Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 13
fTfJRlH'l'N N, fimmtudaginii 1. júní 1961.
Ávarp forsetans
íFramhaia ai 8 síðul
þjóða, öld eftir öld? Mun ekki
hollari regla Mikkjáls engils, sem
Síðu-Hallur vildi eiga sér að vin,
að muna og meta allt meir, sem
vel er gert, að málalokum og éfsta
dómi. Sá ætti að vera háttur krist
inna þjóða.
Sjónarmið eru og fleiri en ?itt.
Meðal Norðmanna eru að sjálf-
sögðu hinir gifturíkustu atburðir,
er Noregur var sameinaður eftir
Hafursfjarðarorustu, og ncrska
þjóðin eftir Stiklastaðabardaga.
Ávarp konungs
(Frambald aí 9 síðu)
hljóta að vera mjög takmarkaðir
af megni voru og mannfjölda. En
á alþjóðavettvangi getum vér þó
haft áhrif að því leyti, sem vér sýn-
um hæfni til að skapa þjóðum vor
um hagsæld og hamingju, gæta
iýðræðislegra réttinda og mann-
gildis hvers einstaks borgara og
halda um leið uppi virku sam-
starfi til að leysa þau vandamál,
sem eru um megn hvoru landinu
um sig.
Það er einlæg ósk,mín, að lönd
vor, og öll Norðurlönd gangi allt-
af þessa leið og leggi þar með
fram sinn skerf til alþjóðlegs sam
starfs, sem geti haft þýðingu fyrir
samræmda og friðsamlega þróun
í veröldinni.
Ég færi í dag öllum íslending-
um hlýjustu kveðjur og beztu ósk
ir frá öllum löndum mínum heima
í Noregi, og með þessum orðum
mæli ég fyrir minni forseta ís-
lands og konu hans, og ennfrem-
ur íslands og allrar hinnar ís-
lenzku þjóðar.
Og vel skiljum vér gildi konungs
dómsins í Noregi, eigi sízt eftir
hina þriðju sameining og. þjóðar-
sigur í lok síðustu heimsstyrjald-1
ar.Við eigum málverk eftirRevold
þar sem Hákon konungur og Ólaf
ur krónprins stí.ga á land við
Heiðursbrýggjuna að lokinni
styrjöld. Ég lít oft á þessa mynd,
viðkvæmum huga. Það var stór
stund, þrungin af sorglegum minn
ingum, stolti og fögnuði. Konung-
dæmið á sér djúpar og sterkar
rætur í Noregi ,og í því á Snorri
sinn þátt. Nöfnin, Hákon, Ólafur
og Haraldur, segja til.
Þegar ætt Haralds hárfagra var
aldauða, komst Noregur einnig
undir erlend yfirráð, og varð að
lúta erlendum hagsmunum um
langan aldur. Þetta var bræðra-
bylta Norðmanna og íselndinga.
En síðan hin þjóðlega viðreisn
hófst, höfum vér átt samleið \il
frelsis og frama, og minnumst.
samt nú vorra fyrri sambands-
þjóða með bróðurhug. Noregur
mun þó jafnan hafa farið fyrir —
allt að heilli öld í sumum grein-
um, enda er aldursmunurinn á
Háskólum Noregs og fslands eitt
hundrað ár.
Vísast var það skógurinn, sem
setti fjárhagslega fætur undir
norsku þjóðina á átjándu öld, því
á skógar- en ekki sjávarafurðum,
var verzlunin frjáls. Minnir það
mig á þrá íslendinga eftir að
klæða land sitt skógi. Máske er
það langfeðgahvöt, frá því land-
námsmenn létu skógi vaxin óðöl,
og hrepptu berangur norðurhjar-
ans. Vel er þessi stund fallin til,
að þakka Norðmönnum alla þá
hjálp, sem þeir hafa látið oss í
té í skógræktarstarfinu. Er nú far
13
DINER
á Hótel Borg
le 31 maí 1961
Potáge Tortue Claire
★
Saumon bouilli
Sauce Hollandaise
★
Caneton roti sauce Normande
★
Bavarois Diplomate
★
Sherry Dry Sack
Niersteiner Schnappenberg 1957
Chambertin 1957
G.H. Mumm & Cle. Cordon Rouge
Brut.
Remy Martin V.S.O.P.
Liqueurs
★
ið að hylla undir glæsilegan ár-
angur.
Það er að vísu margt, sem vér
höfum vorum norsku náfrændum
fyrir að þakka, þó nú verði fátt
talið. Þeirra fordæmi var oss jafn
an hvöt í viðreisnar- og sjálfstæðis
br.ráttu. Þeirra stórfelldu, nútíma
bókmenntir voru í mínu ungdæmi
vor þ/óðareign, og þaðan barst
oss hin hressandi, þjóðlega ung-
mennafélagshreyfing. Og ekki
gleyma vorir norsku vinir heldur,
á líðándi stund, endurreisn Skál-
holtsstaðar. Þetta er frændrækni,
sem vér fögnum. Betur er Snorra
launað eftir dauðann, eins og raun
ar Ólafi konungi helga líka, og
flestum dýrlingum. i
Nú þegar ég læt máli mínu
lokið, skulum vér aftur beina hug- j
anum að hinum örlagaríku atburð-1
um styrjaldarinnar. Oss standa
fyrir hugskotssjónum norskar
hetjur á sjó og landi, aftökur og
fangabúðir. Hákon konungur og
Ólafur krónprins standa í skógar-
lundi, og svörðurinn rótas-t upp í
kringum þá af skotum og sprengj-
um. Það var eldskírn. Þeir voru
tákn þjóðar og landvarna, og því
eltir á röndum. Vér skiljum hina
örðugu ákvörðun, að fara úr landi
til að halda baráttunni áfram. En
það var sókn og ekki flótti. Áður
var merkinu skotið niður svo hart,
eins og gerði Þórður Fólason í
Stiklastaðabardaga, að stöngin
ALLT Á SAMA STAÐ
( WILLYS JEPPANN:
Jeppakörfur
Jeppastálhús
Bretti
Húdd
SENDUM GEGN KROFU
EGILL VILHJÁLMSSON H.F.
Laugaveg 118, sími 2-22-40.
Starfsstúlkúr
Óskum að ráða nokkrar vanar saumastúlkur nú
þegar. Góð vinnuskilyrði.
Fataverksmiðjan Gefjun,
Snorrabraut 56.
Kaupmenn
Kaupfélög
Fyrirliggjandí
1. flokks rafsoðnir sjóstakkar (léttir sumarstakkar).
Verð mjög hagstætt.
BJARNI Þ. HALLDÓRSSON,
Umboðs- og heildverzlun
Garðastræti 4. Sími 23877.
•W.v.vvv.vv.vvw>v.v«
Lýðveldi stofnað
stóð, unz þeir stigu aftur heilum
fótum á frjálsa jörð.
Oft voru veður válynd og útlit
uggvænlegt á þessum árum. En
svo drjúg var Noregs gifta, að það
reyndist vera ný sögunótt, sem
stráði framtíðardraumum yfir
norska fold. Þjóðfrelsi, heimilis-
helgi, mannréttindi og manngildi
er ekkert fleipur, heldur lífsskil-
yrði og norræn leiðarstjarna. Það
ætti ölltim að geta lærzt í Ijósi, eða
öllu heldur myrkva þessara örlaga-
tíma.
Góðir gestir, ég bið yður að rísa
úr sætum, og drekka ásamt mér,
heillaskál Herra Ólafs hins fimmta,
Noregskonungs, fjölskyldu hans og
norsku þjóðarinnar!
NTB—Pretoríu, 31. maí.
í dag var stofnað lyðveldi í
Suður-Afríku, og var fyrsti Iýðveld-
isdagurinn haldinn hátíðlegur í
dag. Eins og menn muna af frétt-
um, varð mikil ólga mcðal blökku-
manna í landinu, þegar tilkynning
Verwoerds, forsætisráðherra, um
stofun lýðveldis í S-Afríku, var
gerð heyrinkunn. Var efnt til verk-
falla í mótmælaskyni, en þau fóru
út um þúfur.
Fyrsti forseti hins nýja lýðveld-
is, Swart, sór embættiseið sinn í
Pretoríu í dag, að viðstöddum ara-
grúa af fólki, hvítu, svörtu og gulu.
Er gestir komu í forsal, af hentu sfarfsstúlkur úr menntamálaráðuneytinu hverjum gestl spjald me8 sætaskip-
un í veizlunni. Stlúkurnar eru taldar frá vinstri: Valgerður Vilhjálmsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir og Þórunn
Bragadóttir.