Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 5
ÝfMINH, fimmtiidaginn 1. júní 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson <áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga
stjóri: Egili Bjamason — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
___t
Óheppileg vinnu-
brögð
Það hefur vakið mikla athygli, að sáttasemjari ríkisins
hefur hagað vinnuhrögðum sínum í sambandi við kjara-
deiluna, sem nú stendur yfir, á allt aðra leið en hann
hefur verið vanur að gera. Sáttasemjari hefur jafnan áður
lagt mikla vinnu og alúð í starf sitt. Alveg sérstaklega
hefur hann kappkostað að láta deiluaðila ræðast sem
mest við og haldið með þeim langa fundi dag eftir dag í
því skyni. Þessar viðræður hafa svo oftast leitt til þess að
skapazt hefur aukinn gagnkvæmur skilningur og grund-
völlur fundist fyrir málamiðlun og samkomulag.
í deilunni nú, hafa þessi vinnubrögð að mestu verið
lögð til hliðar. Áður en verkfallið hófst, ræddi sáttasemj-
ari ekki við deiluaðila nema á fáum, stuttum fundum.
Tvo seinustu dagana fyrir verkfallið voru fundir hafðir
rétt til málamynda. Tvo fyrstu verkfallsdagana var ekkert
ræðst við, en fundur kvaddur saman að kvöldi síðari dags-
ins til þess eir " sáttasemjari gæti lagt fram tillögu, er
hann krafðif rðilögðundirallsherjaratkvæðagreiðslu
í félögunui ttasemjari virðist lítið eða ekkert hafa
kynnt sér áður, hvaða undirtektir þessi tillaga myndi fá
hjá verkamönnum.
Þetta eru alveg ólík vinnubrögð þeim, sem sáttasemj-
ari hefur fylgt áður. í stað þess að reyna með lægni og
þrautseigju að jafna það, sem á milli ber og láta deilu-
aðila ræða sem mest saman og kynnast þannig aðstöðu
og viðhorfum hvers annars, þá eru þeir nú lítið eða ekkert
látnir tala saman og skellt íram tillögu, sem þeir verða
annað hvort að segja um já eða nei. Þessi vinnubrögð eru
þeim mun óheppilegri, þar sem tillaga sáttasemjara gerir
nú ráð fyrir samningum til lengri tíma og í henni felast
því ýms alger nýmæli. Slíka samninga þurfti vitanlega
að undirbúa með ítarlegum viðræðum deiluaðila, þar sem
ekki væri aðeins rætt um heildarstefnuna, heldur og um
einstök atriði, er máli skipta.
Margt bendir til þess, að sáttasemjari hafi hér vikið
frá fyrri vinnuaðferðum sínum vegna þess, að þess hafi
verið óskað af hærri stöðum, því þar hafi verið litið svo á,
að hægt væri að jafna deiluna með skyndiáhlaupi. Mikil
hætta er hins vegar á, að þetta reynist öfugt við tilgang-
inn og þessi nýju vinnubrögð verði fremur til að skapa
tortryggni og stífni en hið gagnstæða. í samningum er
oftast mikil hætta á ferðum, þegar hætt er að láta deilu-
aðila ræðast við, því að þá kemur tortryggnin og þráinn
ekki sízt til sögunnar.
Með þessu er vitanlega ekki verið að segja það, að
það geti ekki komið til greina, að sáttasemjari beri fram
tillögu, sem hann krefst um allsherjaratkvæðagreiðslu.
Slíkt getur oft verið eðlilegt, en þó ekki fyrr en eftir stór-
um meiri viðræður og fullkomnari undirbúning en hér
hefur átt sér stað.
Hver, sem endalokin verða nú, þá er það tvímælalaust,
að hér hefur verið farið inn á ranga braut, sem ber að
forðast í framtíðinni. Allt kapp verður að leggja á það í
slíkum deilum, að deiluaðilar ræðist við sem mest og
kynnist sem bezt aðstöðu og sjónarmiðum hvers annars.
Því gagnkvæmari og meiri, sem kynnin verða, því meiri
líkur eru fyrir gagnkvæmum skilningi og samkomulagi:
Um þá deilu, sem nú stendur yfir, gildir það líka, að
sjaldan hefur það átt að vera auðveldara fyrir atvinnu-
rekendur og verkamenn að finna sameiginlega niður-
stöðu. Ef þeir beittu áhrifum sínum sameiginlega til að
knýja fram lækkun vaxta og söluskatta og rýmkun láns-
fjárhafta, ætti að vera vel hægt að leysa þessa deilu
þannig, að báðir gætu vel við unað.
ERLENT YFIRLJT^
Mikilvægar viðræður í París
ViírætSur Kennedys og deGaulle örlagaríkar fyrir vestrænt samstarf
í GÆR hófust í París viðræður,
sam geta orðið hinar örlagarík-
ustu fyrir samstarf vestrænna
þjóða. Hér er átt við viðræður
þeirra Kennedys og de Gaulle.
Þær hófust í gær og mun ekki
ljúka fyrr en á morgun.
Það var vissulega rétt ráðið
af Kennedy að sýna de Gaulle
þá sæmd, að heimsækja hann
fyrr en nokkurn annan þjóð-
höfðingja. Með því viðurkenndi
hann líka réttilega þá stað-
reynd, að Frakkland er annar
mikilvægastur hlekkur vest-
ræns samstarfs, næst á eftir
Bandaríkjunum sjálfum. Ef
Frakkland brestur, er samvinna
Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
anna nánast sagt úr sögunni.
Síðan de Gaulle kom til valda
í hið síðara sinn, hefur hann
ekki farið dult með það, að
hann álítur hlut Frakklands
gerðan of lítinn í vestrænu sam
starfi. í mótmælaskyni hefur
þann dregið stórlega úr hlut-
deild Frakklands í varnarsam-
starfinu á vegum Atlantshafs-
bandalagsins, og lagt mikið
kapp á að gera Frakkland að
sérstöku kjarnorkuveldi, þótt
bæði Bandaríkjamenn og Bret-
ar hafi litið það óhýrum aug-
um. Bæði Bandaríkjamenn og
Bretar, sem mestu hafa ráðið
í Atlantshafsbandalaginu, hafa
fram að þessu hundsað óskir
deGaulle um að Frakkar fengju
aukin ráð á vettvangi vestrænn
ar samvinnu, ekki sízt innan
Atlantshafsbandalagsins.
ÞAÐ liggur í augum uppi, að
aðstaða Frakka er nú allt önn-
ur og sterkari en hún var i
lok síðari heimsstyrjaldarinnar
Frakkland hafði þá verið sigr-
að af Þjóðverjum og gat því
ekki talið sig jafnoka Banda-
ríkjanna og Breta. Bandaríkin
höfðu þá ein kjarnorkuvopn og
voru því óumdeilanlega mesta
herveldi heimsins. í skjóli þess
réðu Bandaríkjamenn lang-
mestu næstu árin í samskipt-
um vestrænna þjóða, og Bretar
komu næst á eftir þeim. Bretar
styi'ktu enn aðstöðu sína er
þeir urðu kjarnorkuveldi.
Nú er þetta orðið mjög
breytt. Síðan Rússar urðu jafn-
okar Bandaríkjamanna á sviði
kjarnorkuvopna og eldflauga,
hafa Bandaríkin ekki lengur
slíka yfirburðaaðstöðu og áður.
Þau eru orðin meira háð sam-
starfinu við banadmenn sína en
áður. Hvorki Frakkar né Vest-
ur-Þjóðverjar geta nú treyzt
eins örugglega á það og áður
að Bandaríkin beiti kjarnoiku-
vopnum, þótt Rússar ráðist á
Vestur-Evrópu, ef Rússar beita
ekki kjarnorkuvopnum að fyrra
bragði. Því getur valdið ótti
v'
Bernle
Aux Ecokles
Kennedy kemur til Parísar 31. maí
Bandaríkjamanna við gagná-
rásir á bandarískar boi’gir.
Frakkar og Þjóðverjar gera því
kröfur til þess, að Atlantshafs-
bandalagið fái kjarnorkuvopn,
en því hafa Bandaríkjamenn
enn hafnað öðru vísi en að
beiting þeirra verði áfram háð
neitunarvaldi Bandaríkjanna.
Þetta hefur ýtt undir það, að
Frakkar eru nú sem óðast að
koma sér upp eigin kjarnorku-
vopnum, og njóta þar stuðnings
Þjóðverja. Þeir segjast ekki
vilja vera háðir Bandai'íkjun-
um í þessum efnum. Bandaríkja
rnerin svara' með því, að það sé
heppilegust verkaskipting, . að
þeir hafi kjarnorkuvopnin, en
Vestur-Evrópuríkin efli nauð-
synlegar landvarnir. • Hvorki
Þjóðvrjar né Frakkar telja
það viðhlýtandi, nema valdið
<"* rr*r vmvwn r % ;.
________L' ” ’' ’y.
Werner í Indianapolis Star
Muhamed kemur til fjallsins
yfir kjarnorkuvopnunum verði
sameiginlegt. Þeir telja ekkert
geta örugglega afstýrt árás á
þýzkt eða franskt land, nema
það sé vitanlegt, að slíkri árás
verði svarað með kjarnorku-
vopnum.
ÞAÐ ER eitt mikilvægasta er-
indi Kennedys til Parísar, að
jafna þennan ágreining, því að
á meðan er Atlantshafsbanda-
lagið ekki fullkomlega starf-
hæft. Ef honum tekst að jafna
hann, væri mikið unnið, og
auðveldara yrði að jafna ann-
an ágreining á eftir.
En jafnframt verður Kenne-
dy svo að taka tillit til óska de-
Gaulle um að vesturveldin hafi
meiri samráð sín á milli um
málefni utan Evrópu, t.d. um
Alsírmálið og Kúbumálið. Slíkt
ætti líka að vera auðveldara
eftir að Frakkar hafa tekið upp
frjálslega stefnu í nýlendumál-
unum undir forustu de Gaulle.
Það styrkir einnig aðstöðu de
Gaulle, að markaðsbandalag
sexveldanna fer mjög vel af
stað og rætist þær óskir, sem
við það eru bundnar, verður
það orðið eitt af stórveldum
heimsins eftir 1—2 áratugi.
Bandaríkin verða þá í vaxandi
mæli að taka tillit til banda-
manna sinna í Vestur-Evrópu,
ef góð samvinna á að haldast.
För Kennedys til Parísar sýnir,
að honum er þessi nýja sögu-
lega staðreynd ljós, og ber það
vott um glöggan skilning hans
og fiamsýni. Þ. Þ.
•V
?
?
(
i
?
?
?
?
«?
f
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
/
?
>
/
?
?
?
?
?
?
?
?
?
I
Hafa sérleyfishafar engar skyldur?
Að gefnu tilefni leyfi ég mér
að bera fram þá spumingu, hvort
þeir, er fengiö hafa sérleyfi til
farþegaflutninga á einhverri á- |
kveðinni leið, séu ekki skyldugir
til að halda uppi ferðum þá daga,
sem bílar þeirra eru taldir eiga
áætlun. Að þeir geti tekið bílana
út úr áætlun þá daga án þess að,
það sé a.m.k. auglýst svo að fólk,1
sem hefur ætlað sér að nota ferð
ina viti að ekki verði farið. Getur
það gengið að vísa farþegum á,
að þeir geti farið með þessum eða
hinum áætlunarbíl til einhvers á-,
kveðins staðar og þangað verði'
þeir sóttir, án þess að tekið sé
tillit til þess að sá bíll fari á allt
öðrum tíma en sá bíll, er rútuna
hefur venjulega, t.d. nokkrum
klukkutímum fyrr og sé því’ far-
fá far. Það er tæplega hægt að
fá far. Það er tæplega hygt að
ætlast til þess, að fólk hringi eða
komi á viðkomandi bifreiðastöð,
nokkrum klukkutímum áður en j
áætlunarbíll sá, er það ætlar aðl
taka á að fara af stöðinni, þegar!
ekki er ástæða til að ætla að margt j
farþega verði með bílnum. Eg
hygg að flestir láti sér nægja að
panta far svona einum til tveiml
tímum áður en bíllinn á að fara.
Sjá allir hversu bagalegt getur
verið fyrir fólk, sem ætlar sér
og þarf að taka sér far með á-
kveðnum bílum, að bíllinn sé þá
alls ekki á förum.
Tvímælalaust má það teljast
sanngirniskrafa til sérleyfishafa,
að inna af hendi þá þjónustu,
sem þeir hafa að sér tekið, er
þeir fengu sitt sérleyfi. Það væri
því lágmarkskrafa, sem hægt er
að bera fram, að éf sérleyfi, ein-
hverra orsaka vegna, ekki getur,
eða vill, farið áætlunarferð eins
<6VamhaJd á 13 síðu.!