Tíminn - 28.05.1961, Side 13

Tíminn - 28.05.1961, Side 13
 m Með strðndum Austurlands (Framhald af 9. síðu) — Er dýrt að gista þar? spurði ég. — Það kostar stórfé, svaraði Árni, Þetta voru skeramtitegar upplýs- ingar eða hitt þó heldur. Auðvitað kom eKki til mála að lita við slíkum gtað. — Við gettsm gist á einhverjum basnum við veiginn, ef við komumst ekki alla leið, sagði Árni. Okkur Ármanni leizt vel á það. Skömmu siðar var komið svart- nættis myrkur. Við þrömmuðum leið ar okkar álútir móti veðrinu, þrömm uðum hvíldarlaust og óðum forar- leðjuna á veginum. Áin var enn þá tfl staðar og sums staðar lá vegur- inn nálægt henni — á kafla raunar yfir hana hvað eftir annað. Nokkru síðar kom okkur í hug að athuga hana lítið eitt nánar og fundum þá, að hún rann öfugt við það, sem áður hafði verið. Svo að vötn voru þá farin að falla til Héraðs. Það var ofurlítil hressing að fá þá vit- neskju. Svona höfðum við þrammað lengi, þega-r hópur ríðandi fólks kom á eftir okkur á veginum. Meðan það fór fram hjá, hægði það ferðina, einhver bauð gott kvöld og spurði, hvort við værum skól'apiltar á Ieið að Eiðum. — Skólapiltar.... Andi sögunnar, sem tengd er orði þessu, fór um vitund mína með töfrum. Mér hlýnaði fyrir brjósti af stæltri gleði og fannst ég eiga samleið með þeim glæsta hóp ungra manna, sem lagði leiðir sínar á sínum tíma um heiðar og eyðisanda, einatt í myrkri og hrakviðrum, til skólasetranna: Skálholts, Hóla, Bessastaða, Reykja- víkur, með þrá í huga til mennta og þroska þjóðinni og sarntið til nytsemdar. Stundarkom gleymdi ég myrkri og vætu, gagndrepa fötum og götóttum skóm við þessar ánægju Iegu bugsanir og gerði ekkert upp á mflli hinna frægu, gömlu skól'a og Alþýðuskólans á Eiðum, enda fer það aflt eftir því, hvemig á mála- vexti er litið, hvort það hefði verið réttmætt. Eiðaskóli var ágætur skóli á þessum árum og gegndi með prýði því hlutverki, sem honum bar. Hin- ir skólamir hafa ekki að jafnaði getað uppfyflt sínar skyldur betur, en sennilega má benda á það, að hlutverk þeirra hafl verið mikflvæg ana. En hvað um það. Mín þrá tfl mennta var tengd þessum stað — skólanum á Eiðum. — Hvað er langt til byggða? spurðu þeir annar hvor Ámi eða Ármann. — Þið verðið svona hér um bil klukkutima að Egflsstöðum, svaraði einhver í hópnum. Og ferðafólkið lét hestana hvetja sporið. Timakom heyrðum við hófa- tök þeirra framundan, og við urðum aftur einir 1 hralkvdðrinu á hinum langa vegi. Elukkustundargangur enn! Nú var svo komið, að okkur ógnaði sú vegalengd. — Og allir vildu láta okkur gista á EgHsstöðum. Það var eins og mönnum þætti sjálfsagt að við stofnuðum okfcur í voða með fjárútlátnm. EkM löngu síðar vorum við allt í einu komnir á síkógivaxnar hæðir og milli þeirra vora lautir og lægð- ir. Vegurinn lá þar sums staðar í kröppum bugðum, hér og þar bar hæðarbrúnimar við loft og mótaði fyrir þeim i m3rrkrinu ýmist til hægri eða vinstri eða framundan. Mér varð oft litið upp til þeirra. Þar sá ég stórgripi og margs konar skrýtnar skepnur á ferli. Sumar þeirra stóðu Ifka kyrrar og rugguðu ferlegum hausnum með stóru, gap- andi gini fram og aftur og til beggja hliða. Ég hafði ekki orð á þessu, því að ég vissi, að þetta voru allt saman ofsjónir, en gat þó ekki að því gert að glápa á þetta, að minnsta kosti oftast nær. Ég reyndi að stilla mig um það, en áður en varði var ég farinn til þess aftur, gramur við sjálfan mig og bölvandi í hljóði. Einu sinni, þegar ég var lítill, var ég á ferð með bróður mínum nótt ■ eina skuggsýna snemma vors. Við :höfðum gengið langan veg — sums staðar í ófærð. Síðast var ég orð- inn svo lúinn, að ég var farinn að sjá sams konar ofsjónir og nú. Þá voru það steinar og börð, sem birt- ust í allra kvikinda líki. Nú vora það vist aðaflega hríslumar í Egils- staðaskóginum. — Hvar eru nú þessir bæir?, spurði ég Áma. Honum vafðist tunga um tönn. | — Ja, þeir em nú einhvers stað- ar hérna, sagði hann, en vissi samt ekki nákvæmlega hvar þá væri að fínna, enda vonlaust að reyna að ( hafa upp á þeim í þessu kolniða l myrkri. Jæja! En vegurinn lá beint heim að Egflsstöðum og þangað urðum við þá að fara, hvað sem biði okkar þar. Okkur kom saman um að þiggja þar engan greiða, nema rúm til að sofa í blánóttina og vonuðum að sleppa þannig með einhvem af- gang af auranum okkar. Litlu síðar vorum við komnir heim að bænum, stóm og reisulegu tiiwburhúsi, og ég var satt að segja ákaflega feginn, þrátt fyrir kvíðvænleg reiknmgsskil að morgni. Klukkan var orðin tíu. Við höfð- um verið nákvæmlega sjö klukku- stundir á leiðinni frá Reyðarfirði, 35 km. veg, farið til jafnaðar fimm km. á klukkustund. 12>/2 km. á klukkustund! Að við skyldum geta ímyndað ofekur svo blygðunarlausa fjarstæðu! XIV. Ofckur var tekið vingjarnlega á Egilsstöðum, ekki skorti neitt á það. Þetta fólk hafði víst hugsað sér að féfletta ofekur með alúðarbros á vöram. En við vomm á verði. Við neituðum eindregið aðspurðir, hvort við vfldum fá að borða. En vildum við ekki fá þurrkuð föt eða sofcka? — Nei, ónei, ekki aldeilis. Hins veg- ar vildum við gjaraa komast sem fyrst í rúmið. Þá var okkur vísað til sængur í tveimur litlum herbergj um á efri hæð með tveimur rúmum i hvoru. Ég varð einn í öðru þeirra, en frændumir saman í hinu. Herbergið var vistlegt og að öllu leyti hið bezta. Ég háttaði, reyndi að þurrka mestu forina af fótunum og breiða úr rennvotum leppunum á stólbök og rúmgafla, lagðist síðan fyrir milli drifhvitra rek-kjuvoða og það var áfcaflega notalegt að halla sér út af. Viðburðum siðustu dægra hrá andartak fyrir í huganum, en ég sofnaði fljótt og svaf bæði vel og lengi. Þegar ég vafcnaði morguninn eftir, var dauf sólskinsglæta í herberginu. Ég var dálítið stirður og sárfættur, en leið dásamlega eigi að slður, glaður í sinni og ör af eftkvænt- ingu. Ég steig fram úr og leit út um gluggann, og landslagið, sem mætti augum mínum var nýstárlegt yfir að líta svo langt sem augað eygði. Stórt vatn, skolgrænt að lit, blasti við mér, og hæg gola gáraði yfirborðið. Handan vatnsins risu ás- a.r og klettóttar hæðir og ávöl heið- arbrún langar leiðir að baki þeirra. Úr glugganum sá líka út á stórt tún, gulgrænt og regnvott. Við húsið var trjágarður með sölnuðu laufi á grein um trjánna og komnu að falli. Skömmu síðar kom stúlka í dyrn ar og spurði, hvort ég vildi fá kaffi. Þeim leiddist ekki að bjóða okfcur alla skapaða hluti! Ég hló með sjálf- um mér og léttúðln greip mig. — Látum slag standa, hugsaði ég og þáði kaffið, drakk það með áhægju í rúminu og svæfði rödd varúðarinn ar á meðan. Síðan klæddi ég mig í það nauðsynlegasta til að geta skroppið í næsta herbergi til félaga minna og grennslast eftir, hvernig þeim liði. Þeir voru ijarnir að klæða sig. Þeim hafði lika verið boðið kaffi, sem þeir afþökkuðu eindregið. Eng- in léttúð hafði náð tökum á þeim. Þegar ég sá staðfestu þeirra, fór és að iðrast minna tiltekta og kvíða afleiðingunum. Við vorwm ásáttir nrn að komast' sem fyrst af stað. Ég tíndi á mig alla blautu leppana í snatri, seíti margfaldan pappír fyrir götin á, skónum og va-r síðan tflbúinn að kalla. Við dokuðum við í fordyrinu og - sendum húsráðendum þau boð, að við værum á förum og biðum þess; eins að greiða reikning okkar fyrir: gistinguna. Við bjuggumst ekki við góðu og vorum alvarlegir mjög og þögulir. Að vörmu spori kom stúlk- i an, sem hafði annazt okkar fábreyttu i þarfir, til að taka við greiðslunni. Mitt gjald var eitthvað um fimm. krónur og eitthvað minna hjá þeim Ármanni og Árna hvorum um sig. Það var allt og sumt. Ég leit ásökunaraugum til Árna, og hann vissi upp á sig skömmina, það leyndi sér ekki. Hér hafði okk- ur verið tekið með alúð, þegar við komum svangir og hraktir, og við hofðum svarað með fjandsamlegri tortryggni. — Svona var að trúa fleipri og rógburði að ra-unalausu. Ég hét því með sjálfum mér að láta það ekki henda mig oftar á lífsleið- inni, og hvort sem ævinlega hefur verið staðið við það heit sem Skyldi eða efcki, þá er þó víst, að endur- minningin um þetta atvik hefur oft minnt mig á að fara varlega í þess- um efnum. Árni var sáraumur eftir á, enda var hann ágætur drengur og síður en svo hætt við að fara með vísvit- andi ósannindi og gerði það ekki heldur í þetta sinn. Honum hafði verið sagt þetta um verðlag á Egils- staða-gistihúsi og ekki komið til hug ar, að það væri orðum aukið eða öllú heldur hrein ósannindi. Hér eft ir sagðist hann sannarlega ætla að gæta s£n betur og trúa ekki illu uir> tali að órannsökuðu máli. „Perfa austursins" nefnist þessi kjólgerð, sem verið er að Ijúka viS í Maskit-tízkuhúsinu í Tel Aviv. Shoshana Faraks, sem kom frá Rúmeníu 1950, er að leggja síðustu hönd á Yemenite-skreytingu á þennan dökka ullarkjól, ofinn í Migdal Ha Emek-verksmiðjunni. A'Salfundur Framhald aí 5. síðu irfarandi tillögur bornar upp og samþykktar: 1. Sóknargjöld. Aðalfundur Langholtssafnaðar, i haldinn 14. maí 1961 fer þess á leit, að sóknargjöld í Reykja víkurprófastsdæmi verði ákveð in og innheimt samkvæmt því hámarki, sem ákveðið er í lög um. 2. Bindindissamtök kristinna safnaða Aðalfundur Langholtssafnaðar, haldinn 14. maí 1961, sam- þykkir að eiga þátt í stofnun bindindissamtaka kristinna safnaða hér á landi. Felur fundurinn safnaðarnefnd að til nefna 3 menn í nefnd, sem vinni að undirbúningi og stofn un slíkra samtaka í samvinnu við aðra söfnuði og undir for- ustu Landssambandsins gegn áfengisbölinu. Safnaðarnefnd Langholtssafnað ar er þannig skipuð: Form. Helgi Þorláksson; gjald keri Örnólfur Valdimarsson; rit- ari Helgi Elíasson; Vilhjálmur Bjarnason og Bárður Sveinsson. Varamenn eru Bergþór Magnús- son, Hafsteinn Guðmundsson og Kjartan Gíslason. Safnaðarfull- trúi er Magnús Jónsson banka stjóri. Til sölu Sláttuvél, hliðartengd, kílplógur' og sekkjalyfta á FORDSON MAJOR traktor, á gamla verðinu. Fordumboðið SVEINN EGILSSON H.F. Laugavegi 105 Sími 22467 BifreíðasaEa Björgúifs Sigurðssonai — Hann -ieJur bíiana. Sítr.ar 18085 — 19615 PRL NTMYNDAGERÐIN MYNDAMOT H.F. MORGUNBLAÐSHÖSINU - SÍMl 17152 Málflutningsskrifstofa Málflutnmgsstörf (nnheimta, fasteignasala skipasaia !od Skaptason hrl lón Grétar Sigurðsson. lögfi. i.augavevi 105 (2 hæði Sími 11386 Bifreiðasalan Fraklcastíg 6 Símar 19092 — 18966 og 19168. Höfum ávallt á boð- stólum mikið úrval hvers konar bifreiða. Rynnið yður verðlistana hjá okkur áður en þér kaupið bifreið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.