigötum, er við höfum lent á, og verða í fylk- ingarbrjósti á nýjan leik. En til þess, ag svo megi verða, komumst við ekki hjá því að rannsaka ýmsa hluti, og aðeins forsetinn getur stjórnað slíkri nauðsynlegri rannsókn. Að henni lokinni verða svo að koma fram hreinskilnar og sannfærandi skýringar á því, hvers vegna jafn stórkostleg mistök áttu sér stað. í þessari rannsókn yrði leit- að svars við þeirri spurningu, hvers vegna forsetinn ákvað að samþykkja þetta ævintýri, er reyndist jafn hrapalega mis ráðið og raun hefur á orðið. Það er mín skoðun og hún er andstæð því, sem almennt hef ur verið talið, að í raun og veru gerðu menn sér ekki þær vonir í nokkurri alvöru, að í kjölfar landgöngu kúbönsku útlaganna á Kúbu myndi fylgja stjórnmálaleg allsherjarbylting gegn Castró á eynni. Það virt- ist vera tilgangur innrásarinn- ar að leggja grunninn að borg- arastyrjöld gegn Castró. Hins vegar bendir ekkert til þess, að frekari áætlanir hafi verið gerðar né heldur að nokkuð hafi verið út í það hugsað, hvert yrði næsta skref okkar og hver yrði afstaða hinnar rómönsku Ameríku eftir að borgarastyrjöld væri hafin á Kúbu. Það sýnist og ekki hafa verið hugleitt. til hverra að- gerða Sovétríkin kynnu að grípa, ef til borgarastyrjaldar hefði komið á eynni. FULBRIGHT, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann ráðlagði eindregið gegn innrásinni á Kúbu. Að undan- förnu hefur hann svo ráðið ein- dregið gegn hernaðarlegri ihlut- un í Laos, og haft að því leyti svipaða afstöðu og stjórnir Bret- lands og Frakklands. Víst hafa afleiðingar þessa frumhlaups orðið slæmar, en ástæða er til þess að ætla að þær hefðu orðið enn hörmu- legri, ef innrásin hefði borið einhvern — þótt vafasaman — árangur, sem var hið mesta, er hægt var að vænta. Því til þess að styðja uppreisn á Kúbu, hefðum við orðið að halda áfram að brjóta samn- inga okkar við önnur ríki í Ameríku — og ekki aðeins það: Við hefðum orðið að þver- brjóta okkar eigin lög, sem banna, áð erlendar liersveitir skuli fá aðstöðu í Bandarikj- unum til undirbúníngs hern- aðarleiðangra. EG HEF ímyndað mér mínar skoðanir á því, hvers vegna slík glámskyggni átti sér stað gagnvart Kúbu, og ég tel mig hafa ástæðu til að ætla, að hin ir yngri ráðgjafar forsetans, þeir Bundy, Rostow, Schles- inger og Rusk utanrfkisráð- herra, hafi ekki nægilega getað verndað hann fyrir ásókn hinna eldri, þ.e.a.s. þeirra Biss ell og Dulles í leyniþjónust- unni, Lemnitzer og Burké í herforingjaráðinu og Berle í utanríkisráðuneytinu. Það leik ur engin vafi á því, að áætlan- ir um innrásina voru gerðar af fyrrverandi stjórn Banda- ríkjanna, jafnframt því, sem hún hóf einnig undirbúning að framkvæmd þeirra. Það er og enginn va'fi því, að forsetinn krafðist þess, að gerðar yrðu þær breytinaar á þessum áætl unum, að ekki liti á nokkurn hátt þannig út sem hér ætti sér stað bein hlutun Banda- rikjahers. Kennedy forseti vildi gera allt til þess að koma í veg fyrir, að innrásin á Kúbu fengi á sig mynd slíkrar íhlut unar og vonaði, að sér tækizt ag ganga svo frá málunum. Mjög hefur svo verið látið að því liggja. að þessir varnaglar forsetans hafi valdið því, að svo fór sem fór. En það er enginn vafi á því, að bæði leyni þjónustan og herforingjaráðið ráðlögðu forsetanum eftir sem áður að láta til skarar skríða. ÞAÐ ER sannfæring mín, að rannsókn muni leiða í Ijós, að utanríkisráðherrann gaf fyrir- ætlununum blessun sína, enda þótt hann væri fullur efasemda um ágæti þeirra. Gag nstætt því, sem margir hafa haldið fram, álít ég með fullri vissu. að þeir Stevenson og Bowles hafi verið hafðir utangarðs við þær umræður, er voru undan- fari hinnar dauðadæmdu inn- rásarákvörðunar. Þá er ég og alviss um það, að rannsókn myndi leiða í ljós, að einn var sá maður, er tók þátt í þessum umræðum, er ein dregið ráðlagði forsetanum að fallast ekki á innrásarfyrirætl anirnar. Þetta var Fulbright, öldungadeildarþingm. Hann sá atburðina fyrir og aðvaraði forsetann. Skoðun Fulbrights var sú, að rétt afstaða gagn- vart Kúbu byggðist ekki á því að reyna að kollvarpa Castró, heldur halda honum í skefjum meðan við ynnum að uppbygg ingu í ríkjum hinnar rómönsku Ameríku. Fulbright var hinn einasti hyggni maður þessa ráðgjafahóps. ÞEGAR SLÍK ógæfa hefur hvatt dyra og henni verið hleypt inn, er sú hin einasta leiðin til þess að koma henni út fyrir að nýju, að menn þeir sem vegna lykilstöðu sinnar verða að teljast aðalábyrgðar aðilar þess, að slík mistök áttu sér stað, segi af sér. Aðeins með slfkum aðgerðum er hægt að breiða yfir glappaskotið og endurheimta traust, enda fylgi skýlausar yfirlýsingar, þar sem heitið væri, að slíkir atburðir skyldu ekki endurtaka sig. — Staða okkar er svipuð og Breta í Súezævintýrinu 1956. Strax í upphafi árásarinnar tók forsetinn sér stöðu í broddi fylkingar. Hann lýsti skorin- ort yfir því, að hann einn bæri ábyrgðina, við hann ein an væri að eiga. Þetta sýndi öðlingsskap og dirfsku. Þetta; var og rökrétt afstaða með til- liti til þess að aðalmaðurinn skal ekki bregðast undirtyll- um sínum. Hér er aðeins sá galli á gjöf Njarðar, að málið er ekki svo einfalt, að slík af- staða nægi ein saman. Samkv. stjórnlögum okkar og ólíkt því, sem er á Bretlandi, getur stjómarleiðtoginn, þ.e. forset- inn, ekki sagt af sér. Sem bein afleiðing þessa verður forset- inn að gera þá menn ábyrga gerða sinna, sem samkvæmt stjórnarskránni eða öðrum sér legum lagaákvæðum, eiga að vera honum ráðgefandi. Varpi forsetinn jafnan ábyrgðinni á sig einan, verður litið svo , að stjóm okkar hafi enga ábyrgð arskyldu. Víst yrði rannsókn sem þessi ekki sársaukalaus. Þetta eru jafnvel átakanleg skrif fyrir harðnaðan blaðamann. En það er mikið í húfi, og það eitt þjónar hagsmunum þjóðarinn ar, að hinn beizki sannleikur fái að líta dagsins Ijós og rétt- lætinu verði fullnægt. Því hér er hvorki meira né minna að veði en trúnaða>'traust þjóðar okkar og vina okkar, hvar sem eru í heimi. I > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > ) > > > > > > > > > > > > > > > > > > > ) > > > > > > > > > > > > > >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.