Tíminn - 07.05.1961, Page 9

Tíminn - 07.05.1961, Page 9
T í MIN N, sunnudaginn 7. maf 1961, 9 a tvm Efsti bærinn í Borgarfjarðarhér- aði, sunnan Hvítár, er Húsafell í Hálsasveit. Hefir svo verið a.m.k. í 3 aldir, eða síðan Geitland lagðist í eyði. Bærinn Húsafell stendur norðvest an undir felli, sem heitir Bæjarfell. Nágraimar þes seru fjöll og jöklar: Strútur, Eiríksjökull, Langjökull, Hafrafell, Geitlandsjökull og Ok. En þó Húsafell sé einangruð fjallajörð hefur bær sá um margar aldir haft nokkra sérstöðu. Ef vel er að gáð, verður reyndin sú, að um þennan bæ hafa ýmsir menn- ingarstraumar leikið meira en um flesta aðra bæi í héraðinu. Húsafell hefur ekki verið eins afskekkt og einangrað og í fljótu bragði virðist. Húsafellsland er stórt, svo að það tekur þrjá daga fyrir sjö menn að smala það til rétta á hverju hausti. Um margar aldir var þar prests- setur og kirkjustaður, þar sem fólk sótti þangað helgar tíðir sér til sáluhjálpar. Á ferðalögum fólks milli landsfjórðunga um Kaldadal og Arnarvatnsheiði, var oft komið við á Húsafelli. Þegar þingmenn að norðan og vestan fóru tU al- þingis á Þingvelli um Kaldadal allt frá söguöld, var Húsafell sjáfsagð- ur viðkomustaður þeirra. Við fjár- leitir á haustin, grasaferðir á vorin og veiðiferðir á Amarvatnsheiði var héraðsbúum Húsafell tiður áfanga- staður. Skógur er stærri og meiri á Húsafelli en annars staðar í hér- aðinu. Skógarferðir héraðsbúa til raftviðar og kolagerðar hafa á um- liðnum öldum verið margar að Húsa- felli. Þetta nægir tU að sýna að þessi fjallajörð, er flestum öðrum frem- ur þakin fótsporum kynkvíslanna og kynslóðanna af stórum hluta lands- ins um aldaraðir. Fyrir 100 árum bjuggu á Húsa- felli hjónin Þorsteinn Jakobsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Þau voru þá bæði miðaldra, hann 49, hún 42 ára. Búskapur á Húsafelli var þá í forn um stil, fastur í gömlum siðum og skorðum á þeim trausta grunni, að hollur sé heimafenginn baggi. Búsáhöld, klæðnaður og fæði var mest allt heima unnið og heima tekið, enda var langt í kaupstað að sækja. Þar var portbyggður bær, byggður af Jakobi Snorrasyni 1812, traustbyggður, úr grjóti, molum af íslenzku bergi, og af jarðvegi sem ristur hafði verið i torfur eða strengi eða stunginn í hnausa, sniddur eða þökur. Hagleiulkr og listhneigð manna fókk þá notið sin að nokkru við að raða þessu bygging arefni sem bezt niður og fella það saman svo að úr því yrðu traustir og áferðarfallegir veggir. Góðir garðhleðslu- og vegghleðslumenn voru eftirsóttir og vel metnir á þeim tíma. í bæjargöngunum var milligerð og hellulag af mislitum hellum úr bæjargilinu. Þar voru líka höggvin steinker undir feitmeti og Ijósamat, þau eru enn viö lýði og má sjá þau við arin á Húsafelli. í búri og eldhúsi voru kaggar og sáir úr völdum rekaviði, auk hinnar sjálfsögðu tvíbytnu fyrir hreinsaða mjólkursýru. Þar voru og ausur og stúfar úr birki úr Húsafellsskógi, askar og byttur og margt fleira húsgagna, flest smíðað af Þorsteini bónda eða þá föður hans eða afa, handaverk þriggja listfengra ætt- liða. Vel má vera að þar hafi lika verið kaggi sá er Fjalla Eyvindur hinn þjóðkunni setti saman á kvöld- vökunni, er hann í fyrsta sinn gisti á Húsafelli. Var Snorri prestur þá ekki heima, en sá og skoðaði grip- inn, er heim kom, og þótti svo | vel gerður að Eyvindur fékk að vera óáreittur í skjóli Snorra um nokkurn tíma í Eyvindarhæli við Beykjavatn. Hver búshlutur átti sína sögu og hver blettur. Búskapur þeirra hjóna, Þorsteins og Ingibjarg ar var talinn frekar góður þrátt fyr ,ir mikla ómegð. Var heimilið talið þriðja það efnaöasta í Hálsasveit. Meiri efni voru talin á Stafstöðum )g í Stóra-Ási. Aldarminning Kristleifs fræðaþuls á Stóra-Kroppi Þorsteinn bóndi var fæddur og uppalinn á Húsafelli. Hann var yngstur af hópi 10 systkina, er til aldurs komust, barna þeirra Jak- obs Snorrasonar og Kristínar Guð- mundsdóttur. Þá fyrir 104 árum, ár- ið 1757, hafði afi hans, borgfirzkur bóndasonur frá Höfn í Melasveit, sem lært hafði til prests, flutt aft- ur til átthaganna, að Húsafelli,, á samt konu, börnum og búslóð, langa langa leið frá lítt eftirsóttu brauði í Áðalvík á Ströndum. Þessi prest- ur, Snorri Björnsson, varð þjóð kunnur maður, l'ærður vel, svo að hann var göldróttur talinn, íþrótta- maður á ýmsan hátt, haguir á tré og járn og skáldmæltur. Hann flutti ekki aftur frá Húsafelíi, en andaðist þar á 93. aldursári 1803. Jakob sonur hans fór að búa þar 1808, en hafði áður búið á Búrfelli og Stóra Kroppi. Hann bjó þa,r síðan til dauða dags og Kristín ekkja hans eftir hans dag, þar til Þorsteinn sonur þeirra tók við búi. Jakob Snorrason var hagleiksmaður og verkmaður mikill. Allir synir hans, 6 að tölu, vo.ru hagsleiksmenn og smiðir á ýmsa lund. Þorsteinn bóndi Jakobs- son var um margt líkur föð,ur sín- um, hagur vel og verkmaður góður, kátur og léttur í lund, hafði gaman af söng og leikjum, en var meira gefinn fyrir veiðiskap og ýmsar smiðar en búsýslu. Kona Þorsteins, Ingibjörg, var Jónsdóttir frá Deildartungu Jóns- sonar Þorvaldssonar, en móðir henn ar var fyrri kona Jóns, Guðríður Jónsdóttir frá Stóra Ási Þórólfsson- ar. Ingibjörg var búkona og iðju- kona hin mesta, sem aldrei féll verk úr hendi, nema í hæsta lagi að hún leggði niður prjóna sína, meðan guðspjallið var lesið á helgidögum. Hún var vel að sér í allri búsýslu, trúrækin, flugnæm á^ ljóð og vísur og söngvin. Árið 1861 var hún búin að vera húsfreyja á Húsafelli í 18 ár ag hofði á þeim árum eignazt 11 böm. Fyrir tveimur árum, sumarið 1859, höfðu þessi hjón átt 9 böm á lífi með því sem fæddlst þá um vorið. En sumarið varð þeim þungt í skauti, áður en það hafði lokið göngu sinni. Barnaveiki geisaði um héraðið þetta sumar 1859. í kirkju- sóknum Reykholts og Stóra Áss dóu Kaflar úr útvarpserindi, er Guðmundur Ulugason flutti 5. apríl s.l. ■ úr henni milli 30 og 40 börn, og í I þeim hópi voru 4 yngstu börn þeirra Húsafellshjóna. Tvö af þeim, er dóu, voru dálítið komin á legg og vom mjög efnlleg og harmdauði foreldr- , um sínum. Þau hétu Kristín og Þor- leifur. Kristín mun óefað hafa heitið eftir ömmu sinni, móður Þorstelns bónda. Þorleifs nafnið var til í ætt um þeirra beggja hjóna, en ég t^l þó nokkrar líkur til að Þorleifur hafi verið heitinn eftir Þorleifi Sig- urðssyni á Kópareykjum, frænda Ingibjargar, sem dó nokkru áður en drengurinn fæddist. Að vonum hafa þau Húsafellshjón verið í sorgum sínum hin fyrstu misseri eftir þennan mikla bama- missi, en 5. apríl 1861 fæddist þeim enn sonur, sem þeim fannst sannar- lega vera mikill Ijósgeisli eftir. allt undanfarið myrkur hryggðar og sakn aðar. Drengurinn var strax skírður af séra Vernharði Þorkelssyni í Reykholti og fékk nafn úr nöfnum hinna tveggja dánu systkina sinna, Kristínar og Þorleifs og var skírður KRISTLEIFUR, Hklega sá fyrsti með þvi nafni hér á landi. Ég hef nú að nokkru lýst þeim jarðvegi og umhverfi þar sem þessi fífill er úr grasi vaxinn, sem nú á aldarafmæli. Ég hef verið um það nokkuð fjölorður, þar sem ég hef viljað lýsa því svo rækilega, að það verði öUum ljóst, hvemig þetta æskuumhverfi hlaut að móta hann svo að hann varð sá fræðimaður, rit- I höfundur og skáld, er alþjóð þekkir sem Kristleif Þorsteinsson á Stórá Kroppi. Kristleifur Þorsteinsson var snemma bráðgjör til vaxtar, andlega og líkamlega og augasteinn foreldra sinna, enda yngstabarnið. Föður sinn missti hann, er hann var 7 ára gam- all, og ólst síðan upp með móður sinni. Sem ungur drengur fékk hann að blása aflinn í smiðju föður síns og horfa á hann smíða, sækja og snúast við hesta hinna mörgu ferða- manna, er’ komu að Húsafelli víðs- vegar að að hlusta á tal þeirra, smala hin miklu fjallalönd Húsafells ásamt öðrum leitarmönnum úr hér- aðinu. Hann hafði snemma augu og eyru opin fyrir útliti, framkomu, háttum, orðum og samræðum allra þeirra mörgu gesta er komu að Húsafelli víðsvegar að af landinu, og festi það sér í minni, sem var sér- lega trútt, og kallað er stálminni. Hann sótti ungur kvarnargrjót fram í Geitland og einn sunnudag á sumri hverju fór hann þangað til að tína einiber (á einiberja-sunnudaginn). Hann sótti hvannarætur i Geitár- gljúfur fyrir Steingrím Thorsteins- son skáld, og fór í grasaferðir og veiðiferðir norður á Amarvatnsheiði. Árið sem hann fermdist hætti móðir hans búskap og varð hann þá vinnu- pUtur hjá mági sinum Þorsteini Magnússyni, er það sama vor kvænt- ist Ástríði systur hans og fór að búa á Húsafelli. 17 ára gamall fór hann tH sjóróðra og lærði sjóvinnu hjá Eyjólifi Jónssyni á Þórustöðum 'á Vatnsleysuströnd. Eftir það var hann nokkrar vertíðir háseti hjá harðsæknustu sjógörpum á Vatns- leysuströnd Guðmundi á Auðnum og Sæmundi á Vatnsleysu. Kynntist hann þar fjölda manna víðsvegar að af landinu. Þegar hann var 19 ára árið 1880 gisti hann á MosfeUi í Mos- fellssveit er hann var á leiö til sjós. Húsafell, æskuóðal Kristleifs. Sér yfir bæinn 03 skÓ3Í.:n (.. Cv.óts og Eiriksjökuls. (Ljósm.: Þorsteinn Jósefsson). Fékk hann þar, ásamt félögum sín- um, veitingar framreiddar í trogum og sá ekki þannig framreiddan mat síðar. Þegar hann var tvítugur lenti hann í lifsháska á sjó. Skip frá Auðn um, sem hann var á, fórst í fiski- róðri, og drukknuðu 5 mannanna, sem á þvi voru, en tveimur var bjarg að af kjöl, Kristleifi og Diðrik, sem síðar varð bóndi í Vatnsholti. Kristleifur var 14 ár vinnumaður og lengst af á æskuheimili sínu, Húsa felli hjé Þorsteinl mági sínum. Vor- ið 1888 kvæntist hann fyrri konu sinni, Andrinu Guðrúnu Einarsdótt- ur frá Urriðafossi, Eina.rssonar. Hún var hálfsystir barnmæðra sr. Magn- úsar Andréssonar á Gilsbakka. Þau hófu búskap að Uppsölum í Hálsa- sveit og bjuggu þar í 9 ár. Árið 1897 fluttu þau og fóru að búa á Stóra- Kroppi. Eftir tveggja ára búskap þar, missti Kristleifur konu sína af afleiðingum barnsfæðingar. Stóð hann þá uppi með 7 börn, öll korn- ung, það elzta 9 ára gamalt. En vel rættist úr öllu. Frændur og vinir tóku þrjú börnin til fósturs en Krist- leifur fékk ráðskonu, hina ágætustu konu, Snjófríði Pétursdóttur, frá Grund, er þá var ekkja eftir Jónatan Þorsteinsson skáld. Giftust þau árið eftir og bjuggu á Stóra-Kroppi eftir það til dauðadags beggja í'meira en hálfa öld. Kristleifur andaðist 1. okt. 1952 á 92. aldursári. Snjófríður kona hans var þá dáin fyrir hálfu öðru ári. Kristleifur Þorsteinsson var bóndi í sveit í 64 ár. Hann átti beima alla sína ævi í sama prestakalli, og aðeins á þremur bæjum. Þó hann væri góð ur bóndi og sæmilega efnaður, var hann enginn sérstakur búmaðu.r eða framtaksmaður í búnaði. Fjármaður var hann glöggur og góður, og fór vel með allar skepnur sínar. Trún- aðarstörfum fy.rir sveit sína og hérað gegndi hann nokkuð en þó minna en efni stóðu til, þvi að hann var hlé- drægur og hélt sér Htið fram í sveit- armálum eða stjórnmálum. í hreppsnefnd var hann þó oft, og lengi í safnaðarstjórn og forðagæzlu maður og sýslunefndarmaðuir fyrir sveit sína. Hann var stór og þrek- inn, mikHl á velli og höfðinglegur, hress og kátur og hafði yndi af sam- ræðum við aðra menn. Það var ekki fyrr en hann var kom inn um sextugt, sem hann fór að rifja upp og skrifa niður ýmislegt það, sem hann hafði heyrt af sögum og sögnum á æskudögunum. En eftir að hann hafði byrjað á því hélt hann því áfram sleitulaust til æviloka. Hann var alla tíð heUsu- hraustur og hélt minni og nokkurrj starfsorku til niræöisaldurs. Á síð- ari árum sínum taldi hann slg hafa þekkt fjórar kynslóðir, og hafa i frá sögnum gamla fólksins frá æskudög unum nokkur kynni af tveimur kyn slóðum í viðbót aftur í tímann. Allmikið liggur því eftir hann af ritstörfum og miklum þjóðlegum fróðleik hefur hann með því bjarg- að frá gleymsku og glötun. Aðal uppistaðan i tveim bindum af héraðs sögu Borgarfjarðar er þættir eftir Kristleif á Kroppi. Tvær stórar bæk- ur um sama efni, undir nafninu: „Úr byggðum Borgarfjarðar* hefur Þórður sonur hans gefið út í blöð- um og tímaritum bæði austan hafs og vestan eru auk þess fjöldi greina og fréttapistla til eftir hann. Ótalið er þó tvennt, sem ef til vill er ekki það sizta sem hann hefur skrifað. Annað er aUur sá fjöldi sendibréfa sem hann á efri árum skrifaði fjölda manna bæði hér á landi og erlendis. Ilitt er flest það, sem hann orti í bundnu máli, því fátt af því hefur enn komið fyrir almenningssjónir. Kristleifur á Kroppi ólst upp og var til fullorðinsaldurs á sögustað, þar sem hver hlutur og blettur átti sina sögu, sem var á lofti haldið og munuö, og þar sem daglega bárust að nýjar sagnir og nýr fróðleikur með þeim mikla fjölda ferðamanna og gesta, er komu að HúsafelU. Sem (Framhald á 13. síðu.i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.